Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 28.01.2005, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 28. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Næring ekki refsing HÁLFDÁN Hálfdánarson, fram- kvæmdastjóri líkkistuvinnustofunnar Fjölsmíð, sem vann dómsmál gegn Útfar- arstofu Íslands fyrir Hæstarétti í gær, segir dóminn gefa tilefni til að huga að starfsumhverfi útfararstjóra og segir mikilvægt að fyrirbyggja að útfararstof- ur séu með brögð í tafli í viðskiptum sín- um. Hálfdán höfðaði mál gegn Útfarar- stofu Íslands vegna vanefnda við greiðslu á 54 líkkistum og var stofan dæmd til að greiða Fjölsmíð 3,1 milljón króna í mál- inu. Hálfdán vann málið einnig fyrir hér- aðsdómi og hefur höfðað annað mál á hendur annarri útfararstofu vegna van- efnda. Vanvirðing að stela kistu hins látna Hálfdán segir að aðstandendur látinna ástvina eigi heimtingu á að útfararstjórar sinni starfinu af fullum heilindum. „Ég lít á það sem þjófnað á vörslufé að kaupa líkkistur án þess að greiða lík- kistuvinnustofunni fyrir þær. Það er illt til þess að vita fyrir aðstandendur hins látna að hann liggi kannski í stolinni lík- kistu. Þegar aðstandendur eiga viðskipti við útfararstofur eiga þeir heimtingu á því að allt fari heiðarlega og eins fallega fram og hægt er, og það sé staðið að út- förinni af heilindum en ekki vanvirðingu. Það er ekkert nema vanvirðing við hinn látna að leggja hann til hinstu hvílu og stela kistunni sem hann liggur í.“ Hálfdán bendir einnig á að útfarar- stjórar starfi ekki eftir neinum siða- eða vinnureglum og ekki sé neinn eftirlits- aðili sem veiti þeim virkt aðhald./14 Ástvinir eiga rétt á fag- legum vinnu- brögðum FRÍDAGUR var hjá íslensku landsliðsmönnunum á heimsmeist- aramótinu í Túnis í gær. Var dagurinn m.a. notaður til bæj- arferðar þar sem piltarnir prúttuðu svolítið og urðu sér úti um viðeigandi höfuðföt, eins og Hreiðar Guðmundsson og Ingimund- ur Ingimundarson bera. Dagur Sigurðsson, fyrirliði landsliðsins, og séra Pálmi Matthíasson, sem er í fararstjórn Handknattleiks- sambands Íslands, lentu í skemmtilegu atviki í bæjarferðinni. Kona nokkur frá Túnis vék sér að þeim og spyr hvort þeir séu Ís- lendingar. Segir hún að litla stúlkan, sem hún leiddi með sér, tali íslensku. Þeir félagar spurðu stúlkuna hvort móðir hennar heiti Sigrún og faðir hennar Mohamed og kinkaði hún kolli. Sagðist heita Elísa og eiga heima í Túnis hjá foreldrum sínum. Ekki fengu þeir upp úr henni hversu gömul hún væri en töldu að hún væri um þriggja ára. Í dag keppir íslenska landsliðið við lið Rússa./Íþróttir Morgunblaðið/RAX Hreiðar Guðmundsson og Ingimundur Ingimundarson eru hér komnir með viðeigandi höfuðföt í Túnis. Hittu unga íslenska stúlku í Túnisborg Ljósmynd/Pálmi Matthíasson Elísa hitti landa sína í Túnis í gær. RÓBERT Mars- hall, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og formaður Blaða- mannafélags Ís- lands, hefur sagt starfi sínu lausu í kjölfar gagnrýni forsætisráðu- neytisins á fréttaflutning Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að Ísland hefði verið kom- ið á lista hinna viljugu þjóða fyrir ríkisstjórnarfund 18. mars 2003. Forsætisráðherra sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann lýsir furðu á fréttaflutningnum og að for- svarsmenn stöðvarinnar hljóti að biðjast afsökunar. Það gerði frétta- stofa Stöðvar 2 og Bylgjunnar í gær og dró fréttina til baka. Fram kom að tímasetning fréttar CNN um at- burðinn hefði verið mislesin og röng ályktun dregin af tímasetningunni. Róbert segir að forsætisráðu- neytið hafi hins vegar valið þá leið að tengja mistökin við fréttaflutn- ing síðustu daga og „nota það sem sýnidæmi um að hann hafi allur ver- ið byggður upp á rangfærslum og útúrsnúningum“ þegar svo sé ekki. Hann hafi því ekki séð aðra lausn en að segja starfi sínu lausu. Blaðamenn axli ábyrgð „Mér finnst þetta vera rökrétt ákvörðun, að fréttamaður axli ábyrgð á mistökum sínum með þessum hætti,“ segir Róbert. Hann muni áfram gegna formennsku Blaðamannafélags Íslands. „Ég kveð þetta starf með miklum trega, það er mikil eftirsjá í því. Þetta er það sem mér hefur fundist ég vera fæddur til að gera þannig að þetta eru þung skref en algerlega nauð- synleg að mínu mati. Ég vona bara að þessi eina frétt mín verði ekki til þess að menn hætti að skoða þetta Íraksmál og ákvarðanatökuna,“ segir Róbert Marshall. Róbert Marshall segir starfi sínu lausu sem fréttamaður Stöðvar 2 „Þetta eru þung skref en algerlega nauðsynleg“ Róbert Marshall  Okkur urðu/6 BAKKAVÖR hagnaðist um rösklega 1,5 milljarða króna á árinu 2004. Samstæðan er gerð upp í breskum pundum og nemur hagnaðurinn í þeirri mynt 13,1 milljón. Greining- ardeildir bankanna reiknuðu með 12,4 til 13,4 milljóna punda hagnaði í afkomuspám sínum. Hagnaður Bakkavarar af reglulegri starfsemi eftir skatta jókst um 26% á milli ára, 9% söluaukning varð á árinu og hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði var 11% hærri en 2003. Stjórnin mun leggja það til við að- alfund að ekki verði greiddur út arð- ur fyrir árið 2004 en sem kunnugt er á félagið í viðræðum um yfirtöku á breska matvælaframleiðandanum Geest. Telur stjórnin að í ljósi hraðr- ar uppbyggingar sem útheimti viða- mikla fjármögnun, sé ekki ráðlegt að greiða út arð að sinni./14 Bakkavör hagnast umfram væntingar LÖGREGLAN í Hafnarfirði lýsir eftir Ragnheiði Clausen, 14 ára, sem ekkert hefur spurst til síðan á sunnudagskvöld. Þeir sem geta gefið upplýsing- ar um hana eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við lög- regluna í Hafn- arfirði. Lýst eftir 14 ára stúlku RÁÐUNAUTUR hjá Búnaðarsambandi Suðurlands segist ekki hafa áhyggjur af kali í túnum þrátt fyrir hlákutíð. Þótt tún liggi undir svellum eins og þessi í Flóanum þar sem hrossin leita að snöpum merkir það ekki að skemmdir séu yfirvofandi fyrr en eftir 70–90 daga við slíkt ástand. Tún geti því haldið út í talsverðan tíma undir svell- um. Við langvinna umhleypinga geti á hinn bóginn skapast hættuástand þegar súrefni kemst ekki að grasinu. Morgunblaðið/Einar Falur Óttast ekki kal í túnum ♦♦♦ LITUN á dísilolíu er gamaldags aðferð, kostnaðarsöm fyrir dreifingaraðilana og til eru mun einfaldari aðgerðir, segir Guð- jón Auðunsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs Olíufélagsins, sem gagnrýnir drög fjármálaráðuneytisins að reglugerð um útfærslu á olíugjaldi. Ráðgert er að taka upp litun á olíunni 1. júlí þegar þungaskattur á fólksbílum með dísilvél fellur niður og olíugjald verður tekið upp. Stærstu atvinnubílar og tæki í iðnaði og landbúnaði fá olíu án olíugjaldsins en greiða áfram þungaskatt. Guðjón segir að forráðamenn Olíufé- lagsins og dótturfélagsins Olíudreifingar hafi gagnrýnt aðferðina og tímasetn- inguna. Segir hann litun á dísilolíunni kostnaðarsama og ljóst að þeim kostnaði verði velt út í verðlagið. Hann telur að kostnaðurinn muni hlaupa á hundruðum milljóna króna. Guðjón segir olíufélögin gera ráð fyrir að kostnaðurinn muni þýða um tveggja króna hækkun á hvern olíu- lítra./Bílar Gagnrýna lit- un á dísilolíu ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.