Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.01.2005, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jens KarvelHjartarson fæddist á Kjarlaks- völlum í Saurbæ í Dalasýslu 13. sept- ember 1910. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjóli 18. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Hjörtur Jens- son bóndi, f. 13.9. 1873, d. 23.7. 1938, og Sigurlín Bene- diktsdóttir hús- freyja, f. 12.3. 1881, d. 30.7. 1967. Karvel var fjórði í röðinni af níu systkinum. Systkini hans sem eru látin: Kristín Stefanía, f. 26.6. 1906, d. 17.5. 1988, Benedikt Ingólfur, f. 6.3. 1908, d. 16.7. 1981, Stefán Agnar, f. 12.5. 1909, d. 28.2. 1953, Eggert Emil, f. 4.4. 1912, d. 15.11. 1988, Guðrún Borghildur, f. 22.8. 1915, d. 15.2. 2003, Ólafur, f. 13.6. 1920, d. 4.1. 1988, og Magnús Dalmann, f. 7.12. 1923, d. 5.8. 1990. Olga Marta er ein eftirlifandi, f. 25.10. 1916. Karvel kvæntist 25.5. 1940 Saurbæ. Karvel fór mjög ungur til vinnu og gerðist snúninga- piltur á Saurhóli og Brekku í Saurbæ, svo og á Broddanesi í Strandasýslu þar sem hann dvaldist í tvö ár, en eftir það lá leið hans á ný í Saurbæinn. Á árunum 1928–1929 starfaði hann m.a. við brúargerð í Norð- urárdal og lagningu vegar um Bröttubrekku. Eftir það fór hann á dráttarvélanámskeið og í kjölfarið vann hann í sjö sum- ur við að rækta og slétta tún fyrir bændur víða í Dalasýslu. Frá 1931–1938 var hann bóndi ásamt tveimur bræðrum sínum í Hjarðarholti í Dölum en árið 1938 gerðist hann vinnumaður og síðar bóndi á Kýrunnarstöð- um, þar sem hann bjó fram til ársins 1998. Karvel vann hins vegar ýmis störf samhliða bú- skapnum, m.a. við lagningu Reykjavíkurflugvallar og við ýmiss konar smíðavinnu. Þá stundaði hann mikið refa- og rjúpnaveiðar um marga ára- tuga skeið. Frá því Karvel hætti búskap á Kýrunnarstöðum bjó hann hjá Hrafnhildi dóttur sinni í Kópavogi, en dvaldist á hjúkr- unarheimilinu Skjóli í Reykja- vík frá því á haustmánuðum 2003. Útför Karvels fer fram frá Hvammskirkju í Dölum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Svövu Jóneu Guð- jónsdóttur frá Kýr- unnarstöðum, f. 20.8. 1903, d. 20.3. 1989. Þau eignuðust alls fimm börn, níu barnabörn og níu barnabarnabörn. Börn Karvels og Svövu eru: 1) Ásgeir Salberg, f. 19.8. 1941, d. 23.2. 1998, 2) Hjördís, f. 15.11. 1942, fyrrverandi maki: Jón Már Guð- mundsson, börn þeirra: Karvel Aðal- steinn, Guðlaug Stella og Finn- bogi Þorkell. 3) Sigríður Guð- borg, f. 13.6. 1944, maki: Þorsteinn Ingimundarson, börn þeirra: Rannveig Eyberg, Ingi- mundur Þór, Svava Rögn og Karvel. 4) Hrafnhildur, f. 7.6. 1945, 5) Bjarni Ásberg, f. 26.12. 1946, maki: Magnea Laufey Einarsdóttir, börn þeirra: Sig- urlaug Birna og Hanna Kristín. Foreldrar Karvels bjuggu fyrst á Kjarlaksvöllum en þegar hann var átta ára flutti fjöl- skylda hans að Bjarnastöðum í Elsku afi. Nú hefurðu fengið hvíldina. En einhvern veginn vor- um við svo óviðbúin því þar sem þú varst búinn að vera svo hress undanfarið. Okkur systkinunum er hins vegar þakklæti til þín efst í huga. Þakklæti fyrir að hafa kynnst þér, og þinni stórbrotnu og hlýju persónu, fyrir allar vísurnar, sögurnar og allar góðu stundirnar í sveitinni sem var okkar annað heimili. Það var líka svo góður tími þegar þú varst hjá okkur í Hafn- arfirðinum. Að hafa kynnst þér, bóndanum, sögumanninum og húmoristanum verður okkur ómet- anlegt veganesti í lífinu. Þær eru óteljandi minningarnar sem við eigum um þig og þær munum við ávallt geyma. Þú upplifðir svo merkilega tíma, allar þessar miklu þjóðfélagsbreyt- ingar sem áttu sér stað á 20. öld- inni og enginn gat séð fyrir. Allt frá því að landið okkar var enn í örbirgð, upplifðir þú frostavetur, kreppuár og tvær heimsstyrjaldir, en skilaðir, ásamt þinni kynslóð, komandi kynslóðum betri lífsgæð- um en nokkurn tíma áður höfðu þekkst. Fyrir það erum við einnig þakklát. Þannig kynntumst við menningararfinum á einstakan hátt í gegnum þig og þú kenndir okkur að nútímalífsgæði í landinu okkar hefðu nú ekki alltaf verið svona sjálfsögð, t.d að þú og systk- ini þín átta fæddust í litlum torfbæ snemma á öldinni og að helsta tæknibyltingin sem þú upplifðir var þegar rafmagnið og síminn komu til sögunnar. Þú varst líka af þeirri kynslóð sem horfði á eftir fólkinu sínu flytjast úr sveitunum og það fannst þér vissulega dap- urleg þróun. Þú hafðir líka svo ótrúlegt minni og það vafðist ekki fyrir þér að rifja upp þessa gömlu tíma, sem voru þér svo kærir. Eitt af því fyrsta sem þú mundir svo vel eftir var þegar þú varst aðeins fjögurra ára og pabbi þinn kom úr kaup- staðnum og sagði að stríð væri hafið í útlöndum. Þú sagðir okkur líka svo skemmtilega frá hinum og þessum sögum af sjálfum þér og öðrum enda hafðir þú svo gaman af því að rifja þær upp. Þú kunnir líka svo ótrúlega mikið af vísum og kvæðum sem við systkinin lærðum líka. Þú byrjaðir ungur að vinna, varst m.a. snúningastrákur, vinnu- maður, bóndi, refaskytta og hagur á tré og járn. Þú hafðir líka svo mikinn áhuga á vinnunni og öllu sem tengdist búskapnum. Þú varst veiðimaður af lífi og sál og á ferð- um þínum um fjöllin sem refa- og rjúpnaskytta gjörþekktir þú allar aðstæður og öll helstu kennileiti. Lífsviðhorf þín voru áberandi já- kvæð og heilbrigð og nægjusemin var þér í blóð borin. Þannig gátum við lært mikið af þínum hugsjónum sem við skildum svo vel. Þú fylgd- ist svo vel með öllu og jafnvel þó þú værir orðinn alveg blindur fyrir nokkrum árum, tókstu svo mikið þátt í því sem var að gerast. Út- varpið fylgdi þér líka alltaf, það var eins konar hluti af þér og færði þér fréttirnar, veðrið og óskalögin. Elsku afi, nú ert þú kominn til ömmu og Ásgeirs frænda þar sem þér líður vel, með pontuna þína og tóbaksklútinn. Við söknum þín mikið en í okkar huga mun minn- ingin um þig og þakklæti fyrir allt það sem þú hefur gefið okkur lifa áfram. Hvíl í friði. Hann stingur stálinu í eldinn. Hann stendur við aflinn og blæs. Það brakar í brennandi kolum. Í belgnum er stormahvæs. Í smiðjunni er ryk og reykur, og ríki hans talið snautt. Hann stendur við steðjann og lemur stálið glóandi rautt. Hér er voldugur maður að verki, með vit og skapandi mátt. Af stálinu stjörnur hrökkva Í steðjanum glymur hátt. Málmgnýinn mikla heyrir hver maður, sem veginn fer. Höndin, sem hamrinum lyftir, er hörð og æðaber. Hann vinnur myrkranna milli. Hann mótar glóandi stál. Það lýtur hans vilja og valdi, hans voldugu, þöglu sál. Sú hönd vinnur heilagan starfa, sú hugsun er máttug og sterk, sem meitlar og mótar í stálið sinn manndóm – sín kraftaverk. (Davíð Stef.) Þín barnabörn Karvel Aðalsteinn, Guðlaug Stella og Finnbogi Þorkell. Okkur langar að minnast, með nokkrum orðum, afa okkar Karvels Hjartarsonar bónda á Kýrunnar- stöðum. Afi Kalli var merkilegur maður. Glaðlyndur, söngelskur og sérlega gestrisinn. Hagleiksmaður á tré og járn og vinnusamur mjög. Hann kunni ógrynni af rímum og vísum sem hann raulaði fyrir munni sér. Sjálfum sér til skemmtunar sem og öðrum. Hann var hafsjór af fróðleik um málefni líðandi stundar og ekki síður um það sem gerðist í gamla daga. Þó svo að hann hafi ekki haft sjón til margra ára gat hann frætt fólk um flesta staði á landinu. Stað- sett þúfur og steina og sagt hvar best væri að taka fiskinn í þeim ám sem hann veiddi í sem ungur mað- ur. Fólki þótti ávallt gaman að heim- sækja afa og njóta návistar hans. Hann tók vel á móti öllum. Fannst ekki annað koma til greina en að gestir hans þægju gistingu og vildi alltaf bjóða gestum sínum upp á veglegar veitingar. Afi geymdi alltaf brjóstsykurs- mola í kommóðunni sinni inni í her- bergi. Þegar við systurnar vorum litlar var hefð er við komum í sveit- ina að fá mola í munninn og heyra sögur úr sveitinni. Ánægjulegt er að minnast þeirr- ar stundar sem við áttum saman með afa og fjölskyldunni á afmæl- isdegi föður okkar, öðrum degi jóla. Þá sungum við saman og pabbi spilaði á harmonikkuna en það gladdi afa ávallt þegar pabbi tók upp nikkuna. Afi lifði langa ævi og hélt and- legu þreki til æviloka þrátt fyrir að líkaminn væri orðinn lélegur og sjónin farin. Hann er eflaust hvíld- inni feginn og nýtur á ný samvista ömmu og Ásgeirs. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Með söknuði og virðingu kveðj- um við þig og biðjum góðan Guð að vaka yfir þér. Birna og Hanna Kristín Bjarnadætur. Þetta er ekki hefðbundin minn- ingargrein um afa vegna þess að það sem ég hefði sagt í minning- argrein sagði ég honum í vísna- bálki á meðan hann var lifandi. Það er hins vegar spurning hvort öll þjóðin ætti ekki að staldra við og renna augum yfir það sem svona karlar á borð við afa hafa afrekað. Ég ber ómælda virðingu fyrir lífshlaupi afa og okkur ber öllum að gera það. Fólki nútímans finnst kannski allt sjálf- sagt en afi var fæddur 1910 og þá var lífið sjálft ekki einu sinni sjálf- sagt. Þessar kynslóðir eru þær sem komu okkur þangað sem við erum. Það liggur breiður og öruggur vegur yfir Bröttu brekku, alveg sjálfsagt, er það ekki? Það var nú samt afi ásamt öðrum öfum og ömmum sem lögðu fyrsta veg- inn yfir Bröttu brekku. Sá vegur er horfinn, bæði sjónum okkar og eins úr huga okkar. Þegar við för- um með kistuna hans afa vestur verður það ekki einu sinni um veg- inn sem hann lagði sjálfur. Ég skal segja ykkur hvað ég þakkaði afa fyrir. Hann kunni ógrynni af vísum og ég veit ekki hvort ég hef nokkurn tíma náð að heyra þær allar. Sem nokkurs konar burtfararpróf rak ég saman vísnabálkinn sem ég fór með fyrir hann þar sem ég sagði honum allt sem ég annars hefði sett í minn- ingargrein um hann. Ég þakkaði honum fyrir að hafa treyst mér og þannig lærði ég að treysta. Ég sá afa aldrei og þá meina ég aldrei skipta skapi. Ég þakkaði honum fyrir að hafa veitt mér sýn inn í aðra tíma. Vinnusemi og ákveðna framsýni hafði hann fyrir mér. Hrós gaf hann mér og í því liggur hreint ótrúlegur máttur en það er ekki öllum gefið að hrósa. Aldrei heyrði ég afa tala illa um annað fólk. Við töluðum mikið saman og ég áttaði mig á því seinna að þó það væri rúm hálf öld á milli okkar þá ræddum við alltaf saman sem jafningjar. Við getum sagt að hann hafi tekið mig í fullorðinna manna tölu, gagnkvæm virðing. Við ljúk- um þessu með síðustu vísunni úr bálknum til afa: Kasta ég minni kveðju á þig, klára vísnahjalið. Frómt ég þakka fyrir mig fæ ekki allt upp talið. Ingimundur Þór Þorsteinsson. Elsku afi. Við setjumst hér nið- ur til að minnast þín og þakka fyr- ir öll árin og allar ánægjustund- irnar. Tíminn í sveitinni með þér var dýrmætur. Margar ánægjuleg- ar minningar eigum við frá þeim tíma. Ekki leið sá dagur að þú segðir okkur ekki sögur, syngir kvæði eða þyldir fyrir okkur vísur og þulur. Þú varst sérlega barn- góður og þolinmóður og fengum við að njóta þess. Alltaf varstu tilbúinn að leyfa okkur að skottast með þér í fjárhúsin, á dráttarvél- inni eða hvað annað sem þú varst að gera. Gott fannst þér að hafa okkur krakkana með, sérstaklega eftir að sjónin fór að daprast. Fátt fannst þér skemmtilegra en að fara á hestbak og gaman þótti okkur þegar við fengum að fara með. Þó að þú hafir ekki getað notið þess nú síðustu árin að fara á bak, þá fylgdist þú vel með hest- unum þínum, hvar þeir voru og hvernig þeim leið. Þannig varstu reyndar með allt og alla. Tvo hluti skildir þú nær aldrei við þig, pont- una og útvarpið! Þetta tvennt var partur af þér. Með þessum orðum kveðjum við þig, elsku afi. Minning þín lifir. Rannveig og Svava Rögn. Við leiðarlok leita minningarnar gjarnan á hugann. Nú þegar öðling- urinn Karvel á Kýrunnarstöðum hefur lokið vegferð sinni hér í heimi langar mig til að minnast hans fáum orðum. Margar fyrstu minn- ingar mínar tengjast heimsóknum með móður minni vestur að Kýr- unnarstöðum. Þar bjuggu Karvel og Svava móðursystir mín en Kýr- unnarstaðir voru æskuheimili þeirra systra. Þegar ég stálpaðist dvaldi ég þar í nokkur sumur við gott atlæti í glöðum hópi frændsystkina minna. Þessi sumur var ég sem eitt af börnum Karvels og Svövu og aldrei var gerður neinn munur þar á. Á þessum árum hafði tæknin ekki mjög rutt sér til rúms í Dölunum. Handverkfæri og heyvinnutæki dregin af hestum voru enn algeng- ust við heyskapinn. Vegna dvalar minnar á Kýrunnarstöðum á ég því láni að fagna að hafa kynnst gam- algrónum sveitastörfum þar sem börn og fullorðnir voru saman í verki. Karvel var okkur krökkunum góður húsbóndi. Hann var léttur í skapi, galsaðist við okkur en gerði ekki of strangar kröfur þótt hann drægi hvergi af sér sjálfur. Hann var bóndi af lífi og sál, alinn upp í Dölunum og eyddi þar allri sinni starfsævi. Karvel var ljóðelskur maður og fram til hins síðasta kunni hann ógrynni af kvæðum og hafði fáu gleymt. Þegar aldurinn færðist yfir hann varð hann sjóndapur og gat því ekki lesið. Þá hafði hann það sér til dægrastyttingar að hlusta á útvarpið. Þótt sjónin hyrfi átti hann skýra mynd af Dölunum í hugskoti sínu, þangað leitaði hugurinn og þar vildi hann vera. Síðustu árin dvaldi hann í Reykjavík og eflaust hefur hann tekið undir með Sigurði frá Arnarvatni og raulað: Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetur, ár og daga. Nú er Karvel kominn heim og verður lagður til hinstu hvíldar í þeirri mold sem honum var svo hjartfólgin. Ég kveð hann með virðingu og þökk fyrir löng og góð kynni. Minning hans verður mér alltaf kær. Ég sendi börnum hans og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og bið þeim bless- unar. Sigríður Haraldsdóttir. Ég veit fyrir víst að bóndi minn hefði sent uppáhaldsfrænda sínum kveðjuorð að leiðarlokum væri hann enn ofar moldu. Mér rennur því blóðið til skyldunnar. Jafnan var farið að Kýrunnarstöðum þeg- ar Dalirnir voru heimsóttir. Þar var okkur fagnað sem langþráðum gestum og fengum innilegar mót- tökur. Inngróin íslensk gestristni einkenndi Karvel og konu hans Svövu. Þau voru höfðingjar heim að sækja og það var oft lengi setið og spjallað enda fór vel á með þeim frændum Karvel og Árna mínum. Karvel unni mjög heima- högum sínum í Dölum og var haf- sjór af fróðleik um þá. Hann hafði einstaklega létta lund og það var mannbætandi að vera í návist hans. Búferlaflutningar og fleira veldur því að ég kemst ekki til að fylgja þessum öðlingi til grafar í Dölum vestur. Það harma ég mjög. Fyrir hönd sona minna og ann- arra afkomenda Stefáns Hjartar- sonar bróður Karvels sendi ég börnum hans og fjölskyldum þeirra hjartans samúðarkveðjur. Guðrún Halla Guðmundsdóttir. Afi minn var eitt allramesta hraustmenni sem ég hef kynnst. Samveru okkar í sveitinni á ég eft- ir að minnast alla mína ævi. Þegar við unnum að hinum ýmsu verk- efnum í skúrnum t.d. stólasmíði, skeifugerð og viðgerðir á öllu milli himins og jarðar. Þú vildir alltaf vera að vinna og ekki léstu sjónina aftra þér þegar keyra þurfti vél- arnar. Það var einfalt, ég stýrði og þú skiptir um gíra og ég var bara níu ára. Rjúpna- og refaveiðin var áhugamál okkar beggja. Þú kennd- ir mér allt sem ég kann og oft segi ég að ég hafi yfir 100 ára reynslu í rjúpnaveiði. Fyrir þessa reynslu verð ég þér ævinlega þakklátur. Allar sögurnar sem þú sagðir eru ógleymanlegar og minnist ég þeirra oft. Sérstaklega þegar ég keyri yfir Bröttubrekku, því marg- ar þeirra gerðust einmitt þar. Ég veit að þú þráðir hvíldina miklu, því þú byrjaðir að undirbúa mig snemma með því að tala um það og gerir það allt léttara. Ég veit að þú ert á betri stað í vinahópi og ég veit að þú átt eftir að fylgja mér við mínar veiðar og hjálpa til. Þú ert alltaf í mínum huga þegar ég er á veiðum. Barnið mitt sem er á leiðinni á eftir að heyra sögur af þér. Um það hversu mikill maður þú varst og allt sem ég lærði af þér. Þannig lifir arfur þinn áfram. Ég er stoltur yfir því að þú varst afi minn. Karvel Þorsteinsson, Svíþjóð. JENS KARVEL HJARTARSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.