Morgunblaðið - 29.01.2005, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 47
FRÉTTIR
Evrópurúta 1 Páskaferð 17. – 29. mars kr. 99.500 plús kr 18.000 fyrir einbýli
Evrópurúta 2 Portúgal – Spánn 5.- 12. apríl kr. 79.500 plús 15.000 fyrir einbýli
Evrópurúta 3 Portúgal – Spánn 12. – 20. apríl kr. 84.500 plús 15.000 fyrir einbýli
Evrópurúta 4: Eystrasaltslöndin
13. – 28. maí 2005
Fararstjóri: Friðrik G. Friðriksson
Íslendingar eru vel kynntir í Eystrasaltslöndunum og sérstaklega velkomnir þangað. Þessi
ferð var farin í fyrsta skipti árið 2003 og tókst frábærilega vel, hreint ævintýri. Það sem
fæstir vita er að þessi þrjú litlu ríki við Eystrasalt eiga sér langa sögu og merkilega
menningu. Til viðbótar við þessi þrjú fyrrum ríki Sovétríkjanna gistum við Gydansk eða
Danzig í Póllandi og Kaliningrad eða Königsberg, sem nú tilheyrir Rússlandi. Að lokum er
dvalið í því landi Skandinavíu, sem fæstir Íslendingar hafa heimsótt, en það er Finnland.
Það verður eingöngu búið á fyrsta flokks hótelum og innifaldir eru 12 kvöldverðir með
fararstjóra.
Verð kr 154.500 plús kr 34.000 fyrir einbýli
Fararstjórinn Friðrik G. Friðriksson mun veita nánari upplýsingar á ferðunum í
aðalskrifstofu Úrvals Útsýnar að Lágmúla 4, alla mánudaga og miðvikudaga milli 14 og 17
í febrúar til 15. mars.
Portúgal og Spánn
Upplýsingar er líka hægt að sækja á heimasíðu Úrvals Útsýnar: www.uu.is undir
“sérferðir” og Evrópurútur, en þar er einnig hægt að skoða myndasafn úr fyrri ferðum.
Beint samband við fararstjóra á öðrum tíma er í síma 551 7538 og með tölvu:
frissigf@mmedia.is
Á þessum árstíma er gróðurinn í Evrópu kominn lengst í
Portúgal og syðst á Spáni enda er veturinn mildastur á þessum
slóðum eins og á Kanaríeyjum. Yfirleitt hlýrra en við
Miðjarðarhafið. Hótelið heitir Iberotel (www.iberotel.pt) og er í
portúgalska fiskimannabænum Monte Gordo syðst á landa-
mærum Portúgals og Andalúsíu á Suður-Spáni. Hótelið er 4
stjörnu lúxus hótel við ströndina, bæði morgunverður og
glæsilegt kvöldverðarhlaðborð eru innifalinn. Allir drykkir með
mat eru innifaldir. Tvær útisundlaugar og ein upphituð inni-
sundlaug. Uppákomur og skemmtun standa til boða flest kvöld
á hótelinu. Á kvöldin er leikin tónlist svo taka má sporið.
Fjölbreytilegar skoðunarferðir eru einnig innifaldar. Flogið er
beint til Faro í Suður-Portúgal með leiguflugi þannig að heildar-
verð ferðarinnar er mjög hagstætt. Þrjár ferðir verða farnar í ár,
fararstjóri í þeim öllum verður Friðrik G. Friðriksson.
Sími 585 4000
KB banki hefur afhent Krabbameinsfélagi Íslands eina milljón króna
sem stuðning við velunnarasöfnun félagsins og einnig fjögur hundruð
þúsund krónur sem söfnuðust í útibúum bankans í tengslum við ár-
veknisátak um brjóstakrabbamein í haust.
Krabbameinsfélag Íslands og KB banki hafa síðustu mánuði haft
samstarf um söfnun velunnara fyrir félagið undir heitinu „Þitt fram-
lag skiptir máli“. Viðskiptavinum KB banka og öðrum býðst að bætast
í hóp þeirra sem nú þegar styrkja félagið með reglulegu framlagi og
hefur KB banki heitið því að leggja fram 500 krónur fyrir hvern þann
sem bætist við. Áðurnefnt framlag er fyrir fyrstu tvö þúsund velunn-
arana.
Á mynd er Sigurður Björnsson formaður Krabbameinsfélags Íslands
að taka við framlaginu frá Hreiðari Má Sigurðssyni forstjóra KB
banka.
KB banki styrkir
Krabbameinsfélagið
Ljósmynd/Kristjan Maack
LESTRARSETUR Rannveigar
Lund í Reykjavíkurakademíunni
boðar til ráðstefnu í dag, laugardag,
kl. 9 um lestur og mál – rannsóknir
og kennslu. Fyrirlesarar eru bæði
innlendir og erlendir og fjalla þeir
um lestur og lestrarörðugleika í ís-
lensku og alþjóðlegu samhengi.
Meginfyrirlestur ráðstefnunnar
er haldinn af Philip H.K. Seymour,
prófessor við háskólann í Dundee.
Aðrir fyrirlesarar eru: Rannveig G.
Lund sérfræðingur, Baldur Sigurðs-
son dósent, Anna S. Þráinsdóttir,
lektor við Kennaraháskólann, Elín
Þöll Þórðardóttir talmeinafræðing-
ur, lektor við McGill-háskóla í Mont-
real í Kanada, Bodil Anderson, ráð-
gjafarfyrirtækinu Spella AB í
Svíþjóð og Neil Mackey, ráðgjafi við
þróun dyslexíuvænna skóla á vegum
bresku dyslexíusamtakanna (BDA).
Ráðstefnan er styrkt af mennta-
málaráðuneyti, Reykjavíkuraka-
demíunni, Félagi íslenskra sérkenn-
ara, Félagi náms- og starfsráðgjafa,
Félagi lesblindra á Íslandi, Náms-
gagnastofnun, Hagþenki og Rann-
sóknarsjóði Kennaraháskóla Ís-
lands.
Ráðstefna um
lestur og mál –
rannsóknir
og kennslu
TÍU umhverfis- og náttúruverndar-
samtök fagna þeirri stefnumótandi
ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að
samþykkja tillögur nefndar um þjóð-
garð norðan Vatnajökuls:
„Nú eru langþráð markmið um
verndun alls vatnasviðs Jökulsár á
Fjöllum og Eyjabakka í augsýn.
Með friðun Jökulsár á Fjöllum og
þveráa hennar, Kreppu og Kverkár,
ætti öllum áformum um að sökkva
Arnardal og breyta Dettifossi að
vera ýtt til hliðar og sú einstæða
náttúra sem þar er að finna að vera
hólpin.
Eyjabakkar, sem skarta sérstæðri
náttúru við rætur Snæfells, hafa ver-
ið bitbein í yfir 20 ár. Með þessari
ákvörðun sér nú loks fyrir endann á
því þrátefli sem staðið hefur um
svæðið.
„Ísland örum skorið“ sýnir virkj-
anakosti á hálendinu samkvæmt
Rammaáætlun um nýtingu vatnsafls
og jarðvarma.Við fögnum því að Jök-
ulsá á Fjöllum og Eyjabakkar eru
ekki lengur hluti af þeirri áætlun og
vonum að fleiri ómetanlegumsvæð-
um við jökuljaðarinn verði á næst-
unni veittir langir lífdagar í Vatna-
jökulsþjóðgarði, svo sem Langasjó,
Laka, að ógleymdum Lónsöræfum!“
Náttúruverndarsamtökin sem að
ályktuninni standa eru: Áhugahópur
um verndun Þjórsárvera, Félag um
verndun hálendis Austurlands,
Fuglavernd, Náttúruvaktin, Nátt-
úruverndarsamtök Íslands, Nátt-
úruverndarsamtök Suðvesturlands,
Náttúruverndarsamtök Vestur-
lands, Náttúruverndarsamtök Aust-
urlands (NAUST)̧ Samtök um nátt-
úruvernd á Norðurlandi (SUNN) og
Umhverfisverndarsamtök Skaga-
fjarðar.
Fagna
ákvörð-
un um
þjóðgarð
BRAUTSKRÁNING fer fram frá
Tækniháskóla Íslands í dag, laugar-
daginn 29. janúar, kl. 13 í Grafar-
vogskirkju. Að þessu sinni útskrifast
128 nemendur frá öllum deildum
skólans.
Brautskrán-
ing frá THÍ