Morgunblaðið - 29.01.2005, Qupperneq 40
40 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Björn KristjánKristjánsson
fæddist í Miklaholts-
seli í Miklaholts-
hreppi 27. október
1923. Hann lést á
Dvalarheimili aldr-
aðra í Borgarnesi 18.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Kristján Lárusson, f.
10.1. 1879, d. 18.2.
1955, og Þóra
Björnsdóttir, f. 12.9.
1888, d. 2.1. 1968.
Systkini Björns eru:
Jóhanna Ingveldur, f.
27.11. 1908, d. í sept. 1919, Alex-
ander, f. 11.9. 1910, d. 31.1. 1949,
Sveinbjörg Dagbjört, f. 22.6. 1912,
d. 2.6. 1942, Lára Guðbjörg, f.
13.9. 1915, d. 6.2. 1996, Inga Sig-
ríður, f. 30.6. 1919,
Halldóra, f. 23.5.
1929, d. 2.12. 1990,
og uppeldissystir
Björns er Jóhanna
Þórunn, f. 16.6.
1933.
Björn ólst upp í
Miklaholtsseli og bjó
þar með móður sinni
og seinna systursyni
sínum Þóri Kristjáni
Guðmundssyni og
hans fjölskyldu.
Meðfram bústörfum
og eftir þau var
Björn í ýmsum störf-
um, s.s. vegavinnu, hjá Rarik,
skógræktinni og fiskvinnslu.
Björn verður jarðsunginn frá
Fáskrúðarbakkakirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elsku Bjössi minn.
Ég man eftir mér lítilli, ég man
eftir mér sem krakka, sem unglingi
og sem fullorðinni með fjölskyldu, og
allstaðar ertu þú partur af lífi mínu.
Ég veit ekki hvar skal byrja en ég
á minningar frá unga aldri og marg-
ar eru þær úr sveitinni þar sem að
þú varst stór hluti í mínu uppeldi. Í
sveitinni gerðir þú allt og gafst allt
þitt til að pabbi, mamma og við gæt-
um haft það sem best og eftir að við
fluttum fylgdist þú vel með okkur
öllum og hittir okkur hvar sem var
um landið ef þú varst á nálægum
slóðum. Þú gerðir þér t.d. ferðir frá
Blönduósi þegar þú varst að vinna
þar og heimsóttir mig í Reykjaskóla
í Hrútafirði.
Þú varst ánægður þegar ég stofn-
aði fjölskyldu og þegar Jóna María
fæddist komst þú daginn eftir og
heimsóttir okkur á Fæðingarheim-
ilið. Þú skoðaðir litlu dúlluna og
sagðir að hún væri lík mér, fannst
við sem sagt báðar ljótar svona ný-
fæddar. Allar stelpurnar mínar
héldu upp á þig og kölluðu þig afa,
sama hvort við hittum þig fyrir vest-
an eða á Hótel Lind sem var lengi
athvarf þitt í Reykjavík, leyfðir þú
þeim að hnoðast á þér, fórst meira
að segja á fjórar fætur og leyfðir
þeim að nota þig sem hest og í sveit-
inni mátti stafla dýnum upp og nota
fyrir rennibraut. Þegar þú komst í
bæinn mátti aldrei hafa neitt fyrir
þér og aðeins í 3 eða 4 skipti komst
þú heim til mín og borðaðir hjá okk-
ur. Þú vildir mikið frekar fá okkur til
þín og bjóða okkur út að borða og
síðan var smáfólkið leyst út með
peningagjöfum. Það var reyndar
sama hvar og hvenær við hittum þig
alltaf reyndir þú að eiga aur fyrir
stelpurnar.
Þegar Björgvin var að kynnast
þér var svo sem ekkert gefið að þú
myndir taka hann sem nógu góðan,
sem þú gerðir nú samt, því þú hafðir
mjög ákveðnar skoðanir bæði á
mönnum og málefnum og breyttir
ekki svo glatt því sem þér fannst í
byrjun. Oft vorum við ósammála og
færðist þú þá allur í aukana því þér
fannst virkilega gaman að rökræða
ýmis mál.
Elsku Bjössi minn, takk fyrir allt
og hvíldu í friði.
Guðný Inga Þórisdóttir.
Núna er Bjössi dáinn.
Bjössi, sem átti heima með okkur í
Seli, var okkur systkinunum mjög
kær og hálfgerður afi. Bjössi var
mér alltaf svo góður og man ég varla
eftir því að hafa hitt hann án þess að
hann laumaði einhverju að mér, og
að börnum mínum í seinni tíð. Ég
mun sakna þess að geta ekki heim-
sótt hann í kofann fyrir vestan til að
ræða um pólitík og annað skemmti-
legt, já í pólitík vorum við ekki sam-
mála og hafði ég unun af því að fá
hann í rökræður um það sem var að
gerast á hverjum tíma. Oftast var
nóg að segja: Jæja Bjössi, hvernig
lýst þér á Davíð þessa dagana? og þá
var klárt að hann rausaði um böl
kapítalisma og einkavæðingu, eða
„vinavæðingu“ eins og hann kallaði
það, í klukkutíma.
Í kofann í Seli var gaman að koma
og alltaf var maður drifinn út á
Vegamót í mat. Ég man líka eftir
Bjössa sitjandi í horninu í eldhúsinu
í Seli og hvernig hann kom manni
alltaf til að hlæja. Bjössi var vina-
margur og hafði ávallt skemmtilegar
sögur að segja af sér og félögum sín-
um sem unnu með honum hjá RA-
RIK og fleiri stöðum. Bjössi hafði
alltaf skemmtilegar sögur að segja.
Ég mun sakna þess.
Bjössi var til fjölda ára alltaf í
Reykjavík yfir hátíðarnar, en alltaf
bara til að „passa“ hótelið. Við höfð-
um gaman af því að heimsækja
Bjössa á hótelið og ávallt fylgdi góð
máltíð í veitingasalnum þessum
heimsóknum. Ég vissi alltaf hversu
mikilvæg við systkinin vorum Bjössa
og ég vil því segja að hann Bjössi
okkar var okkur líka mjög mikilvæg-
ur.
Þegar ég hitti Bjössa um jólin þá
fann ég að hann var sáttur við menn
og mýs og þá skynjaði ég að Bjössi
ætti kannski ekki langt eftir. En
þegar ég frétti að hann Bjössi frændi
væri dáinn þá kom það mér á óvart,
ég vildi ekki að hann Bjössi minn
væri farinn, ekki Bjössi. Ég mun
minnast Bjössa sem skemmtilegs,
sérviturs og þvers kalls sem mér
þótti mjög vænt um, kalls sem gaf og
gaf og vildi aldrei neitt í staðinn. Oft-
ar en ekki kom maður með fleyg
handa Bjössa og ávallt sagði hann:
hvað ertu að eyða peningum í mig
strákur, væri ekki nær að leggja fyr-
ir… hérna, 1000 kall í göngin og ekki
orð um það meir … meiri vitleysan
sem Davíð og/eða Sturla eru að gera
núna, svona var Bjössi frændi.
Í dag kveð ég þig með söknuði,
elsku Bjössi minn, en ég veit líka að
þér líður vel þar sem þú ert núna.
Ég mun ávallt hafa þig í minning-
unni og ég mun reyna að gera það
sem þú sagðir alltaf við mig. Stattu
þig, strákur.
Ég og mín fjölskylda sendum þér
hinstu kveðju.
Gylfi Þór Þórisson.
Mig langar aðeins að segja nokkur
orð um frænda minn Bjössa í Seli.
Bjössi.
Núna þegar það er komið að leið-
arlokum hjá þér, langaði mig aðeins
að kveðja þig. Það verður skrítin til-
finnig að koma ekki lengur að Seli og
sjá þig ekki þar og bílinn þinn Toyot-
una. Ég man þegar og fjölskylda
mín fengum að gista í „kofanum“ hjá
þér. Það voru góðar stundir, og ég
mun sakna þess að þegar þú hringd-
ir heim og ég svaraði og það var
fyrsta sem þú spurðir mig „Ertu
heima? ertu ekki búin að finna þér
stegg?“ Og ég hló alltaf þegar þú
spurðir mig að þessu.
Þakka þér allt, Bjössi minn, og ég
mun sakna þín
Sigríður (Sirrý) frænka.
Elsku Bjössi.
Við vonum að þú hafir vitað
hversu mikill bjargvættur þú varst
oft á tíðum fyrir okkur systur. Hvað
það var yndisleg sjón að sjá þig
koma og hitta okkur hvert á land
sem var. T.d. á Djúpavog og svo auð-
vitað fyrir vestan þegar við vorum
þar í vist. Það var alltaf hápunktur
vikunnar hjá okkur þegar þú komst
á Toyotunni að ná í okkur, annað-
hvort til að fara í bíltúr og hlusta á
BJÖRN KRISTJÁN
KRISTJÁNSSON
✝ Elín Loftsdóttirfæddist í Sigtúni
í Vestmannaeyjum 5.
mars 1922. Hún and-
aðist á Heilbrigðis-
stofnun Vestmanna-
eyja 22. janúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Loft-
ur Ólafsson, f. í Mels-
húsum á Álftanesi
24. apríl 1902, d. 23.
júní 1966, og Guðrún
Guðjónsdóttir, f. í
Ekru í Oddasókn á
Rangárvöllum 10.
ágúst 1898, d. 16.
ágúst 1983. Stjúpfaðir Elínar var
Bjarni Eyjólfsson, f. í Skipagerði
á Stokkseyri 2.11. 1904, d. 30.1.
1985. Systkini Elínar sammæðra
eru, Bjarni Guðjón, f. 3.1. 1926,
og Guðný, f. 25.4. 1931. Systkini
Elínar samfeðra eru: Gunnar, f.
13.9. 1927, d. 27.9. 2004, Ingi
Loftur, f. 20.6. 1931, og Málfríð-
ur, f. 3.6. 1939.
Elín giftist 23.8. 1947 Gísla
Engilbertssyni, f. 28.4. 1922, d.
2.3. 2002. Foreldrar hans voru
hjónin Engilbert Gíslason, f. á
Tanganum í Vestmanneyjum
12.10. 1877, d. 7.12. 1971, og kona
hans Guðrún Sigurðardóttir, f. á
Borg á Mýrum í Austur-Skafta-
fellssýslu 18.8. 1886, d. 7.5. 1965.
Börn Elínar og Gísla eru: 1) Eng-
ilbert, f. 15.2. 1951, kona hans er
Bryndís Pálína
Hrólfsdóttir, f. 27.8.
1952. Börn þeirra
eru; a) Ólöf, f. 11.11.
1973, maður hennar
er Sigurður Krist-
jánsson, f. 12.9.
1966, b) Elín, f. 19.6.
1975, c) Kristín, f.
13.11. 1979, og d)
Ragna, f. 11.7. 1981,
synir hennar og Jak-
obs Guðlaugssonar
eru Anton Birgir, f.
16.9. 2000, d. 18.12.
2000, og Aron Daði,
f. 20.12. 2001. 2)
Guðrún, f. 22.7. 1956, maður
hennar er Stefán Sigurðsson, f.
6.5. 1956. Synir þeirra; Gísli, f.
12.6. 1987, drengur andvana, f.
14.2. 1997, og Stefán Gauti, f.
31.7. 1998.
Elín lagði alla tíð mikla rækt
við heimilið, hún var traust eig-
inkona og móðir og félagi í leik
og starfi fjölskyldunnar. Elín
hafði yndi af því að taka á móti
gestum og veita þeim vel. Elín
var mikil sjálfstæðiskona og
starfaði innan flokksins árum
saman, hún starfaði einnig í Odd-
fellowreglunni meðan heilsan
leyfði og naut hún þess fé-
lagsskapar mjög.
Elín verður jarðsungin frá
Landakirkju í Vestmannaeyjum í
dag og hefst athöfnin klukkan 14.
Nú þegar tengdamamma hefur
kvatt okkur, og fer í sína lokaferð að
hitta skapara sinn, er margs að
minnast. Ég er búin að vera lengi í
fjölskyldunni og margar minningar
koma upp í hugann. Mér er alltaf
minnisstætt hvað vel var tekið á móti
mér þegar ég kom á Vallargötuna í
fyrsta skipti, dúkað borð í stofu, allt
svo fínt og fágað. Ég var nú frekar
ung og feimin, en Ella gerði allt auð-
veldara með sínu glaðlynda fasi.
Meðan við Engilbert bjuggum í Eyj-
um var daglegur samgangur milli
heimilanna, alltaf fjör þegar amma
og afi komu í kaffi og síðan eftir að
við fluttum komu þau oft til að vera
hjá okkur hér í Reykjavík og eins
eftir að heilsan fór að bila, þá var nú
ekki alvont að við vorum hér.
Ella var dagfarsprúð kona og tal-
aði aldrei illa um nokkurn mann, hún
hafði sín orð yfir hlutina – ef einhver
var veikur var það eitthvað ekki
gott, það sagði auðvitað allt. Ein-
hverju sinni, þegar þau voru í veislu,
var henni boðið vín en hún var ekki
nein vínmanneskja og sagði nei,
takk, en viðkomandi vildi veita vel og
bauð aftur, þá sagði hún: „Það
drekkur bara hvur fyrir sig,“ þar
með var það afgreitt. Þegar Ella var
ung kona og ógift vann hún í versl-
uninni Bjarma hjá Helga Benedikts-
syni og fór oft með honum til
Reykjavíkur að kaupa inn fyrir
verslunina, bæði fatnað og vefnaðar-
vöru.
Þegar hún gifti sig og þau Gísli
stofnuðu heimili hætti hún að vinna
utan heimilis, þá voru ekki sjálfvirk-
ar þvottavélar eða uppþvottavélar,
allt öðruvísi og miklu meiri vinna að
sjá um heimili heldur en nú með öll-
um þessum rafmagnsgræjum. Um
tíma bjuggu þau hjón á Selfossi, þá
var mikil uppbygging þar. Gísli var
upphaflega fenginn þangað til að
mála brúna yfir Ölfusá og varð svo
seinna yfir á sprautuverkstæði
kaupfélagsins. En þegar von var á
syninum í heiminn vildi Ella flytja
aftur til Eyja þótt þar væri ekki eins
mikla vinnu að fá. Þau byggðu sér
hús á Vallargötu 10 og bjuggu þar í
45 ár, þá var loksins kominn tími til
að minnka við sig, enda þau orðin
mjög fullorðin.
Árin sem nú fóru í hönd voru erfið,
Gísli veiktist af krabbameini og
hennar eigin heilsa fór að bila. Þegar
Gísli dó voru þau bæði sjúklingar á
sjúkrahúsinu í Eyjum. Ella fór á
Hraunbúðir eftir andlát Gísla. Hún
undi hag sínum vel þar, hafði gaman
af handavinnu og að spjalla við sitt
samtíðarfólk. Ég var oft að hugsa
hvernig hún gæti verið svona glöð og
ánægð, því á sama tíma missti hún
mannninn sinn og heimilið, en hún
hafði alltaf unun af að hugsa um
hvort tveggja.
Það er ekki hægt að skrifa um
Ellu án þess að minnast á Guðnýju
systur hennar, þær voru alltaf sam-
an og eftir að Ella veiktist var Guðný
hennar stoð og stytta. Guðný hefur
líka verið okkur ómetanleg hjálp.
Ella var mikil sjálfstæðiskona og
starfaði hún í flokknum árum saman,
hún var einnig félagi í Oddfellow-
reglunni og stundaði það starf af
miklum hug á meðan heilsan leyfði.
Elsku Ella mín, mikið á ég eftir að
sakna þess að geta ekki hringt í þig
og spjallað. En ég verð að sætta mig
við það að þú varst búin með þinn
tíma, komið að leiðarlokum. Ég veit
að það verður vel tekið á móti þér og
þú getur mætt skaparanum með
stolti.
Þín tengdadóttir
Bryndís Hrólfsdóttir.
Langri og góðri ævi er lokið.
Amma er farin að hitta skaparann.
Til ömmu var alltaf gott að koma.
Þegar hún opnaði dyrnar á Vallar-
götunni streymdi hlýja og kærleikur
á móti manni. Þau afi áttu glæsilegt
heimili sem amma hugsaði um af
mikilli alúð, enda húsmóðir af lífi og
sál.
Amma lifði fyrir fjölskylduna, vin-
ina og heimilið. Hún var höfðingi
heim að sækja og hún var alltaf svo
„heppin“ að eiga kökur með kaffinu.
Á Vallargötunni var næstum því
allt leyfilegt. Hægt var að stunda
fimleika á efri hæðinni, opna búð,
fara í feluleiki og fleira. Ef okkur
datt eitthvað í hug sem henni þótti
ekki nógu sniðugt þá hafði hún ein-
stakt lag á að fá okkur í annan leik án
þess að nokkur yrði sár.
Í veislum fengum við krakkarnir
að hafa sér veislu fyrir okkur uppi á
lofti og þar var oft mikið fjör og full-
orðna fólkið gat þá setið rólegt í stof-
unni.
Amma var mikil dama og ekkert
verk var það ómerkilegt að ekki væri
þess virði að dressa sig upp fyrir það.
Hún átti jafnvel sérstaka skartgripi
sem hún setti upp þegar hún vann í
garðinum. Alltaf var hún með bleik-
an varalit.
Það verður seint sagt um ömmu að
hún hafi verið mikill kattavinur. Ekki
hefði henni orðið verr við ef hún hefði
mætt ljóni úti á götu heldur en ketti.
En það átti eftir að breytast. Þeg-
ar afi veiktist og þau fóru að vera hjá
okkur í Reykjavík var það kötturinn
Keli sem bræddi hjarta hennar. Þau
skötuhjú kettirnir Keli og Fríða urðu
miklir vinir ömmu og spurði hún allt-
af frétta af þeim og bað að heilsa þeg-
ar hún hringdi. Hún var mjög orð-
heppin og oft er vitnað í gullkorn
hennar eins og þegar hún sagði við
afa „það les bara hvur fyrir sig“ þeg-
ar hann vildi lesa fyrir hana upp úr
bók sem hann var að lesa en hún
hafði takmarkaðan áhuga á. Setning-
ar eins og þessi munu lifa áfram í
fjölskyldunni.
Elsku amma, þann tíma sem við
áttum með þér munum við geyma í
hjarta okkar alla ævi.
Ólöf og Elín.
Nú er elsku amma búin að kveðja
og farin til skaparans.
Hún var svo góð og það var alltaf
jafn yndislegt að hitta hana. Minn-
ingarnar af Vallagötunni eru ótelj-
andi, en eitt af því sem lifir mjög
sterkt í huga okkar er ilmurinn, þessi
yndislega angan sem alltaf fylgdi
henni og afa.
Amma og afi byggðu sér fallegt
heimili. Rúmgott, bjart, hlýlegt og
opið öllum. Amma var hin sanna of-
urhúsmóðir og vann eftir sinni eigin
ákveðnu formúlu. Á heimilinu var
staður fyrir hvern hlut og hver hlut-
ur á sínum stað og þurrkað af eftir
hádegi á þriðjudögum. Þegar gesti
bar að garði var dúkað borð í stof-
unni sem á ljóshraða var drekkhlaðið
veitingum. Amma fór létt með að
töfra fram tertur og ýmislegt annað
bakkelsi enda engin smáhúsmóðir
þar á ferð. En það voru ekki aðeins
innistörfin sem léku í höndunum á
ömmu, garðurinn var hennar líf og
yndi og ávallt óaðfinnanlegur og
ákaflega fallegur. En amma var
dama og átti sérstakar garðbuxur,
þær voru lillaðar og hún átti eyrna-
lokka í stíl og var alltaf með bleikan
varalit, svo mikil skvísa. Sumarið var
hennar tími þegar nóg var af blóm-
um og guðdómlegu veðri. Hún var
fyrir fjölskylduna og ræktaði sín
tengsl vel. Minningar um veislurnar
á Vallagötunni gleymast aldrei og
eru okkur dýrmætar.
Elsku amma við kveðjum þig með
söknuði. Nú ertu hjá afa sem er ef-
laust búinn að bíða eftir þér allan
tímann. Gættu vel hans Antons Birg-
is.
Þínar
Kristín og Ragna.
Elsku Ella frænka, nú ertu farin
frá okkur. Margar góðar minningar
koma upp í huga okkar systra sem
seint munu gleymast, sérstaklega
þegar við vorum yngri og heimsótt-
um þig og Gísla þinn á Vallargötuna.
Þar áttuð þið mjög fallegt heimili,
allt svo huggulegt og fínt. Það fór
enginn svangur út frá þér af því að
þú áttir alltaf eitthvað gott með
kaffinu. Best af öllu var þó að fá
heimsins bestu kremtertu, þessa
með bleika kreminu. Amma Guðrún,
þú og mamma voruð mjög nánar í
öllu sem þið gerðuð. Ef það var mat-
ar- eða kaffiveisla í fjölskyldunni þá
voruð þið yndislegar saman, það var
nefnilega ekki sama hvernig öllum
kræsingunum var raðað á borðið. Þið
voruð alveg einstakar.
Þú varst glæsileg kona, alltaf svo
flott og fín í fallegum fötum sem fóru
þér svo vel. Þótt heilsu þinni hafi
hrakað undanfarin ár kvartaðir þú
aldrei yfir því.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
ELÍN
LOFTSDÓTTIR