Morgunblaðið - 29.01.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 29.01.2005, Síða 11
UTANRÍKISMÁLANEFND Al- þingis ákvað á fundi sínum í gær að hætta að dreifa fundargerðum nefndarinnar til þeirra 32 einstak- linga sem hingað til hafa fengið fundargerðirnar sendar. Þess í stað verða þær einungis aðgengilegar til aflestrar á fundum nefndarinnar og hjá ritara hennar milli funda, auk þess sem þær verða sendar ráðu- neytisstjóra utanríkisráðuneytisins. Þessi ákvörðun kemur fram í bókun nefndarinnar frá því í gær en allir átta nefndarmenn sem mættu á fundinn stóðu að bókuninni. Samþykkti með fyrirvara Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, samþykkti þó bók- unina með fyrirvara. Kveðst hann í samtali við Morgunblaðið gera fyr- irvara við reglurnar um meðferð fundargagnanna. „Ég var ekki tilbúinn til að ganga frá því og ákveða strax hvernig endanlegar reglur ættu að vera um meðferð fundargerða.“ Fundurinn í gær var haldinn vegna fréttar sem birtist í Frétta- blaðinu hinn 21. janúar sl., þar sem fjallað var um fundi utanríkismála- nefndar hinn 19. febrúar og 21. mars 2003. Sólveig Pétursdóttir, formaður nefndarinnar, segist ekki vilja tjá sig um sjálfa fréttina. Hún segir fundinn í gær hafa verið lang- an. „Þetta var langur fundur. Það urðu miklar umræður í nefndinni og menn voru sammála um það að þetta væri mjög alvarlegt mál þessi meinti trúnaðarbrestur,“ segir hún og vísar til upplýsinga í fyrr- greindri frétt Fréttablaðsins.Um fréttina segir í bókun nefndarinnar. „[…] Í umfjöllun blaðsins er látið í veðri vaka að blaðamaður hafi haft vitneskju um orðaskipti milli manna á lokuðum fundi. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem upp hafa komið tilvik sem varða meðferð trúnaðarupplýsinga. Því er ástæða fyrir utanríkismálanefnd að taka þessi mál mjög föstum tökum.“ Tekið er fram í bókuninni að skv. þingsköpum Alþingis og áratuga- langri venju um þagnarskyldu nefndarmanna sé allt það sem fram fari á fundum nefndarinnar trún- aðarmál nema annað sé tekið fram. „Engin undantekning hefur verið gerð um meðferð þessa máls. Hið sama gildir um fundargerðir nefnd- arinnar sem jafnframt eru merktar sem trúnaðarmál og dreift til tiltek- ins hóps manna, sem er 32 einstak- lingar. Þagnarskyldan gildir um alla sem fá trúnaðargögn afhent og felst m.a. í því að þeir mega ekki miðla upplýsingum til annarra, hvorki þingmanna né óviðkomandi aðila.“ Síðan segir í bókuninni að nefnd- in átelji harðlega þann trúnaðar- brest sem átt hafi sér stað „með því að trúnaðarupplýsingar virðast hafa komist í hendur óviðkomandi aðila,“ að því er segir í bókuninni. „Nefnd- in beinir því til formanna þing- flokka á Alþingi að þeir taki málið upp á fundi með þingmönnum sín- um og brýni fyrir þeim þau laga- ákvæði sem um meðferð trúnaðar- gagna gilda og nauðsyn þess að virða trúnað. Að gefnu tilefni bendir utanríkismálanefnd á að brot af þessu tagi getur varðað refsingu samkvæmt almennum hegningar- lögum.“ Utanríkismálanefnd minnir á að brot á reglum um trúnað varði refsingum Hættir að dreifa fundar- gerðum til 32 einstaklinga Morgunblaðið/ÞÖK Einar K. Guðfinnsson, Jónína Bjartmarz, Siv Friðleifsdóttir og Sólveig Pétursdóttir á fundinum í gær. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 11 FRÉTTIR ÁGREININGUR er uppi um það hvort aðal- fundur Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi, sem haldinn var í fyrrakvöld, sé lög- legur eða ekki. Una María Óskarsdóttir, vara- formaður Freyju og formaður Lands- sambands framsóknarkvenna, náði ekki kjöri í stjórn félagsins. Hún náði hins vegar inn í varastjórn eftir að Hansína Ásta Björgvins- dóttir, bæjarstjóri í Kópavogi, dró sig úr vara- stjórninni. Á fundinum var einnig kosið um formann félagsins, en María Marta Ein- arsdóttir var endurkjörin, eftir að Sigurbjörg Vilmundardóttir dró framboð sitt til baka á síðustu stundu. Ágreiningurinn snýst nánar tiltekið um það hvort 43 konur hafi verið réttilega skráðar í fé- lagið þegar aðalfundurinn fór fram. Deilan var tekin upp á fundi framkvæmdastjórnar Fram- sóknarflokksins í hádeginu í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var þar lagt fram erindi, af hálfu Maríu Mörtu, þar sem efa- semdir koma fram um lögmæti aðalfundarins. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri flokksins, sagði að ákveðið hefði verið að vísa ágreiningnum til laganefndar flokksins. „Laganefndin mun setjast yfir þetta og kalla eftir greinargerðum,“ segir Sigurður. „Ég geri ráð fyrir því að menn vilji fá úrskurð í málinu frekar fljótt,“ segir hann spurður um hvenær niðurstöður nefndarinnar gætu legið fyrir. Siv skrifaði um fundinn Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsókn- arflokksins, lýsir fundinum á eftirfarandi hátt á vefsíðu sinni siv.is: „Hann var merkilegur fyrir þær sakir að í upphafi fundar var borin fram tillaga um 43 konur til skráningar í félag- ið sem Aðalheiður Sigursveinsdóttir, kona Páls Magnússonar aðstoðarmanns iðnaðarráð- herra, hafði komið með á lista á flokks- skrifstofuna um miðjan dag í dag, sama dag og aðalfundur er haldinn. Framkvæmdastjóra flokksins mistókst að koma þessum nýskrán- ingum til vitundar sitjandi stjórnar. Á fundinn mættu m.a. Aðalheiður Sig- ursveinsdóttir og Edda Björg Hákonardóttir konur bræðranna Páls og Árna Magnússona, en Aðalheiður var með skráningarnar sem komu flatt upp á sitjandi stjórn á fundinum.“ Síðan skrifar Siv að lögmæti fundarins hafi verið dregið í efa, en þrátt fyrir það hafi stjórnarkjör farið fram. Ein af konunum 43 sem komu á aðalfundinn, Sigurbjörg Vilmundardóttir, lýsti því yfir á fundinum að hún hygðist bjóða sig fram gegn Maríu Mörtu, skv. upplýsingum Morgunblaðs- ins. Eftir nokkrar umræður ákvað hún hins vegar að draga framboð sitt til baka. Þess í stað bauð hún sig fram í stjórn. Hún náði kjöri. Auk hennar komu nýjar inn í stjórnina þær Aðalheiður Sigursveinsdóttir og Björg Jóns- dóttir. Una María og Sigurbjörg Björgvins- dóttir voru felldar úr stjórninni. Þá var Birna Árnadóttir felld úr varastjórninni, en Laufey Bjarnadóttir, kom ný inn í þá stjórn. Vildu styðja Sigurbjörgu Aðalheiður Sigursveinsdóttir vísar því á bug í samtali við Morgunblaðið að markmið kvennanna 43 hafi verið að gera hallarbylt- ingu, eins og sumir héldu fram. „Það hefur verið rætt um hallarbyltingu en það er langt í frá.“ Hún segir að konurnar hafi ákveðið að ganga í félagið til að styðja við framboð Sig- urbjargar. „Við vorum saman í því stuðnings- menn Sigurbjargar að fá þennan hóp saman,“ útskýrir hún og segir að listi með nöfnunum 43 hafi síðan verið sendur til skrifstofu Fram- sóknarflokksins, sama dag og aðalfundinn átti að halda. Í yfirlýsingu sem Aðalheiður, Sigurbjörg og Björg sendu fjölmiðlum í gær segir að kon- urnar hafi verið skráðar í félagið af starfs- manni á skrifstofu Framsóknarflokksins enda segi í lögum flokksins að allar inntökur og úr- tökubeiðnir skuli tilkynna til skrifstofu flokks- ins. Í yfirlýsingunni segir síðan um aðalfundinn: „Var óskað eftir því af einum fundarmanna að gengið væri úr skugga um að fundarmenn væru í raun þær konur sem skráðar voru í fé- lagið. Las formaður félagsins upp nöfn þeirra og bauð síðan velkomnar í félagið.“ Aðalheiður vísar því á bug að þær hafi ekki verið réttilega skráðar í félagið. Aðalheiður segir að í umræddum hópi kvenna séu ungar konur sem séu tilbúnar að starfa fyrir félagið. „Það er ótrúlegt, í miðri jafnréttisbaráttunni, að halda því fram að við séum ekkert annað en handbendi eiginmanna okkar eða sambýlismanna,“ segir hún og vísar til vefsíðu Sivjar. „Ég hef starfað mikið í fé- lagsmálum og tel mig hafa fullt erindi í þessa stjórn. Því ber að fagna þegar nýir ein- staklingar koma inn og eru tilbúnir að berjast fyrir félagið.“ Siv segir fólki misboðið Síðdegis í gær hafði Siv bætt við eftirfarandi orðum á vefsíðu sína: „Í dag [föstudag] hefur síminn ekki stoppað þar sem afar reitt flokks- fólk hefur reynt að ná sambandi í kjölfar at- burðanna sem áttu sér stað á fundi Freyju, fé- lags framsóknarkvenna í Kópavogi, í gær. Misbýður fólki að trekk í trekk skuli stofnað til ófriðar í flokknum okkar.“ Una María Óskarsdóttir og María Marta Einarsdóttir vildu ekki tjá sig um þessi mál, þegar Morgunblaðið leitaði eftir því í gær. Ágreiningur um lögmæti aðalfundar Freyju, félags framsóknarkvenna í Kópavogi Vísað á bug að tilraun hafi verið gerð til hallarbyltingar í félaginu Siv Friðleifsdóttir Una María Óskarsdóttir Aðalheiður Sigursveinsdóttir Síminn hefur ekki stoppað, skrifar Siv Friðleifsdóttir 22,2% forstöðu- manna eru konur AF 234 forstöðumönnum opin- berra stofnana eru 52 konur, eða 22,2%. Engin kona stýrir stofnun á vegum tveggja ráðuneyta; utanrík- isráðuneytis og landbúnaðarráðu- neytis. Auk þess er engin kona forstöðumaður stofnana sem falla undir æðstu stjórn ríkisins, en það eru Hæstiréttur, umboðsmaður Al- þingis, Ríkisendurskoðun og Seðlabankinn. Þetta kemur fram í samantekt á vef fjármálaráðuneyt- isins. Á lista yfir forstöðumenn sem tekinn var saman fyrir einu ári voru 49 konur af 240 forstöðu- mönnum. Konum í forstöðumanns- stöðu hefur því fjölgað örlítið. Þess ber þó að geta að ein kona er starfandi forstöðumaður en munu láta af störfum um næstu mán- aðamót. Af einstökum ráðuneytum er hlutfall kvenna hæst í forsætis- ráðuneytinu en þar eru 4 af 6 for- stöðumönnum konur. Í fimm ráðu- neytum er aðeins ein kona forstöðumaður; sjávarútvegsráðu- neyti, fjármálaráðuneyti, sam- gönguráðuneyti, iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti og umhverfis- ráðuneyti. Af 12 ráðuneyt- isstjórum eru tvær konur og hefur þeim fjölgað um eina á árinu. Fimm af 25 sýslumönnum eru kon- ur. Af 25 framhaldsskólum eru sex stýrt af konum. Aðeins einn skatt- stjóri á landinu er kona en þrír af átta dómsstjórum á landinu eru konur.  Meira á mbl.is/itarefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.