Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.01.2005, Blaðsíða 43
Sýnd kl. 8 og 10.20. B.i. 16 ára Nýr og betri www.regnboginn.is Hverfisgötu ☎ 551 9000 QUEEN LATIFAH JIMMY FALLON GISELE BÜNDCHEN ÍSLANDSBANKI BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 6. Ísl tal.Sýnd kl. 10.20. B.i. 16 ára VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í I I   ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r Stuttmyndin Löglegir Krimmar sýnd á undan mynd kl. 8. Sýnd kl. 5.30 og 8. H.j. Mbl. Ó.Ö.H. DV Kvikmyndir.com Sýnd kl. 6, 8 og 10. Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. Á FULLRI FERÐ MEÐ GRÍNIÐ Í BOTNI Í FRÁBÆRRI GAMANSPENNUMYND    Ó.Ö.H. DV   MMJ kvikmyndir.com SV Mbl. „Ein snjallasta mynd ársins... Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“ Ókeypis krakkaklúbbur www.myndform.is, krakkaklubbur@myndform.is  SIDEWAYS FRUMSÝND Á MORGUNF SÝ Á Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.30. Sýnd kl. 6 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10 ára. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 43 Kylie Minogue viðurkennir aðþrátt fyrir að hún eigi í ást- arsambandi við franska leikarann Olivier Martinez eigi hún það til að gefa öðrum karl- mönnum auga. Minogue, sem er 36 ára, var spurð að því á ástralskri út- varpsstöð hvort hún veitti öðrum karlmönnum en Martinez eftirtekt. Játaði hún að þegar hún sæi aðra karlmenn gæti hún ekki annað en horft á þá þrátt fyrir að hún gengi ekki lengra en svo. Í viðtalinu sem tekið var á út- varpsstöð í Melbourne, en þaðan er Kylie, sagðist hún hafa verið í París í fríi með „Ollie“. Þaðan hefði hún haldið til Ástralíu þar sem hún fagn- aði áramótum með fjölskyldu sinni.    Poppstjarnan Britney Spears sástnýlega við innkaup í barnafata- verslun. Mun hún hafa sagt starfs- fólki verslunarinnar að hún væri barnshafandi og komin níu vikur á leið, að því er Ananova skýrir frá. Til Spears sást í barnafataverslun sem selur tískufatnað fyrir börn í miðborg Los Angeles. Fréttirnar þykja ekki koma á óvart, enda hefur Britn- ey margoft lýst því yfir að hana langi mikið til þess að eignast barn með eiginmanninum Kevin Federline. Starfsfólk verslunarinnar segir að hún hafi sagt að hún væri komin meira en tvo mánuði á leið – en það hefur ekki verið tilkynnt með op- inberum hætti. Britney sagði nýlega að hún gæti ekki beðið þess að verða mamma, en frá þessu greindi hún í bréfi sem stílað var á móður hennar sjálfrar.    LeikkonanGwyneth Paltrow segir að sér finnist óþægilegt að horfa á Ósk- arsstyttuna sína. Segir hún að það veki hjá sér minningar um verð- launaafhendinguna en Paltrow sýndi mikla tilfinningasemi og grét þegar hún flutti þakkarræðu sína. Ræðan var flutt á Óskarsverðlaunahátíð- inni árið 1999 en þá var Paltrow val- in besta leikkonan. „Ég geymi verð- launin baka til í bókahillu í svefnherbergi mínu,“ segir Paltrow og bætir við að hún þoli ekki að horfa á styttuna. „Í margar vikur eftir að ég vann var styttan höfð í geymslunni. Ég myndi ekki setja hana á arinhilluna, ég get ekki horft á hana,“ bætir Palt- row við. „Af einhverri ástæðu hefur mér ekki tekist að vera ánægð með hana. Ég bara hálfskammast mín og stytt- an vekur hjá mér skrýtnar, óþægi- legar tilfinningar. Hún tengist erf- iðum tíma í lífi mínu.“ Fólk folk@mbl.is JENNIFER Aniston gerði að sögn til- raun til að bjarga hjónabandi sínu og Brads Pitts með því að gefa honum loforð um barn í afmælisgjöf. Þetta kemur fram í breska tímaritinu Clos- er. Hún óttaðist að sögn mjög að hún hefði hrakið Pitt á brott með því að meina honum um fjölskyldu. Því pakkaði hún inn óléttuprófi og skrif- aði á afmæliskort: „Ég er núna reiðubúin til að eignast barn.“ En tvemur dögum fyrir 41 árs af- mæli Pitts braust út harkalegt rifr- ildi milli hjónanna á hótelherbergi í London. Í kjölfarið pakkaði Pitt föggum sínum og hélt samstundis heim á leið, til Los Angeles. Aniston neyddist því til þess að aflýsa afmæl- isveislu, sem hún hafði skipulagt og átti að koma Pitt að óvörum. Pitt og Aniston á meðan allt lék í lyndi. Aniston ætlaði að lofa Pitt barni RICHARD Hatch, sigurvegarinn í fyrstu Survivor-þáttaröðinni, hefur játað á sig skattsvik. Hann greiddi ekki skatta af vinningsupphæðinni, einni milljón dollara, né heldur af 300.000 dollurum sem hann vann sér inn í kjölfar sigursins árið 2000. Saksóknari í Providence á Rhode Island í Bandaríkjunum tilkynnti í gær að lögð hefði verið fram ákæra í tveimur liðum á hendur Hatch, sem er 43 ára, fyrir skattsvikin. Nokkrum klukkustundum síðar var tilkynnt að Hatch hefði játað á sig sök. Hámarksrefsing fyrir brotin er 10 ára fangelsisvist og 500.000 doll- ara sekt, en talsmenn saksóknara sögðust ætla að mæla með vægari dómi. Hatch á að mæta fyrir dóm í Providence á mánudaginn. Fyrsta Survivor-röðin sló í gegn og var á meðal fyrstu „raunveru- leikaþátta“ í bandarísku sjónvarpi. Hatch var afar gjarn á að vera nak- inn í þáttunum og var misvel liðinn af öðrum þátttakendum. Hatch játar skattsvik Richard Hatch var ánægður með milljónina á sínum tíma, en nú er komið í ljós að hann greiddi ekki tilskilda skatta af upphæðinni. FYRSTU umferð Morfís er nú lokið, en þar bar helst til tíðinda að MH- ingar, sem töpuðu síðast í úrslitavið- ureign með einu stigi og sigruðu árið 2002, féllu úr leik gegn Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti. Þá bar Menntaskólinn á Egilsstöðum sig- urorð af Menntaskólanum í Kópavogi með metmun, 863 stigum. Í átta liða úrslitum mætast Borg- arholtsskóli og Hraðbraut (22. jan- úar), MR og Kvennó (27. janúar), Versló og Flensborg (28. janúar og FB og ME (dagsetning ekki ákveðin). Fyrstu umferð Morfís lokið Morgunblaðið/Sverrir MH-ingar, sigurvegarar 2002.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.