Morgunblaðið - 29.01.2005, Page 43

Morgunblaðið - 29.01.2005, Page 43
FIMM ungir og harðsnúnir ís- lenskir skákmenn lögðu land undir fót alla leið til Gíbraltar til að taka þátt í öflugu skákmóti sem fram fer þessa dagana. Skákhátíð þessi hefur verið hald- in í nokkur ár og nýtur vaxandi vinsælda. Alþjóðlegu meistararn- ir Stefán Kristjánsson (2.438) og Bragi Þorfinnsson (2.435) hyggj- ast án efa ætla sér að ná áfanga að stór- meistaratitli á meðan Björn Þorfinnsson (2.356) og Ingvar Jóhann- esson (2.315) vilja seilast eft- ir áfanga að al- þjóðlegum meistaratitli. Með þátttöku sinni mun Stef- án Bergsson (2.163) fá gott veganesti í reynslubanka sinn. Þegar þremur um- ferðum er lokið hefur gengi þeirra verið prýðilegt. Bragi gerði jafntefli í fyrstu umferð gegn ofurstór- meistaranum Emil Sutovsky (2.669) og mátti sá prísa sig sælan fyrir það. Eins og bent hefur verið á á Skákhorninu þá leit loka- staðan mjög vel út fyrir Braga og að öllum líkindum unnin. Hins vegar var hann í tímaþröng svo að hann hefur talið farsælla að hafa einn fugl í hendi en tvo í skógi. Eftir auðveldan sigur í annarri umferð tapaði hann í þriðju umferð fyrir ástralska stórmeistaranum Ian Rogers (2.594). Stefán Kristjánsson tap- aði í fyrstu umferð gegn ofurst- órmeistaranum Levon Aronjan (2.684) en hefur svo unnið tvær skákir í röð gegn minni spámönn- um. Þetta hefur þó ekki komið í veg fyrir að hann mæti aftur á fund ofurstórmeistara þar eð í fjórðu umferð teflir hann við tí- unda stigahæsta skákmann heims, Alexey Shirov (2.715). Björn hefur eins og Stefán unnið tvær skákir gegn stigalægri skákmönnum eftir að hafa lotið í gras í fyrstu umferð gegn ísr- aelska stórmeistaranum Sergey Erenburg (2.551). Ingvar Jó- hannesson hefur staðið fyrir sínu þó að hann hafi einungis náð jafntefli gegn portúgalskri skák- konu að nafni Coimbra (2.081) í fyrstu umferð því að í þeirri næstu lagði hann David Howell (2.348) að velli. Howell þessi þótti mjög hæfileikaríkur fyrir nokkr- um árum þegar hann var í kring- um 10 ára. Þá tefldi hann m.a. fjögurra skáka sýningareinvígi við Vladímír Kramnik í London. Mikið var gert úr möguleikum hans í breskum fjölmiðlum og miklar vonir bundnar við hann sem hann hefur vart staðið undir fram til þessa þar eð nú er hann 15 ára og hefur enn ekki öðlast tign alþjóðlegs meistara. Í þriðju umferð mætti Ingvar svo landa Howells, enska stórmeistaranum Jonathan Speelman (2.548). Þeirri skák lauk með jafntefli og má Ingvar því vel við una. Stefán Bergsson hefur einn vinning en hann tapaði fyrir fyrrnefndum Rogers í annarri umferð og svo undrastúlkunni frá Úkraínu, Katerynu Lahno (2.454), í þeirri þriðju. Áhugavert verður að fylgjast með gengi íslensku skák- mannanna á þessu móti og ekki er verra að lesa safaríkar lýs- ingar þeirra á skákum sínum og aðstæðum á Gíbraltar á Skák- horninu en Björn og Ingvar hafa sent þangað pistla eftir hverja umferð. Slóð Skákhornsins er www.skak.hornid.com. Róbert í 2. sæti í Marianske Lanze Það hefur löngum verið vitað að Róbert Harðarson (2.325) er hæfileikaríkur skákmaður. Hann hefur stundum teflt nokkuð stíft en tekið svo hlé á milli. Í árs- byrjun fór hann til Tékklands og tók þátt í skákmóti sem fram fór í Prag. Frammistaða hans þar var mjög til fyrirmyndar og var hann mjög nærri sínum öðrum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Hann lauk keppni með 6½ vinn- ing af 9 mögulegum og hafnaði í 5.–11. sæti en alls urðu fjórir keppendur jafnir og efstir með sjö vinninga og var tékkneski stórmeistarinn Eduard Meduna (2.435) úrskurðaður sigurvegari á stigum. Róbert hækkaði um hvorki meira né minna en 19 stig á mótinu. Förinni var heitið svo til Marianske Lanze eftir dvölina í Prag og þar hefur hann teflt á lokuðu móti sem fer senn að ljúka. Þegar þessar línur eru rit- aðar hefur hann 4½ vinning af 6 mögulegum og er í 2. sæti á eftir hollenska alþjóðlega meistaranum Karel Van Weide (2.490). Til að ná áfanga að alþjóðlegum meist- aratitli þarf hann 2 vinninga í síð- ustu þrem umferðunum. Hann á eftir að tefla við skákmenn í neðri kantinum svo að prýðilegir mögu- leikar eru fyrir hendi. Leko efstur í A-flokki Corus-skákhátíðarinnar Á meðan keppinautar Peters Leko (2.749) um sigur á mótinu hafa gert jafntefli og forystu- sauðurinn eftir átta umferðir, Veselin Topalov (2.757), tapað fyrir Judit Polgar (2.728) hefur Ungverjinn snjalli tekið forystu á mótinu þegar þremur umferðum er ólokið. Sigur hans á Nigel Short (2.674) í níundu umferð var dæmigerður fyrir Leko þegar honum tekst vel upp. Uppbygg- ingin er hæg og örugg en engu að síður er mikil tilfinning fyrir blæbrigðum stöðunnar þannig að einkenni frumkvæðis sem var, breytist og fær á sig aðra mynd, annaðhvort með snjöllum upp- skiptum eða vel skipulagðri stað- setningu manna. Hvítt: Peter Leko Svart: Nigel Short 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Rb8 10. d4 Rbd7 11. Rbd2 Bb7 12. Bc2 He8 13. Rf1 Bf8 14. Rg3 g6 15. b3 Bg7 16. d5 De7 17. c4 c6 18. Be3 Hec8 19. Hc1 a5 20. Dd2 Breyer-afbrigðið í spænska leiknum er ákaflega traust. Svartur þarf helst að gæta sín á að hvítur fái ekki of mikið rými því að þá er hægt að kremja hann hægt og sígandi. Venjulega er beðið með að skipta upp á peð- unum á miðborðinu en enski stór- meistarinn hefur talið það óhægt í stöðunni. 20. – bxc4?! 21. bxc4 cxd5 22. cxd5 Rc5 Næsti leikur sýnir djúpstæðan skilnings hvíts á eðli stöðunnar. Aðalatriðið er að auka rýmið og koma í veg fyrir að hvítreita- biskup svarts verði virkur að ráði. 23. Bd3! h5?! Það er auðvelt að vera vitur eftir á en hið nærtæka 23. – Rxd3 hefði verið betra þó að hvítur standi betur þar eð honum er til- tölulega auðvelt að færa menn sína á svæðið þar sem baráttan fer fram; drottningarvænginn. Næsti leikur sýnir einnig hversu vel Leko er að sér í stöðubaráttu. 24. Bxc5! dxc5 25. Dg5! Hc7 26. Rf1 Hac8 27. R1d2 Re8 28. Dxe7 Hxe7 29. Rc4 Ba6 Hvítur hefur byggt upp væn- legt tafl og nú er orðið tímabært að reiða til höggs. 30. Rfxe5! Bxe5 31. Rxe5 c4 32. Bxc4 Hxe5 33. Bxa6 Hxc1 34. Hxc1 Hxe4 35. f3 He5 36. Hc5 h4? Afleikur sem leyfir falleg lok. 37. d6! og svartur gafst upp þar sem eftir 37. – Hxc5 38. d7 fæðist óumflýjanlega ný hvít drottning. Jón Viktor Gunnarsson efst- ur á Skákþingi Reykjavíkur Eins og svo oft áður hefur al- þjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson (2.380) forystu á stórmóti hjá Taflfélagi Reykja- víkur sem er að þessu sinni Skákþing Reykjavíkur. Eftir sigra á Sævari Bjarnasyni í fjórðu umferð og Sigurbirni Björnssyni í þeirri fimmtu hefur hann 4½ vinning af 5 mögu- legum. Fast á hæla hans koma nokkrir skákmenn með fjóra vinninga en það eru Dagur Arn- grímsson (2.304), Guðmundur Kjartansson (2.199), Davíð Kjart- ansson (2.290), Sævar Bjarnason (2.288), Tómas Björnsson (2.233) og Hrannar Baldursson (2.164). Áhorfendur eru velkomnir á mót- ið til að fylgjast með en það fer fram í húsakynnum félagsins í Faxafeni 12 og teflt er á miðviku- og föstudagskvöldum auk þess sem skákmennirnir sleppa síð- degis-sunnudagsteinu og taka eina bröndótta í staðinn. Íslenskir skákmenn fjöl- menna á mót á Gíbraltar Helgi Áss Grétarsson Róbert Harðarson Peter Leko Ingvar Þór Jóhannesson SKÁK Caleta-hótelið á Gíbraltar GIBTELE.COM-SKÁKHÁTÍÐIN 25. janúar – 3. febrúar 2005 daggi@internet.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 43 MINNINGAR Fyrstu kynni mín af Einari Rúnari Stef- ánssyni voru þau, þegar ég réði hann í sumarvinnu árið1973 í dieselverkstæðið Boga hf. Þá var hann búinn að ljúka 3. stigi Vélskóla Íslands og átti eftir 4. stigið. Þá kom fljótt í ljós snilligáfa hans og áhugi á vél- fræðilegum atriðum, svo sem straumtæring í kælikerfum dies- elvéla, háþrýstihöggtæringu í dies- el eldsneytiskerfum og hvað var gert til varnar þessari eyðilegg- ingu á vélbúnaði vélanna. Voru þetta ný fræði fyrir Einar, en þau eru ekki kennd í Vélskóla Íslands svo ég viti, ennþá. Alla þessa tíð síðan hafði Einar Rúnar samband við dieselverkstæði Boga hf. með- an hann starfaði sem vélfræðingur á sjó og landi hjá ýmsum fyr- irtækjum. Árið 1970 réðst hann sem dagmaður í vél á m.s. Selfossi milli stiga í Vélskóla Íslands. Ein- ar Rúnar lýkur Vélskóla Íslands árið 1974 samkvæmt breytingum sem gerðar voru á reglum Vélskól- ans árið 1966. Síðan einbeitir hann sér að því að ljúka vélvirkjanámi hjá Vélsmiðju Þorgeirs & Ellerts sem fyrr greinir og lýkur því námi á þremur árum eða árið 1977. Þá fer hann til sjós og starfar á ýms- um togurum, en ílengist síðan á togaranum Guðmundi Í Tungu BA, sem gerður var út frá Patreksfirði. Þar starfaði hann sem yfirvél- stjóri. Þá fyrst komu hæfileikar Einars í ljós, þar sem honum tókst að komast að hvað hrjáði bæði að- alvél og ljósavélar skipsins um margra ára skeið. Í inniveru skips- ins hófst hann handa við að gera við og leiðrétta stillingar og breyta ýmsum búnaði til betri vegar. Kall- aði Einar þá okkur á dieselverk- stæðinu Boga til hjálpar. Það var mjög ánægjuleg vinna að vera með Einari við þessar viðgerðir, sem skiluðu sér í því að auka afl aðal- vélar um 25% um leið og eldsneyt- isnotkun minnkaði um 30%. Sömu sögu er að segja um ljósavélar skipsins. Árið 1980 hætti Einar til sjós og gerist vélstjóri í Hrað- frystihúsi Patreksfjarðar og kenndi á sama tíma við Iðnskólann á Patreksfirði. Nokkru áður en Einar hætti á Guðmundi í Tungu BA tóku menn eftir því að hann var reikull í spori og héldu margir að hann væri með sjóriðu, en fleiri vildu meina að hann væri drukk- inn. En hvorugt var rétt. Það rétta var að þetta voru fyrstu einkenni þess að hann var með þann hræði- lega, langvarandi og ólæknandi MS-sjúkdóm. Enginn vissi þá hvað að Einari Rúnari gekk en miður er að hann var hafður að spotti á Pat- reksfirði vegna þessa. Árið 1982 ræður Einar sig sem 3ja vélstjóra á varðskip og gegnir því starfi til ársins 1984. Þá gefur hann sjómannslífinu endanlegt frí, og ræður sig til Ísaga og starfar þar sem vélstjóri í súr- og gas- verksmiðju fyrirtækisins á vöktum næstu fjögur árin, eða til ársins 1988 er hann lét af störfum vegna veikinda. Árið 1987 öðlast Einar meistararéttindi í vélvirkjun, en það er einnig sama árið og hann er greindur með MS-sjúkdóminn og er að ljúka inngöngu í Oddfellow regluna. Ég sem þessar línur skrifa var leiðtogi hans við inn- tökuna í þann félagsskap. Á því ári kynntist ég eiginkonu Einars Rún- ars, Stefaníu Halldóru Haralds- dóttur verslunarkonu og dætrum þeirra sem áður hefur komið fram. Síðar varð Stefanía starfsstúlka EINAR RÚNAR STEFÁNSSON ✝ Einar RúnarStefánsson vél- fræðingur fæddist í Reykjavík 2. ágúst 1952. Hann lést í Sunnuhlíð 30. des- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 6. janúar. hjá dieselverkstæðinu Boga sf. og hafði með höndum bókhald og launaútreikninga, en Einar Rúnar svaraði í síma fyrirtækisins meðan hann komst upp stigann að skrif- stofu fyrirtækisins og gaf ráð og leiðbeining- ar af reynslu sinni og viskubrunni sínum til viðskiptamanna fyrir- tækisins um leið og hann sparaði spor annarra starfsmanna Boga sf. frá ná- kvæmnisstörfum þeirra. En ég var eigandi og framkvæmdastjóri fyr- irtækisins. Áður en Einar Rúnar gekkst undir þriðja stigs inngöngu í Od- fellowregluna segir Stefanía kona hans mér frá því að Einar hafi fengið úrskurð um að hann hafi greinst með MS-sjúkdóminn. Ég sem leiðtogi hans var því skylt að láta yfirmann stúkunnar vita og taka ákvörðun um að stöðva inn- göngu Einars í Oddfellowregluna. Var nokkur tími til umhugsunar þar til að vígslu Einars kom. Yf- irmaður stúkunnar er einstakur mannvinur og mannþekkjari og vissi og fann að Einar Rúnar Stef- ánsson mundi verða sannur félagi í Oddfellowreglunni og ákvað að taka hann í þennan göfuga fé- lagsskap þrátt fyrir reglurnar um að sjúkum mönnum er ekki leyfð innganga. Einar Rúnar Stefánsson var vígður í stúkuna nr. 11 Þorgeir áttunda október 1987. Fljótlega eftir inntöku Einars í Oddfellowstúkuna ágerðist sjúk- dómur hans þannig að árið 1988 er hann kominn í hjólastól vegna löm- unar. En hann hélt áfram að sækja fundi á hverjum fimmtudegi í stúku sinni þó hreyfihamlaður væri. Það kom í minn hlut að ná í Einar upp í Breiðholt og koma honum í hjólastólinn og út í bíl minn, stundum í snjó og ófærð, fara niður í Vonarstræti 10, setja hjólastólinn saman og hjálpa Ein- ari útúr bílnum í stólinn og baksa honum yfir margar hindranir að aðaldyrum hússins. Þar fyrst kom maður að alvarlegum hindrunum, svo sem þrepum og háum þrösk- uldi inn í húsið. Einar Rúnar heit- inn var bæði hávaxinn og þungur og var því átakavinna að koma honum á leiðarenda. Ekki tók betra við þegar inn var komið. Lyfta hússins gekk ekki niður að forstofugólfi, heldur var tíu tröppu stigi upp að lyftunni. Var þetta erfiðasti hjallinn að yfirstíga þar til að smíðaðar voru sliskjur sem lagðar voru yfir tröppurnar. Fékk maður þá oft stúkubræður til að ýta hjólastólnum upp sliskjurnar. Tel ég einsýnt að þessir annmark- ar á byggingu hússins hafi verið teknir til greina þegar húsið var stækkað að mun, lyftunni breytt og aðkoma að húsinu var slík að nú er gert ráð fyrir að hreyfifatlaðir komist allra sinna ferða í hjólastól- um, utan dyra sem innan dyra. Er það mikið að þakka Einari Rúnari heitnum. Árið 1997 er svo komið fyrir Einari Rúnari að hann er lagður inn á hjúkrunardeild Sunnuhlíðar, aðeins 45 ára gamall, sviptur að miklu leyti sýn og á í erfiðleikum með að tjá sig vegna lömunar í koki, en lífsviljinn var óbilaður og vonin um að nýtt lyf myndi koma á markaðinn, sem myndi gefa honum heilsuna aftur, var það sem Einar lifði fyrir. Ég get ekki sagt annað en að ég fagna því að loksins hafi almættið leyft Einari Rúnari að skipta um vist- arveru yfir í annan heim þar sem honum verður vel tekið af þeim sem á undan eru gengnir yfir móð- una miklu. Í þeirri trú bið ég al- góðan Guð að vera nánustu ætt- mennum Einars Rúnars Stefánssonar líknsamur í söknuði þeirra og missi. Sigurður Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.