Morgunblaðið - 29.01.2005, Page 24
24 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
OPNUÐ verður í dag kl. 15 í Lista-
safni Íslands sýningin Íslensk mynd-
list 1930–1945. Ólafur Kvaran, for-
stöðumaður Listasafns Íslands, segir
að á fjórða áratugnum megi greina
glögg skil milli tveggja ólíkra við-
horfa í íslenskri myndlist. Annars
vegar er það landslagsmálverkið,
sem þá lifir mikið blómaskeið með þá
Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson og
Jóhannes Kjarval, og hins vegar sú
kynslóð ungra málara, m.a. Gunn-
laugur Scheving, Jón Engilberts,
Snorri Arinbjarnar, Þorvaldur
Skúlason og Jóhann Briem, sem kom
fram eftir 1930.
Ný myndefni
„Í verkum þessara ungu lista-
manna komu fram róttæk viðhorf,
jafnt í vali á myndefni og túlkun. Ný
myndefni eins og maðurinn við vinnu
sína, götumyndir og nánasta um-
hverfi listamannsins verða meginvið-
fangsefnin. Formgerð í verkum þess-
ara listamanna er um margt
frábrugðin innbyrðis og áherslur eru
ólíkar. Samt sem áður er hægt að
lýsa skilningi þeirra sem expressjón-
ískum í almennri merkingu hvað
varðar viðleitni til huglægrar túlk-
unar sem felst m. a. í einföldun og
samþjöppun myndefnisins. Jón Eng-
ilberts, Snorri og Þorvaldur eiga það
sameiginlegt að hafa notið kennslu
norska málarans Axels Revolds. Hjá
honum kynntust þeir hinum norska
expressjónisma sem annars vegar
átti rætur að rekja til tilfinningalegs
expressjónisma Edvards Munch og
hins vegar hins formræna og mun-
úðarfulla franska expressjónisma.
Sem dæmi um þá fótfestu er express-
jónisminn náði í Noregi má nefna að
á alþjóðlegu listasýningunni í Köln
1912, sem var fyrsta stóra yfirlits-
sýningin á expressjónisma í evr-
ópskri myndlist, voru norskir mynd-
listarmenn einir þátttakenda frá
Norðurlöndum. Jóhann Briem komst
aftur á móti í kynni við hinn þýska
expressjónisma á námsárunum í
Þýskalandi. Það má segja að á fjórða
áratugnum hafi íslenskir listamenn
farið að skoða sitt nánasta umhverfi
og gæða það andlegu inntaki eftir að
fjöllin blá í fjarska höfðu verið áber-
andi viðfangsefni frumherjanna í
þrjá áratugi,“ segir Ólafur.
Stór hópur listamanna
Á sýningunni eru m.a. verk lista-
manna: Ásgeir Bjarnþórsson, Ás-
grímur Jónsson, Ásmundur Sveins-
son, Brynjólfur Þórðarson, Eggert
Guðmundsson, Eggert Laxdal, Finn-
ur Jónsson, Guðmundur Einarsson,
Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur Ó.
Scheving, Jóhannes S. Kjarval, Jó-
hann Briem, Jón Engilberts, Jón
Stefánsson, Jón Þorleifsson, Júlíana
Sveinsdóttir, Karen Agnete Þór-
arinsson, Kristín Jónsdóttir, Krist-
inn Pétursson, Kristján H. Magn-
ússon, Magnús Á. Árnason, Nína
Sæmundsson, Nína Tryggvadóttir,
Sigurjón Ólafsson, Snorri Arinbjarn-
ar, Svavar Guðnason, Sveinn Þór-
arinsson, Þorvaldur Skúlason.
Leiðsögn verður um sýninguna í
hádeginu á þriðjudögum kl. 12.10–
12.40 og á sunnudögum kl. 15.00.
Miðvikudaginn 9. febrúar kl. 17.30
mun Guðni Tómasson listsagnfræð-
ingur flytja fyrirlestur er nefnist
Gefjunar sýningarnar 1942 – Jónas
frá Hriflu og sönn íslensk myndlist.
Sýnd verða myndbönd um nokkra
myndlistarmenn tímabilsins í sal 6 á
sýningartímanum.
Myndlist | Sýningin Íslensk myndlist 1930–45 verður opnuð í Listasafni Íslands í dag kl. 15
Umhverfið gætt andlegu inntaki
Jón Engilberts 1908–1972: Kvöld í sjávarþorpi, 1937. Olía, 116 x 142.
EINNIG verður opnuð í Listasafni Íslands í dag sýning á verkinu Arc-
hive-endangered waters eftir Rúrí. Listamaðurinn Rúrí var fulltrúi Ís-
lands á Feneyjatvíæringnum 2003, með umrætt verk þar sem það vakti
mikla athygli en verkið var einnig sýnt í Hollandi og Frakklandi á síð-
asta ári.
Rúrí hefur aldrei takmarkað sig við einn miðil í sinni listsköpun. Hún
finnur hugleiðingum sínum farveg í gegnum gjörninga, höggmyndir,
stórbrotin umhverfisverk eða innsetningar og það eru jafnan mjög skýr-
ar hugmyndalegar forsendur fyrir verkunum.
Verkið, Archive-endangered waters, er gagnvirk fjöltækni-innsetning,
óður til náttúrunnar og hugleiðing um gildi hennar í nútímanum.
Dettifoss, hluti af verki Rúríar: Archive-endangered waters.
Feneyjaverk Rúríar
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna nefnisthljómsveit sem nýlega hefur hafið starf-semi og heldur fyrstu tónleika sína í Lang-
holtskirkju í dag kl. 16. Sveitin er skipuð ung-
mennum sem eiga það sameiginlegt að stunda
tónlistarnám við fjóra skóla á höfuðborgarsvæð-
inu; Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar, Tón-
listarskóla Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla Kópa-
vogs og Tónlistarskóla FÍH, Félags íslenskra
hljómlistarmanna. Flestir hljóðfæraleikararnir
eru á framhaldsskólaaldri og í framhaldsnámi í
tónlist.
Í verkefnavali sveitarinnar er ekki ráðist á
garðinn þar sem hann er lægstur, því á efnisskrá
sveitarinnar fyrir tónleikana í dag eru Stra-
vinsky-sinfónía í þremur þáttum frá árinu 1945,
skoskir dansar op. 59 eftir Malcolm Arnold og
síðast en ekki síst verður frumfluttur básúnu-
konsert eftir John Speight, sem saminn var sér-
staklega fyrir tilefnið og nefnist Ariel.
Það er Guðni Franzson sem heldur um tón-sprotann í þessu fyrsta verkefni hljómsveit-
arinnar og segir hann æfingar að undanförnu
hafa gengið vel. „Þetta
eru krakkar frá um 12 ára
aldri og yfir tvítugt, sem
eru komnir mislangt,“
segir hann. „En þetta hef-
ur gengið alveg ótrúlega, ekki síst í ljósi þess hve
krefjandi verkefni þetta eru sem við erum að
fást við.“
Hann segir Stravinsky-sinfóníuna vera einna
erfiðasta verkið á efnisskránni, enda mjög rytm-
ískt og krefjandi á þann hátt. „Þetta er eins-
konar „grúv-tónlist“, ef nota má það orð. En ég
held að krakkar í dag hafi allt aðra tilfinningu
fyrir rytma en fólk sem er kannski 10–20 árum
eldra. Þau hafa hlustað á teknó og mikla bít-
tónlist, þannig að Stravinskyinn og hinir flóknu
rytmar sem þarf að telja út hjá honum renna
hreinlega inn hjá þessum krökkum.Það er gam-
an að upplifa það hve auðvelt þau eiga með þessa
tónlist, þegar þau eru búin að læra hana,“ segir
Guðni.
Það verður Ari Hróðmarsson básúnunemi semleikur einleik í básúnukonsertinum Ariel,
sem John Speight hefur samið fyrir hann og
hljómsveitina. Að sögn Guðna hefur Ari sýnt
mikla hæfileika á sviði básúnuleiks, og því hafi
verið tekin ákvörðun um að gefa honum kost á
að leika alvöru konsert. „John Speight skrifar
dálítið expressíva nútímatónlist, sem er and-
stæða við Stravinsky að því leyti. Hún er mynd-
ræn og hrífandi, og Ari fær auðvitað að glansa í
þessu stykki,“ segir Guðni.
Skosku dansana eftir Malcolm Arnold segir
Guðni vera í skoskum þjóðlagastíl og afar vel
skrifaða fyrir hljómsveit. „Þetta er leikandi tón-
list sem rennur ljúft niður, en gerir um leið
kröfu um snerpu. Hver hópur hljóðfæra fær
nokkra takta til að glansa í, þannig að hún kynn-
ir hljómsveitina að vissu leyti um leið,“ segir
Guðni og bætir því við að því sé vel við hæfi að
tónleikarnir hefjist á þessu stykki.
Guðni ber að nokkru leyti ábyrgð á hinu krefj-andi verkefnavali, en hann á sæti í list- og
framkvæmdaráði hljómsveitarinnar ásamt
skólastjórum tónlistarskólanna fjögurra þar sem
meðlimir stunda nám. Hann segir þó nokkrum
kennurum hafa brugðið í brún þegar þeir fréttu
af verkefnavalinu, vegna þess hve krefjandi það
er. „En þá fóru menn að rifja upp að Sinfón-
íuhljómsveit æskunnar undir stjórn Paul Zuk-
ovsky á sínum tíma spilaði nú ýmis verk og tókst
vel til, Baldr eftir Jón Leifs og Vorblótið og Eld-
fuglinn eftir Stravinsky svo dæmi séu tekin. Þau
verk eru mun erfiðari en sinfónían sem við erum
að spila,“ segir Guðni.
Hann segist sannfærður um að krakkarnir
læri mikið á að taka þátt í hljómsveitarstarfi af
þessu tagi. „Þetta krefst einfaldlega mikils sem
gott er að kunna, að mæta á réttum tíma, að
hlusta á aðra og fylgjast með þó að maður sé
ekki að spila sjálfur og að hafa þolinmæði. Síðan
spilar engin hljómsveit saman nema hún andi í
takt, og það krefst mikils að draga andann á
sama tíma og hátt í hundrað manns. Þegar upp
er staðið felst lærdómurinn í því að finna ein-
hvers konar samkennd með náunganum og nær-
stöddum. Hvort þau verða atvinnumenn í tónlist
kemur bara seinna, ef vill. Það að hljóma saman
með öðrum er tilgangurinn, að mínu mati.“
Til atlögu við Igor Stravinsky
og nýjan John Speight
’Hann segir þó nokkrum kenn-urum hafa brugðið í brún þegar
þeir fréttu af verkefnavalinu,
vegna þess hve krefjandi það er. ‘
AF LISTUM
Inga María Leifsdóttir
ingamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna heldur fyrstu tónleika sína í Langholtskirkju í dag.
HLUTI af áður óþekktum pí-
anókonsert eftir Ludwig van
Beethoven verður frumfluttur
á tón-
leikum í
Rotter-
dam í Hol-
landi á
þriðjudag-
inn. Ron-
ald
Brautigam
verður við
slaghörp-
una.
Verkið
var samið árið 1789 og fund-
ust drög að því á safni í Bret-
landi. Drög þessi voru síðan
útsett sem átta mínútna langt
verk af hollenska tónlistar-
fræðingnum Cees Nieuwen-
huizen.
„Við vitum ekki betur en
Beethoven hafi samið heilan
konsert sem innihélt þetta
adagíó sem síðan hvarf sjón-
um,“ segir hljómsveitarstjór-
inn Conrad van Alpen.
Ekki verk byrjanda
Hann segir engar vísbend-
ingar um að verkið hafi verið
flutt áður. „Þetta er greini-
lega verk frá æskuárum
Beethovens en þó alls ekki
verk byrjanda. Árið 1789 var
hann þegar byrjaður á öðrum
píanókonsert sínum. And-
rúmsloftið í þessu verki er
ekki ólíkt því sem við þekkj-
um úr þriðja píanókonsert-
inum.“
Verkið verður flutt ásamt
verkum eftir Schubert, Haydn
og Mozart í De Doelen-
tónleikasalnum í Rotterdam.
Verk eftir
Beethoven
frumflutt
Ludwig van
Beethoven