Morgunblaðið - 20.01.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 20.01.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 31 MINNINGAR ✝ Sveinn CecilJónsson fæddist á Ólafsfirði 22. ágúst 1919. Hann lést á Ólafsfirði 11. janúar síðastliðinn. Foreldrar Sveins voru hjónin Jón Bergsson frá Hær- ingsstöðum í Svarf- aðardal, f. 14.2.1880, d. 3.6. 1968, og Þorgerður Jörundsdóttir úr Hrísey, f. 15.9. 1881, d. 30.9. 1950. Sveinn var næstyngstur tíu systkina. Elst var Auður, f. 1904, gift Rögnvaldi Þorleifs- syni, þá Hulda, f. 1905, gift Jóni Laxdal, Pálína, f. 1907, gift Snæbirni Sigurðssyni, Jörundur, f. 1908, kvæntur Jónínu Guð- laugu Gísladóttur, Torfi, f. 1911, lést á unglingsaldri, Guðmund- ur, f. 1913, kvæntur Sigríði Björnsdóttur, Cecilia, f. 1914, lést á barnsaldri, Þorsteinn, f. 1918, ókvæntur, og Margrét Guðrún, f. 1922, fyrst gift Birni Guðmundssyni og síðar Jacob Hansen. Margrét Guðrún er nú ein á lífi systk- inanna. Sveinn var tví- kvæntur. Fyrri kona hans var Guð- laug Jónína Jóns- dóttir, f. 15.2. 1921, d. 13.6. 1966. Kjör- sonur þeirra er Héðinn Sveinsson, f. 14.10. 1956. Síð- ari kona Sveins er Helena V. Jóhanns- dóttir, f. 27.2. 1934. Þau skildu. Sveinn ólst upp á Ólafsfirði og vann þar öll almenn störf tengd sjómennsku og fiskvinnslu. Eftir að hafa lokið námi í Stýri- mannaskólanum stundaði hann sjó og gerði um hríð út eigin báta, en rak síðan lengi fiskbúð í Reykjavík. Síðustu árin átti hann heima á Ólafsfirði. Útför Sveins verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var oft kátt á æskuheimili Sveins frænda á Ólafsfirði, þar sem hann ólst upp í stórum systk- inahópi, og stundum mun fjörið raunar hafa verið fullmikið að mati foreldranna þegar stálpaðir synirnir göntuðust og tókust á svo húsið lék á reiðiskjálfi. Ekki hefur Sveinn þó fengið of mikið af ærsl- unum, því þegar ég man eftir hon- um gestkomandi á æskuheimili mínu, þar sem oft var skari barna, átti Sveinn oft til að koma af stað ærslum og glensi og virtist kát- astur allra í hópnum þegar hávað- inn og lætin gengu fram af öðrum fullorðnum. En Sveinn var alltaf barngóður og kunni vel að meta unglinga og þeirra uppátæki sem og að segja sögur úr sínu ung- dæmi. Sveinn frændi var heiðar- legur drengskaparmaður, einn þeirra manna sem lifðu stærstan hluta 20. aldarinnar, og var af þeirri kynslóð sem vann í haginn fyrir okkur sem nú lifum mesta blómaskeið í sögu íslensku þjóð- arinnar frá upphafi. Sveinn stund- aði sjóinn lengi framan af og ég held að hann hafi jafnan litið á sig sem sjómann fyrst og fremst. Slys og aðrar aðstæður urðu þó til þess að hann fór í land og þá lá beinast við að halda tengslum við sjóinn, því hann setti upp fiskbúð og var áratugum saman fisksali í Reykja- vík, þar sem hann átti lengi sína traustu viðskiptavini og kunningja sem héldu tryggð við hann vegna góðrar vöru og hressilegs við- móts. Sveinn var alla tíð trölltryggur sínu fólki, og oft var gestkvæmt hjá honum, einkum þegar þau Lauga bjuggu á Miklubrautinni í Reykjavík. Þegar við yngri strák- arnir, systkinasynir hans, heim- sóttum hann eftir að við þóttumst komnir til nokkurs þroska, en ef til vill ekki alltaf mikils vits, þá var ekki töluð nein tæpitunga en alltaf stutt í glensið. Ævi Sveins var þó ekki alltaf dans á rósum, hann bar merki vinnuslyss ára- tugum saman og mikill harmur var að honum kveðinn þegar Lauga kona hans lést langt um aldur fram. En Sveinn átti Héðin að, og voru þeir feðgar alla tíð mjög samrýndir. Missir hans er nú mestur, og sendi ég honum samúðarkveðjur. Anders Hansen. SVEINN CECIL JÓNSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, Lyngholti 22, Keflavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 15. janúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 21. janúar kl. 14.00. Helga Margrét Guðmundsdóttir, Theodór Magnússon, Inga Lóa Guðmundsdóttir, Skúli Þ. Skúlason, Bryndís Björg Guðmundsdóttir, Arnar Þór Sigurjónsson, Guðrún Birna Guðmundsdóttir, Sveinn Ævarsson, Guðbjörg Fríða Guðmundsdóttir, Einar M. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN BRYNJÓLFSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, áður Skólabraut 31, Akranesi, sem andaðist á Sjúkrahúsi Akraness sunnu- daginn 16. janúar, verður jarðsungin frá Akra- neskirkju föstudaginn 21. janúar kl. 14.00. Brynjar Bergþórsson, Salóme Guðmundsdóttir, Ósk Bergþórsdóttir, Óli Jón Gunnarsson, Lára Huld Guðjónsdóttir, Bergþór Ólason, Jóhann Gunnar Ólason, Rúnar Ólason, Guðjón Alex Flosason. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRÐAR JÓNSSONAR, Norðurbrún 1. Sérstakar þakkir til sr. Guðlaugar Helgu Ásgeirsdóttur og starfsfólks á L-2 og K-1 á Landakoti. Fyrir hönd aðstandenda, Björg Þórðardóttir og Erna Hallbera Ólafsdóttir. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför frænda okkar, ÞÓRÐAR ELÍASSONAR frá Saurbæ, fyrrv. leigubílstjóra, áður til heimilis í Hraunbæ 103. Systkinabörn hins látna. Alúðar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru, GUÐBJARGAR EINARSDÓTTUR frá Kárastöðum í Þingvallasveit, fyrrverandi deildarstjóra í Búnaðarbanka Íslands. Elísabet Einarsdóttir, Hallfríður Einarsdóttir, Stefán Bragi Einarsson, Einar Jóhannesson og aðrir vandamenn. Útför SIGRÍÐAR JOHNSEN, Marklandi, Löngufit 40, Garðabæ, verður gerð frá Garðakirkju föstudaginn 21. janúar kl. 15.00. Vilhelmína E. Johnsen, Ólafur Ásgeirsson, Sigríður Guðm., Ingvar Ingvarsson, Gunnar Guðm., Ólafur H. Ólafsson, Dagmar Ýr Ólafsdóttir, Guðmundur V. Hreinsson, Ásgeir Ólafsson, Elínborg I. Ólafsdóttir, Stefán Ingi Valdimarsson. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, JÁRNGERÐUR EINARSDÓTTIR frá Tjörnum, Vestur-Eyjafjöllum, lést á líknardeild Landspítala, Landakoti, mánudaginn 10. janúar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 21. janúar kl. 13.00. Leifur Aðalsteinsson, Guðrún Eyþórsdóttir, Þórður Guðjón Kjartansson, Sigrún Þorbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang- afi, HALLDÓR KRISTINN BJARNASON, dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, sem lést mánudaginn 10. janúar sl., verður jarðsunginn frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 22. janúar kl. 14.00. Björn Halldórsson, Guðmunda Ólöf Halldórsdóttir, Jón Jóhannsson, Þorbjörg Halldórsdóttir, Önundur Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.