Morgunblaðið - 29.01.2005, Page 30

Morgunblaðið - 29.01.2005, Page 30
30 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. KOSNINGARNAR Í ÍRAK Ámorgun verður gengið til kosn-inga í Írak. Yfir þessum kosn-ingum hvílir skuggi ofbeldis. Fimm Írakar og fimm bandarískir hermenn voru myrtir í Írak í gær. Einnig héldu hryðjuverkamenn því fram að þeir hefðu myrt frambjóð- anda á lista flokks Iyads Allawis, for- sætisráðherra Íraks. Ofbeldið í gær er dæmigert fyrir ástandið í landinu undanfarnar vikur og ekkert bendir til þess að því muni linna. Ástandið í Írak er slæmt. Árásir á Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra eru fjórum sinnum tíðari nú en fyrir ári. Um 1.100 Bandaríkjamenn hafa fallið í árásum, en mannfallið í röðum Íraka er sýnu meira. Á frétta- vef BBC í gær kom fram að sam- kvæmt tölum íraska heilbrigðisráðu- neytisins hefðu 3.274 óbreyttir íraskir borgarar verið drepnir og 12.657 særst. Bandamenn og íraskar örygg- issveitir hefðu drepið 60% þeirra, uppreisnarmenn 40%. Í nýjasta tölublaði tímaritsins The Economist er rakið að erfitt sé að segja til um það hversu margir óbreyttir borgarar hafi fallið. Sam- tökin IraqBodyCount.com telji að milli 15.000 og 18.000 hafi fallið frá því innrásin í Írak var gerð í mars 2003, en aðrir telji að þeir séu helmingi fleiri og talan sé jafnvel enn hærri. Talið er að 32.000 uppreisnarmenn hafi verið drepnir eða handteknir. 150.000 bandarískir hermenn eru í Írak og rúmlega 25.000 hermenn ann- arra þjóða. Talið er að 40.000 manns séu í liði uppreisnarmanna og þeir njóti hjálpar um 160.000 Íraka. Stöð- ug hermdarverk hafa mikil áhrif á allt daglegt líf. Samkvæmt opinberum tölum er atvinnuleysi í landinu 30– 40%, en hagfræðingar telja að það nái jafnvel rúmlega 50%. Iðulega skortir rafmagn og vatn og það getur kostað allt að hálfs sólarhrings bið í olíu- ríkinu að fá bensín á bílinn. Andúðin á bandaríska hernámsliðinu er mikil í Írak, en það gleymist gjarnan að hermdarverk andstæðinga þeirra njóta ekki heldur stuðnings þorra al- mennings. Kosningarnar á morgun eru ein- stakar í arabaríki. Valið verður á milli 111 framboðslista. 275 þingmenn verða kosnir hlutfallskosningu og er kveðið á um að þar af verði 25% kon- ur. 15 milljónir manna eru á kjörskrá og verður kosið á átta til níu þúsund kjörstöðum um allt landið. Áður hefur verið gerð tilraun til að koma á fjölflokkalýðræði í landinu. Árið 1924 kusu Írakar stjórnlagaþing, sem samdi fyrstu stjórnarskrá Íraks. Þá var landið undir stjórn Breta. Síð- ustu fjölflokkakosningarnar voru haldnar í Írak árið 1953 og fimm árum síðar var konungsveldinu steypt í valdaráni herforingja. Þinginu, sem kemur saman eftir kosningarnar, sem nú eru haldnar fyrir tilstilli Banda- ríkjamanna, verður einnig gefið það hlutverk að semja nýja stjórnarskrá. Bandalag sameinaðra Íraka er talið sigurstranglegast í kosningunum. Að baki því standa helstu flokkar sjíta og átti áhrifamesti klerkur landsins, Ayatollah Ali Sistani þátt í að mynda það þótt hann hafi ekki veitt því form- lega blessun sína. Bandalag Kúrda mun að öllum líkindum fá atkvæði flestra Kúrda. Þá telja fréttaskýrend- ur að framboðslisti Allawis forsætis- ráðherra muni ná betri árangri en bú- ist hafði verið við vegna frammistöðu hans í embætti. Erfitt er að segja til um þátttöku í kosningunum. Andspyrnumenn hafa lagt ríka áherslu á að hræða kjósend- ur og hótað að myrða fólk á kjörstað. Skráning kjósenda hefur farið fram í miðstöðvum, sem stjórnvöld nota til að skammta nauðsynjavörur. Hermt er að fjölda stjórnenda slíkra mið- stöðva hafi verið hótað. Banatilræði eru daglegt brauð. Ofbeldið hefur sett mark sitt á kosningabaráttuna með ýmsum hætti og það mun hafa sín áhrif á kjördag. Ein afleiðing þess er sú að frambjóðendur veigra sér við að koma fram. Kjörstjórnin hefur af ör- yggisástæðum neitað að láta af hendi lista með nöfnum frambjóðenda. Að- eins forustumennirnir og nokkrir frambjóðendur eru þekktir meðal al- mennings. Hefðbundnir kosninga- fundir fara ekki fram og frambjóð- endur forðast að koma fram opinberlega. Mest er um það að konur haldi framboði sínu leyndu. Þær eru í meiri hættu en karlar vegna þess að þær eiga yfir höfði sér reiði trúarof- stækismanna, sem eru andvígir því að konur gegni opinberum embættum. Margar konur neita að þær séu í framboði og sumar hafa lýst yfir því að þær séu hættar við að bjóða sig fram þótt enn séu þær á framboðs- listum og ætli sér að setjast á þing nái þær kjöri. Mikilvægt er að allir þeir hópar, sem byggja Írak, eigi þátt í myndun stjórnar eftir kosningarnar. Einkum skiptir máli að súnnítar, sem hafa ver- ið valdastéttin í landinu, verði ekki útilokaðir. Búast má við því að þátt- takan í kosningunum verði einna minnst á svæðum þeirra. George Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir því í gær að hann myndi kalla bandaríska herliðið heim færi ný stjórn landsins fram á það. Ljóst er að íraski herinn er ekki mikils megnugur og myndi mega sín lítils gegn upp- reisnarmönnum. Ímynd Bandaríkja- manna er hins vegar orðin það slæm í landinu að þeim er ekki treyst, svo vægt sé til orða tekið. Í raun mætir Bandaríkjaher það megnri andúð að hann hefur gefið upp á bátinn það markmið að vinna hugi og hjörtu Íraka. Best færi á því að Sameinuðu þjóðirnar tækju að sér þeirra hlut- verk í kjölfar kosninganna, en vitan- lega er það ekki beint freistandi að taka við eftir allt, sem farið hefur úr- skeiðis eftir innrás Bandaríkja- manna. Ekki má gefa Írak upp á bátinn þótt á móti blási. Gert er ráð fyrir því að kosið verði að nýju í samræmi við nýja stjórnarskrá í árslok. Ástandið í land- inu er þannig að það verður að gefa sér góðan tíma til uppbyggingar. Það á ekki síst við um það að skapa lýð- ræðislega umgjörð réttarríkisins. Í þeim efnum verða Írakar að fara sína eigin leið. Þegar Írakar kjósa á morg- un leggja þeir meira undir en kjós- endur flestra lýðræðisríkja. Þeir leggja líf sitt undir. Það gera þeir ekki til þess að uppreisnarmenn nái völd- um. Það gera þeir til þess að fá völdin í eigin landi í hendur á ný. Uppbygg- ingin í Írak verður að tryggja að það takist. B rynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, seg- ir að afkoma fyrirtæk- isins hafi verið góð á síðasta ári og umfram áætlanir og verðmæti þess aukist af þeim sökum. Hann segir einnig að það liggi alveg skýrt fyrir af hálfu einkavæðingarnefndar að grunnnet Símans verði ekki aðskil- ið frá fyrirtækinu við einkavæðingu þess, en kröfur þar að lútandi hafa verið settar fram af sam- keppnisaðilum, enda hafi það ekki verið gert við einkavæðingu fjarskiptafyrirtækja í nágrannalöndunum. Brynjólfur sagði að hann hefði áður sagt það opinberlega um Og Vodafone að þar væri mjög verðugur keppinautur Símans á ferðinni. „Ég hef ætíð lýst því yfir að það er gaman að keppa við þennan keppinaut og vera undir þeim lög- um og reglum sem settar eru og fylgt er eftir af Samkeppnisstofnun og Póst- og fjarskiptastofnun. Auð- vitað er þessi verðugi keppinautur nú einnig orðinn mjög öflugur eftir að Baugur og skyldir aðilar keyptu Og Vodafone. Þeir reka núna Stöð 2 og Bylgjuna, Fréttablaðið, DV og fleiri fyrirtæki,“ sagði Brynjólfur. Deila um tengigjöld Hann sagði að Síminn ætti í deilu við Póst- og fjarskiptastofnun vegna svokallaðra tengigjalda, en þegar viðskiptavinur í viðskiptaneti Símans hringdi yfir í viðskiptanet Og Vodafone þyrftu þeir að borga helmingi hærra verð heldur en þeg- ar viðskiptavinur Og Vodafone hringdi yfir í fjarskiptanet Símans. Þetta ætti við um farsímakerfin og þetta væri ekki hægt að skilja með öðrum hætti en að fjarskiptanet Og Vodafone varðandi farsímann væri þetta miklu dýrara heldur en fjar- skiptakerfi Símans og að viðskipta- vinum Símans væri refsað fyrir að hringja yfir í dýrt fjarskiptakerfi. „Þetta hefur komið fram í þeirri mynd að undanförnu að Og Voda- fone hefur gert samninga við er- lenda aðila eins og Telenor í Noregi og TeleDanmark í Danmörku, þar sem þeir hleypa þeim inn á sitt far- símakerfi á lægra verði en við- skiptavinir okkar þurfa að greiða. Því hefur sú ein- kennilega staða kom- ið upp að við höfum verið að senda símtöl, t.a.m. úr Ármúlanum og upp í Síðumúla, með því að fara með þau fyrst til Noregs og síðan upp í Síðu- múla, því það er ódýr- ara að senda þau þá leiðina en hérna yfir götuna,“ sagði Brynj- ólfur ennfremur. Krefjast jafnræðis Hann sagði að þeir hefðu ekki krafist neins annars af Póst- og fjarskiptastofnun en að jafnræð- is væri gætt, þannig að Símanum stæði til boða sömu verð og sam- keppnisaðilinn innheimti hér á landi og erlendis þegar samið væri við er- lenda aðila. „Þetta mál er ekki útkljáð, en það sýnir bara að það umkvörtunarefni þeirra að við séum stórir og leggj- um stein í götu þeirra er ekki á rök- um reist,“ sagði Brynjólfur. Hann sagði vegna umræðu um að aðskilja ætti grunnnet fjarskipta í landinu, sem að vísu væri óskil- greint, frá annarri starfsemi Sím- ans, að það lægi fyrir alveg skýrt af hálfu einkavæðingarnefndar sem hefði með höndum sölu hlutafjár ríkisins í fyrirtækinu, að ekki stæði til að aðskilja grunnnetið, enda hefði það ekki verið gert í ná- grannalöndunum við einkavæðingu fjarskiptafyrirtækja. Það væri heldur ekki á valdi stjórnenda Sím- ans að taka ákvörðun um það hvort tilteknar eigur fyrirtækisin skildar frá við sölu ríkisins sínum. Eigendurnir hlytu sjj taka um það ákvörðun. Hagnast fyrst og fremst á þjónustu þar samkeppni ríkir „Hins vegar, ef litið er eing þrönga eiginhagsmuni Síma slíks, þá gæti verið betra fy irtækið ef óskilgreint grunnn skilið frá öðrum hlutum fy isins fremur en að hann grunnnetinu. Staðreyndin er lega sú að Síminn er fyrst og að hagnast á að veita þjónus er í dag í fullri samkeppni, vegna farsíma og gagnaflu en hefur nær ekkert upp úr fjarskiptanetsins sjálfs, þa langstærsta fjárbinding fyri ins liggur. Ástæðan er með ars sú að fjarskiptanetið e reglusett og reyndar verðs Póst- og fjarskiptastofnun o in sem þar gilda eru þannig er nær ómögulegt að ná ávöxtunarkröfu sem eðlileg krefjast af svo mikilli fjárbin sagði Brynjólfur. Hann benti einnig á að Sím væri gert samkvæmt lögum fylla ákveðnn alþjónustukvö fælist í því að tryggja tiltekn breidd inn á hvert heimili í og ekki væri spurt um kostn sambandi. „Öll önnur fjarski irtæki hafa jafngreiðan aðg dreifikerfi Símans og fyr Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, segir að grunnnet Afkoma Símans góð og umfram áætlanir í fyrra Orkuveita Reykjavíkur hefur notað tekjur af einkaleyfisskyldri starfsemi til þess að niðurgreiða fjarskiptarekstur sinn, segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans. Brynjólfur Bjarnason ALLS söfnuðust um 10 milljónir danskra kr., að jafnvirði um 110 milljónir íslenskra kr., í lands- söfnun í Fær- eyjum vegna hamfaranna í Suðaustur-As- íu. Bernharður Wilkinsson tón- listarmaður, sem er af fær- eyskum og breskum ætt- um, átti þátt í að skipuleggja landssöfnunina sem að hans sögn gekk alveg gríðarlega vel. „Ég held að Færeyingar hafi komið sjálfum sér rosalega mikið á óvart,“ segir Bernharður vegna þeirrar upphæðar sem náðist að safna. Hann segir söfnun, m.a. hjá Rauða krossinum, hafa hafist fljótlega eftir hamfarirnar, en ákveðið hafi verið að halda tón- leika og vera með sérstaka lands- söfnun sem sýnd yrði í beinni út- sendingu. Ákveðið hafi verið að halda söfnunina, sem hafi verið með svipuðu sniði og Neyðarhjálp úr norðri hér á Íslandi, þann 9. janúar sl., en venja hefur verið hjá færeysku sinfóníunni að halda nýárstónleika aðra helgina í jan- úar. Bernharður, sem stýrði sinfón- íuhljómsveitinni, segir að ákveðið hafi verið að halda tónleikana, en með stærra sniði vegna söfnunar- innar. Fólki gafst kostur á því að hringja í símanúmer og ge þeim hætti auk þess sem aðrir listamenn hafi lagt plóg, þ. á m. Eivör Pálsdót er landsmönnum vel k Dagskráin stóð frá kl. 19 gekk allt vonum framar a Bernharðs, en einstaklinga irtæki og ríkið styrktu m með myndarlegum hætti. F svo afhent Rauða krossi Færeyjum. „Það hafa aldre eins mikil viðbrögð vegna leiks í Færeyjum,“ segir harður, en hann bendir á a viðbrögð hafi orðið fyrir 10 þegar snjóflóð féll á Súðav hafi Færeyingar tekið h saman og safnað fé vegna h anna á Vestfjörðum. Bernharður segir söf ennþá vera í gangi, t.d. voru tónleikar í Færeyjum í vik styrktar hamförunum í Su ur-Asíu. Færeyingar komu sjálfum sér á óvart Söfnuðu um 110 milljónum vegna hamfaranna í Suðaustur-Asíu Bernharður Wilkinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.