Morgunblaðið - 29.01.2005, Side 48
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Risaeðlugrín
© DARGAUD
EINMITT ÞAÐ SEM ÉG
HÉLT. VATNSLÁSINN ER
STÍFLAÐUR
KOMIÐ!
AAAAAAA
ÞETTA ER
NÚ GOTT! TAKKFYRIR
DÍNÓ!
AAAAHHHH!! GÓÐUR BLUNDUR...
ER FORRÉTTUR
FYRIR
HÁTTATÍMANN
OF STÓR
BOLTI...
SKILDU TÍGRISDÝRIÐ
EFTIR ÚTI Í BÍL
MÁ HOBBES EKKI KOMA
MEÐ? HANN ÆTLAR EKKI
BORÐA NEINN!
NEI,
KALVIN!
VIÐ VERÐUM SAMT AÐ
SKRÚFA NIÐUR RÚÐUNA
SVO HANN FÁI FERSKT LOFT
ERTU TIL Í AÐ SPURJA
HVORT ÉG MEGI HAFA
LYKLANA TIL ÞESS AÐ
HLUSTA Á ÚTVARPIÐ?
Dagbók
Í dag er laugardagur 29. janúar, 29. dagur ársins 2005
Víkverji er ein-hverra hluta
vegna orðinn eitthvað
voðalega viðkvæmur
fyrir því hvernig hann
er ávarpaður í síma.
Kannski ekki að
ástæðulausu heldur.
Fátt fer nefnilega
meira í taugarnar á
Víkverja en dauðir og
merkingarlausir fras-
ar, gullhamrar og
skjall sem fólk er farið
að nota í tíma og
ótíma. Á þetta sér í
lagi við vissar starfs-
stéttir, gjarnan þá sem vinna við það
að vera hressir og skemmtilegir,
vinalegir og opnir; hafa af því hag að
koma sér í mjúkinn hjá sem flestum,
eiga marga kunningja sem geta klór-
að þeim á bakinu þegar þannig
stendur á. Þetta eru sölumenn dauð-
ans, gjarnan markaðs- og kynning-
armenn þessa heims.
x x x
Sæll meistari,“ er algengasti fras-inn, skelfilega marklaus. Nema
markaðsmönnunum finnist Víkverji
í alvöru vera meistari. Sem væri
reyndar ekkert slor því Víkverja var
einhvern tímann tjáð að það væri
bara til einn meistari og sá væri Þór-
bergur. Nú eru þeir sem
sagt orðnir tveir.
Stundum er Víkverji
líka sagður „höfðingi“.
Sannarlega höfðinglegt
ávarp það, ef einhver
meining væri með því
þ.e.a.s.
Annað sem fer óskap-
lega í taugarnar á Vík-
verja þegar hann ræðir
við sér yngra fólk í síma
er þegar það fer að
ávarpa Víkverja sem
„sinn“: „Hvað segirðu,
Víkverji minn“ og kalla
Víkjverja svo „kallinn
sinn“: „Heyrðu, kallinn minn“. Einn-
ig þykir Víkverja eitthvað stuðandi
þegar yngra fólk kallar hann vin eða
væna: „Heyrðu, vinur“ eða „Heyrðu,
væni minn“.
Þetta er óbærilegur yfirlæt-
isbragur.
x x x
Víkverji gat ekki annað en brosaðút í annað um daginn þegar hann
horfði á beina útsendingu frá Golden
Globe-verðlaununum. Þá sagði þul-
urinn um myndina Ray, sem fjallar
um sálarsöngvarann Ray Charles,
að Charles hefði náð að „sjá“ loka-
útgáfuna áður en hann lést á síðasta
ári. Bíddu, var karlinn ekki blindur?
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Valsheimilið | Margir sterkustu menn Íslands mæta til leiks í dag kl. 13 í
Valsheimilinu þegar keppt verður á Íslandsmótinu í bekkpressu. Meðal ann-
ars verður reynt í fyrsta sinn við 300 kíló. Hver sem úrslitin verða er ljóst að
kraftakarlarnir Ingvar Jóel og Auðunn Jónsson munu ekki láta deigan síga
og keppa drengilega til síðasta svitadropa.
Morgunblaðið/Golli
Kraftajötnar etja kappi
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Þú hefur breytt eftir mér í kenningu, hegðun, ásetningi, trú, langlyndi,
kærleika, þolgæði. (2.Tím. 3, 10.)