Morgunblaðið - 29.01.2005, Síða 34

Morgunblaðið - 29.01.2005, Síða 34
34 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Elísabet Krist-jánsdóttir fædd- ist á Ísafirði 12. maí 1909. Hún andaðist á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði 20. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Guð- mundur Einarsson, f. í Hólssókn í Bol- ungarvík 27. nóvem- ber 1883, d. 24. febr- úar 1912, og Elínbjört Hróbjarts- dóttir, f. í Oddgeirs- hóla-Austurkoti í Hraungerðishr. 21. mars 1884, d. 23. janúar 1926. Systkini Elísabet- ar eru: Marínó Andrés Kristjáns- son, f. 25.6. 1906, d. 1.8. 1997, Elín Sigríður Kristjánsdóttir, f. 18.8. 1907, d. 9.5. 1997, Kristjana Guð- rún Kristjánsdóttir, f. 27.9. 1912, d. 21.12. 1952, sammæðra; Elín Jónsdóttir, f. 23.11. 1918, Katrín Jónsdóttir, f. 8.10. 1922, og Ragn- ar Bergur Jónsson, f. 24.5. 1924. Elísabet giftist 11. júní 1932 Jóni Sigurðssyni, f. 5.4. 1899, d. Kristinssyni, f. 19.7. 1954, þeirra börn eru fjögur. Systurnar Sólveig og Anna eru búsettar erlendis. Afkomendur Elísabetar eru ásamt börnum hennar orðnir alls 104, 32 í þriðja ættlið, 60 í fjórða ættlið og fjórir í fimmta ættlið. Elísabet var á þriðja ári þegar faðir hennar fórst með Kútter Geir frá Hafnarfirði og var hún sett í fóstur hjá móðurbróður sín- um Jóni Hróbjartssyni og Guð- leifu Eiríksdóttur konu hans. El- ísabet átti hjá þeim æskuheimili við Óðinsgötu í Reykjavík. Á yngri árum dvaldi Elísabet í Eng- landi, vann við barnapössun og lærði ensku. Elísabet kom ung á sumartíma austur í Haga í Gnúpverjahreppi til systur fósturmóður sinnar Mar- grétar Eiríksdóttur. Þar kynntist hún bóndasyninum frá Hrepphól- um, Hrunamannahreppi, Jóni Sig- urðssyni. Þau giftust 11. júní 1932 í Hrepphólum með kóngsbréfi, hófu þau búskap og bjuggu þar alla tíð. Elísabet var húsfreyja í Hrepphólum, sem er kirkjustaður. Margt var í heimili á þeim tíma, frænda- og vinahópurinn stór og gestkvæmt mjög. Útför Elísabetar verður gerð frá Hrepphólakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. 31.8. 1990. Þau eign- uðust átta börn. Þau eru: 1) Elín, f. 19.5. 1933, giftist Baldri Loftssyni, f. 5.10. 1932 (skilin), þau eiga fimm börn, í sambúð með Ámunda Elías- syni. 2) Sigurður, f. 28.10. 1934, kvæntur Guðrúnu Sólveigu Guðmundsdóttur, f. 29.7. 1935, þau eiga fimm börn. 3) Stefán, f. 13.4. 1937, kvæntur Katrínu Ólafsdóttur, f. 5.11. 1938, þau eiga fjögur börn. 4) Guðjón, f. 28.10. 1938, kvæntur Guðmundu Ólafs- dóttur, f. 8.6. 1942, þau eiga fjög- ur börn. 5) Kristján, f. 27.10. 1942, kvæntur Ástu Gottskálksdóttur, f. 24.5. 1946, þau eiga sex börn. 6) Gunnar, f. 12.1. 1944, kvæntur Sigríði Karlsdóttur, f. 27.8. 1948, þau eiga tvö börn. 7) Sólveig, f. 3.3. 1946, giftist Ingar Ek, f. 18.3. 1926. d. 4.5.1989, þau eiga eitt barn, í sambúð með Åke Jónsson. 8) Anna, f. 19.2. 1954, gift Sigurði Í dag fer fram útför ömmu okkar Elísabetar Kristjánsdóttur frá Hrepphólakirkju, kirkjunni sem hún unni svo mjög, söng í og annaðist stóran hluta ævinnar. Minningarnar hrannast upp í huga okkar systkinanna þegar við hugsum til baka. Að alast upp undir sama þaki og amma og afi teljum við vera forréttindi sem við kunnum betur að meta eftir að við komumst sjálf til fullorðinsára. Finnst okkur fróðleik- urinn frá þeim dýrmætur sjóður sem við munum reyna eftir bestu getu að miðla til okkar barna. Hún amma var mikill náttúruunn- andi, hún kenndi okkur að líta í kringum okkur, horfa á fjöllin, him- ininn og blómin. Okkur fannst gaman að fara í bíltúr með ömmu og afa, vildi amma helst fara inn í Þjórsárdal og koma svo við í Haga en þar var hún hjá frændfólki sínu á yngri árum og leit á Haga sem sitt æskuheimili sem henni þótti afar vænt um. Amma var mikil blómakona og mikill ræktandi. Á vorin komst hún alveg í ham í garðræktinni. Hún átti gróðurhús þar sem hún var með rófuplönturnar sínar og þar gat hún verið allan daginn að prikla plöntur, hún hafði útvarpið með sér og hlust- aði á músík, þá var hún í essinu sínu. Okkur krökkunum fundust rófu- plönturnar ekki alltaf jafnskemmti- legar en amma vildi að við héldum vel áfram þegar við værum að vinna, en svo vildi hún líka gefa okkur gott frí, þá settist hún gjarnan hjá okkur og horfði á Heklu sína og hlustaði á fuglana syngja. Á sumrin plantaði hún út sumarblómum í garðinn sinn og margar ferðir voru farnar upp að Hverabakka til að fá plöntur. Uppá- haldsblómin hennar ömmu voru Pel- argonia og Begonia, allir gluggar voru fullir af blómum. Hún sagði oft: „Ef ég væri yngri færi ég í Garð- yrkjuskólann.“ Amma unni allri tónlist, átti hún orgel sem hún spilaði á og hélt mikið upp á. Það var sama hvort hún spilaði ein með sjálfri sér eða fyrir aðra, þá raulaði hún gjarnan með. Eins á jól- unum, þegar öll fjölskyldan kom saman að syngja jólasálmana, þá spilaði amma undir og alltaf fannst henni jafngaman að setjast við org- elið sitt. Fátt gladdi hana meira að heyra en ef einhver afkomenda henn- ar var í kór eða að læra á hljóðfæri. Er amma var ung dvaldist hún þrjú ár á Englandi og bjó hún að þeirri reynslu alla sína ævi. Okkur krökkunum fannst spennandi þegar amma var að tala ensku við útlend- inga sem komu að Hrepphólum. Amma var alltaf svo fín, hún fór aldr- ei út af heimilinu nema að punta sig og hún vildi fylgjast með tískunni. Síðustu árin heima var amma orðin mjög fullorðin en engu að síður skildi hún að unglingarnir þyrftu að skemmta sér, það sýnir hvað hún var ung í anda. Amma gat setið fram eft- ir nóttu og horft á spennandi bíó- myndir, sérstaklega hafði hún gam- an af þáttum um kóngafólk á Englandi eða í Danmörku. Fyrir tæpum sex árum, eftir að amma þurfti meiri hjúkrun en hægt var að veita henni heima, fór hún á Hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði. Þar leið henni vel og var starfsfólkið mjög gott við hana. Það vissi hvað henni þótti gaman að vera fín, já og sumar starfskonurnar töluðu meira að segja ensku við hana. Við viljum þakka ykkur fyrir hvað þið voruð góð við hana ömmu. Nú ertu komin heim aftur að Hrepphólum, amma mín, og við kveðjum þig með þökk fyrir allar samverustundirnar. Við vitum að afi hefur verið feginn að fá þig til sín og tekið vel á móti þér. Ólafur, Guðbjörg, Lárus og Hulda Hrönn. Elsku amma, nú ertu farin og skil- ur eftir minningar. Góðar minningar. Mér fannst alltaf svo spennandi að koma til þín í heimsókn. Þú gafst okkur alltaf súkkulaðikúlur og afi gaf okkur blátt ópal. Alltaf þegar við krakkarnir komum í heimsókn til þín þá vorum við varla búin að segja hæ þegar við hlupum af stað inn og sá sem var fljótastur hlammaði sér í ruggustólinn þinn og ruggaði sér, stundum svo hratt að við duttum næstum aftur fyrir okkur. Eina helgina þegar ég gisti hjá þér var ég svo spennt að vera hjá þér. Bara við tvær. Ég var tíu ára. Mér fannst æði að fá að gista í rúminu hans afa, ég gisti ekki í „Nonna herbergi“ eins og ég kalla það, heldur fékk ég að gista í afar- úmi! Við gerðum margt þessa helgi, við fórum út í garð að skoða blómin, í gróðurhúsið, horfðum saman á frétt- irnar, þú sast í ruggustólnum og ég sat á skammelinu. Við fórum yfir til Kötu og fengum kjötbollur. Svo skoðuðum við myndaalbúmin. Ég fékk auðvitað kúlur. Þú áttir alltaf súkkulaðikúlur í gamalli sultu- krukku. Þegar þú fórst á Ás fannst mér alltaf svo svolítið tómlegt að koma í sveitina því það vantaði þig. Þú varst ekkert alltof sátt við að fara úr sveit- inni á Ás, þú vildir vera heima í Hrepphólum með blómunum þínum og náttúrunni. Ég skildi þig alveg, það er svo gott og fallegt að vera þarna að maður vill helst ekki fara þaðan. Samt sem áður var alltaf gaman að koma til þín á Ás, maður fékk alltaf hlýjar móttökur eins og heima í Hrepphólum. Alltaf þegar maður kom í heimsókn leistu svo vel út, allt- af í fínum fötum og vel greidd. Svo falleg. Við kíktum í heimsókn til þín núna um jólin á leið í jólakaffi í Breiðás. Að vanda varstu fín til fara og falleg. Við spjölluðum og spjölluðum og enduð- um á að taka myndir af okkur öllum saman. Svo kvöddum við því við þurftum að fara að leggja af stað, og þú sagðir við mömmu: ,,Sjáumst síð- ar.“ Elsku amma, nú þarf að kveðja, og kveð ég með miklar minningar í huga og tár í augum. Þú ert komin á góðan stað, í fangið á afa og heim í sveitina. Sjáumst síðar. Þín Stefanía E. Elsku amma mín. Ég veit ekki hvar ég á að byrja, svo margar eru minningarnar um þig. Ég kom til þín í sveitina bara pínulítil stelpa og ólst upp hjá þér þangað til ég byrjaði í menntaskóla. Á degi sem þessum streymir margt í gegnum hugann, þú varst alltaf svo góð, svo fín og falleg með hvíta hárið þitt. Þær voru ekki fáar stundirnar sem ég átti með þér í garðinum þínum þar sem þú varst með stærsta matjurtagarð í heimi, að því er mér fannst. Alltaf vorum við að vökva, reyta arfa og taka upp rófur, brokkolí og fleira. Svo varstu með blómin þín allt í kringum þig bæði úti og inni og allir vasar og gluggar fullir af litskrúðugum blómum. Ég man hvað þú varst glöð þegar ég tilkynnti þér að ég ætlaði að læra á orgelið og verða jafn góð og þú. Það vantaði ekki þolinmæðina þegar þú stóðst við hliðina á mér og hlýddir mér yfir nót- urnar í löngu tónverkunum eftir stórskáldin. Ég hefði svo gjarnan viljað spila fyrir þig lagið „Kveðja“ í dag, sem við höfðum svo mikið dálæti á ef ég hefði ekki hætt að æfa mig. Mér er það ómetanlegt að börnin mín elstu fengu að kynnast þér og njóta þess að vera með þér í sveit- inni, vakna með þér snemma á sunnudagsmorgni og fara með þér inn í eldhús og borða morgunmat á meðan þú fékkst þér te með hunangi. Þetta eru stundir sem þau gleyma ekki. Elsku amma mín, minningarnar um þig geymi ég í hjarta mínu um ókomna tíð. Guð blessi þig. Þín Lilja. Amma Elísabet átti langa ævi og viðburðaríka. Hún er af kynslóð fólks sem lifði miklar breytingar í sögu lands og þjóðar. Minningin um hana er í mínum huga minning um sterka konu, ákveðna, fíngerða og hlýlega. Minningar um hana tengjast öllu því lífi og fjöri sem einkennir stórt sveitaheimili sem Hrepphólar eru, þar var ávallt margt um manninn. Rödd hennar var sterk og ákveðin og það fór ekki á milli mála sem hún sagði. Amma í stóra eldhúsinu í gamla bænum, amma að greiða fal- lega hárið sitt á kvöldin fyrir háttinn, amma við fótstigna orgelið sitt í „baðstofunni“, amma að gefa gestum réttarsúpuna, amma að vinna í skrúðgarðinum sínum, kálgarðinum sínum, söngröddin hennar, hrein ásjóna augna hennar í sjúkrarúminu á Ási. Slíkar eru minningarnar um hana ömmu Elísabetu. Og margar fleiri sem ég varðveiti. Guð blessi minningu Elísabetar Kristjánsdóttur. Karl S. Gunnarsson. „Veistu hún langamma mín er dáin og farin til mannsins síns, henni líður vel núna,“ sagði Kristófer átta ára sonur minn við ömmu sína þegar við vorum í bíltúr nú á dögunum. Ég kynntist Elísabetu fyrir 14 ár- um þegar ég og Kristjana Lilja barnabarn hennar, eða dóttir mætti kannski segja, byrjuðum að vera saman. Þá sótti ég hana í Kópavog- inn í steinsmiðju en þangað hafði El- ísabet fengið far með syni sínum í risastórum vörubíl. Þar veifaði hún mér og ég hjálpaði henni niður úr bílnum þar sem hún heilsaði mér með sínum kurteisa og fágaða hætti. Að Hrepphólum þar sem kona mín ólst upp hjá Elísabetu komum við oft, fyrst við tvö og svo með krakkana seinna meir. Þar átti ég ávallt góðar stundir, enda var hugsað vel um að allir fengju nóg af athygli og mat. Af fasi Elísabetar mátti sjá ensk áhrif, svona eins og hjá „Lady“. Sögur hennar voru margar skemmtilegar og fróðlegar. Alltaf var fínt inni hjá Elísabetu, mikið af blómum og nota- legt að vera. Ég er þakklátur fyrir að hafa feng- ið að kynnast þér, megi góður Guð varðveita þig. Skúli Bergmann Skúlason. Ó hve létt er þitt skóhljóð ó hve lengi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjörnu, eina stjörnu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. (Halldór Laxness.) Þegar ég hugsa til langömmu, er það fyrsta sem mér dettur í hug: hún við fallega orgelið sitt, spilandi Maí- stjörnuna og ég við hlið hennar syngjandi hástöfum með. Ég hef ver- ið um 11 ára þegar ég skellti mér til langömmu í viku. Hún bað mig um að koma og hjálpa sér að taka til í skáp- unum en það varð nú aldrei neitt úr því, við vorum svo duglegar að finna okkur eitthvað annað skemmtilegra að gera! Þetta var yndislegur tími. Ég fékk að sofa í afarúmi, það var toppurinn. Eina nóttina vaknaði ég. Ljósið við rúmið hennar ömmu var kveikt og ég kíkti yfir og sá að amma var glaðvakandi í góðum fílíng, sönglandi með útvarpinu og dillaði tánum með taktinum. Ótrúlega krúttleg hún amma! Við áttum marg- ar góðar stundir saman. Það var svo gott að koma til hennar og sitja bara og spjalla, hún átti svo margar skemmtilegar sögur í pokahorninu. Sögur frá því hún var lítil stelpa í Reykjavík. „Þegar Óðinsgatan var efsta gatan í bænum,“ eins og hún sagði alltaf, þá bjó hún á Bergstaða- stræti og allir krakkarnir léku sér saman á Skólavörðuholtinu. Hún upplifði spönsku veikina. Á þeim tíma voru allir gluggar lokaðir á hús- unum þar sem var veikt fólk og um leið og gluggi opnaðist, var það merki um að einhver væri dáinn. Amma fór líka í vist í Englandi og sagði mér sögur frá þeirri ferð. T.d. frá manni sem hét mr. Short, mér fannst það svo fyndið nafn. Hún fór stundum í bíó með ráðskonunum þar og eitt sinn tafðist hún og ákvað að stytta sér leið um fáfarinn stíg í gegnum kirkjugarð, og þegar hún kom heim þá var hún skömmuð því þetta var víst hættuleg leið fyrir ung- ar konur. Ég gæti talið endalaust upp, alltaf lumaði amma á skemmtilegum sög- um. Amma átti mikið af fallegum blómum og hugsaði alltaf vel um þau. Hún átti líka fallegan garð. Við tók- um stundum með okkur nesti og fór- um í neðri garðinn þar sem sætin voru. Stundum laumaði hún til manns nokkrum jarðarberjum sem uxu í gróðurhúsinu, það voru bestu jarðarber í heimi. Elsku langamma mín, nú er víst komin tími til að kveðja þig. Mér finnst það rosalega erfitt. Tilhugsun- in um að fá aldrei að hitta þig aftur er sár, en svona er víst lífið. Okkur er öllum ætlað að kveðja á endanum hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Ég er þakklát fyrir allar stund- irnar sem við áttum saman. Ég er svo þakklát fyrir að hafa drifið mig til þín um jólin og að þú skyldir hafa verið svona hress á þeirri stundu. Elsku langamma mín, sofðu rótt. Þín Erla. Elsku langamma mín. Mér fannst alltaf svo gaman að koma í heimsókn til þín og fá að rugga mér í ruggu- stólnum þínum á meðan þú spilaðir fyrir okkur á orgelið eða sagðir okk- ur sögur. Ég man eitt skiptið sem við mamma og Ella amma komum í heimsókn til þín í Hrepphóla. Þú gafst mér kúlur, þú áttir alltaf til kúl- ur handa okkur krökkunum. Ég sett- ist í stólinn við hliðina á orgelinu þínu og þú spilaðir Heims um ból fyrir okkur. Einu sinni komstu í heimsókn til okkar þegar við áttum heima í Flétturimanum, þú gistir hjá okkur í nokkrar nætur. Mér fannst ofsalega gaman að fá þig til okkar, þú kunnir svo margar vísur sem þú varst alltaf að segja okkur. Elsku langamma mín, ég sakna þín mikið og vona að þér líði vel hjá langafa, nú ertu komin heim í Hrepp- hóla. Takk fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Þinn Eyþór Ingi. Ef til vill er ekkert fegurra í lífinu en að kynnast fegurð eldri konu, sem alltaf er að vaxa að þolinmæði mildi og manngæsku. Hugsar til allra gjafa síns liðna lífs, með þakklæti, og varpar aftanskini af friði í kringum sig. (Sigurður Nordal.) Elsku Elísabet. Ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vera þér samferða um 15 ára skeið. Það veit ég að algóður Guð hefur tekið á móti þér og gefið þér hvíld eftir þitt erfiða lífsstarf. Komið upp öllum þínum börnum og kennt þeim að takast á við lífið og tilveruna ásamt þínum manni sem var Jón Sigurðsson sem andaðist 31.8. 1990. Þakka þér fyrir allar góðu stund- irnar sem við áttum saman í Breiðási. Þér þótti gaman að koma til okkar og hjálpa til við sláturgerðina á haustin. Þá var oft glatt á hjalla hjá okkur í Breiðási. Barnabörnin að fylgjast með og þú að sauma vambirnar með- an þú hafðir heilsu til. Þú hafðir líka gaman af að koma í smáveitingar og hlusta á góða tónlist. Unga fólkinu þótti gaman að skreppa til þín í Hrepphóla og hlusta á sögur frá gömlum tímum. Hinn 18. febrúar 1999 fórst þú á Hjúkrunarheimilið Ás í Hveragerði og dvaldir þar síðan, og viljum við Ella þakka þessu góða fólki sem starfar þar fyrir sérlega góða umönnun. Þakka þér fyrir falleg og hlý orð til mín í heimsóknum okkar Ellu til þín. Ég sendi börnum þínum og fjölskyldum þeirra mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Ámundi Hjörleifs Elísson. ELÍSABET KRISTJÁNSDÓTTIR Elsku langamma. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um með þér. Hvíl í friði. Oddur, Katrín, Björgvin, Halldór og Stefán. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.