Morgunblaðið - 22.01.2005, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 22.01.2005, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR                 P   P  Q         P R     S  P             !" " #! $%!&'(") !"'" ) #! "*+),,!$!-$ !-. ) " "'(% /) *0$#1  /)!! ! 2 0  "  %$!) /1 !'(")*0$%!! /.)3! )'4!$ ) %$!"!! 0//!  2-  )*0 $/)1/! )" % )!)   " "'(% /)*0#/  $#&'5 '6 )'!$)+7)')" " !)" "#! #8 !&1/!/ !$6) !) !  " "  3 !  ) ! 9)": ;.%!/"$ ) ! " "/) ! )  /<. )=! !>: ;?    ! )/"97,/)" "/ !  )$"!+7) @/!  A 5! "B ) =/%,'" "/!"/)!    /!)$ .%!/"$ )   < 2CCD" 1  /%!  $0 !E"   ) " " /)-#=" - % . ! ' )" "? #! " "$/)#6 !/    =  A")  ! 'D !! !FG" " -$) $ ! /!/*  !- $ #)% / "$/!# # )@  1 # *  # ") $.$) ) )! /!  ! ) -6$H'" )6/+/ #" " +7)" ""/ $#F&'5 '6 )?                              !     "# ! $%&$  ' (  # ! $%&         "  ! !  Selfoss | „Það er alltaf gaman að fara í vinnuna og allt skemmtilegt sem mætir manni hérna. Það er auðvitað mikið að gera en það er gaman að fást við þetta. Sumum finnst þetta hljóti að vera hálfgerð geggjun á sumrin þegar mest er en það er gaman að glíma við verkefnin og leysa þau,“ segir Ólafur Ragnarsson, verkstjóri í úti- deildinni hjá Húsasmiðjunni á Selfossi þar sem hvert metárið hefur rekið annað í sölu á bygg- ingarefni til Sunnlendinga. Þegar litið er til þeirrar miklu uppbyggingar sem hefur verið á vestanverðu Suðurlandi verða menn ekki hissa að heyra rekstrarstjóra Húsa- smiðjunnar á Selfossi lýsa því yfir að þeir séu með eina stærstu sölueiningu Húsasmiðjunnar yfir landið. Sem dæmi um atganginn má nefna að einn daginn tóku útideildarmenn á móti 250 tonnum af byggingarefni sem var að mestu far- ið út til viðskiptavina daginn eftir enda ekki að furða því segja má að íbúafjöldinn á Suðurlandi þrefaldist þegar lifnar verulega yfir sumar- húsabyggðinni. „Já, það gengur stundum mikið á,“ segir Ólafur sem er verkstjóri yfir átta manna flokki í útideildinni þar sem grófvaran er afgreidd en á sumrin eru þeir 15 talsins. Í heild- ina er Húsasmiðjan á Selfossi 60 manna vinnu- staður, þar af 40 fastráðnir starfsmenn en auk þeirra vinna 5 manns hjá Blómavali sem er und- ir sama þaki. Gott að koma í land „Við erum með góð tæki, lyftara og kranabíl til að veita hraða þjónustu. Við erum glaðir að sjá stöðugt ný andlit koma hingað og fara í reikningsviðskipti hjá okkur og þá finnum við fyrir árangrinum í þjónustunni við viðskiptavin- ina. Það sýnir okkur líka að við erum á miklu vaxtarsvæði því hingað sækir fólk til búsetu af höfuðborgarsvæðinu enda gott að búa hérna,“ segir Sverrir Einarsson rekstrarstjóri Húsa- smiðjunnar á Selfossi. „Það má segja að þetta sé eins og að vera á sjónum. Þegar vel fiskast þá þarf að klára dæm- ið og ljúka verkunum,“ segir Ólafur verkstjóri. „Mér finnst bara gott fiskirí hér í Húsasmiðj- unni, alveg síðan það var opnað. Það hefur verið stöðug stígandi í afgreiðslunni og mikið að gera alla daga og rosamikið á sumrin. Ég var 25 ár á sjónum á togurum og bátum, síðast á Páli ÁR 401 frá Selfossi. Það var síðan gott að koma í land, kvótinn truflaði okkur á sjónum því við gátum ekki veitt eins og við vildum sem var erf- itt þegar mikið fiskaðist. Það var alltaf góður keppnisandi á sjónum, alveg eins og í öllu sem maður tekur sér fyrir hendur. Við mætum líka álaginu hér í Húsasmiðjunni með góðum keppn- isanda. Það liggur vel á öllum og menn hjálpa hver öðrum í verkunum og síðan standa menn saman þegar fyrirtækið gerir eitthvað í fé- lagslífinu,“ segir Ólafur. Ólafur var ekki fyrr kominn í land af sjónum 1997 en hann tók við gjaldkerastöðu hjá Ung- mennafélagi Selfoss og hefur gegnt henni síðan. Hann ætlar að hætta á þeim pósti nú á næstu mánuðum. „Ég hef séð stóra hluti gerast hjá fé- laginu, bæði á félagssviðinu og hjá mörgum af- reksmönnum sem félagið hefur átt. Við byggð- um nýtt félagsheimili og höfum tryggt öllum börnum sem iðka íþróttir fullkomna slysatrygg- ingu á æfingum og í keppni. Síðan gengum við frá skuldaskilum skuldugustu eininga félagsins, knattspyrnudeildar og handboltadeildar. Allt þetta og meira til gerðist í góðu samstarfi við sveitarfélagið og fjölmarga stuðningsaðila og hefur byggt góðan grunn undir félagið. Það er draumur minn og margra annarra að sjá það gerast að börn og unglingar geti farið á íþróttaæfingar á skaplegum tíma og verið kom- in heim af æfingum í síðasta lagi klukkan 21 en til þess að það verði að veruleika þarf að koma til viðbótaraðstaða, íþróttahús og vellir en það er klárt að íbúarnir vilja það,“ segir Ólafur. Hann segir gjaldkerastarf í ungmenna- og íþróttafélögum ekki vera það eftirsóknarverð- asta en hann hafi haft gaman af að fást við þetta verkefni með áhugasömu fólki. „Það er alltaf streð hjá frjálsum félögum og deildum þeirra að fjármagna starfsemina. Það er mikið verkefni að halda úti þessum samfélagsþætti og mikil orka sem fólk lætur af hendi í sjálfboðastarfi. Það tvinnast svo saman við góðan stuðning frá bæjarfélaginu og svo fyrirtækjum og stuðnings- aðilum,“ segir Ólafur sem er mikill íþrótta- áhugamaður og nýtur þeirra gleðistunda sem birtast í því að sjá blómstrandi starf í félaginu sínu. „Einkunnarorð mín eru að láta mér líða vel með samstarfsfólki og ná árangri í því sem ég er að gera,“ segir Ólafur. Mikið um að vera á útisvæðinu hjá verkstjóranum og gjaldkera Ungmennafélagsins Kaffispjall Ólafur Ragnarsson verkstjóri og Sverrir Einarsson, rekstrarstjóri Húsasmiðj- unnar, spjalla saman yfir kaffibolla. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Stund milli stríða Ólafur Ragnarsson verkstjóri tyllir sér á lyftarann. Fyrir aftan hann eru nokkrir samstarfsmannanna í útideild Húsasmiðjunnar á Selfossi, Davíð, Steindór og Mikael. Við mætum álaginu með keppnisanda ÁRBORG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.