Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Þegar ég nú sest nið-
ur og ætla að minnast
bróður míns Inga Vig-
fúsar Guðmundssonar,
þá grætur hjarta mitt
góðan dreng sem allt of
snemma féll frá og
minningarnar hellast yfir. Þegar þú
vars níu mánaða fékkstu heilahimnu-
bólgu sem markaði spor þín upp frá
því. En glettni þín, smitandi hláturinn
og góða skapið var það sem allir tóku
eftir. Þú bræddir hjörtu allra sem
kynntust þér. Þegar þú varst 3 ára
fluttumst við að Arnarbæli í Ölfusi og
það var eins og við fengjum vængi, þú
kannski fullstóra því erfitt gat verið
að passa þig. Ef þú sást traktor eða bíl
á ferð í sveitinni varstu rokinn og þó
að ég væri þremur árum eldri en þú,
átti ég fullt í fangi með að ná þér. Ég
reyndi mikið að smita þig af veiði-
bakteríu en það tókst ekki sem skyldi,
manstu þegar ég lánaði þér nýju
veiðistöngina mína? Þú grettir þig
bara og hentir henni út í skurð og
tókst svo bara sprettinn heim. Ég
mátti gjöra svo vel og fara úr öllu og
vaða eftir stönginni. Manstu þegar við
fórum í feluleik og þú áttir að leita? Þá
varstu fljótur að finna okkur, þú
söngst bara „kalli kalli kúluhaus“ og
við sprungum úr hlátri, já þú varst
sannarlega með húmorinn í lagi. Við
áttum mörg góð ár í Arnarbæli en
þaðan fluttir þú á Kópavogshælið þar
sem þú varst hrókur alls fagnaðar,
síðar fluttir þú á sambýlið að Skaga-
seli 9 fyrir tveimur árum þar sem þér
leið mjög vel, en því miður var það allt
of skammur tími. Þú kemur ekki leng-
ur á móti manni með faðminn þinn
hlýja og yndislega brosið þitt, maður
heyrir ekki alla gullhamrana þína,
„bara fínn“, „ný peysa“, „flottur“,
„nýklipptur“, þú tókst eftir öllum
breytingum ef einhverjar voru. Nú
verða bíltúrarnir ekki fleiri á kaffihús
eða austur fyrir fjall til Valeyjar eða í
Fljótshlíðina til Kollu og Unnar, en
minningarnar lifa um góðan dreng
sem minna mátti sín en allir elskuðu.
Og eins og Þóroddur sagði „nú er
gleðipinninn í Skagaseli 9 farinn“.
Þegar Halldór bróðir hringdi í mig
og sagði mér að nú værirðu dáinn var
ég nýkominn inn frá því að keyra
Ólínu út á flugvöll en hún ætlaði að
sitja hjá þér um nóttina en því miður
náði hún ekki í tíma en heklaða borð-
ann sem hún lagði á sængina þína,
veit ég að þér þótti vænt um.
INGI VIGFÚS
GUÐMUNDSSON
✝ Ingi Vigfús Guð-mundsson fædd-
ist á Selfossi 28. júlí
1957. Hann andaðist
á heimili sínu 16.
desember síðastlið-
inn og fór útför hans
fram í kyrrþey.
Elskulega starfsfólk
á Kópavogshæli og í
Skagaseli 9 hafið Guðs
þökk fyrir allt.
Elsku Ingi minn, ég
þakka Guði fyrir að hafa
átt þig fyrir bróður, það
var sannarlega mann-
bætandi að hafa fengið
að kynnast þér. Og nú
ertu kominn til pabba
og mömmu og Guðna
bróður þar sem ég veit
að þér líður vel.
Guð geymi þig vinur
Guðmundur.
Á hefðbundinni ævi kynnist hefð-
bundinn einstaklingur aragrúa af
hefðbundnu fólki og öðru eins af
óhefðbundnu fólki. Þetta hefð- og
óhefðbundna fólk hefur mismikil áhrif
á mann og áhrifin eru af öllum toga.
Ingi Vigfús Guðmundsson hafði á
sinn óhefðbundna hátt alveg sérstak-
lega góð áhrif á mig. Ég kynntist hon-
um haustið 1996, vann með honum í
þrjá mánuði og hef hugsað reglulega
til hans síðan þá. Ég er maður sem á
til að gleyma nánustu ættingjum en
einhverra hluta vegna höfðu þessi
stuttu kynni okkar Inga meiri áhrif á
mig en ég hafði áður vanist og ég get
með sanni sagt að ég mun aldrei
gleyma honum. Ég held að það hafi
einkum verið þessi óbeislaða lífsgleði
hans sem beinlínis þvingaði mig til að
sýna lífinu meira þakklæti en ég hafði
áður gert. Ég veit að Ingi Vigfús er
fullkomlega sáttur þar sem hann er
núna og það er huggun harmi gegn að
þegar matarbíllinn kemur loks og
nær í mig þá fæ ég að hitta aftur fólk
eins og Inga Vigfús.
Með saknaðarkveðju
Vernharð Þorleifsson.
„Einstakur“ er orð
sem notað er þegar lýsa á
því sem engu öðru er líkt,
faðmlagi
eða sólarlagi
eða manni sem veitir ástúð
með brosi eða vinsemd.
„Einstakur“ lýsir fólki
sem stjórnast af rödd síns hjarta
og hefur í huga hjörtu annarra.
„Einstakur“ á við þá
sem eru dáðir og dýrmætir
og hverra skarð verður aldrei fyllt.
„Einstakur“ er orð sem best lýsir þér.
(Terri Fernandez.)
Elsku Ingi Vigfús. Nú ertu sofn-
aður svefninum langa, elsku yndið
mitt …ég sit í bílnum á leiðinni til Ak-
ureyrar til að komast í flug… til að
komast til þín…
„Ó vertu alltaf hjá mér, þú mátt
aldrei fara frá mér“ hljómar í útvarp-
inu… ooooo elsku Ingi minn hvað á ég
að segja? Hvað er hægt að segja…
ekkert… það er bara hægt að gráta
gráta gráta. Mér finnst lífið ósann-
gjart! já ósanngjarnt! loksins þegar
ég er búin að fá nýja nýrað mitt og
farið að líða betur, veikist þú, elsku
hjartagullið mitt. Fyrir tveimur árum
fluttir þú af Kópavogshæli í Skagasel-
ið, þarna varstu búinn að eignast þitt
eigið heimili ásamt sambýlingum þín-
um. Þú varst svo stoltur og ánægður,
lífið lék við þig, Ingi minn.
Ég vildi óska að ég hefði getað tek-
ið þennan ljóta sjúkdóm sem tók sér
bólfestu í þér fyrir þig.
Þótt þú værir kominn á fimmtugs-
aldurinn varstu samt og ert stóra
barnið okkar allra. Stóra barnið sem
gaf okkur svo mikið og kom með svo
mikla hlýju og gleði inn í líf okkar
allra. Manstu bílferðina okkar í jepp-
anum, þegar við vorum að skoða jóla-
skrautið? Manstu þegar þú varst hjá
okkur á aðfangadag? Manstu þegar
þú komst til Húsavíkur til að heim-
sækja ömmu? Manstu þegar þú sagð-
ist vera ástarpungurinn minn?
Manstu þegar við sungum hástöfum
með Bubba í bílnum?
Manstu, Ingi minn, allar yndislegu
stundirnar – ég geymi þær í hjarta
mínu.
Hjartanu mínu sem grætur...
Jæja, elsku fallegasti engillinn
minn, nú ertu loksins kominn til
ömmu, afa og Guðna, amma og afi eru
búin að fá litla barnið sitt til sín – litla
barnið sem líður núna miklu miklu
betur.
Það er sko veisla í himnaríki núna,
STÓR veisla og rauða skyrtan Ingi…
ha, hún klikkar ekki! – Í hjarta mínu
ég geymi allar minningarnar, minn-
ingar svo margar og fallegar minn-
ingarnar okkar – alltaf.
Elsku Þóroddur, starfsfólk í
Skagaseli og sambýlingar Inga, ást-
arþakkir fyrir frábæra umönnun og
ástúð í gegnum tíðina. Ég bið algóðan
Guð að vera með ykkur. Ingi minn
horfir að ofan og vakir yfir ykkur.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Sofðu rótt, elsku ástarpungurinn
minn, þín frænka
Guðný Þóra.
Ég var í Afríku í des-
ember þegar mér barst
fregnin um að Jón
Kjartansson frá Pálm-
holti væri dáinn. Þessi
fregn kom mér á óvart
því rétt áður en ég fór frá Íslandi á
leið minni til Afríku, rúmri viku áður,
hafði ég verið með Jóni Kjartanssyni
í góðra vina hópi á Afríkukvöldi eins
og við kölluðum það, heima hjá mér
og Rönnu sambýliskonu minni. Ég
gladdist yfir því að hafa átt svo in-
dæla stund með Jóni áður en ég lagði
upp í ferð mína til Sambíu, en hún
tengdist sameiginlegu verkefni okk-
JÓN FRÁ
PÁLMHOLTI
✝ Jón Kjartanssonfæddist í Pálm-
holti í Arnarnes-
hreppi í Eyjafirði 25.
maí 1930. Hann lést á
heimili sínu 13. des-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Fossvogs-
kirkju 20. desember.
ar húmanista í samtök-
unum Vinir Afríku. Það
var glatt á hjalla hjá
okkur þarna um kvöld-
ið og Jón var glaður og
reifur að vanda, hann
las úr nýútkominni
ljóðabók sinni við góðar
undirtektir og það var
einnig tekin góð rispa á
aðalhugðarefni hans;
húsnæðismálunum. Ég
virti hann stundum fyr-
ir mér þetta kvöld og
velti því fyrir mér
hvaðan honum kæmi
þessi kraftur, þessi eld-
ur sem alltaf logaði í brjósti hans,
þessi afdráttarlausa afstaða sem
hann tók með manneskjunni í hrjúf-
um og firrtum heimi. Þessi afstaða
hans kom fram í ljóðum hans og
störfum. Ef til vill var Jón Kjartans-
son tímaskekkja, en hvort hann var
aldamótamaður einum aldamótum of
seint eða hvort hann var framan úr
framtíðinni með sýn sinni á betri
heim sem enn hefur ekki litið dags-
ins ljós er ekki gott að segja.
Jón átti frumkvæði að stofnun
Leigjendasamtakanna árið 1978 og
var lengstan partinn formaður og að-
aldriffjöður þeirra samtaka. Það
segir sína sögu um hugsjónaeldinn
sem knúði Jón að eftir að hann
komst á eftirlaun þá vann hann
kauplaust fullt starf hjá Leigjenda-
samtökunum um árabil. Ég átti þess
kost að vinna með Jóni Kjartanssyni
í Leigjendasamtökunum um nokk-
urra ára skeið en lengst var þó sam-
starf okkar í Húmanistahreyfing-
unni en þar fylgdumst við að óslitið
frá árinu 1983 eins og áður sagði. Jón
var mér stöðug fyrirmynd og hvatn-
ing og ég get sagt að það að kynnast
honum hefur gert mig að betri
manni. Ég sakna míns góða vinar, en
ég gleðst um leið því ég er ekki í
neinum vafa um að hann flýgur nú
frjáls og glaður til annars tíma. Ég
sendi honum allt mitt besta og ég
þakka honum samfylgdina.
Ég sendi börnum hans, barna-
börnum og fjölskyldu allri mínar
dýpstu samúðarkveðjur. Ég veit að
þau sakna hans sárt því hann lét sér
annt um sitt fólk og börnum þótti
gott að vera nálægt honum.
Júlíus Valdimarsson.
Gamli bærinn stend-
ur enn á sínum stað,
þótt að ábúendurnir
séu nú allir horfnir á
fund feðranna. Veggirnir orðnir
veðraðir og málningin víða flögnuð
af, eftir áratuga baráttu við veður og
vinda. Húsið snýr mót suðri og úr
gluggum þess má sjá Dyrhólaey
blasa við í fjarska. Staðurinn ber
heitið Hvammból og er staðsettur í
Mýrdalnum í Vestur Skaftafells-
sýslu. Þegar ég horfi yfir þennan
stað, er sem birtist mér önnur veröld
á öðru tímaskeiði, tímaskeiði æsk-
unnar þegar lífið var eitt stórt æv-
intýri, laust við sorg og trega.
Þá er sem ég sjái og heyri til
gömlu systkinanna sem hér bjuggu,
þeirra Baldurs, Árnýjar og Helgu,
fólksins sem gaf mér og svo mörgum
öðrum börnum ótal gleðistundir á
þessum æskudögum. Í hjartanu
geymi ég minningar um gamlar
vinnuaðferðir, með fornum vinnu-
tækjum í bland nýrra. Hvernig tún
voru slegin með orfi og ljá, heyi snúið
og síðan rakað saman með gamal-
dags hrífum og það síðan bundið í
bagga og flutt heim á hestbaki.
Þarna var margt fólk samankomið
við störf, sem stórvirkar vinnuvélar
nútímans framkvæma.
Vissulega voru þetta bæði erfiðari
og ábataminni vinnuaðferðir en nú
tíðkast. En gleðin og samheldnin
sem hópvinnan skóp gaf af sér ann-
arskonar ríkidæmi, sem ekki er síð-
ur dýrmætt og ekki verður metið til
fjár, nefnilega vináttuna sjálfa.
Þótt langt sé um liðið finnst mér
sem ég geti enn heyrt til Baldurs
bónda, þegar hann á sinn milda og
hægláta hátt gaf okkur vinnufólkinu
fyrirmæli sín. Einnig þykist ég
heyra kærleiksríkan málróm Árnýj-
ar minnar berast um fjósið, meðan
hún sat þar við mjaltir og lét mig
halda í hala beljanna og veitti mér
virðingartitilinn „halahaldarinn“. Og
ekki síst mildan óminn af röddu
Helgu innan úr bænum, meðan hún
gekk þar til húsverka á sinn hljóðláta
hátt og sá um, að allir fengju nóg að
borða og hrein, hlý föt til að verma
kroppinn. Þarna á þessum stað ríkti
hamingja, gleði og friður, sem aldrei
mun gleymast okkur sem það upp-
lifðum.
8. janúar 2005 var til grafar borin
síðasti ábúandinn á Hvammbóli, hún
Helga Stefánsdóttir. Kona sem hélt
reisn sinni til síðasta dags. Sveitin
HELGA
STEFÁNSDÓTTIR
✝ Helga Stefáns-dóttir fæddist í
Litla-Hvammi í Mýr-
dal 19. september
1917. Hún lést á
sjúkrahúsi Suður-
lands miðvikudaginn
22. desember síðast-
liðinn og var útför
hennar gerð frá
Skeiðflatarkirkju í
Mýrdal 8. janúar.
okkar mun aldrei verða
söm eftir fráfall hennar
og þeirra systkina, en
minningarnar munu
lifa um ókomna tíð í
hugum okkar, ástvina
þeirra. Ég og fjöl-
skylda mín þökkum
þeim að leiðarlokum
einlæga vináttu og
tryggð, sem yljað hefur
hjörtum okkur gegnum
tíðina. Guð blessi þau
og varðveiti.
Einar Þorgrímsson.
„Að annast aðra, útheimtir virð-
ingu og greind“.
Þessa setningu las ég stuttu eftir
andlát Helgu á Hvammbóli og mér
fannst hún svo lýsandi fyrir mína
kæru frænku og nágranna til
margra ára sem hafði varið lengst af
ævi sinni í að annast annað fólk. Fyr-
ir nokkrum árum er heilsu hennar
fór að hraka varð hún að skipta um
hlutverk og láta aðra um að annast
sig og var það nokkuð sem Helgu féll
afar þungt því þar var hún komin
hinum megin við borðið, í hlutverk
sem hún vildi víst síst af öllu þurfa að
læra.
Vegalengdin á milli bæjanna
Hvammbóls og Litla-Hvamms er
ekki mikil og var maður því frekar
lágvaxinn þegar farið var í fyrstu
ferðalögin án fylgdar fullorðinna,
annaðhvort ein eða með einhverju af
systkinum mínum. Aðaltilgangur
þessara ferða var að heimsækja
hana Helgu sem alltaf var í sama
góða skapinu. Og aldrei brást það að
á móti manni var tekið með mikilli
gestrisni, gleði og virðingu. Ungri að
árum fannst mér það svo merkilegt
ef ég var stödd á Hvammbóli þegar
fullorðna gesti bar að garði, að á móti
þeim var tekið með nákvæmlega
sama viðmóti og okkur krökkunum.
Skynjaði maður því fljótt þá virðingu
sem Helga bar fyrir öðru fólki og
skipti ekki máli hvort maður var
ungur eða gamall, ættingi, vinur eða
sveitungi, alltaf var hún eins á að
hitta. Það var því ekki laust við að
litlum nágrönnum fyndust þeir að-
eins hærri í loftinu eftir að hafa
skroppið í heimsókn að Hvammbóli
og fengið slíkar viðtökur, enda urðu
þær margar ferðirnar sem þangað
voru farnar í gegnum árin.
Síðastliðinn laugardag kvaddi ég
Helgu í Skeiðflatarkirkju í björtu og
kyrru veðri og varð svo þakklát fyrir
að burtför hennar héðan fengi svo
fallega umgjörð sem raun var. Er ég
sat við útfararathöfnina, talaði prest-
urinn um í minningarorðum að hún
hefði átt við líkamlega fötlun að
stríða. Það verður að viðurkennast
að var í fyrsta skipti sem ég setti
þetta tvennt í samhengi, Helgu og
fötlun, því fyrir mér var þetta alltaf
bara hún Helga. Hún sinnti öllum
sínum verkum á sínum hraða, kát og
létt í lund og þurfti aldrei aðstoð við
neitt, sei, sei, nei, taldi það alltaf svo
óskaplega mikinn óþarfa ef einhver
bauðst til að rétta henni hjálpar-
hönd. Vísast hefur hún sjálf aldrei
litið á sig sem fatlaða eða hjálpar
þurfi, því henni fannst hún alltaf hafa
það svo „aldeilis ágætt“ miðað við
marga aðra.
Nú er minn tími búinn.
Og tími til kominn að kveðja.
Ég er gamall og lúinn.
Ég mun lifa aftur, ég þori að veðja.
Dauðinn er ekki verstur
Þegar þjáningar herja á mann.
Þá er Drottinn bestur.
Við skulum öll trúa á hann.
(Anna Soffía Halldórsdóttir.)
Að síðustu er Helgu af alhug
þökkuð áralöng vinátta, frændsemi
og gott nábýli við fjölskylduna í
Litla-Hvammi 2. Við eigum öll svo
margar minningar um þessa látlausu
og fallegu frænku okkar sem ég veit
að við eigum oft eftir að rifja upp í
framtíðinni.
Aðalheiður Sigþórsdóttir
frá Litla-Hvammi.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi ef
útför er á mánudegi eða þriðju-
degi). Ef útför hefur farið fram
eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að
lofa ákveðnum birtingardegi. Þar
sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Minningar-
greinar