Morgunblaðið - 29.01.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.01.2005, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþingi Íslendinga kom sam-an að nýju í byrjun vik-unnar eftir sex vikna jóla-leyfi. Skoðanir eru skiptar meðal þingmanna um það hvort þingið verði átakamikið eða tíð- indalaust. Stjórnarandstæðingar bú- ast frekar við því að tekist verði á um einstök mál, s.s. Íraksmál og kjara- mál á Kárahnjúkasvæðinu, en stjórnarliðar eru á því að þingið verði fremur rólegt og tíðindalítið. Hvað verður, á tíminn að sjálf- sögðu einn eftir að leiða í ljós. Eitt eru þó nokkuð víst: komandi for- mannsslagur í Samfylkingunni á eft- ir að setja svip sinn á vorþingið með einum eða öðrum hætti. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, minnti alltént vel á sig, á þingi í vikunni. Hann hóf máls á Íraksmálinu í fyrirspurn- artíma á fyrsta degi þingsins, hann tók það mál aftur upp undir dag- skrárliðnum: athugasemdir um störf þingsins á öðrum degi og á fjórða degi var hann málshefjandi utan- dagskrárumræðu um félagsleg und- irboð á vinnumarkaði. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra var til andsvara í utan- dagskrárumræðunni. Í upphafi svars síns sagði hann: „Ég ætla ekki að endurtaka ræðu mína frá því í október sl. þegar háttvirtur þing- maður Steingrímur J. Sigfússon beindi til mín fyrirspurn um sama efni.“ Má af þessum orðum hans ráða að hann telji að Össur hafi farið í utandagskrárumræðu til þess eins að vekja athygli á sér og sínum mál- stað vegna formannsslagsins. Fyr- irspurninni hafi þegar verið svarað á haustþingi.    En áfram af Össuri. Hann opn-aði nefnilega heimasíðu áNetinu í vikunni. Þar brydd- ar hann upp á þeirri nýjung að birta ekki bara texta heldur einnig hljóð. Þar er m.ö.o. bæði hægt að lesa sjón- armið hans og hlusta á sjónarmið hans. Á heimasíðuna skrifar hann m.a. að hann hefði algjörlega verið óviðbúinn því að kosningabaráttan innan Samfylkingarinnar færi af stað núna. „Hafði sjálfur, eins og var reyndar rætt í þingflokknum á dög- unum, ekki gert ráð fyrir að Sam- fylkingin hleypti málinu af stað fyrr en eftir flokksstjórnarfund Fram- sóknarflokksins síðla febrúar. En það fór á annan veg. Umræðan hófst í loftköstum. Í stað þess að okkur bæri gæfa til að láta Framsókn hafa hitann í haldinu eru okkar mál a.m.k. þessa dagana komin í miðpunkt.“    Össur er ekki eini þingmað-urinn sem heldur úti heima-síðu. Það gera 25 aðrir þing- menn, ef marka má vefsíðu Alþingis, althingi.is. Þingmenn eru þó mis- jafnlega iðnir við að skrifa inn á net- síðurnar sínar. Þegar þær eru skoð- aðar kemur í ljós að elstu forsíðurnar eru heimasíður Rann- veigar Guðmundsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og Lúðvíks Bergvinssonar, samflokksmanns hennar. Á forsíðu Rannveigar er nýjasta færslan frá 6. desember 2002 og á forsíðu Lúðvíks er grein frá 24. októ- ber 2002. Stærsti hluti þing- mannahópsins sem heldur úti heima- síðu á Netinu, skrifar þó reglulega inn á síðuna. Einstaka þingmenn hafa þó ekki sett inn nýjar greinar frá kosningavorinu 2003.    En aftur að þingvikunni. Húnvar að mörgu leyti fremurhefðbundin. Ráðherrar og þingmenn mæltu fyrir einstökum þingmálum og stjórnarandstæð- ingar báru fram fyrirspurnir til ráð- herra. Á mánudag báru þeir fram óundirbúnar fyrirspurnir, en í slík- um fyrirspurnartímum vita ráðherr- arnir ekki fyrirfram, hvernig spurn- ingarnar verða. Eru þessir fyrirspurnartímar ætlaðir sem vett- vangur fyrir almennar pólitískar umræður milli þingmanna og ráð- herra. Á miðvikudag báru stjórnarand- stæðingar síðan fram undirbúnar fyrirspurnir, en þá hafa ráðherrarn- ir fengið spurningarnar fyrirfram og hafa því tækifæri til að koma með undirbúin svör. Þessir fyrirspurn- artímar eru ætlaðir til umræðna um tæknilegri atriði, sem snýr að við- komandi málaflokki, t.d. um tölur, fjölda og fleira í þeim dúr. En að lokum: dagskrá þingfundar riðlaðist nokkuð á fimmtudag vegna veikinda og utanlandsferða þing- manna og ráðherra. Samkvæmt upp- lýsingum frá skrifstofu Alþingis voru allt að 20 þingmenn skráðir á fjarvistarskrá þegar mest var. Er langt síðan svo margir þingmenn voru fjarverandi í einu.      Af netsíðum þingmanna og fleiru … EFTIR ÖRNU SCHRAM ÞINGFRÉTTAMANN arna@mbl.is JÓHANNA Sigurðardóttir og fimm aðrir þingmenn Sam- fylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um að hætt verði að taka mið af brunabótamati þegar mats- verð fasteigna sé ákveðið. Þess í stað verði miðað við kaupverð eignar „þó þannig að hámark lánveitinga miðist við núverandi hámörk sem ákveðin voru með reglugerð nr. 959/2004, en samkvæmt 3. gr. hennar er hámarkslán Íbúðalánasjóðs vegna kaupa á notaðri íbúð jafnt sem nýrri 14,9 milljónir kr.“, segir í greinargerð frumvarpsins. Í greinargerðinni segir að til viðbótar við hækkanir á fasteignaverði á umliðnum ár- um hafi brunabótamat breyst í kjölfar lagabreytingar sem gerð var árið 1999. Dæmi væru um að brunabótamat fasteigna hefði lækkað um allt að 50%. Í lok greinargerð- arinnar segir að stjórnvöld verði að viðurkenna að ekki sé lengur hægt að miða lánveit- ingar við brunabótamat. „Með þessu er lagt til að miða lán- veitingar Íbúðalánasjóðs við kaupverð eigna, en að þak á hámarki lánveitinga tryggi að ekki verði lánað meira en há- markið er hverju sinni. Þessi leið er ekki aðeins eðlileg og réttlát gagnvart lántakendum heldur tryggir hún möguleika og samkeppnishæfni Íbúða- lánasjóðs á fasteignamarkaði.“ Lán taki mið af kaupverði eignar ÞINGMENN Samfylking- arinnar, með Helga Hjörvar í broddi fylkingar, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp um að eftirfarandi setningu verði bætt við 21. gr. stjórnarskrárinnar: „Samþykki Alþingis þarf að liggja fyrir áður en heitið er þátttöku eða stuðningi Íslands í stríði gegn öðru ríki.“ Í greinargerð segir m.a. að ákvörðun um stríð eða stuðning ríkis við stríð geti haft veruleg áhrif á stöðu þess „og því eðli- legt að vald til að taka slíka ákvörðun verði skipt þannig að samþykki Alþingis þurfi að liggja fyrir áður en loforð um stuðning Íslands er veitt af ráð- herra.“ Samþykki Alþingis þurfi fyrir stuðningi við stríð Þ ingmenn eru jákvæðir fyrir því að fara yf- ir og endurskoða ákvæði um stimpil- gjöld af lánveitingum. Vilja sumir af- nema þau og aðrir lækka, en jafnframt er bent á að um miklvægan tekjustofn fyrir ríkissjóð er að ræða. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylking- arinnar, segir að stimpilgjöld séu mjög óréttlátur og ósanngjarn skattur, bæði gagnvart atvinnulífinu og einstaklingum. Hún segir að þingmenn Samfylking- arinnar hafi flutt frumvarp á Alþingi um að gjöldin verði afnumin. Það hafi hins vegar ekki hlotið hljóm- grunn á þingi. Hún vonast þó til þess að slíkt frum- varp nái fram að ganga í ljósi þess að ríkissjóður sé að hagnast gríðarlega af skuldugum heimilum sem eru að endurfjármagna lán sín til að létta greiðslu- byrðina. Í skriflegu svari Geirs H. Haarde fjármálaráð- herra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, um stimpilgjöld, kemur fram að heildartekjur ríkissjóðs af stimpil- gjöldum hafi aukist um 2,7 milljarða króna á síðar ári. Þá námu gjöldin alls 6,4 milljörðum krónum en voru 3,7 milljarðar árið 2003. Geir svaraði spurningu um afnám stimpilgjalda á Alþingi sl. haust og sagði: „Ég er opinn fyrir því að endurskoða gjaldkerfi á stimpilgjöldum en ég vil ekki gefa út óábyrg fyrirheit um einhverja lækkun tiltekinna þátta.“ Hann benti einnig á að ef stimp- ilgjöld og þinglýsingargjöld séu lögð saman séu gjöldin lægri hér á landi en annars staðar. Pétur H. Blöndal, formaður efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðis- flokks, segir að stimpilgjöld séu úreltur skattur. Það sé þó ekki á dagskrá ríkisstjórnarflokkanna að af- nema þau á þessu kjörtímabili; aðrar skattabreyt- ingar njóti forgangs, ekki sé hægt að gera allt í einu. Hagnist af neyð fólks Jóhanna segir að stimpilgjöldin séu t.d. ósann- gjörn gagnvart smærri fyrirtækjum sem eigi erf- iðara með að leita eftir lánafyrirgreiðslum erlendis. Gjöldin séu einnig ósanngjörn gagnvart einstakling- um sem séu að skuldbreyta lánum. Hún segir ekki óalgengt að einstaklingar sem séu að skuldbreyta lánum þurfi að greiða um tvö til þrjú hundruð þúsund krónur í stimpilgjöld. Hún segir einnig að þegar fólk skuldbreyti lánum þurfi það í raun að borga stimp- ilgjald aftur af sama láninu. „Ríkið er því að tvöfalda stimpilgjaldstekjur sínar af þessum okurskatti,“ seg- ir hún. „Með gjaldinu er ríkisvaldið því að éta upp hluta af ávinningnum af hagstæðari lánskjörum því það getur tekið lántakendur þrjú til fimm ár að greiða niður kostnað vegna stimpilgjaldanna.“ Jóhanna tekur fram að bankarnir hafi komið til móts við einstaklingana með því að lækka lántöku- gjald. Ríkisvaldið hafi á hinn bóginn ekkert gert. Það hrifsi til sín milljarða vegna stimpilgjaldanna. „Það er ekki eðlilegt að ríkisvaldið hagnist af neyð fólks sem er að skuldbreyta erfiðum lánum.“ Spurning um forgangsröðun Pétur H. Blöndal kveðst lengi hafa verið þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi stimpilgjöldin. „Það er bara spurning í hvaða röð menn gera hlutina. Það er ekki hægt að gera allt í einu.“ Hann segir stimpilgjöld mjög íþyngjandi fyrir at- vinnulífið. Þau skekki til dæmis samkeppnisstöðu ís- lenskra banka gagnvart erlendum bönkum því er- lendir bankar séu að lána innlendum fyrirtækjum án stimpilgjalda. „Þau eru einnig félagslega óréttlát því fólk sem lendir í einhverjum fjárhagsvandræðum þarf að borga stimpilgjöld ofan á öll hin vandræðin.“ Hann ítrekar þó að það sé ekki á dagskrá að afnema stimpilgjöldin á þessu kjörtímabili, enda sé nýbúið að gera aðrar skattabreytingar, s.s. að fella niður eign- arskatt og lækka tekjuskatt og erfðafjárskatt. Tímabundinn toppur Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, sagði um stimpilgjöldin að það væri alveg ljóst að þarna væri á ferðinni gjaldtaka sem væri mörgum erfiður biti að kyngja og um geti verið að ræða ósanngjarna skattheimta. „Hins vegar er jafnframt á það að líta að þetta er mikilvægur tekjustofn fyrir ríkið og við þurfum að hafa heildarhagsmuni í huga þegar við ráðumst í breytingar. Í því sambandi megum við ekki gleyma að það er mjög líklegt að þessi aukning stimpilgjalda sé tímabundinn toppur vegna þess hve margir hafa ráðist í endurskipulagningu á sínum fjármálum og vandinn er sá að það ósanngjarna í kerfinu hefur hugsanlega þegar átt sér stað,“ sagði Ögmundur. Hann sagði að kanski þyrfti að taka á þeim vanda núna, en síðan kynni annað að vera upp á teningnum þegar til langs tíma væri litið. „Hvað sem þessu líður finnst mér mikilvægt að menn setjist yfir málið og að mínum dómi væri mjög æskilegt að efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis gerði það hið allra fyrsta,“ sagði Ögmundur. Mikilvægur tekjustofn Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks- ins, sagði að það væri alveg ljóst að stimpilgjöldin væru mikilvægur tekjustofn fyrir ríkissjóð. Fram hjá því yrði ekki litið, en hins vegar væri alveg á mörkunum að þessi skattur ætti rétt á sér og það væri auðvitað mjög jákvætt skref ef stjórnarflokk- arnir myndu ákveða að endurskoða þetta gjald, því fólki munaði svo sannarlega um þetta þegar það væri til dæmis að kaupa sér húsnæði og slíkt „Auðvitað er aukningin núna afleiðing þess að það eru margir að endurfjármagna og kaupa húsnæði, en ég held að við getum ekki litið framhjá því að þetta er stór tekjustofn fyrir ríkið og við verðum þá aðeins að hugsa það líka til enda, hvar við getum fengið þessa peninga annars staða eða hvernig hægt er að færa á milli,“ sagði Dagný. Hún sagðist vera nokkuð bjartsýn á að stjórnar- flokkarnir gætu mögulega komið sér saman um end- urskoðun í þessum efnum, hvort sem skatturinn yrði þá lækkaður eða felldur út, það yrði bara að koma í ljós í samræmi við það svigrúm sem væri fyrir hendi. „Ég held það væri bara hið besta mál ef stjórn- arflokkarnir kæmust að samkomulagi um að skoða þetta gjald,“ sagði Dagný. Eiga að lækka verulega í áföngum Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagðist telja að stimpilgjöld ættu að lækka verulega í áföngum. Eftir því sem hann best vissi væru þau mikið lægri í löndunum í kringum okkur. Guðjón Arnar sagði að til viðbótar því að lækka stmpilgjöldin verulega teldi hann að þegar fólk væri að endurfjármagna og skuldbreyta lánum til að fá lægri vexti og minni fjármagnskostnað ætti það ekki að greiða stimpilgjöld aftur. Það væri búið að greiða stimpilgjöld af upphæðinni að megninu til. „Þegar fólk er taka lán að nýju á húsnæði sitt og megnið er bara endurskipulagning lána þá á það ekki að þurfa að borga stimpilgjald á nýjan leik,“ sagði Guðjón. Hann sagði að fólk ætti bara að borga stmpilgjöld af þeirri lánsupphæð sem bættist við ef um það væri að ræða og þá stimpilgjald sem væri í samræmi við það sem gerðist í nágrannalöndunum, þannig að stimpilgjaldið væri að lækka verulega. „Mér finnst það eiginlega út úr öllu korti að menn séu borga stimpilgjald kanski tvisvar af sömu lánsfjárhæðinni. Venjulega eru menn nú ekki að endurskipuleggja lángtímaskuldir sínar nema kanski einu sinni, tvisvar á starfsævinni,“ sagði Guðjón. Hann benti á að það væri fráleitt að setja slíkar hindranir á að fólk endurskiplegði fjármál sín til að bæta stöðu sína og sinna fjölskyldna. Þingmenn stjórnmála- flokka á Alþingi Opnir fyrir endurskoð- un stimp- ilgjalda Morgunblaðið/Jim Smart Þingmenn fylgjast með umræðum á Alþingi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.