Morgunblaðið - 22.01.2005, Blaðsíða 41
hann sig á Magnús Ólafsson hjá
landa sínum Finni Gærdbo. Rikki er
svo hjá nokkrum formönnum í Ólafs-
vík, lengst með Jónasi Guðmunds-
syni og ennig réri hann með mér á
Stapafellinu. Árið 1974 kaupir Rikki
ásamt fleirum 52 lesta bát sem þeir
nefna Þorleif Magnússon og á hann
þennan bát í fjögur ár. Rikki endar
svo sína sjómennsku á Ólafi Bjarna-
syni árið 1978. Eftir sjómennskuna
fer Rikki í Fiskvinnsluskólann og
nær sér í fiskmatsréttindi og starfar
við það bæði í fiskvinnsluhúsunum í
Ólafsvík og einnig víðar um land.
Hann vann í nokkurn tíma hjá Hróa
hf og unnum við þar saman. Hann
hættir að vinna árið 1996 en hann
vann þá í saltfiskverkun Jóns Ás-
björnssonar. Rikki hefur því á þess-
um árum frá því að hann kom til
Ólafsvíkur tekið þátt í þeirri miklu
uppbyggingu sem bæjarfélagið hef-
ur byggt á síðan en alls var hann í
Ólafsvík rúm 50 ár.
Rikki var góður vinnufélagi. Hann
var alltaf stundvís og velvirkur og
ætlaðist til þess sama af öðrum og
hann sagði unga fólkinu til sem vann
við hlið hans. Hann var oft stríðinn
en meinti ekkert með því en gat
komið mönnum oft upp ef því var að
skipta. Rikki var mikill félagsmála-
maður og var harður í horn að taka
ef honum fannst á verkafólk hallað.
Þá voru honum málefni sjómanna
alltaf mikið hugleikin og hann var
vakinn og sofinn yfir þeim. Rikki
starfaði í Sjómannadagsráði Ólafs-
víkur í yfir 30 ár og vann hann mikið
og gott starf á þeim vettvangi. Hann
var þar alltaf tilbúinn til allra verka
og var sífellt að reka á eftir ef honum
fannst ekki ganga nógu vel, hvort
sem það var við fegrun garðsins eða
annað og er sannarlega skarð fyrir
skildi þegar hans nýtur ekki lengur
við. Sjómannadagurinn ár hvert var
æðstur allra daga í lífi Rikka. Hann
var framarlega í flokki að skipu-
leggja daginn og lét menn heyra það
skýrt og greinilega ef honum fannst
eitthvað vanta uppá áhuga þeirra
manna sem það áttu að gera. Hann
var mjög samviskusamur og allt sem
hann var beðinn um að gera var
hægt að treysta að yrði framkvæmt.
Árið 1999 var Rikki heiðraður með
orðu á Sjómannadaginn í Ólafsvík
fyrir störf að sjómennsku og fyrir
gott og langt starf fyrir Sjómanna-
daginn í Ólafsvík. Bar hann þessa
heiðursorðu með sóma á sjómanna-
dögum enda vel að henni kominn. Á
sínum starfsferli fór Rikki á hin
ýmsu námskeið til að ná sér í rétt-
indi, ma. hafði hann pungaprófið,
meiraprófsréttindi á bíla og fl.
Rikki studdi alltaf Framsóknar-
flokkinn í landspólitíkinni og þó sér-
staklega Alexander Stefánsson, þeg-
ar hann var fremstur í flokki og fór
ekkert leynt með stuðning sinn við
hann, enda var Alexander sterkur
foringi.
Rikki var maður framkvæmda.
Eftir að hann hætti störfum byggði
hann litla fiskverkun í Ólafsvík sem
hann ætlaði að hafa í ellinni fyrir sig
og Ingveldi konu sína eins og hann
orðaði það við mig einu sinni. Hann
var ákveðinn og það sem búið var að
segja varð að standa. Hann var mað-
ur hugsjóna, las mikið og spáði í al-
þjóðamál og ekki síður mál sem efst
voru á baugi innanlands. Hann kom
oft til mín og ræddi þessi mál og
fylgdi máli sínu þá vel eftir. Oft varð
okkur Rikka sundurorða en fljótt
greri um heilt aftur. Á síðustu miss-
erum fór hann að semja tónlist.
Samdi hann nokkur ágætis lög og
var eitt þeirra ma. frumflutt á Fær-
eyskum dögum í Ólafsvík 2001. Það
lag hét Við förum saman til Færeyja
og var heiti þess lags táknrænt. Í
huga Rikka var hans heimaland
Færeyjar ávallt efst og sagði hann
mér margar sögur þaðan úr fæðing-
arbæ sínum sem var Saxun á
Straumey og einnig frá sinni sjó-
mennsku í Færeyjum.
Rikki var mjög barngóður. Oft
fylgdu börn honum í bílnum hvort
sem það var við vinnu í Sjómanna-
garðinum eða annað og kölluðu þau
hann afa sinn sem hann hafði mjög
gaman af. Rikki gat vel komið fyrir
sig orði og var ófeiminn við að
standa upp á mannamótum og segja
skoðanir sínar. Ríkharður bjó lengst
af á Ólafsbraut 38 og byggði hann
það hús ásamt mági sínum Eyjólfi
Kristjánssyni árið 1962. Margt fleira
má segja um Rikka en eitt er víst að
einn af eftirminnilegustu mönnum
Ólafsvíkur er látinn og verður hans
minnst um ókomin ár. Ég kveð vin
minn Ríkharð Jónsson með söknuði
og þakka honum fyrir allt okkar
samstarf. Ég og fjölskylda mín vott-
um eiginkonu Rikka og fjölskyldu
innilega samúð við lát hans.
Pétur S. Jóhannsson.
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2005 41
MINNINGAR
Kæru vinir. Við færum ykkur öllum innilegar
þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vin-
áttu við sviplegt andlát eiginmanns míns og
besta vinar, föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
ÞÓRÐAR GUÐMUNDSSONAR
vélfræðings frá Reykjum,
Reykjaborg,
Mosfellsbæ,
f. 13. apríl 1926,
d. 12. desember 2004.
Sérstaklega þökkum við Karlakórnum Stefni í Mosfellsbæ, kór eldri félaga
í Karlakór Reykjavíkur og starfsfélögum hjá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir þá
aðstoð og virðingu er þeir sýndu í minningu Þórðar.
Megi nýja árið færa ykkur öllum frið og farsæld.
Freyja Norðdahl,
Guðbjörg Þórðardóttir, Guðni Már Henningsson,
Kjartan Þórðarson, Sigrún Ragna Sveinsdóttir,
Þórður Freyr Hilmarsson, Sonja Berg,
Guðmundur Jón Þórðarson,
Haukur Ingi Þórðarson,
Katrín Ísafold Guðnadóttir,
Tinna Kjartansdóttir,
Freyja Kjartansdóttir, Sigurjón Örn Ólafsson,
Sæunn Kjartansdóttir,
Ásta Kristín Andrésdóttir, Björgvin Marinó Pétursson,
Guðmundur Páll Andrésson,
Berglind Andrésdóttir, Ævar Valgeirsson,
Sigurjón Hákon Andrésson,
Guðmundur Atli Pálsson,
Emilía Björg Björgvinsdóttir.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður
okkar og mmu,
DRÍFU GUNNARSDÓTTUR.
Hulda Tómasína Skjaldardóttir,
Harpa Skjaldardóttir,
Drífa Sól Sveinsdóttir.
Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts
og útfarar ástkærs föður, afa okkar og
frænda,
HREINS BENEDIKTSSONAR
prófessors.
Egill Benedikt Hreinsson,
Arndís Hrönn Egilsdóttir, Hrafnkell Orri Egilsson,
Andri Egilsson, Högni Egilsson,
Fríða Sigurðardóttir og Axel Gunnlaugsson.
✝ Halldór KristinnBjarnason fædd-
ist á Siglufirði 14. júlí
1919. Hann andaðist
á Dvalarheimilinu
Hornbrekku á Ólafs-
firði 10. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Bjarni
Guðmundsson f.
1877, d. 1931 og Sig-
urveig Margrét Gott-
skálksdóttir, f. 1881,
d. 1938. Systkini
Halldórs voru í ald-
ursröð; Sigríður
Kjarta, Ólafur Sölvi,
Hallgrímssína Guðmunda, Gísli
og Málfríður Anna. Þau eru öll
látin. Halldór var næstyngstur
systkinanna. Halldór flutti til
Ólafsfjarðar í kringum 1941.
Halldór var kvæntur Halldóru
Hólmfríði Björnsdóttur frá Ólafs-
firði, f. 1917, d. 1978, og bjuggu
þau allan sinn búskap á Ólafsfirði,
lengst af í Strand-
götu 9. Þau áttu þrjú
börn, en þau eru:
Björn var kvæntur
Kristínu Ragnars-
dóttur Trampe en
þau slitu samvistum.
Þau eiga tvo syni og
fjögur barnabörn.
Björn býr á Ólafs-
firði. Guðmunda
Ólöf, maki Jón Jó-
hannsson og eiga
þau fjögur börn og
níu barnabörn. Þau
búa öll á Ólafsfirði.
Þorbjörg Halldórs-
dóttir, gift Önundi Grétari Har-
aldssyni og eiga þau þrjú börn og
tvö barnabörn. Þau eru öll búsett í
Grindavík. Barnabörn Halldórs
eru níu og barnabarnabörnin
fimmtán.
Útför Halldórs verður gerð frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Þegar komið er að kveðjustund
stöldrum við yfirleitt við, lítum yfir
farinn veg og flettum í bók minning-
anna. Það fyrsta sem kemur í hugann
þegar við minnumst Halldórs
Bjarnasonar er bjarta brosið hans,
glettnisblikið í augunum og þægileg
nærvera.
Halldór, eða Dóri eins og hann var
jafnan kallaður, var fæddur á Siglu-
firði og var alla tíð tengdur þeim stað
sterkum böndum. Hann kvæntist
ungur Dóru föðursystur okkar og
stóð heimili þeirra alltaf í Ólafsfirði.
Til þeirra var gott að koma enda voru
þau hjón mjög gestrisin og heimili
þeirra myndarlegt. Missir Dóra og
barnanna var mikill þegar Dóra
frænka lést árið 1978.
Þegar við eldri systkinin vorum lít-
il var oft mikið líf og fjör í Miðhúsum
hjá afa og ömmu þegar fjölskyldurn-
ar voru þar saman komnar. Mikið var
um boð og heimsóknir milli fjöl-
skyldna, ekki síst í kringum jól og af-
mæli. Í minningunni var alltaf gaman
og við krakkarnir lékum heilu leik-
ritin, sem oft voru frumsamin. Það
var líka spilað á spil og einnig sungið.
Þá naut Dóri sín vel því hann hafði
góða söngrödd og yndi af söng og
tónlist. Hefði hann fæðst nokkrum
áratugum seinna er ekki ósennilegt
að hann hefði gengið í þjónustu tón-
listargyðjunnar.
Þeir mágarnir pabbi og Dóri ráku
smábátaútgerð, ásamt fleirum, í
mörg ár. Dóri hafði yfirumsjón með
allri vinnu í landi, þar á meðal starfs-
fólki sem vann við að beita og stokka
upp. Hann hafði góða stjórn á öllu,
hugsaði vel um sitt fólk, átti auðvelt
með mannleg samskipti og umgekkst
alla af virðingu, bæði stóra og smáa.
Einu sinni á ári var beitningaskúr-
inn þrifinn hátt og lágt og fólkinu
boðið til veislu sem endaði með söng
og dansi. Var þá stundum leikið undir
á harmonikku eða bara á munn-
hörpu.
Pabbi og Dóri voru ekki aðeins
mágar, á milli þeirra var hlý og traust
vinátta sem aldrei bar skugga á. Þeg-
ar Dóra frænka lést reyndist pabbi
vini sínum vel og eftir að heilsu pabba
tók að hraka reyndist Dóri honum
sannur vinur. Í mörg ár fóru þeir
saman í gönguferðir á hverjum degi,
eða þar til heilsa föður okkar leyfði
það ekki lengur.
Fyrir þessa tryggð og vináttu vilj-
um við þakka, sömuleiðis tryggð hans
við okkur systkinin og móður okkar.
Góður maður er genginn. Við
systkinin kveðjum Dóra með virð-
ingu og þakklæti og biðjum honum
blessunar. Ástvinum hans öllum
sendum við innilegar samúðarkveðj-
ur.
Kristín Björg, Óskar Þór,
Ásta, Gunnar, Sigurlína
og fjölskyldur.
HALLDÓR
KRISTINN
BJARNASON
Það er erfitt að
kveðja þig kæri faðir
minn en það er þó gott
að hafa allar minning-
arnar sem ég á um þig
og geymi í hjarta mínu.
Ég var ekki gamall þegar ég kom í
Hallskot með mömmu og systrum
mínum og eignaðist föður sem ég
hafði aldrei átt. Þú varst mér alltaf
eins og pabbi og lést mig aldrei finna
til þess að ég væri stjúpsonur þinn.
Ég lærði margt af þér sem ég ber
með mér allt mitt líf og með aldrinum
met meira og meira. Þolinmæðin og
einlægnin sem þú varst gæddur og
það að láta stjúpbörnin aldrei finna
fyrir því að þau væru ekki þín eigin.
Nú þegar ég er sjálfur stjúpfaðir get
ég skilið hvað það er flókið mál og set-
ur mikil spor í mitt líf, þó svo að ég nái
aldrei að feta í þín fótspor.
Þú varst stoltur af því að vera
Fljótshlíðingur og kenndir mér að
vera stoltur yfir því líka. Ég var
kannski ekki blóðborinn sonur þinn
en ég get samt með sanni sagt að
betri faðir hefði ég ekki getað fengið
og betri afa hefðu börnin mín ekki
getað fengið enda sakna þau þín mik-
ið og ég veit að þú átt eftir að vaka yfir
þeim og vera í minningum þeirra um
aldur og ævi.
Sárt var að sjá þig á spítalanum og
vita það að þú varst alltaf með hugann
í sveitinni sem þú fórst aldrei frá
nema stutta stund í einu. En fram á
síðustu stundu varst þú með húmor-
inn í lagi og aldrei kvartaðir þú þó svo
að þú værir fárveikur og aldrei brást
þú nokkrum manni.
Ég þakka guði fyrir þann tíma sem
við áttum saman þó svo að ég hefði
viljað að sá tími yrði enn lengri, en
minningarnar eru það sem eftir er og
EIRÍKUR
EINARSSON
✝ Eiríkur Einars-son fæddist í
Hallskoti í Fljótshlíð
17. júlí 1933. Hann
lést á LSH við Hring-
braut 3. janúar síð-
astliðinn og var útför
hans gerð frá Hlíðar-
endakirkju í Fljóts-
hlíð 15. janúar.
þær eru bara góðar og
ég veit að ég get fyrir
hönd okkar allra þakk-
að fyrir það sem við
fengum að njóta af þér.
Þau eru mörg tárin
sem hafa fallið frá okk-
ur fjölskyldunni þinni,
því þín er sárt saknað,
en eins og mamma
sagði; það þýðir ekki að
þræta við dómarann.
Ég veit að ef það er eins
og Guð lofar þá hefur þú
það gott og færð að
njóta þess sem þú verð-
skuldar og eftir því sem
þú lifðir þá hefur þú það mjög gott.
Far þú í friði og megi Guð vera þér
náðugur.
Brynjólfur Tómasson.
Ég kveð þig með söknuði kæri
tengdafaðir.
Það eru sex ár síðan við komum
heim frá Svíþjóð og ég og börnin mín
komu inn í fjölskylduna. Okkur var
tekið mjög vel og þau kveðja með
söknuði eins og Bettý og Silja frá Sví-
þjóð.
Fyrir þremur og hálfu ári fæddist
svo Stefán Jóhann, mikill sveitastrák-
ur sem saknar afa síns mikið og
fannst eitthvað tómlegt að koma í
Hallskot um síðustu helgi.
Í fyrsta skipti sem ég kom austur í
Hallskot fór ég á hestbak niður á aura
og sá sveitina þaðan og sú mynd er sú
fallegasta sem ég á af landslagi, í
minninu. Það er ekki skrítið hvað Ei-
ríkur unni sveitinni sinni. Eftir þetta
fór ég oft á hestbak og ég veit að hann
ýtti undir að það væru til þjálfaðir og
járnaðir hestar að einhverju leyti fyr-
ir mig. Þegar ég svo datt af baki og
braut höndina var þrýst á að ég færi á
bak aftur en svo datt ég aftur af baki
og hef ekki þorað síðan. Oft hefur
hann reynt að fá mig á hestbak og það
skal verða. Stríðnin var aldrei langt
undan og ég hef fengið minn skerf af
henni eins og allir sem hafa umgeng-
ist hann.
Þá hældi hann mér, borgarbarninu,
í haustverkum og öðrum verkum á
sinn hátt og ég geymi í hjarta mínu
sem góða minningu.
Ég er þakklát fyrir kynni mín af
Eiríki og alla hjálp, vináttu og um-
burðarlyndi.
Kæri tengdafaðir, Drottinn blessi
þig og alla fjölskylduna.
Hólmfríður Ásmundsdóttir.