Morgunblaðið - 22.01.2005, Síða 25

Morgunblaðið - 22.01.2005, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 25 MINNSTAÐUR                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+  Þorlákshöfn | Sunnlenskir kylf- ingar geta nú tekið fram kylfurnar og byrjað að æfa sveifluna þótt golfvellirnir séu undir snjó því tekinn hefur verið í notkun golf- hermir í Þorlákshöfn. Í golfherm- inum er eilíft sumar. Það er Hafsteinn Ásgeirsson, skipstjóri og fyrrum útgerð- armaður, og fjölskylda hans sem á og rekur Benna golf – golfhermi. Nafnið á staðnum er til minningar um Benedikt Reyni Ásgeirsson, bróður Hafsteins. Benni lést í hörmulegu bílslysi nærri Árnesi í Gnúpverjahreppi 16. september 1988, þá aðeins sautján ára að aldri. Í sama slysi létust þrír aðrir drengir á sama aldri. Hafsteinn sagði, þegar hann var inntur eftir af hverju þau hefðu farið út í að kaupa golfherminn: „Við vorum á þeim tíma með ónot- að húsnæði og sáum herminn aug- lýstan. Auk þess hafði ég prófað svona hermi sjálfur og líkaði vel. Við athugun á málinu komumst við að því að enginn slíkur hermir er á Suðurlandi. Með tilliti til þess að golfáhugi í Þorlákshöfn er mikill og vaxandi var ekki eftir neinu að bíða.“ Golf við bestu aðstæður Sófús Árni, tvítugur sonur Haf- steins, er framkvæmdastjóri fyr- irtækisins. „Kylfingar hafa margir hverjir kvartað sárlega undan því að geta ekki spilað golf að vetri til. Þeir hafa hingað til litið svo á að best væri að setja golfsettið út í bílskúr eða koma því fyrir í geymslu og bíða eftir næsta sumri,“ sagði Sófús Árni í samtali við fréttaritara. „Benna golf býður Golfsumar í vetrarkulda Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Fjölskyldan Þau reka Benna golf, f.v. Hafsteinn Ásgeirsson, Kristín Árna- dóttir, Bryndís Bjarnfinnsdóttir og Sófús Árni Hafsteinsson. Nafnið á fyr- irtækinu er til heiðurs Benedikt Reyni Ásgeirssyni, bróður Hafsteins. Golfhermir Sófus Árni Haf- steinsson, framkvæmdastjóri Benna golf – golfhermis, tekur fyrstu sveifluna. þessum kylfingum að spila golf við bestu mögulegar aðstæður sem skapast geta innandyra. Við erum að tala um golfhermi sem er, af þeim sem til þekkja, talinn vera einn sá besti sem völ er á í heim- inum í dag. Hann notast við raun- verulegar ljósmyndir af brautum frægustu golfvalla heims og gefur þannig kylfingum mikla innsýn í leik þeirra bestu.“ Fyrirhugað er að bjóða upp á mót og kennslu og verða upp- lýsingar um það settar inn á heimasíðu Benna golf þegar þar að kemur en hún er á slóðinni www.bennagolf.tk. Opið er alla daga vikunnar frá tíu á morgnana til miðnættis. LANDIÐ Hveragerði | Heilsustofnun Nátt- úrulækningafélags Íslands í Hvera- gerði hefur fengið nýjan aðalinn- gang. Inngangurinn í nýtt baðhús stofnunarinnar hefur fengið það hlutverk. Aðkoma á nýja staðnum er betri en þeim gamla sem raunar hefur þjónað hlutverki sínu í fimmtíu ár, eða frá því Heilsustofnun NFLÍ tók til starfa. Að sögn Önnu Pálsdóttur, upp- lýsingafulltrúa Heilsustofnunar, er mikil uppbygging hjá stofnuninni, jafnt í aðstöðu og meðferð gesta. Ný tuttugu og fimm metra útisund- laug verður væntanlega formlega tekin í notkun á árinu og nýtt end- urhæfingarhús er á döfinni. Um árabil hafa verið haldin viku- námskeið til að hjálpa fólki við að hætta að reykja. Námskeiðin eru talin henta vel þeim sem eru að taka fyrstu skrefin á nýrri braut heilbrigðari lifnaðarhátta með hreyfingu, réttu mataræði og fræðslu. Næsta námskeið verður haldið síðari hluta febrúarmánaðar. Nú geta allir sem dvelja í Heilsu- stofnun fengið aðstoð við að hætta að reykja þótt þeir komi til dvalar á öðrum forsendum. Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir Aðalinngangur Nýi inngangurinn í Heilsustofnun NLFÍ er aðgengilegur og stéttirnar hitaðar upp, og er aðkoman mun betri en hún hefur verið. Nýr aðalinngangur að Heilsustofnun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.