Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 48

Morgunblaðið - 20.01.2005, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Lágmúla og Smáratorgi opið kl. 8-24 alla daga STOFNAÐUR hefur verið Minningarsjóð- ur Margrétar Björgólfsdóttur sem lést af slysförum árið 1989, aðeins 33 ára að aldri. Að sjóðnum standa foreldrar Margrétar, hjónin Þóra Hallgrímsson og Björgólfur Guðmundsson, og hafa þau lagt sjóðnum til stofnfé að fjárhæð 500 milljónir króna. Stuðla að heilbrigðu líferni og bættu mannlífi Markmið sjóðsins er að stuðla að heil- brigðu líferni og bættu mannlífi og að efla menntir, menningu og íþróttir. Er minning- arsjóðnum ætlað að ná markmiðum sínum með því að styrkja einstaklinga, verkefni og félög til mennta, framtaks, athafna og keppni, ekki síst á alþjóðlegum vettvangi. Áætlað er að styrkveitingar nemi um 75– 100 milljónum króna á ári./4 Minningarsjóður Margrétar Björgólfsdóttur stofnaður 500 millj- óna króna stofnfé NORÐURLJÓSIN hafa verið mjög tilkomu- mikil að undanförnu, eins og þessi mynd ber með sér. Hún var tekin í grennd við Vík í Mýrdal í fyrrakvöld. Það eru svokallaðir sólvindar sem valda því náttúrufyrirbæri á himni sem kallað er norðurljós á norðurhveli jarðar og suðurljós á suðurhvelinu. Sólvindarnir eru straumur hlaðinna agna sem segulsvið jarðar hrindir frá sér að mestu nema í kringum segulpóla jarðar, þar sem lítill hluti þeirra sleppur inn. Ljósfyrirbærið er oftast í 100–250 kíló- metra hæð. Ljósin eru oftast græn eða rauð- fjólublá á litinn. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tilkomumikil norðurljós í Mýrdal GREININGARDEILDIR bankanna spá því að bank- arnir fjórir, Íslandsbanki, KB banki, Landsbanki Ís- lands og Straumur Fjárfest- ingarbanki, hafi hagnast um 41,6 milljarða króna á ný- liðnu ári. Það jafngildir 800 milljóna króna hagnaði í viku hverri allt árið um kring. Samkvæmt meðalspá greiningardeildanna var hagnaður KB banka mestur, tæpir 14 milljarðar króna á síðasta ári, hagnaður Ís- landsbanka 11 milljarðar, hagnaður Landsbankans tæpir 10 milljarðar og hagn- aður Straums tæpir 7 millj- arðar. Tvöföldun hjá þeim stærstu Án Straums nemur sam- anlagður hagnaður stærstu bankanna þriggja tæpum 34,7 milljörðum en árið áður, 2003, var samanlagður hagn- aður þeirra 16,3 milljarðar. Aukningin nemur, sam- kvæmt þessu, 113% og er það ríflega tvöföldun hagnaðar. Þess má geta að árið 2002 nam hagnaður bankanna samtals 8,5 milljörðum króna./Viðskipti Bönkun- um spáð 42 millj- arða hagnaði TIL stendur að flytja á brott olíu- tanka sem standa í miðju Hvaleyr- arholtshverfinu í Hafnarfirði, og reisa 300–350 íbúðir á svæðinu. Ef skipulagsvinna gengur að óskum gætu framkvæmdir við niðurrif tankanna hafist fljótlega og upp- bygging hafist seinnihluta sumars eða næsta haust. Olíufélagið – og síðar Olíudreif- ing – hafa verið með starfsemi á svæðinu í um 50 ár, og hafa lóða- samning til 100 ára, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði. Það var að frumkvæði Olíu- félagsins sem farið var að huga að breyttu skipulagi á þessu svæði, og hefur félagið þegar gert samn- ing við verktaka um uppbyggingu á svæðinu. „Við finnum að það er mikill áhugi margra sem sjá fyrir sér að búa á svæðinu. Þarna sést vel yfir bæinn og höfnina, stutt að fara á golfvöllinn, þetta er góður staður,“ segir Lúðvík. Olíufélagið hefur hug á því að flytja starfsemi sína niður á hafn- arsvæðið, á svipaðan stað og tank- ar Atlantsolíu standa nú, og segir Lúðvík að hafnarstjórn hafi tekið vel í erindi félagsins um lóð á þeim stað. Ekki verði þó allir tankarnir fluttir á nýja lóð, heldur einungis tveir til þrír tankar, enda hafi þeir ekki verið nýttir að fullu undan- farin ár. Dýrmætt og eftirsótt land Skipulagstillögur um íbúða- byggð á svæðinu liggja fyrir, og verða kynntar bæjarbúum á fundi í Hafnarborg mánudaginn 24. jan- úar kl. 17. Reiknað er með 300– 350 íbúðum í nokkuð háreistari húsum en eru þar í kring, í þeim tillögum sem kynntar verða á fundinum. „Þetta gjörbreytir öllu umhverfi þarna á svæðinu. Olíutankarnir voru á sínum tíma staðsettir að- eins fyrir utan byggð, en voru komnir inn í byggðina mjög fljótt. Það hefur verið skoðun bæjarbúa lengi að þessi starfsemi ætti að vera annars staðar, og þetta er auðvitað dýrmætt og eftirsótt land,“ segir Lúðvík. Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hyggjast flytja á brott olíutankana sem staðið hafa á Hvaleyrarholti í 50 ár 300–350 íbúðir reistar á svæðinu Morgunblaðið/Þorkell Framkvæmdir við niðurrif olíutankanna, sem standa í miðju Hvaleyr- arholtshverfinu í Hafnarfirði, hefjast að öllum líkindum fljótlega. Tankarnir verða fluttir niður á hafnarsvæðið VERÐMÆTI útflutnings á flökum og flakastykkjum hefur margfaldazt á síðustu 10 árum. 1994 var það um tveir milljarðar króna, en á síðasta ári er verðmætið áætlað um 10 milljarðar króna. Sé gámafiskurinn tekinn með hefur verðmætið vaxið úr um 7 milljörðum í 20 á sama tímabili. Þegar litið er á einstaka afurðaflokka árið 2003, kemur í ljós að fersk þorskflök skiluðu fimm milljörðum króna og ísaður þorskur 1,5 milljörðum. Ýsuflökin skiluðu sömuleið- is 1,5 milljörðum og gámaýsan 0,9 milljörð- um. Fersk karfaflök skiluðu 0,7 milljörðum og ísaður karfi 1,2 milljörðum. Fersk flök og ísfiskur skiluðu því samtals 18,8 milljörðum króna árið 2003 en þá var útflutningsverð- mæti allra sjávarafurða 114 milljarðar króna. Þegar á þróunina er litið er fersk- flakavinnsla eina vinnslugreinin sem hefur vaxið samfellt síðasta áratug./Úr verinu Fersk flök fyr- ir 10 milljarða ENN eitt innbrotið var framið í úra- og skartgripa- verslun Carls Bergmanns á Laugaveginum í fyrrinótt og stolið þaðan um 60 úrum að verðmæti nokk- ur hundruð þús- und krónur. Þjóf- urinn eða þjóf- arnir brutu sér leið inni í versl- unina með stórum grjóthnullungi og létu greipar sópa. Þjófavarnakerfið fór í gang og telur Carl að það hafi sinn fæling- armátt með því að ekki tókst að stela meiru en raun bar vitni. Ekki er nema rúmur mánuður síðan brotist var síðast inn hjá Carli. Þá voru öll úr látin vera en skartgripum fyrir 1,5 milljónir króna stol- ið. Fékk hann það tjón bætt hjá TM trygg- ingum að hans sögn. Þetta er í fimmta skipti sem brotist er inn hjá Carli síðan hann opnaði verslun á Laugaveginum árið 1990. Hann hefur ver- ið með úraviðgerðir og síðar sölu allt frá árinu 1949 í miðbænum. Enn eitt inn- brotið hjá Carli Bergmann Carl Bergmann ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.