Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Canada's fastest growing franchise is now expanding into Iceland. See us at www.fibrenew.com Equity partner The largest fitness franchise in the world with over 8.000 locations worldwide (United States, Canada, Europe, South America, The Caribbean, Mexico, Australia, New Zealand and we're still growing) is coming to Iceland. We are the first fitness and weight loss facility dedicated to providing affordable, one-stop exercise and nutritional in- formation for women. If you are interested in becoming a franchisee, please contact Karen Archibald at adama@tru.eastlink.ca English responses only. Meetings to be held Jan 26-30, 2005. FJÓRÐI ársfjórðungur er jafnan besti fjórðungur ársins hjá Bakka- vör Group og á síðasta ári varð engin undantekning þar á. Tekjur samstæðunnar námu 43 milljónum punda (5,1 milljarður króna) á fjórða ársfjórðungi og voru tæp- lega 19% hærri en á þeim þriðja, sem og í samanburði við fjórða árs- fjórðung árið á undan. Má gera því skóna að samstarf Bakkavarar við Tesco hafi komið sér vel fyrir og yfir jól og áramót en Tesco hefur orðið talsverða yfirburði á mat- vörumarkaði í Bretlandi og í kring- um 60% af framleiðslu Bakkavarar munu vera seld til Tesco. Hagnaður af fjórðungnum var 4,4 milljónir punda (517 milljónir króna) sem er 42% aukning frá sama tímabili árið áður. Hagnaður af árinu 2004 í heild sinni nam 13,1 milljón punda (1.548 milljónum króna) en greiningar- deildir bankanna reiknuðu með 12,4 til 13,4 milljóna punda hagnaði í afkomuspám sínum. Afkoman er yfir meðalspánni sem var 12,9 milljónir punda. Af 13,1 milljónar punda hagnaði nemur hlutdeild í hagnaði breska matvælaframleið- andans Geest 3,2 milljónum punda (375 milljónum króna) en á móti kemur aukinn kostnaður vegna lántöku til fjármögnunar á kaup- unum í Geest. Hagnaður Bakkavarar af árinu er 3% minni en á árinu 2003 en þegar frá er talin aflögð starfsemi í reikningum ársins 2003 nemur hagnaðaraukning af reglulegri starfsemi eftir skatta á hinn bóg- inn 26%. Salan jókst um 9% á árinu og þar hafði fjórði ársfjórðungur mikið að segja. Aukning EBITDA-hagnaðar nam 11%. Bakkavör er í miklum vexti og horfur á árinu 2005 sagðar góðar. Og ef verður af yfirtöku á Geest má gera ráð fyrir gjörbreyttu fé- lagi að ári liðnu. Hagnaður af reglulegri starfsemi eykst um 26%    +  " ! +   ,!(  $! '    +      -./010 -/ -%.&23 34//  542/% 3-41  53/1- 2    # 6  &&%-. -&.-4/ -34&.0 %%  --0..0 .-2&  5.2.. 2 53&&% 3-%3   4%201 -.%4-.  7 6   6 (  # !( ' + !( -&0&% -1.&- 3%8.9 -18.9 -0&%0 -/&32 33819 %2849 !"  #$%&%"  3--%  ' (   soffia@mbl.is Uppgjör Bakkavör Group              ! "# $ %#%!  & %"' (" ) (" )#" *"' (" & %"' +!% +!' ! %# ,#  -./! -. ! "#($ 0    . & %"' 1 "' 1. " 1 2 $ 34 / " 5 6(" *7 8" 4 "" 9:/! -& -% ;%# -%"' -%.  / 2 /$ <2## "#.  " = "" % " 3.4 .. 5-8(!#   !" ( !%' >2 *"' 7. & %"' <8 8 !#$ % ?@>A -7  $!          5 5 5 5  5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 !2 "# 2  $! 5 5 5 5 5 5  5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 B 5 CD B 5 CD B 5 CD B CD B CD 5 B 5CD B 5 CD B CD B CD 5 5 5 B CD 5 5 5 5 5 5 5 5 B 5CD 5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 1! %'  '# " < %( 7 % '# E ) -% $ $ $ $ $ $ $ $ $  $ $  $ $ $ $ 5 5 $ $ 5 5  5 5 5 5 5 5 5 5 5 5          5    5            5     =  7 FG $ $ <1$ H /#"% %'      5 5  5 5  5 5 5 5 5 5 5 5 5 5 <1$5 I . ./%'"' % /% $ <1$5 -2%' % %!## . 2 %( /!  " $ 9 'J -KL   C C <-> M N  C C @ @ ,+N  C C )N 9 !   C C ?@>N MO 6"!   C C ● VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands námu í gær tæpum 3,5 milljörðum og er það þriðji dagurinn í röð sem þau fara yfir 3 milljarða króna. Að þessu sinni var stærstur hluti við- skiptanna, eða 1,5 milljarðar, vegna Íslandsbanka og 733 milljóna króna viðskipti voru með Landsbankann. Von er á ársuppgjörum beggja í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,12% í 3.627 stig. Hlutabréf í Flugleiðum hækkuðu mest í verði, um 5,1% og hafa þau nú hækkað um 35% frá ára- mótum. Mest lækkun í gær varð á hlutabréfum í Actavis, 3,26%. Flugleiðir hækka enn ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● SAS-flugfélagið áætlar að fá um einn milljarð danskra króna, eða um 11 milljarða íslenskra króna, fyrir 20% hlut sinn í breska flugfélaginu Bmi, sem áður hét British Midland. Segir í frétt á vefmiðli danska blaðs- ins Børsen að sérfræðingar á fjár- málamarkaði telji nokkrar líkur á því að Bmi verði selt á næstunni. Virgin- flugfélagið breska sé talið hafa áhuga á að kaupa og hið þýska Luft- hansa, sem á 30% hlut í Bmi, vilji gjarnan selja. Bmi-flugfélagið selt? Útboðsþing 2005 verður haldið á Grand hóteli í dag og hefst kl. 13. Þar munu Vegagerðin, Fram- kvæmdasýslan, Landsvirkjun, Landsnet, Reykjavíkurborg, Orku- veita Reykjavíkur, Hafnarfjarð- arbær, Kópavogsbær og Sigl- ingastofnun greina frá fyrirhuguðum opinberum fram- kvæmdum á árinu. Í DAG stjórnendur T&G um yfirtöku en T&G hefur starfað með íslenskum fjármálafyrirtækjum á liðnum árum. Í frétt á vefsíðu Financial Times segir að bæði Landsbankinn og KB banki séu líklegir til að eiga í við- ræðum um yfirtöku á T&G. Fyrr í þessum mánuði voru bæði KB banki og Landsbankinn nefndir í breskum fjölmiðlum sem hugsan- legir bjóðendur í breska fjárfesting- arbankann Durlacher. Markaðsvirði Durlacher er nú um 21 milljón punda, eða tæplega 2,5 milljarður ís- lenskra króna. Fram kemur í Guardian að Durlacher eigi í við- ræðum við fjárfestingarbankann Lazards um hugsanlegan samruna. Þá segir að enn fleiri samrunar fjár- festingarbanka á Bretlandi við aðrar fjármálastofnanir geti verið í far- vatninu. LANDSBANKINN er nefndur í breskum fjölmiðlum í tengslum við hugsanlega yfirtöku á verðbréfafyr- irtækinu Teather & Greenwood (T&G). Brynjólfur Helgason, fram- kvæmdastjóri alþjóðasviðs Lands- bankans, sagði í samtali við Morg- unblaðið að bankinn tjáði sig ekki um einstök verkefni sem unnið væri að. Á fréttavef Guardian segir að stjórnendur T&G hafi neyðst til að viðurkenna að eiga í samningavið- ræðum við ónefndan aðila um hugs- anlega yfirtöku eftir að gengi hluta- bréfa félagsins hækkaði skyndilega á markaði. Við það hækkuðu bréfin um 26%. Markaðsvirði T&G er um 35 milljónir punda, sem svarar til rúmlega 4 milljarða íslenskra króna. Er Landsbankinn talinn einna lík- legastan til að eiga í viðræðum við Landsbankinn orð- aður við yfirtöku ● VÍSITALA neysluverðs hækkar um 0,1% í febrúar, að mati greining- ardeildar Landsbanka Íslands. Gangi spáin eftir hækkar tólf mánaða verð- bólga úr 4% í 4,4% og rýfur efri mörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Ís- lands. Útsöluáhrif er sögð vega þungt til lækkunar í spánni og draga muni úr verðbólgu á næstu mán- uðum fyrir áhrif sterkrar krónu á verð innfluttrar vöru. Á móti komi umtals- verð markaðshækkun húsnæðis. KB banki sendi einnig frá sér verð- bólguspá í gær og spáir óbreyttri vísitölu neysluverðs í febrúar, sem þýðir 4,3% verðbólgu. Að mati bank- ans mun verðbólgan sveiflast um og yfir 4% næstu mánuði. Spáir 4,4% verðbólgu AUGLÝSINGATEKJUR á vefmiðlinum mbl.is tvöfölduð- ust á árinu 2004 samanborið við árið á undan. Er þetta fyrsta árið sem rekstur miðils- ins stendur undir sér. Bókunum smáauglýsinga og atvinnuauglýsinga í gegnum vefinn hefur verið afar vel tek- ið en einnig jókst sala á grein- um úr Greinasafni Morgun- blaðsins um 22% milli ára. Þá hefur sala á ýmiss konar þjón- ustu í farsíma gefið af sér auknar tekjur og stendur til að bæta við þá þjónustu. Sala á myndum úr Myndasafni Morg- unblaðsins hefur staðið í stað milli ára. Markmiðið er að auka tekjur mbl.is enn frekar á þessu ári m.a. með aukinni sölu greina úr Gagnasafni og mynda úr Myndasafni. Einnig með sölu á leikjum og uppsetningu nýrra vefja á árinu sem geta gefið frekari auglýsingatekjur. Tvöföldun auglýs- ingatekna hjá mbl.is starfsfólk, bæði á Íslandi og í Evrópu. Stærsti hluti flutninganna mun fara um Rotterdam-höfn og verður varningurinn ýmist fluttur með leigu- skipum beint til Reyðarfjarðar eða með áætlunarskipum Samskipa. Fengin verða stærri gámaskip í sum- ar til að mæta aukinni flutningaþörf og munu þau leysa af hólmi Akrafell og Skaftafell, sem nú hafa viðkomu vikulega á Reyðarfirði. Endurnýjun á skipakosti Samskipa er reyndar þegar hafin með hinu nýja Arnarfelli sem afhent var í Þýskalandi um helgina. Þá verður nýtt Helgafell af- hent eftir einn mánuð. Mikill upp- gangur hefur verið í starfsemi Sam- skipa á Austurlandi, að því er segir í tilkynningu, þar sem félagið hefur markvisst verið að byggja upp flutn- ingakerfi sitt. SAMSKIP hafa samið um að annast flutninga fyrir Bechtel vegna bygg- ingar álvers Alcoa á Reyðarfirði. Um er að ræða flutninga á allskyns varn- ingi, tólum og tækjum, og nemur heildarmagnið allt að 700 þúsund frakttonnum. Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, segir þetta vera stærsta samning sem Samskip á Íslandi hafi gert. Félagið muni bæði sjá um alla flutninga til landsins, sem og um inn- anlandsflutninga vegna byggingar ál- versins. Samningurinn taki til alls byggingartímans en stærstur hluti flutninganna verði á 12 mánuðum frá nk. vori. Knútur segir verkefnið styrkja enn frekar kerfi Samskipa, stækka þurfi minni skip félagsins vegna þess auk þess sem það útheimti fleira Samskip fá flutn- inga vegna álvers Bættur skipakostur Hið nýja Arnarfell mun væntanlega sinna flutningum vegna álversins á Reyðarfirði meðal annarra verkefna. ● BÚLGARSKA ríkið bauð til sölu á almennum markaði í gær alls 34,78% hlut í símafyrirtækinu BTC, sem íslenskir fjárfestar eiga meðal annarra hlut að, og seldust 99% hlutafjárins á örfáum klukkustund- um. Restin, 15.000 bréf, verður boð- in til sölu í dag. Fyrir 34,6% hlutinn sem seldist í gær fékk búlgarska rík- ið 625 milljónir leva, sem svarar til 26 milljarða króna. Það er hærri upp- hæð en greidd var fyrir 65% kjöl- festuhlut í fyrirtækinu fyrr á árinu. Lágmarksverð í útboðinu var 100 levur á hlut en meðalsöluverð á hlut reyndist tæpar 219 levur. Fjárfestingarbanki í Sófíu keypti 25,5% hlut í BTC í útboðinu fyrir hönd stórra fjárfestingarsjóða frá Bandaríkjunum, Bretlandi og öðrum Evrópulöndum. Þrír aðrir bankar keyptu samanlagt um 5,6% hlutafjár í BTC fyrir sína viðskiptavini. Hlutabréf í BTC rifin út á háu verði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.