Morgunblaðið - 29.01.2005, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÖRYGGI HERT Í ÍRAK
Að minnsta kosti fimm bandarísk-
ir hermenn biðu bana og tólf Írakar í
tilræðum skæruliða sem eyðileggja
vilja kosningarnar sem fara fram í
Írak á morgun. Öryggi hefur verið
hert verulega í landinu, landamær-
um Íraks lokað, útgöngubann sett á
og bílaumferð takmörkuð í því skyni
að reyna að afstýra ofbeldisverkum
á kjördag.
Hjálpuðu gíslatökumönnum
Skýrt hefur verið frá því að hátt-
settir menn í rússneska hernum hafi
veitt mönnunum sem í september sl.
tóku hundruð manna í gíslingu í
skóla í bænum Beslan. Gíslatökunni
lauk með skotbardaga og spreng-
ingum sem kostuðu 330 manns lífið,
þar af var helmingur börn. Búið er
að handtaka tvo samverkamannanna
og þriggja til viðbótar er leitað.
Kjarasamningur í höfn
Nýr kjarasamningur stéttarfélaga
við Alcan vegna starfsmanna við ál-
verið í Straumsvík var undirritaður í
fyrrakvöld. Samningurinn gildir til
nóvemberloka 2008 og nær til um
80% af föstu starfsfólki Alcan.
Mokveiði hjá Hákoni EA
Góð síldveiði var út af Norðfirði
nú í vikunni. Fékk Björgvin Birg-
isson og áhöfn hans á Hákoni EA
148 ríflega 720 tonn af góðri síld um
miðja vikuna.
Mikill hagnaður bankanna
Landsbanki Íslands skilaði 12,7
milljarða kr. hagnaði á árinu 2004 og
Íslandsbanki 11,4 milljarða hagnaði
á sama tímabili. Var hagnaður bank-
anna mun meiri en spáð var á mark-
aðnum.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is
Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp-
héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson
Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%&' (
)***
Í dag
Sigmund 8 Messur 32/33
Viðskipti 13 Kirkjustarf 33
Erlent 16/17 Minningar 34/43
Landið 21 Skák 43
Höfuðborgin 22 Staksteinar 59
Árborg 22 Myndasögur 48
Akureyri 23 Dagbók 48/50
Listir 24 Listir 51/52
Ferðalög 25 Fólk 53/57
Daglegt líf 26/27 Bíó 54/57
Umræðan 28/29 Ljósvakamiðlar 58
Bréf 28 Veður 59
Forystugrein 30 Staksteinar 59
* * *
RÚMLEGA þrítugur maður var í
gær dæmdur í 18 mánaða fangelsi
fyrir að hjálpa ekki ungri konu
sem veiktist alvarlega og lést af
völdum of stórra skammta af e-
töflum og kókaíni, á dvalarstað
mannsins við Lindargötu í Reykja-
vík í ágúst 2003. Héraðsdómur
Reykjavíkur taldi framferði
mannsins bera vott um skeyting-
arleysi um líf konunnar, sem í
ástandi sínu hefði verið honum að
öllu leyti háð um líf sitt.
Dánarorsök konunnar var ban-
væn kókaín- og e-töflueitrun sem
leiddi til krampakasts og loks til
hjartastopps. Í krufningarskýrslu
Þóru Steffensen réttarmeinafræð-
ings segir að einstaklingar með
margfalt hærri styrk af fíkniefn-
unum í blóðinu hafi lifað slíkt af.
Því væri hugsanlegt að konan hefði
getað lifað eitranirnar af, hefði hún
komist strax á sjúkrahús eftir að
komið var að henni í krampakasti.
Konan lést síðdegis mánudaginn
25. ágúst 2003. Fram kemur í
dómnum að konan neytti fíkniefna
á föstudagskvöld og hélt því áfram
yfir helgina. Aðfaranótt mánudags-
ins kom hún og vinkona hennar í
samkvæmi hjá ákærða á Lindar-
götunni þar sem voru á boðstólum
bæði e-töflur og kókaín. Maðurinn
sagðist ekki hafa veitt fíkniefna-
neyslu gesta sérstaka athygli en
hann hefði þó tekið eftir því að
konan og vinkona hennar hefðu
eitthvað verið að „pukrast“ inni á
salerni. Taldi hann að þær væru að
sprauta sig með fíkniefnum. Um
hádegi á mánudag hefðu flestir
gestirnir verið farnir og síðar um
daginn hefði hann farið úr húsi til
að ná í hass. Þegar hann kom til
baka hefði konan verið í krampa-
kasti og honum þá orðið ljóst að
hún hafði sprautað sig með fíkni-
efnum því sprauta og önnur áhöld
voru á borði í stofunni.
Við yfirheyrslu hjá lögreglu
sagðist maðurinn hafa tekið undir
handarkrika konunnar með hand-
leggnum og þannig gengið með
hana um gólf. Síðan hefði hann
sett hana upp við horn sturtuklef-
ans og látið renna á hana kalt
vatn, en því ráði er gjarnan beitt á
fólk sem tekið hefur of stóran
skammt fíkniefna, og kvaðst hann
hafa óttast að hún væri dáin eða
við það að deyja. Hann hefði síðan
beitt blásturaðferð og svo lagt
hana upp í rúm, þar sem hún hefði
skolfið og froða komið úr báðum
munnvikum. Hann kvaðst hafa
verið í sjokki og ekki athugað að
hringja í Neyðarlínuna.
Faldi fíkniefnin fyrst
Erfitt var að tímasetja dánar-
stund nákvæmlega þar sem konan
var sett í kalda sturtu skömmu
fyrir andlátið. Í niðurstöðu Hér-
aðsdóms Reykjavíkur segir að kon-
an hafi, miðað við framburð vitna,
fyrst fengið krampakast eftir
klukkan 16. Maðurinn hringdi hins
vegar ekki í Neyðarlínuna fyrr en
um 4½ klukkustund síðar. Þá hafði
konan verið látin í a.m.k. þrjár
klukkustundir.
Maðurinn gaf m.a. þær skýring-
ar á að hafa ekki leitað til Neyð-
arlínunnar fyrr að hann hefði verið
í sjokki, verið undir áhrifum fíkni-
efna og áfengis, ekki viljað hringja
vegna fyrri afskipta lögreglu af
honum og óttast að honum yrði
kennt um andlátið. Þegar honum
varð ljóst að konan væri látin,
hefði hann vitað að alltof seint
væri að bregðast við. Fram kemur
í dómnum að áður en hann hringdi
á Neyðarlínuna fjarlægði hann
fíkniefni úr íbúðinni og faldi þau.
Í niðurstöðu héraðsdóms segir
að maðurinn hafi vitað að konan
tók of stóran skammt af fíkniefn-
um og viðbrögð hans í kjölfarið
bæru þess skýr merki að hann
taldi hana í lífshættu. Engu að síð-
ur hefði hann ekki kallað á sjúkra-
lið. Þetta væri brot á þeirri laga-
skyldu að mönnum beri skylda til
að koma fólki í lífsháska til hjálp-
ar. Brot hans væri alvarlegt.
Símon Sigvaldason kvað upp
dóminn. Kolbrún Sævarsdóttir
flutti málið f.h. ríkissaksóknara og
Róbert Árni Hreiðarsson hdl. var
til varnar.
Dæmdur fyrir að hjálpa ekki konu sem tók of stóran skammt fíkniefna
Að öllu leyti háð honum um líf sitt
uðum úr síðustu snjósköflunum við skólann, sem bráðn-
uðu hratt í hlýindunum.
NEMENDUR grunnskólans á Eyrarbakka notuðu há-
degishléið í gær til að fara í snjókast með boltum hnoð-
Hnoðað úr síðustu snjósköflunum
Morgunblaðið/Einar Falur
HILDUR Dungal var skipuð í emb-
ætti forstjóra Útlendingastofnunar
af Birni Bjarnasyni dómsmálaráð-
herra í gær. Hún tekur við af Georg
Kr. Lárussyni, fráfarandi forstjóra
sem tók við starfi forstjóra Land-
helgisgæslunnar fyrir skömmu.
Hildur Dungal er 33 ára lögfræð-
ingur sem unnið hefur hjá Útlend-
ingastofnun frá apríl 2003. Áður var
hún deildarstjóri á þjónustu- og lög-
fræðideild tollheimtusviðs hjá toll-
stjóranum í Reykjavík.
Áður en Hildur var skipuð í emb-
ætti var hún settur forstjóri Útlend-
ingastofnunar. Nýja starfið leggst
vel í hana og segir hún spennandi að
takast á við það. Segir hún verða
haldið áfram á þeirri braut sem
stofnuninni hefur verið mörkuð.
Ákvarðanir oft neikvæðar
„Megináherslan til að byrja með
verður að auka upplýsingagjöf til al-
mennings og þeirra sem leita til okk-
ar,“ segir hún. „Þær ákvarðanir sem
við tökum eru oft neikvæðar fyrir
umsækjendur og það er kannski
auðveldara fyrir þá að sætta sig við
neikvæða niðurstöðu ef þeir vita
hvaða forsendur liggja að baki.“
Hildur segir einnig í skoðun hvort
unnt sé auka rafræna stjórnsýslu
hjá stofnuninni og ennfremur verður
vinna við breytingar á vegabréfum
vegna lífkenna fyrirferðarmikil í
starfsemi stofnunarinnar á þessu
ári.
Undir forstjóra heyra fram-
kvæmdastjóri Útlendingastofnunar,
stjórnsýslu- og leyfasvið, en forstjóri
heyrir undir dómsmálaráðherra.
Hyggst
auka upp-
lýsingagjöf
Morgunblaðið/Þorkell
Hildur Dungal
SÝSLUMAÐURINN á Sauðár-
króki hefur sett lögbann á stofnfjár-
aukningu Sparisjóðs Skagafjarðar í
samræmi við dómsorð Héraðsdóms
Norðurlands vestra.
Að sögn Ástráðs Haraldssonar,
lögmanns hóps stofnfjáreigenda
sem á um 5% hlut í sparisjóðnum,
líta umbjóðendur hans svo á að at-
kvæðavægi á fundi stofnfjáreigenda
í nóvember á síðasta ári hafi verið
ákveðið með ólögmætum hætti og
því séu ákvarðanir fundarins ólög-
mætar, þar á meðal ákvörðun um
stofnfjáraukningu.
Magnús Brandsson, stjórnarfor-
maður Sparisjóðs Skagafjarðar,
segir stjórnendur sparisjóðsins
furðu slegna yfir niðurstöðu Hér-
aðsdóms og hafa ákveðið að áfrýja
niðurstöðunni til Hæstaréttar.
Forsvarsmenn Kaupfélags Skag-
firðinga (KS) ákváðu í nóvember að
selja tæplega 35% stofnfjárhlut í
eigu fyrirtækja KS í Sparisjóðnum,
sem þá hét Sparisjóður Hólahrepps.
Kaupendurnir voru stjórnendur KS,
eiginkonur þeirra ásamt Sparisjóði
Ólafsfjarðar og Sparisjóði Mýra-
sýslu sem keyptu 5% hvor. Var
þannig komið í veg fyrir að eign-
arhlutur KS og tengdra aðila jafn-
gilti aðeins 5% atkvæða á fundi
stofnfjáreigenda, eins og lög um
fjármálafyrirtæki segja til um. Voru
gömlu stofnfjáreigendurnir mjög
ósáttir við framgöngu stjórnenda í
málinu.
Á fundinum var samþykkt að
breyta nafni Sparisjóðs Hólahrepps
í Sparisjóð Skagafjarðar og auka
stofnfé úr 22 milljónum í 88 millj-
ónir. Jafnframt var kosin ný stjórn
þar sem gömlu stofnfjáreigendurnir
náðu einum manni inn í fimm
manna stjórn.
Telja lífsnauðsynlegt að
auka stofnfé sjóðsins
Að mati Magnúsar eru stofnfjár-
eigendurnir með aðgerðum sínum
að eyðileggja fyrir Sparisjóðnum.
Auk þess sem aðgerðirnar hafi
kostað sparisjóðinn stórfé, m.a. í
lögfræðikostnað, sé beinlínis lífs-
nauðsynlegt fyrir Sparisjóðinn að
auka stofnfé sitt.
Héraðsdómur úrskurðar í máli Sparisjóðs Skagafjarðar
Lögbann sett á
stofnfjáraukningu