Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 35
FRÉTTIR
UM 80% innflytjenda á Vestfjörð-
um og á Austurlandi skrifuðu undir
ráðningarsamning í núverandi
starfi en 62% þeirra skildu þó ekki
samninginn að hluta eða að öllu
leyti. Þetta er meðal þess sem kem-
ur fram í könnun Fjölmenningar-
setursins á Ísafirði á viðhorfi inn-
flytjenda til ýmissa þátta á Íslandi,
eins og búsetu, atvinnu og þjónustu.
Könnunin var unnin í samvinnu við
félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
„Þegar spurt var um ráðning-
arsamninga kom í ljós að 80% höfðu
skrifað undir ráðningarsamning í
núverandi starfi,“ segir í niðurstöð-
um könnunarinnar. „Það var at-
hyglisvert að margir eða 62% höfðu
ekki skilið samninginn að hluta eða
öllu leyti,“ segir ennfremur. Því er
bætt við að þeir sem höfðu búið á
Íslandi í sjö ár eða lengur höfðu
síður en aðrir skrifað undir ráðn-
ingarsamning. „Svarendur sem
fæddir voru í Póllandi skildu síst
hvað þeir skrifuðu undir þegar þeir
skrifuðu undir ráðningarsamning
og því lengur sem svarendur höfðu
verið búsettir á Íslandi því frekar
skildu þeir ráðningarsamninginn
sem þeir skrifuðu undir.“ Ennfrem-
ur segir að það hafi helst verið þeir
sem höfðu lokið háskólanámi sem
skildu allt sem þeir skrifuðu undir.
Könnunin var framkvæmd sl.
sumar og haust. Hún var miðuð við
innflytjendur frá Póllandi, Taílandi,
Filippseyjum, Serbíu-Svartfjalla-
landi, Króatíu, Bosníu-Herzegóníu
og Slóveníu. Úrtakið náði til 368
manns eða 66,9% af heildarþýðinu.
Svör bárust frá 214 manns. Þar af
voru 140 konur og 70 karlar. Rúm-
ur helmingur þátttakenda flutti til
Íslands á síðustu fimm árum.
Flestir starfa við
fiskvinnslu eða fiskveiðar
Alls um 93% svarenda voru virkir
á vinnumarkaði þegar þeir svöruðu
könnuninni. Af þeim voru um 6%
einnig í námi hér á landi. Þeir
fimmtán svarendur sem ekki voru á
vinnumarkaði sögðu ástæður þess
vera m.a. að þeir væru heimavinn-
andi eða í fæðingarorlofi.
Rúmlega 75% svarenda störfuðu
við fiskvinnslu, fiskveiðar eða hvort
tveggja á Íslandi, þegar þeir svör-
uðu könnuninni. Tveir svarenda
höfðu starfaði við fiskvinnslu áður
en þeir fluttu til Íslands. „Nánast
þriðjungur starfaði við verslun eða
þjónustu áður í heimalandi sínu en
innan við 5% starfa við afgreiðslu
eða þjónustu á Íslandi.“ Þá kemur
fram að um 74% svarenda voru virk
á vinnumarkaði eða stunduðu nám
síðustu þrjá mánuði áður en þeir
komu til Íslands.
Í könnuninni var einnig spurt um
heildartekjur heimilisins. Kom í ljós
að heildartekjur hjá tæplega 33%
svarenda voru minni en hundrað
þúsund krónur á mánuði. „Einungis
5% heimila höfðu 300 þúsund krón-
ur eða hærri heildartekjur fyrir
heimilið,“ segir í niðurstöðunum.
Flestir töldu laun sín vera svipuð
og hjá öðrum starfsmönnum í sam-
bærilegum störfum á vinnustað
þeirra. „Um 8% töldu sig hafa betri
laun en sambærilegir starfsmenn
en 24% töldu launakjör sín heldur
verri eða mun verri en annarra í
sambærilegum störfum á vinnu-
markaði.“
Í könnuninni var spurt um erf-
iðleika og deilur á vinnustað. Kom
m.a. í ljós að 28% höfðu lent í ein-
hvers konar erfiðleikum á vinnustað
frá því þeir hófu störf. „Flestir
þeirra 55 sem lent höfðu í erf-
iðleikum höfðu í framhaldi af erf-
iðleikunum leitað til yfirmanna,
samstarfsfólks eða verkalýðsfélaga
og oft var leitað til fleiri en eins að-
ila.“
Þegar spurt var um menntun
svarenda kom í ljós að 88% þeirra
töldu menntun sína ekki nýtast að
fullu í núverandi starfi og 84%
höfðu ekki reynt að fá menntun
sína metna hér á landi. „Helsta
ástæðan fyrir því að menntun
þeirra nýttist ekki virtist vera að þá
skorti meiri kunnáttu í íslensku.“
Um þriðjungi finnst
mjög gott að búa á Íslandi
Í könnuninni var einnig spurt um
íslenskukunnáttu. Um 43% sögðust
hvorki hafa slæman né góðan skiln-
ing á íslensku. Um 34% sögðust
hafa mjög eða frekar góðan skiln-
ing á íslensku og um 23% sögðust
hafa frekar slæman eða mjög slæm-
an skilning á íslensku. Mikill meiri-
hluti svarenda eða 92% hafði áhuga
á að læra íslensku eða læra hana
betur.
Fjölmargt fleira kemur fram í
könnuninni. Þar kemur t.d. fram að
um 56% svarenda höfðu flutt til Ís-
lands til þess að stunda vinnu. Um
17% höfðu flutt vegna tengsla við
fólk sem bjó eða býr á Íslandi, 10%
vegna forvitni og 9% vegna sam-
búðar eða hjónabands við íslenskan
maka. Um 8% svarenda nefndu aðr-
ar ástæður, s.s. að þeir væru flótta-
menn.
Rétt tæplega helmingur svarenda
vildi búa á sama stað á Íslandi og
þeir búa nú. Af þeim sem vildu búa
annars staðar vildu 64% búa á höf-
uðborgarsvæðinu en hinir vildu búa
annars staðar á landsbyggðinni.
Að lokum voru þátttakendur
spurðir hvernig þeim þætti að búa á
Íslandi þegar á heildina væri litið.
Tæpum þriðjungi fannst það mjög
gott, um helmingi frekar gott og
um 17% hvorki gott né slæmt. Um
1% fannst það frekar slæmt. Því
lengur sem svarendur höfðu búið á
Íslandi því betra þótti þeim að búa
hér.
Könnun á viðhorfi innflytjenda til ýmissa þátta á Íslandi
62% skildu ekki ráðn-
ingarsamninginn sinn
Á myndinni sést hvers konar störf svarendur unnu hér á landi, er þeir svör-
uðu könnuninni, í samanburði við þau störf sem þeir höfðu í heimalandi eða
upprunalandi sínu. Um 50% vinna ósérhæfð störf hér á landi, en um 8%
höfðu unnið slík störf í heimalandi sínu.
$11
2
%
9% 2 5
1
%
2
?
?
#;,., " *
), ) ).
0$"#;/<$ ) +<$ ('"$." *
@"< '*" *
*"8*." *
< '*" *) '
," *
<*'),("" *
*()"$.) 6#;,."." *
,, )
-"$ ,
0 $ ,
KAFFITÁR safnaði 710.000 kr. sl.
laugardag þegar allir starfsmenn
Kaffitárs gáfu vinnu sína til styrkt-
ar þeim sem illa urðu úti eftir flóð-
bylgjuna sem fór um strendur Asíu
í desember.
Auk vinnustunda sem runnu
beint í hjálparsjóðinn, fór öll sala á
hráefnum Kaffitárs, að undantekn-
um virðisaukanum, til að styrkja
áðurnefnda söfnun.
Einn viðskiptavina Kaffitárs
borgaði t.d. tíu þúsund krónur fyrir
einn latte, segir í fréttatilkynningu.
Kaffitár leggur fram
710.000 kr. til Asíu
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111