Morgunblaðið - 29.01.2005, Síða 37

Morgunblaðið - 29.01.2005, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 37 MINNINGAR ✝ Steinunn Svein-björnsdóttir fæddist í Sólgörðum á Dalvík 12. maí 1917. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 17. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Antonsdóttir, hús- freyja, f. 17.7. 1884, d. 11.10. 1949, og Sveinbjörn Tryggvi Jóhannsson, útgerð- armaður, f. 15.11. 1888, d. 19.4. 1977. Eldri bróðir Steinunnar var Vil- helm Anton, fiskkaupmaður á Dal- vík, f. 3.2. 1915, d. 1.12. 1990. Hinn 18.10. 1941 giftist Steinunn eftirlifandi eiginmanni sínum Jónsson, f. 10.6. 1979, sambýlis- kona hans er Lovísa V. Guðmunds- dóttir, f. 10.1. 1973. Þeirra barn er Freyja, f. 4.6. 2003. Sonur Lovísu er Ágúst Einar Ágústsson, f. 28.7. 1991. Steinunn sótti nám í gagnfræða- deild Menntaskólans á Akureyri og stundaði síðan nám við Húsmæðra- skólann Ósk á Ísafirði veturinn 1940–1941. Steinunn og Steingrím- ur stofnuðu til heimilis að Sólgörð- um á Dalvík en fluttust árið 1957 í Vegamót á Dalvík þar sem þau bjuggu alla tíð síðan og voru gjarn- an kennd við þann stað. Steinunn starfaði um nokkurt skeið við skrif- stofustörf hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga á Dalvík og síðar við Héraðs- skjalasafn Svarfdæla en lengst af sem húsmóðir. Hún tók virkan þátt í starfsemi Slysavarnafélagsins á Dalvík og var gerð að heiðurs- félaga kvennadeildar félagsins og hlaut heiðursfélaganafnbót SVFÍ. Útför Steinunnar verður gerð frá Dalvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Steingrími Þorsteins- syni, kennara á Dal- vík, f. 22.10. 1913. Þau eignuðust þrjú börn. Þau eru: Jón Trausti, búfræðikandídat, f. 25.4. 1942, Sveinbjörn Tryggvi, tæknifræð- ingur, f. 2.11. 1944. Kona hans er Valdís Lína Gunnarsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 12.2. 1948. Þeirra börn eru Kristín, f. 23.9. 1972, hennar maki er Steven Parr- ot, f. 26.6. 1967, og Steingrímur, f. 1.10. 1976. María, kennari, f. 7.11. 1950. Hennar synir eru Vilhelm Anton Jónsson, f. 3.1. 1978, sambýliskona hans er Þórdís Jónsdóttir, f. 1.7. 1978, og Kári Það er svo margt sem ég lærði af þér, amma. Um mat, um frágang og um hvernig var að vera til á tímum sem eru svo ólíkir þeim sem við þekkjum í dag, í veröld sem var. Ég man eftir því þegar við bjugg- um á Laugum og við Kári vorum sendir til ykkar afa á Dalvík í pöss- un, þá komstu alltaf uppí til mín og last fyrir mig söguna af Smjörbikar, eða Smjörfingri, skiptir ekki öllu hún endaði alltaf vel af því að hann var svo góður og greiðugur við alla í kringum sig. Þannig vildir þú að ég væri. Ég man eftir því að dunda mér við að tína upp títuprjóna sem höfðu dottið á gólfið hjá þér og földu sig í gólfteppinu. Ég man hvað þér fannst gaman að heyra í mér sama hvað ég var að brasa og hvað það var ómerkilegt, þér fannst það alltaf spennandi en baðst mig alltaf að fara varlega og láta ekki æsa mig upp í einhverja vitleysu. Við vorum kannski ekki alltaf sammála um hvað væri vitleysa og hvað ekki. Ég man hvað þú varst upptekin af mun- inum á kakói og alvöru súkkulaði, það eru bara nokkur ár síðan ég fór að átta mig á þessum mun. Búrið, snúðar í dósum, smákökur, skurð- brettið og hnífurinn þinn, sem þú notaðir í allt, einn stór búrhnífur og marglit svunta. Sumrin á Vegamót- um, stóri garðurinn, gosbrunnurinn og gamli bærinn. Úti að labba með þér og að vökva eitthvað í garðinum. Seinna bara að spjalla um lífið og til- veruna og uppátæki fólks. Ég man hvað þú varst góð og gjaf- mild á þig, þitt og þinn tíma. Alltaf að gera eitthvað fyrir aðra. Þú ferðaðist aldrei mikið en ég veit að þig langaði til þess og þegar ég fór að ferðast gerði ég það oft fyr- ir okkur bæði og sagði ykkur afa frá því sem ég sá og lenti í. Nú getur þú farið þangað sem þig langar og séð það sem þú vilt sjá. Elsku amma, ég lofa því að vera alltaf vinskapurinn þinn, að vera alltaf greiðugur og góður, að tína alltaf upp títuprjóna ef ég sé þá á gólfinu, að klára aldrei allan pening- inn sem ég fer með að heiman, að láta aðra ekki spila með mig eða stjórna mér og að passa vel uppá Þórdísi. Elsku amma, nú getur þú hvílt þig. Takk fyrir allt. Þinn Vilhelm Anton Jónsson. Hún amma mín Steinunn Svein- björnsdóttir er látin. Það er skrítið að hugsa til þess að hún sé farin frá okkur þar sem ég gat alltaf gengið að ömmu vísri á Dalvík. En sjálfsagt fylgist hún með okkur áfram þar sem hún er. Þegar ég var að alast upp á Dalvík gat ég gengið inn og út á Vegmótum, heimili hennar og afa, eins og mig lysti og var alltaf jafn velkomin. Það skipti ekki máli hvort maður kom í langan eða stuttan tíma, alltaf spurði amma: „Viltu ekki fá þér eitthvað?“ Ég veit að þeir hafa verið ansi marg- ir kaffibollarnir sem amma var búin að hella upp á fyrir alla þá, sem komu í heimsókn að Vegamótum. Þegar ég var yngri hjálpaði ég ömmu oft við bakstur, fékk að snúa kleinum og baka snúða og fannst það toppurinn á tilverunni. Hún kenndi mér margt, m.a. að prjóna, hekla og sauma út, og vildi að maður ætti allt- af einhverja handavinnu til að vinna þegar kæmu dauðar stundir. Amma var alltaf sjálf að gera eitthvað í höndunum. Ég get enn heyrt þegar hún sagði: „Ja Stína, áttu ekki neitt til að gera í höndunum!“ Hún leysti úr því vandamáli mínu fyrir tveimur árum þegar hún gaf mér efni til að sauma út í stól, sem verður sjálfsagt eilífð- arverkefni. Ég gríp oft til þessarar handavinnu þegar ég á lausar stund- ir og hugsa þá til ömmu. Samverustundirnar hafa ekki ver- ið margar síðustu árin þar sem ég hef dvalið erlendis, en ég er mjög þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með ömmu. Ég mun sakna hennar mikið en svona er gangur lífsins, þegar gamalt fólk deyr syrgir maður en gleðst jafnframt yfir að hafa notið samverustundanna. Kristín Sveinbjörnsdóttir. Steinunn Sveinbjörnsdóttir var ein af þeim sem telja verður til frum- byggja Dalvíkur en þegar hún fædd- ist var byggðin þar að taka á sig sína fyrstu mynd. Vélbátaútgerð var rétt gengin í garð og þetta litla samfélag einkenndist af miklum þrótti karla og kvenna við að byggja upp og hasla sér völl á nýjum vettvangi við bágar aðstæður. Faðir Steinunnar, Sveinbjörn Tryggvi, fluttist úr Svarfaðardal til Dalvíkur árið 1911 og hóf útgerð frá Böggvisstaðasandi. Honum vegnaði vel og reisti ásamt eiginkonu sinni, Ingibjörgu Antons- dóttur, tveggja hæða steinhús sem hann nefndi Sólgarða. Þar fæddist Steinunn og var annað barn þeirra hjóna. Litla sjávarplássið óx hratt, íbú- um fjölgaði og margt var að starfa. Eftir skólagöngu starfaði Steinunn um nokkurn tíma á skrifstofu Kaup- félagsins við bókhald og önnur skrif- stofustörf sem hún hafði ánægju af. Hún var greind, glögg á tölur, sam- viskusöm og vann allt af mikilli ná- kvæmni. Sjálf sagði hún að hefði hún átt þess kost að stunda frekara nám hefði hún valið viðskiptafræði. Eftir að Steinunn kom frá námi gekk hún í Slysavarnadeild kvenna á Dalvík sem þá var nýstofnuð og var fljótlega kjörin í stjórn deildarinnar þar sem hún átti sæti um áratuga skeið, ýmist sem formaður eða í öðr- um trúnaðarstörfum. Steinunn bar alla tíð málefni Slysavarnafélags Ís- lands mjög fyrir brjósti og sýndi fé- lagið henni þakklæti sitt með því að gera hana að heiðursfélaga sínum. En þrátt fyrir að mörgu væri að sinna stóð heimilið Steinunni ávallt huga næst. Árið 1941 giftist hún Steingrími Þorsteinssyni og hófu þau búskap sinn í Sólgörðum. Á þessum tíma var ekki óalgengt að heimili á Dalvík hefðu örlítinn bú- stofn til að framfleyta sér. Fyrstu hjúskaparár Steinunnar og Stein- gríms höfðu þau kýr og nokkrar kindur til heimilisins. Þau hjónin eignuðust þrjú börn en heimilið var stórt því auk fjölskyldunnar bjuggu hjá þeim feður þeirra beggja eftir að þeir höfðu misst maka sína og Vil- helm Anton bróðir Steinunnar. Það var því oft í mörg horn að líta. Árið 1957 fluttu þau í Vegamót þar sem þau höfðu byggt nýtt og rúmgott einbýlishús hvar þau bjuggu alla tíð síðan. Steinunn var fróð kona og hafði einarðar skoðanir á þjóðfélagsmál- um og hafði gaman af að segja frá. Hún fylgdi Sjálfstæðisflokknum að málum og var ófeimin við að láta í ljós viðhorf sitt til málefna líðandi stundar. Saga Dalvíkur var samofin lífi fólksins sem fæddist þar í upp- hafi síðustu aldar og ól þar allan ald- ur sinn. Steinunni var annt um upp- byggingu bæjarfélagsins og á Vegamótum voru samfélagsmálin oft krufin en þar var ætíð gest- kvæmt. Þangað var gott að koma, myndarlegt og menningarlegt heim- ili þar sem stór garður prýddi um- hverfið. Alúð var lögð í ræktun hans og samhent gerðu hjónin margar til- raunir með ólíkar tegundir matjurta og blóma. Þegar Héraðsskjalasafn Svarfdæla var stofnað á Dalvík var farið að hægjast um hjá Steinunni. Hún var ráðin til að annast safnið og skrá gögn þess og kom þekking hennar og fróðleikur sér oft vel í þessu starfi. Steinunn Sveinbjörnsdóttir var þeirrar gerðar að henni féll aldrei verk úr hendi. Hún var sérstaklega starfssöm og vel verki farin og ber margt handverk hennar, sem hún skilur eftir sig, þess merki. Henni var í blóð borið að standa á eigin fót- um og vera ekki upp á aðra komin. Hún lét sér afar annt um ættingja sína og vini. Þessa nutum við ríku- lega alla tíð. Þegar við komum í heimsókn var allt það besta reitt fram úr búrinu og enginn skyldi fara frá Vegamótum án þess að hafa not- ið gestrisni hennar. Fórum við ætíð ríkari til baka af samfundum við hana. Að leiðarlokum viljum við þakka henni samfylgdina og tryggð við fjöl- skyldu okkar alla tíð um leið og við færum Steingrími, börnum þeirra og fjölskyldum innilegar samúðar- kveðjur. Farðu vel á veg visinna laufa, þotinna vinda, þrotins dags. (Þorsteinn Vald.) Anna Bára og Trausti. Kynslóðir koma, kynslóðir fara … Þessi orð komu mér í hug þegar ég heyrði að hún Steinunn væri farin. Þeim fækkar óðum einstaklingun- um sem hafa verið fastir punktar í tilverunni síðan ég man eftir mér og Steinunn er ein af þeim. Hún var glæsileg kona, virðuleg, hlý en hlé- dræg. Hún hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og setti þær mynduglega fram. Það var eftir henni tekið hvar sem hún fór. Heimilið var hennar aðalstarfs- vettvangur og bar það glöggt vitni þess hve mikla natni og alúð hún lagði í að prýða það fallegum munum því hún var mikil hannyrðakona. Hlýja hennar og ástúð sást glöggt í því hve vel hún hlúði alla tíð að heimilisfólki sínu, ungu sem öldnu, og þau hjónin bæði, því þau voru ein- staklega samhent. Í byrjun árs 1936 gekk hún í slysavarnadeild kvenna á Dalvík. Á þeim fundi var hún kosin í fjáröfl- unarnefnd og árið eftir í stjórn deild- arinnar og með því hófst stjórnar- seta hennar sem stóð í um fimmtíu ár. Steinunn var ein af þessum hug- sjónakonum sem starfaði af lífi og sál fyrir slysavarnasamtökin, hún var jákvæð, framfarasinnuð og um- fram allt traust. Alltaf hvatti hún til að leggja hinum ýmsu söfnunum lið og sagði þá gjarnan: „Við megum til að styrkja þetta því margt smátt gerir eitt stórt og við vitum aldrei hvenær við þurfum á þessu að halda.“ Einnig hvatti hún óspart til að leggja Slysavarnafélagi Íslands lið. Steinunn var gerð að heiðurs- félaga í Slysavarnafélagi Íslands fyrir mikið og fórnfúst starf, einnig heiðraði Slysavarnadeild kvenna á Dalvík hana á sextíu ára afmæli deildarinnar með því að gera hana að heiðursfélaga. Ég vil fyrir hönd deildarinnar þakka henni innilega öll hennar góðu störf og hvatningarorð. Elsku Steingrímur, missir þinn er mikill en ég er þess fullviss að hún hefur farið á undan þér til að búa í haginn fyrir þig, til þess að geta tek- ið sem best á móti þér. Gamli vinur, við vottum þér og fjölskyldu þinni innilega samúð og biðjum algóðan Guð að gefa ykkur styrk og frið. Kolbrún Páls og fjölskylda. Steinunn á Vegamótum hefur lok- ið sinni lífsgöngu. Ég hefði viljað fylgja henni síðasta spölinn en því verður ekki við komið. Þess í stað nota ég þessar línur til að þakka Steinunni alla hennar tryggð og vin- áttu við mig og mína fjölskyldu. Það var gott að alast upp í nánum sam- skiptum við Vegamótafjölskylduna og það var gott í amstri hversdags- leikans að eiga vísa umhyggju og elsku Steinunnar. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ástvinum öllum sendum við sam- úðarkveðjur. Kristrún Hjaltadóttir og fjölskylda, Edinborg. STEINUNN SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík, s: 587 1960, www.mosaik.is MOSAIK af legsteinum gegn staðgreiðslu í janúar og febrúar Sendum myndalista 15% afsláttur Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, HALLDÓRA JÓHANNSDÓTTIR, Hjallabraut 88, Hafnarfirði, lést á líknardeild LSH í Kópavogi fimmtudaginn 27. janúar. Útförin verður auglýst síðar. Einar Gíslason, Kristín Einarsdóttir, Úlfur Grönvold, Brynja Einarsdóttir, Örn Almarsson, Þóra Einarsdóttir, Árni H. Björgvinsson, Steinþóra Guðlaugsdóttir, Jóhann Lárusson og barnabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR LUCCHESI, áður til heimilis á Vesturgötu 7, Reykjavík, andaðist á sjúkrahúsi í San Francisco fimmtu- daginn 27. janúar. Minningarathöfn auglýst síðar. Vito Lucchesi, Guðrún Njálsdóttir, Þóra Hrönn Njálsdóttir, Sigurjón Pétursson, Helga Magnúsdóttir McCarthy, Geir Magnússon, Þóra Magnúsdóttir barnabörn og barnabarbörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.