Morgunblaðið - 29.01.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 23
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
Grýtubakkahreppur | Félagar úr
björgunarsveitinni Ægi og bænd-
ur í Grýtubakkahreppi fóru á
trillu og gúmmíbát sjóleiðina í
Keflavík í Fjörðum í vikunni og
sóttu þangað fjórar kindur og
tvær til viðbótar austan í Blæju-
dal. Þær voru þar í sjálfheldu í
helli niðri í fjöru.
Þetta er orðið gott í bili
Þórarinn Pétursson, bóndi í
Laufási, sagði það vera ótrúlegt
að finna kindur á þessum stað.
Þetta var ekki fyrsta ferð
bændanna en á dögunum fundu
þeir átta kindur í Þorgeirsfirði
og þegar þeir fóru til leitar á
sunnudag fundu þeir tvö lömb á
Leirdalsheiði.
Þórarinn sagðist ekki vita til
að fleiri kindur væru á þessu
svæði. „Þetta er orðið gott í bili,“
sagði Þórarinn. Eftirlegukindur Bændur og Ægisfélagar fóru sjóleiðina í Fjörður og sóttu þangað kindur.
Kindur
í sjálfheldu
í helli
Á SÍÐASTA ári fóru 175.224 farþegar um
Akureyrarflugvöll og þar af voru farþegar
í millilandaflugi 2.600 talsins, samkvæmt
upplýsingum Önnu D. Halldórsdóttur,
deildarstjóra hjá Flugmálastjórn. Árið
2003 fóru 172.002 farþegar um völlinn og
þar af 9.129 farþegar í millilandaflugi. Það
ár hélt Grænlandsflug uppi áætlunarflugi
milli Akureyrar og Kaupmannahafnar
hluta úr árinu og nýttu 6.640 farþegar sér
það flug. Árið 1999 var metár í farþega-
fjölda um Akureyrarflugvöll en það ár
fóru 194.404 farþegar um völlinn.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu í
vikunni hafa staðið yfir viðræður við for-
svarsmenn flugfélagsins Iceland Express,
um möguleika á beinu flugi frá Akureyri
til Evrópu og er niðurstöðu að vænta í
næsta mánuði. Það er þó talin grundvall-
arforsenda fyrir því að beint millilandaflug
geti náð sér á strik að ráðist verði í leng-
ingu flugbrautarinnar á Akureyri. Slík
framkvæmd er þó ekki á samgönguáætlun
en unnið er að því að koma málinu á dag-
skrá.
Flugöryggissvið Flugmálastjórnar hefur
gefið út starfsleyfi fyrir þá fjóra milli-
landaflugvelli sem eru á Íslandi og er Ak-
ureyrarflugvöllur einn þeirra. Hinir eru
Keflavíkurflugvöllur, Reykjavíkurflugvöll-
ur og Egilsstaðaflugvöllur. Í lok síðasta
árs kom til framkvæmda ný reglugerð um
flugvelli þar sem kveðið er á um eftirlit
flugöryggissviðs með flugvöllum landsins
og að starfsemi þeirra verði vottuð með
útgáfu starfsleyfis. Um síðustu áramót
voru fyrstu flugvallarskírteinin og starfs-
leyfin gefin út á grundvelli úttekta og eft-
irlits sem flugöryggissvið framkvæmir.
Rúmlega 175.000 farþegar fóru um Akureyrarflugvöll á síðasta ári
Farþegum í millilandaflugi
fækkaði umtalsvert milli ára
MENNINGARMÁLANEFND hefur samþykkt til-
lögur vinnuhóps um flugsafnið á Akureyri og að haf-
ist verði handa við að fá viðurkenningu á safninu
sem Flugsafni Íslands, sem annist skráningu og
söfnun flugminja fyrir landið allt. Nefndin leggur til
að bæjaryfirvöld bíði með frekari ákvarðanir um
framlag til stækkunar safnsins þangað til þessi við-
urkenning liggur fyrir. Það er niðurstaða vinnu-
hópsins að uppbygging flugsafns á Akureyri byggi á
skýrri stefnu og að vandlega hafi verið valdir þeir
munir sem safnið hefur sett sér að komast yfir og
varðveita. Sú söfnunaráætlun kalli jafnframt á að
húsnæði safnsins stækki.
Vinnuhópurinn er sammála um að það sé rétt
stefna að byggja safnið upp sem flugsafn Íslands og
að mörg rök hnigi að því að rétt sé að staðsetja slíkt
safn á Akureyri sem oft er kölluð „vagga flugs á Ís-
landi“. Auk þess hafi safnið forskot á aðra sem feng-
ist hafa við að safna flugminjum og sjálfsagt að nýta
það safninu til framdráttar. Um leið er mikilvægt að
gott samstarf náist við alla þá aðila sem áhuga hafa
á varðveislu flugminja eins og raunar er tekið fram í
söfnunarstefnu flugsafnsins.
Það þýðir jafnframt að eðlilegt hlýtur að teljast
að ríkið verði megin bakhjarl safnsins og að gerður
verði samningur milli safnsins og mennta-
málaráðuneytisins (og hugsanlega samgöngu-
ráðuneytis) um rekstur og skráningu flugminja og
flugsögu Íslands.
Hópurinn leggur til að óskað verði eftir því við
menntamálaráðuneytið að tekin verði yfirlýst
ákvörðun um að flugsafnið á Akureyri verði form-
lega Flugsafn Íslands. Réttast væri að slíkt sam-
komulag næðist áður en næstu skref verða stigin –
það myndi skýra hlutverk þeirra sem að stuðningi
við safnið koma.
Hópurinn hefur rætt um að rétt væri að láta
vinna viðskiptaáætlun eða heildaráætlun um upp-
byggingu safnsins og ljóst að slík vinna getur kost-
að á bilinu 300–500 þúsund krónur. Verði þetta
niðurstaðan er ljóst að Akureyrarbær yrði aldrei
meginbakhjarl safnsins enda liggur meginskylda
hjá ríkisvaldinu þegar kemur að því að skrá flug-
söguna. Á hinn bóginn getur verið skynsamlegt
fyrir Akureyrarbæ að styðja við uppbygginguna í
því skyni að flýta henni. Ljóst er að forgangsraða
þarf framkvæmdum í safnamálum á Akureyri og í
Eyjafirði og það getur breytt miklu um hvar í röð-
inni framkvæmdir við flugsafnið lenda ef áð-
urnefnt samkomulag við ráðuneytið næst.
Vinnuhópur um
Flugsafnið á Akureyri
Safnið fái viður-
kenningu sem
Flugsafn Íslands
Össur og Ingibjörg | Samfylking-
ardagur verður haldinn á Akureyri í
dag, laugardaginn 29. janúar.
Stjórn kjördæmisráðs flokksins í
norðausturkjördæmi fundar þá með
stjórnum Samfylkingarfélaga,
stjórnum 60+ í kjördæminu, unglið-
um, sveitarstjórnarmönnum og öðr-
um trúnaðarmönnum flokksins.
Almennur stjórnmálafundur verð-
ur svo á Hótel KEA frá kl. 15.30 til
18. Frummælendur eru Össur
Skarphéðinsson, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, Kristján L. Möller,
Einar Már Sigurðarson og Lára
Stefánsdóttir.
Fundurinn er öllum opinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skútusiglingar | Siglingaklúbb-
urinn Nökkvi efnir til fundar í dag,
laugardaginn 29. janúar, á Stássinu,
húnæði Greifans frá kl. 15 til 18. Flutt
verða þrjú erindi um skútusiglingar.
Haraldur Rögnvaldsson á Dalvík seg-
ir frá siglingum við Grænland og sýn-
ir myndir, Kristinn Einarsson segir
frá skútusiglingum í Miðjarðarhafi og
upplýsir fundarmenn um hvernig sé
að eiga skútu þar um slóðir og Úlfur
Hróbjartsson, ritari Siglinga-
sambandsins, fjallar um skútusigl-
ingar í Indlandshafi. Þá verða kynnt
námskeið sem klúbburinn heldur fyr-
ir fullorðna næsta sumar.