Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MUNNLEGUR málflutningur fyrir óbyggðanefnd hófst í í Reykjavík í gær vegna þjóðlendukrafna ríkisins á Suðvesturlandi. Tekið var fyrir höfuðborgarsvæðið, ýmis svæði í ná- grenni Reykjavíkur og nágranna- sveitarfélaga, fyrsta málið af sex á þessu svæði. Tekist er á um mörk þjóðlendna og eignarlanda á svæðinu en ríkið gerir m.a. kröfur til Mosfellsheiðar, Vilborgarkots, alls lands ofan Heið- merkur að Bláfjöllum, lands ofan Helgafells og Húsfells og hrauns upp af Straumsvík. Þar er m.a. um að ræða Almenningsskóga Álftanes- hrepps hins forna og hluta Suður- nesjaalmenninga. Aðalmeðferð vegna þessa svæðis hófst sl. mánudag en óbyggðanefnd fór einnig á vettvang og tók skýrslur af málsaðilum og fleirum. Við mál- flutning í gær tók lögmaður ríkisins fyrstur til máls en síðan tóku við lög- menn gagnaðila einn af öðrum. Voru þeir fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar, Garðabæjar, Prestsetrasjóðs, Sel- skarðs, eigenda jarðanna í Álftanes- hreppi hinum forna, Vatnsenda, Elliðavatns, Reykjavíkurborgar, Kópavogsbæjar, Seltjarnarness- kaupstaðar, Geirlands, Vilborgar- kots, Mosfellsbæjar, Hraðastaða og Seljabrekku. Ýmis fleiri svæði á Suðvest- urlandi tekin á næstunni Önnur svæði á Suðvesturlandi sem óbyggðanefnd á eftir að taka til aðalmeðferðar og málflutnings eru Grindavík og Vatnsleysuströnd, Kjalarnes, Kjós, Þingvallasveit og Grafningur og loks Ölfus. Á þessum svæðum hefur ríkið m.a. gert kröfu til hluta Botnssúlna og að Há Kili, til efsta hluta Esjunnar og meg- inhluta Blikadals, til Selsvalla, Höskuldarvalla og Geldingahrauns upp af Hvassahrauni, til hluta Þrengsla og Jósefsdals og til Heng- ilsins, Skarðsmýrarfjalls og hluta Hellisheiðar. Tekist á um nágrenni Reykjavíkur í óbyggðanefnd Lesbók á laugardag á morgun  Jafnréttisbaráttan 2004  Hug- myndir um íslenskan her í 400 ár  Íslensk drottning veldur usla í Þýskalandi  Nýjasta skáldsaga Johns Grishams gagnrýnd Á HUNDASTAPA er rekið fé- lagsbú hjónanna Ólafar Guðmunds- dóttur og Ólafs Egilssonar og Agnesar Óskarsdóttur og Halldórs Gunnlaugssonar. Agnes er dóttur- dóttir þeirra Ólafar og Ólafs. Eldri hjónin segjast hafa farið að hugsa um það fyrir nokkrum árum að fá aðstoð við búskapinn, en ljóst var að ekkert af fimm börnum þeirra hjóna ætlaði að taka við honum. Hoppað yfir ættlið „Agnes hefur alltaf verið mikið hér á Hundastapa og þau Halldór komu oft til að hjálpa okkur. Hún tók því strax vel þegar hugmyndir um að þau tækju við búinu komu til tals, en Halldór þurfti aðeins að hugsa sig lengur um,“ segja þau Ólöf og Ólafur. „En úr varð að þau fluttust hingað fyrir tveimur árum og þetta gengur einstaklega vel og allir eru ánægðir með þessa lausn mála. Það er alltof sjaldgæft nú til dags að ungt fólk treysti sér til að taka við búskap.“ Agnes og Halldór voru nýbúin að kaupa sér hús í Borgarnesi, en Halldór á í fyrirtækinu Tak-malbik, sem sér um að mala grjót. Hann starfar enn að hluta til hjá fyrirtæk- inu. Halldór er alinn upp í sveit, er frá Hornstöðum í Laxárdal. Hann segir að sumu fólki finnist hann vera kaldur að fara út í búskap. „En svo finn ég að aðrir hálföfunda mig af þessu.“ Gamla fjósið á Hundastapa er orðið um 30 ára gamalt, hefðbundið fjós með rörmjaltakerfi. Það var á sínum tíma það fullkomnasta sem þekktist. Margt er farið að gefa sig og þörf var á miklu viðhaldi. Þegar ábúendur veltu fyrir sér hvaða möguleikar væru á að endurnýja gamla fjósið kom í ljós að það var jafndýrt og að reisa nýtt fjós. Geta farið í snyrtingu Þegar ákveðið hafði verið að byggja nýtt fjós þurfti einnig að taka ákvörðun um hvernig fjós yrði byggt. Eins og þeir Ólafur og Hall- dór segja var lengi vel engin þróun í fjósbyggingum hér á landi. Fyrir um fimm árum voru bændur enn að byggja samkvæmt 30 ára gömlum teikningum. En á síðustu árum hef- ur þróunin verið ör. Ýmist hafa ver- ið byggð fjós með mjaltabásum eða mjaltaþjón, róbot, og nú sér fram á nýja kynslóð mjaltaþjóna. „Við komumst að þeirri niður- stöðu að byggja lausagöngufjós með legubásum og mjaltabás,“ segir Ólafur. „Það er líka svo skemmti- legt að mjólka,“ bætir hann við. Þeir eru sammála um að þetta henti þeim betur. Með mjaltaþjóni þarf ekki að fara út að mjólka á ákveðnum tímum, en meira eftirlit þarf að hafa með fjósinu allan sólar- hringinn. Nýja fjósið er teiknað af Ámunda Brynjólfssyni. Það er um 500 fm, tekur 59 gripi og er ákaflega rúmt um þá. Byggt var samkvæmt Evr- ópustaðli hvað varðar rými. Kýrnar eru óbundnar en með hálsband með áföstum tölvukubbi. Tölvur lesa upplýsingar af kubbnum og þannig er kjarnfóðurgjöf stjórnað í sér- stökum bási og þeim skammtað samkvæmt upplýsingunum. Þá les tölva einnig af kubbnum þegar þær koma inn í mjaltabásinn. Þegar kúnum sýnist geta þær lagst í bás- ana á mjúkar dýnur sem fylltar eru með gúmmíkurli. Þegar Ólafur sagði að enn ættu koddarnir eftir að koma hélt blaðamaður að hann væri að grínast, en svo var ekki. Þegar kúnum sýnist geta þær einnig farið í snyrtingu. Því komið hefur verið upp stórum bursta sem fer í gang þegar þær ganga undir hann. „Það hefur sýnt sig að heilsufar snarbatnar hjá kúm sem eru í lausagöngufjósi því þær geta hreyft sig að vild,“ segir Halldór. Kúnum er gefið á sérstakan gjafagang á miðju gólfi sem þær raða sér í kring um og eru því ekki að éta við bás- ana. Þær þurfa því bæði að standa upp og ganga að fóðurbásnum, gjafaganginum og mjólkurbásnum. „Það er mikið pláss í fjósinu og við notum grindur til að stjórna um- ferðinni t.d. þegar verið er að mjólka. Sumir urðu hissa að við nýttum ekki plássið betur og sett- um upp bása,“ segir Ólafur. „En þetta er allt gert samkvæmt kúasál- fræðinni og best að hafa sem mest opið.“ Náttúruleg loftræsting með sjálfvirku stýrikerfi Engar viftur eru í fjósinu og loft- ræstingu stjórnað með því að opna og loka gluggum. Sjálfvirkt stýri- kerfi er á gluggunum í mæninum og fer það eftir hita- og rakastigi hvort og hvenær þeir opnast og lokast. Tvennar dyr eru í endunum þar sem kúnum er hleypt út og inn. „Þessar dyr eru með fjarstýringu og ætli Jóhannes litli geti ekki fljót- lega farið að sjá um að hleypa þeim út og sækja þær,“ segir Ólafur og hlær. Jóhannes er 18 mánaða gam- all sonur Agnesar og Halldórs og því barnabarnabarn Ólafs. Hann unir sér vel í fjósinu, skoðar kálfana og sefur þar í vagninum þrátt fyrir hávaðann þegar verið er að bora og smíða. Nú eru 35 kýr á Hundastapa og framleiðslan um 160.000 lítrar á ári. Halldór segir að nýja fjósið verði auðvitað ekki fyllt strax heldur sé stefnt að því að gera það smátt og smátt. Límtré reisti húsið og sá um allar klæðningar, hurðir og glugga. Tæknibúnaðar og innréttingar eru frá Landsstólpa, mjaltakerfi frá Remfló og Malbikun-KM malbikar gólfið við mjaltabásinn. Bændurnir á Hundastapa segja að eftir að hús- ið var reist hafi vinir og vandamenn og þeir sjálfir séð um restina með aðstoð Byggingarfélagsins Baulu í Mosfellsbæ, en það rekur reyndar bróðir Halldórs. Nýtt fjós tekið í notkun á Hundastapa á Mýrum Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir „Það er svo skemmti- legt að mjólka“ Bjart og rúmgott fjós er nú risið á bænum Hundastapa á Mýrum og er verið að leggja lokahönd á frágang þess. Ásdís Haralds- dóttir heimsótti ábú- endur sem ætla um helgina að bjóða gestum og gangandi að skoða fjósið og í næstu viku verður kúnum hleypt úr gamla fjósinu inn í það nýja. Fallegar kýr. Þær vita ekki hvað bíður þeirra á næstunni. asdish@mbl.is Hundastapabændur í nýja fjósinu. Agnes Óskarsdóttir, Halldór Gunnlaugsson með Jóhannes Benedikt, Ólafur Egilsson og Ólöf Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.