Morgunblaðið - 29.01.2005, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 49
DAGBÓK
ALLT NÝJAR
VÖRUR Í
VERSLUNINNI
www.hm.is
TÍSKA ● GÆÐI ● BETRA VERÐ
Nýr listi
Pantið í síma: 5 88 44 22
Nú er lag í Glæsibæ!
Munið þorrablót F.H.U.R. í kvöldkl. 20.00
Húsið opnað kl. 19.00 og dansleikur hefst kl. 22.30.
Harmonikuhljómsveitir Grettis Björnssonar,Ingvars Hólmgeirssonar og
Þórleifs Finnssonar auk Vindbelgjanna leika fyrir dansi til kl.2.00.
Allir velkomnir.
Borðapantanir fyrir matargesti í símum 845 2761 og 568 6422
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík - Þjóðdansféag Reykjavíkur F.H.U.R
Vináttu- og menningarfélag Mið-Austurlanda (VIMA) efnir til kynn-ingar- og fræðslufundar um félagið áKornhlöðuloftinu bak við Lækjarbrekku
v. Bankastræti í dag kl. 14. Þar mun m.a. Mörður
Árnason alþingismaður segja frá upplifun sinni,
reynslu og lærdómi af ferð til Líbanons og Sýr-
lands haustið 2003. Þá mun Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður segja frá þrem-
ur arabískum dívum, Úmm Kaltúm frá Egypta-
landi, Fairúz frá Líbanon og Natössju Atlas. „En
hún er eiginlega gangandi Gaza-svæði, palestínsk,
egypsk, bresk og gyðingur, alin upp í innflytj-
endaúthverfum Belgíu og Englands,“ segir Ragn-
heiður. „Svo gefum við okkur alltaf góðan tíma til
kaffidrykkju, skrafs og ráðagerða á þessum fund-
um og auðvitað eru allir þeir sem áhuga hafa á
Mið-Austurlöndum velkomnir, ekki bara fé-
lagsmenn.“
Hvað heillar þig við þennan menningarheim?
„Það er svo margt sem mér hefur þótt merkilegt
að reka mig á. Mér þykir gaman að spekúlera í
tískustraumunum í blæju- og slæðuburði kvenna á
götum úti og í tískubúðunum, prútta um krydd og
ilmolíu á mörkuðunum, reyna að þekkja Írani og
Sáda úr í mannmergðinni á klæðaburðinum einum,
hlusta á útvarp og horfa á sjónvarp þótt ég skilji
fátt annað en landa- og mannanöfn, alls staðar eru
þessir miðlar með sama sniði. Að koma úr vín-
menningunni hér vestra og læra að njóta þess að
drekka vatn með mat á fínustu veitingahúsum,
sakna víns ekki hót. Virða fyrir sér mannlífið og
hlusta á bænakallið frá testofunni tottandi vatns-
pípu með eplabragði milli dísætra tesopanna. Að
horfast í augu við fjórðu kynslóð landlausra, pal-
estínskra flóttamanna í búðunum í Sattilla í Beirút
og vitja minningarreitsins um fjöldamorðin þar og
í Sabra fyrir rúmum tuttugu árum, þaðan fer eng-
inn ósnertur. Virða fyrir sér skemmdirnar á Beir-
útborg eftir 17 ára stríðið þar og ekki síður upp-
bygginguna í nýja miðbænum. Að hlusta á klukkur
elstu þjóðkirkju í heimi, þeirrar armensku, renna
saman við bænakallið úr moskunum norður í neon-
ljósadýrðinni í Aleppó í Sýrlandi. Standa frammi
fyrir 7–10 þúsund ára mannkynssögunni í öðrum
hverjum hól, svo ekki sé nú talað um Byblos, Dam-
askus, Sidon, Palmyru og Karþagó. Og upplifa
jafngamla og algjörlega sjálfsagða og ómeðvitaða
gestrisni og velvild íbúanna í garð ferðamanns frá
fjarlægum, vestrænum slóðum staðfastrar þjóðar.
Þessi gestrisni og velvild kom mér nokkuð á óvart
en ég varð agndofa þegar ég heimsótti Ommajad-
moskuna í Damaskus. Ég hafði ekki áttað mig á að
moskurnar, í Sýrlandi að minnsta kosti, hýsa ekki
aðeins trúariðkun og fræðslu, moskur eru iðandi
félagsheimili milli bæna, fullar af börnum, konum
og körlum að spjalla, leika sér, snæða nesti eða
hvílast.“
Menningarfræðsla | Kynningar- og fræðslufundur um Mið-Austurlönd í Kornhlöðunni í dag
Menning, saga og gestrisni
Ragnheiður Gyða
Jónsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1957.
Hún lauk stúdentsprófi
frá MR 1977 og stundaði
frönskunám við Univer-
sité Paul Valery í Mont-
pellier í Frakklandi
1978–1979. Þá nam hún
hugvísindi og sam-
skiptafræði við Univers-
ité Paris X-Nanterre.
Ragnheiður hóf störf hjá RÚV 1979 og var
fréttaritari RÚV í Frakklandi 1985–1989, en
sneri sér þá að dagskrárgerð hjá RÚV og starf-
aði við hana til 2003. Þá var hún blaðamaður á
DV þar til hún hóf störf á væntanlegri útvarps-
stöð 365 ljósvakamiðla.
Ragnheiður á eina dóttur.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
50 ÁRA afmæli. Helga BjarndísNönnudóttir er fimmtug í dag,
laugardaginn 29. janúar. Hún er í
faðmi fjölskyldunnar á afmælisdaginn.
Gullbrúðkaup | Í dag, laugardaginn
29. janúar, eiga 50 ára hjúskap-
arafmæli hjónin Þórunn I. Árnadóttir
og Sverrir Hallgrímsson, af því tilefni
verða þau í faðmi fjöskyldunnar.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Gott leikrit
ÉG FER oft í leikhús. Sl. helgi sá
ég Héra Hérason í Borgarleikhús-
inu og fannst það frábært, mjög
fyndið og rosa flott uppsett. Oft er
sagt að leikhúsin geri lítið fyrir
unglinga. Þessvegna langar mig að
mæla með þessari sýningu fyrir
fólk á öllum aldri.
Þetta er ein athyglisverðasta
sýning sem ég hef séð lengi.
Anna María, 15 ára.
Gleymska?
HÉR sit ég í byrjun nýs árs, tár-
votur af ánægju yfir þeirri yf-
irburðadómgreind og réttlæt-
iskennd sem í því felst hjá forseta
vorum að sæma Valgerði Sverr-
isdóttur iðnaðarráðherra stórridd-
arakrossi hinnar íslensku fálka-
orðu fyrir að hafa fært okkur,
fátækum og smáum, Kára-
hnjúkavirkjun, Impregilo og Al-
coa.
En ég sakna þarna Kristjáns
stórtenórs og framkvæmdastjóra
olíufélaganna fyrir þeirra lofs-
verðu sjálfsbjargarviðleitni, að
ógleymdum Halldóri og Davíð,
fyrir blessað Íraksstríðið.
En í alvöru. Hvers vegna þarf
Ólafur Ragnar endilega að hafa í
þessum krossberahópi ein-
staklinga sem fá mörg okkar, sem
fórum á kjörstað í sumar og skil-
uðum ekki auðu, til að iðrast þess?
Indriði Aðalsteinsson,
Skjaldfönn v/Djúp.
Er Bónus gjaldþrota?
UM MIÐJAN janúar ætlaði ég að
skipta bók í Bónus sem ég fékk í
jólagjöf (ég fékk tvær eins). Því
var hreytt í mig að þeir tækju ekki
við bókum eftir 9. janúar, það væri
á hreinu.
Ég var með kassakvittun frá
þeirri búð sem bókin var keypt í,
þ.e. Bónus í Kringlunni. Það
breytti engu, það var bara sagt
þvert nei. Ég reyndi að útskýra
fyrir þeim að ég væri utan af landi
og hefði ekki komist í bæinn fyrr
en 14. janúar sl., en sama svarið:
„Nei, við tökum ekki bókina.“
Ég reyndi einnig að útskýra fyr-
ir þeim af hverju ég hefði ekki
komist í bæinn á þessum dögum,
en við þurftum m.a. að rýma heim-
ilið vegna snjóflóðahættu, síðan
þurfti ég að leika undir við kistu-
lagningu hinn 7. janúar og við
jarðarför 8. janúar, en ég er org-
anisti á Patreksfirði. Bónus-
mönnum er sennilega nákvæmlega
sama og þeir neituðu að taka við
bókinni og þar við sat.
Þetta er léleg þjónusta og mér
finnst þetta lélegt fyrirtæki.
Það má vel vera að Bónus verði
gjaldþrota við að taka til baka eina
bók, en þá væri mér líka nákvæm-
lega sama.
Ragnar Jónsson,
Mýrum 17, Patreksfirði.
Kettlingar fást gefins
ÆÐISLEGA fallegir átta vikna
kassavanir kettlingar fást gefins á
gott heimili. Áhugasamir hafi sam-
band í 869-1225 eða 823-0875.
Morgunblaðið/Kristinn
Anna María mælir með því að fólk
fari að sjá Héra Hérason.
Brúðkaup | Gefin voru saman 25. júlí
2004 í Hveragerði þau Bryndís Valdi-
marsdóttir og Sævar Þór Helgason.
Ljósmynd/Stúdíó Sissu
MIKIÐ verður um dýrðir í
IÐU í Lækjargötu í dag kl.
16, en þá mun ítalski kaffi-
framleiðandinn Lavazza
opna sýningu á ljós-
myndum úr almanaki sínu
fyrir árið 2005.
Margir fremstu ljós-
myndarar heims hafa frá
árinu 1994 tjáð þetta uppá-
halds kaffi Ítala á sinn list-
ræna hátt, og má þar nefna
Helmut Newton, David
LaChapelle og Ellen Von
Unwerth.
Að sögn Eyglóar B.
Ólafsdóttur, markaðsstjóra
Lavazza, er almanaksins
ávallt beðið með eftirvænt-
ingu í ljósmyndaheiminum, enda sé
þar um safngrip að ræða sem komi
út í takmörkuðu upplagi ár hvert.
„Hver og einn listamaður tjáir sína
sýn á viðfangsefnið, espresso og
vörumerki Lavazza sem hefur skip-
að veigamikinn sess í kaffimenn-
ingu Ítala allt frá árinu 1895,“ segir
Eygló.
Ljósmyndari ársins 2005 er hinn
hollenski Erwin Olaf, og er þemað
að þessu sinni tengt sirkus og því
hreyfiafli sem espresso veitir svo
mörgum í daglegu lífi.
Í dag verður í IÐU boðið upp á
ýmsa nýstárlega kaffidrykki frá
Lavazza kaffiskólanum í Torino á
Ítalíu. Á 2. hæð IÐU eru auk þess
veitingastaðurinn Sowieso og sæl-
keraverslunin Yndisauki, en þar
verða ýmis tilboð og veitingar í boði
sem tengjast ítalskri kaffimenningu
og Lavazza, s.s. úrval af kaffibaun-
um, espresso kaffiblöndum og
espressovélum.
Listræn ljósmyndun og Lavazza
Opnun sýningarinnar er milli kl. 16
og 18 í dag, en hún stendur til 13.
febrúar.