Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 18
Vesturbyggð | Bæjarráð Vesturbyggðar fjallað á fundi sínum nýlega um ályktun að- alfundar Sauðfjárræktarfélags Barða- strandarhrepps þar sem lýst er óánægju með refa- og minkaeyðingu á svæðinu. Segir í álykt- uninni að nú sé svo kom- ið að tófubitnar kindur hafi sést í tugatali síðast- liðið haust og meiri van- höld á fé en eðlilegt get- ur talist. Er skorað á bæjarstjórn Vesturbyggðar að gera nú þeg- ar ráðstafanir til úrbóta og að leitað verði að grenjum á vorin og þau unnin á þann hátt er gert var fyrir sameiningu sveitarfélaganna á svæðinu. Ennfremur er þess farið á leit að bændum verði greitt fyrir veidd hlaupadýr utan grenjavinnslutíma. Bæjarstjóra var falið að fara yfir grenjavinnslumál með samnings- bundnum grenjaskyttum á svæðinu. Hvað varðar greiðslur fyrir hlaupadýr utan grenjavinnslutíma liggur fyrir ákvörðun bæjarstjórnar þess efnis að ekki verði greitt fyrir þau öðrum en samningsbundnum grenjaskyttum á meðan endurgreiðsla rík- issjóðs fer lækkandi eins og staðan er nú. Tófubitnar kindur í tugatali       Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Stóra púkamótið | Undirbúningur stóra púkamótsins í fótbolta sem haldið verður á Ísafirði í sumar er nú kominn í fullan gang. Mótið er ætlað öllum sem einhvern tímann hafa verið fótboltapúkar á Ísafirði og af- komendum þeirra. Auk þess að rifja upp gamla snilldartakta í fótbolta er mótinu ætlað að styrkja þjálfara yngri flokka í knattspyrnu á Ísafirði. Þannig vilja stóru fótboltapúkarnir greiða til baka það sem þeir þáðu frá íþróttafélögunum á Ísafirði á árum áður. Mótið verður haldið dagana 22. og 23. júlí og segir Guðmundur Ólafsson í undirbúningsnefnd við vef Bæjarins besta að skráning þátttakenda hefjist innan skamms. „Aðalatriðið er að menn taki þessa helgi frá og fari að æfa svo þeir komist í gömlu Harðar- og Vestrabúningana sem hanga inni í skáp.“ Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Endurgera sundstað | Hreppsnefnd Kelduneshrepps hefur samþykkt tillögur sem Katrín Eymundsdóttir oddviti lagði fram á fundi um endurgerð gamla sund- staðarins við Skúlagarð. Þetta felur í sér að að farið verði í að hreinsa ána, endurgera stífluna og setja upp upplýsingaskilti um sögu staðarins og sundkennsluna sem þar fór fram. Tillagan var samþykkt með þeim fyrirvara að fá yrði leyfi hjá landeigendum vegna framkvæmdanna. Vegaskemmdir í Kollafirði | Djúp sprunga er í veginum sem liggur um Kolla- fjörð. Sprungan er staðsett fyrir ofan túnið þar sem bærinn Hlíð stóð, um 2-3 kílómetra frá Kollafjarðarnesi, í fárra ára gömlum vegi. Hún er mjög djúp og um það bil 20 metra löng. Sprungan er vel merkt með keilum en þó er ástæða til að vara við henni því hætt er við því að eitthvað gefi sig ef óvarlega er farið á þungum farartækjum nálægt sprungunni segir í frétt á vefnum strandir.is. Selfossþorrablótiðfram fer í fjórðasinn í íþróttahúsinu á Selfossi á laugardag, 29. janúar. Margt verður til skemmtunar, m.a. Karla- kór Selfoss og Jórukórinn, Bubbi eftirherma, dixiel- andbandið Sýslumenn, Sigurgeir Hilmar með bæjarbraginn og ungt tón- listarfólk á Selfossi að ógleymdu leyniatriði. Mat- urinn er í höndum Óla Ól- sen matreiðslumeistara, heiðursgestur á samkom- unni er fegurðardrottning Íslands, Selfossmærin Hugrún Harðardóttir en Einar Njálsson bæj- arstjóri verður veislu- stjóri. Ljóst er af skrán- ingum að fólk á öllum aldri mun mæta, burtfluttir, ný- fluttir og gamalgrónir. Selfossblót Tveir starfsmennsprengjudeildarLandhelgisgæsl- unnar sóttu námskeið í sprengjueyðingu hjá danska landhernum seint á síðasta ári. Námskeiðin voru haldin í Skive á Jót- landi. Þar voru þeir þjálf- aðir í sprengjueyðingu samkvæmt stöðlum sem notaðir eru hjá Atlants- hafsbandalaginu. Nýlega bárust prófskírteinin frá danska landhernum og sá Georg Kr. Lárusson for- stjóri um að afhenda þau sprengjusérfræðingunum Jónasi Þorvaldssyni og Ágústi Magnússyni. Sprengjueyðing Davíð Hjálmar Har-aldsson yrkirstundum limrur um tvíræð efni, eins og þessa: Þau lágu undir áhrifum lyfja en lítið var farið að syfja, hafði Jón Fríðu horn þó í síðu er rann henni loksins til rifja. Þegar leitað var til Davíðs Hjálmars um birt- ingu limrunnar svaraði hann að bragði: Ljóðin um ég lítið hirði, læt þér eftir tjöld og svið, eru svona eyris virði ef þú bætir Mogga við. Og svarið barst óðar til Davíðs Hjálmars: Kalla ég það kjörin best kaupin geri glaður; allan Moggann ef þú lest ertu ríkur maður! Tjöld og svið pebl@mbl.is Akureyri | Starfsmenn Ak- ureyrarbæjar eru farnir að huga að vorverkunum og m.a. eru götusópar farnir að hreinsa sand af götum bæjarins, sem flestar eru orðnar auðar eftir mikla hláku síðustu daga. Axel Benediktsson, mælingamaður hjá framkvæmdadeild Akureyr- arbæjar, notaði góða veðrið til þess „að mæla inn hús á hafn- arsvæðinu“, eins og hann orðaði það. Með þeirri aðferð er hægt að staðsetja hvert hús nákvæm- lega og færa í Akureyrarskrá, sem er stafrænt kort bæjarins. Til er skrá af staðsetningu húsa í bænum eftir loftmyndum en með þeirri aðferð sem Axel not- ar fæst mun nákvæmari stað- setning. Morgunblaðið/Kristján Húsin mæld inn Mælingamaður Hornafjörður| Bæjarráð Hornafjarðar hefur lýst yfir vonbrigðum með svar Ferðamálaráðs vegna markaðssetningar Austur-Skaftafellssýslu og styrkingu upplýsingamiðstöðvar. Óskaði bæjarráð eftir því „við hlutaðeigandi aðila að unnið sé að því ásamt heimamönnum að rekst- ur upplýsingamiðstöðvar á Hornafirði verði styrktur m.a. með það að markmiði að upplýsingagjöf til ferðamanna og markaðssetning svæðisins verði mark- vissari og faglegri,“ segir í bókun ráðs- ins. Þá ítrekar bæjarráð að núverandi skipting framlaga til reksturs upplýs- ingamiðstöðva sé ófagleg og óréttlát. „Undirstrikað skal að samkvæmt núver- andi skiptingu er ekki gert ráð fyrir upp- lýsingagjöf á svæðinu frá suðvesturhorn- inu að Mið-Austurlandi, eða hálfan hringveginn, nema að litlu leyti. Á þessu svæði eru margar eftirsóttustu náttúru- perlur landsins sem gífurlegur fjöldi ferðamanna heimsækir.“ Framlög ófagleg og óréttlát ♦♦♦ Fréttir í tölvupósti ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali GRENSÁSVEGUR 533 4200 eða 892 0667 Til leigu vandað skrifstofuhúsnæði í lyftuhúsi, alls 760 fm, á tveimur hæðum. Innréttað að óskum leigjanda. Getur leigst í einu eða tvennu lagi. Næg bílastæði. Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.