Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 17 ERLENT Opið frá kl. 12-16 laugardaga Söluumboð: Bílás sf., Akranesi - BSA, Akureyri - Betri bílasalan, Selfossi - SG Bílar, Reykjanesbæ 1.795.000 kr. Komdu, reynsluaktu og gerðu verðsamanburð. Gæðin eru augljós. Gegnheil gæði og gott verð Kynntu þér fjölda freistandi tilboða! Sími 540 5400 Mazda3er sérstaklega ríkulega búinn bíll þar sem saman fara falleg hönnun, frábærir eiginleikar og einstakt verð. H im in n o g h a f / SÍ A Mazda er japanskur bíll, framleiddur í Japan sem vermir nú toppsætið samkvæmt stærstu gæðakönnun Evrópu og skarar fram úr hvað varðar endingu og lága bilanatíðni. Aukahlutir á mynd: álfelgur og vindskeið á afturhlera Mazda3 T 5 dyra 1,6 l kostar aðeins HORST Köhler, forseti Þýskalands, í Auschwitz, út- rýmingarbúðum nasista í Oswiecim í Póllandi. Yfir hliðinu standa þessi frægu orð: „Arbeit macht frei“, „Vinnan gerir yður frjálsa“. Sannleikurinn um Ausch- witz var annar og skelfilegri en þess var minnst í gær, að þá voru rétt 60 ár frá því sovéskir hermenn náðu búðunum á sitt vald. Voru leiðtogar fjölda ríkja samankomnir í Auschwitz í gær og þar var því lýst yfir, að það, sem þar gerðist, mætti aldrei endurtaka sig. AP 60 ár frá frelsun Auschwitz EIGANDI fyrirtækis í Michigan í Bandaríkjunum, sem sagði starfs- fólki sínu að hætta reykja eða segja upp ella, ætlar nú einnig að taka þá, sem eru of feitir, svip- uðum tökum. Fjórir starfsmenn hafa nú hætt hjá fyrirtækinu, sem heitir Weyco og fæst við tryggingakröfur, en þeim og öðrum var ekki aðeins bannað að reykja á vinnustað, heldur bara almennt að reykja. Til að fylgjast með því verða allir 200 starfsmenn Weycos að skila reglu- lega af sér þvagsýni en því neituðu þeir fjórir, sem nú hafa hætt. Sagði frá þessu á fréttavef CNN- sjónvarpsstöðvarinnar í gær. Howard Weyers, eigandi fyrir- tækisins, segir, að næst á dagskrá sé feita fólkið. „Við eigum að hafa holl áhrif á matarvenjur fólks og fá það til að hreyfa sig,“ segir Weyers, sem nú hefur fengið til liðs við sig sérfrótt fólk í þessum efnum og komið upp bónuskerfi fyrir þá, sem taka framförum. Þá ætlar hann líka að borga eða greiða niður tíma í lík- amsræktarstöðvum. Weyers segir gjarnan, að fólk eigi að hætta að kvarta og kveina yfir kostnaðinum í heilbrigðiskerf- inu. Þess í stað eigi það að gera auknar kröfur til sjálfs sín og gæta betur að eigin heilsu. Sjálfur er hann kominn yfir sjötugt, hefur aldrei reykt og hreyfir sig mikið. Sérfræðingar í vinnustaðamálum segja, að komist Weyers upp með þetta, geti það orðið að fordæmi fyrir önnur fyrirtæki. Reykingar og offita bönnuð TÓRÍNÓ-klæðið, sem margir töldu og telja jafnvel enn, að hafi verið lík- klæði Krists, er miklu eldra en fyrri rannsóknir á geislavirkum kolefn- issamsætum bentu til. Er það nið- urstaða nýrrar rannsóknar þar sem því er haldið fram, að aldur klæð- isins sé á bilinu 1.300 til 3.000 ár. Kemur þetta fram í grein í vís- indatímaritinu Thermochimica Acta og þar vísar höfundur hennar, Ray- mond Rogers, á bug niðurstöðu rannsóknarinnar 1998 en hún var sú, að klæðið væri fölsun frá miðöldum. Í klæðinu má greina mynd af blóði drifnum líkama manns og var því trúað af mörgum, að þarna væri komið líkklæði Krists. Sagði frá þessu á fréttavef BBC, breska rík- isútvarpsins, í gær. Rannsökuðu „unga“ efnisbót Rogers segir, að efnisbúturinn, sem rannsakaður var 1988, hafi verið klipptur úr bót, sem ofin var inn í klæðið á miðöldum eftir að það hafði skemmst í eldsvoða. „Efnisbúturinn hefur allt aðra efnafræðilega eiginleika en meg- inhluti klæðisins,“ segir Rogers, sem er efnafræðingur og starfaði áður við Los Alamos-rannsóknastöðina í Nýju-Mexíkó í Bandaríkjunum. Vitað er, að klæðið hefur skemmst nokkrum sinnum í eldsvoða, til dæm- is 1357 og 1532, og þá sáu nunnur um að gera við það og styrkja með vefn- aði, sem kallaður er Holland-klæði. Við rannsóknir Rogers kom í ljós, að efni, sem kallast vanillín, er að finna í viðbótinni, sem var rannsökuð 1988, en ekki í upprunalega klæðinu. Verður það til við niðurbrot trénis en minnkar með tímanum og því má ráða nokkuð af því um aldurinn. Ekkert vanillín „Ekkert vanillín er í upprunalega klæðinu, ekki frekar en í Dauðahafs- handritunum eða öðrum fornum vefnaði. Það er því ljóst, að Tórínó- klæðið er mjög gamalt, líklega á bilinu 1.300 til 3.000 ára,“ segir Rogers. Við rannsóknina 1988 var nið- urstaðan sú, að klæðið væri frá 1260 til 1390, og það varð til þess, að Anastasio Alberto Ballestrero, kard- ináli í Tórínó, lýsti yfir, að klæðið væri fölsun. Tórínó-klæðið sagt eldra en talið var Hluti af myndinni í Torínó-klæðinu. Ný rannsókn bendir til að aldur „Lík- klæðis Krists“ sé á bilinu 1.300 til 3.000 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.