Morgunblaðið - 29.01.2005, Page 51

Morgunblaðið - 29.01.2005, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 51 DAGBÓK Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirðingabúð á morgun, sunnu- dag, kl. 14, fyrsti dagur í fjögurra daga keppni. Kaffiveitingar, allir velkomnir. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar bjóða Hana-nú- hópnum og öllum eldri borgurum til samverustundar í Ásgarði Glæsibæ í dag kl. 10. Kaffiveitingar, grín og glens. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Gönguhópur leggur af stað frá Kirkju- hvolskjallaranum kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Miðvikud. 2. febrúar í hádeginu þorrahlaðborð, í heimsókn koma börn úr Ártúnsskóla með þjóðlegan fróðleik, sunginn og lesinn, umsjón Ellert Borgar Þorvalds- son skólastjóri. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öll- um opið. Gönguhópi Háaleitishverfis í Hæðargarði 31 er í dag boðið til Göngu-Hrólfa í morgunveislu, skemmtiatriði, dans, gleði, brottför kl. 10 frá Hæðargarði 31. Miðar á þorra- blótið hinn 4. febrúar kl. 17 til sölu. Upplýsingar í s. 568-3132. Krabbameinsfélagið | Styrkur – sam- tök krabbameinssjúklinga og að- standenda þeirra halda þorrablót í dag kl. 19 í Skógarhlíð 8, 4. hæð. Jó- hannes Kristjánsson skemmtir, happ- drætti og fleira. Hljómsveitin Capri leikur fyrir dansi. Veislustjóri Margrét Sigurðardóttir. Miðasala í s. 896- 5808. Allir velkomnir. Kirkjustarf Hallgrímskirkja | Uppáhaldskvæðið mitt kl. 17. Lesið úr verkum sr. Hall- gríms Péturssonar í suðursal kirkj- unnar. Guðmundur Andri Thorsson, Svanhildur Óskarsdóttir, Þorsteinn frá Hamri o.fl. lesa og fjalla stuttlega um kvæði að eigin vali eftir Hallgrím Pét- ursson. Kaffiveitingar. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna- stund laugardaga kl. 20, bænastund virka morgna frá kl. 6–7. Almenn sam- koma sun. 30. jan. kl. 16.30 Ræðu- maður Vörður Leví Traustason. Gosp- elkór Fíladelfíu leiðir söng. Barnakirkja. Miðvikud. 2. feb. kl. 18 fjölskyldusamvera – „súpa og brauð“. Fimmt. 3. feb. kl. 15. samvera eldri borgara. Bænastund laugardaga kl. 20. Morgunblaðið/Ómar Bessastaðakirkja 1. e4 c6 2. d4 d5 3. Rd2 dxe4 4. Rxe4 Bf5 5. Rg3 Bg6 6. h4 h6 7. Rf3 e6 8. Re5 Bh7 9. Bd3 Bxd3 10. Dxd3 Rd7 11. De2 Rgf6 12. Bd2 Db6 13. 0-0-0 Dxd4 14. Bc3 Da4 15. Kb1 Rb6 16. Rxf7 Kxf7 17. Bxf6 Kxf6 18. Hhe1 He8 Staðan kom upp í C-flokki Corus- skákhátíðarinnar sem fram fer þessa dagana í Wijk aan Zee í Hollandi. Harmen Jonkman (2.399) hafði hvítt gegn Leon Pliester (2.383). 19. Df3+! Kg6 19. ... Ke7 hefði ekki gengið heldur upp þar eftir t.d. 20. Df5 Dc4 21. Dg6! getur svartur ekki varið sig með góðu móti. 20. Hxe6+! og svart- ur gafst upp enda verður hann mát eftir 20. ... Hxe6 21. Df5#. Hvítur á leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Sama og þegið. Norður ♠K9 ♥Á972 N/Allir ♦DG1094 ♣K8 Vestur Austur ♠43 ♠10762 ♥1085 ♥KD64 ♦K632 ♦874 ♣D1065 ♣92 Suður ♠ÁDG85 ♥G3 ♦Á ♣ÁG743 Bandaríski spilarinn Peter Weichsel er hetja dagsins, en hann var í vörninni í vestur gegn sex spöðum eftir þessar sagnir: Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 1 spaði Pass 1 grand Pass 3 lauf Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass 6 lauf Pass 6 spaðar Allir pass Spilið er frá Spingold-keppninni 1996. Weichsel hitti á hjarta út. Sagn- hafi tók fyrsta slaginn með ás, fór heim á tígulás, spilaði blindum inn á spaða- kóng, síðan tíguldrottningu úr borði og henti hjartagosa heima. Hvernig metur lesandinn nú horfur sagnhafa? Þær eru góðar. Jafnvel þótt vestur fái slaginn á tígulkóng, má henda þremur laufum heima niður í G109 í tígli og það gefur tólf slagi í allt. En nú kemur til kasta Weichsels í vestur. Hann dúkkaði tíguldrottn- inguna leiftursnöggt! Sagnhafi spilaði aftur tígli og henti laufi, en nú drap Weichsel og spilaði enn tígli, sem aust- ur trompaði. Suður varð að yfirtrompa, en það þýddi að einn slagur á tígul fór fyrir lítið og sagnhafi varð annaðhvort að svína fyrir laufdrottningu eða reyna að trompa lauf í borði. Hvorugur mögu- leikinn heppnaðist og slemman tap- aðist. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is „UPPÁHALDSKVÆÐIÐ mitt,“ er yfirskrift samkomu sem fram fer í Hallgrímskirkju í dag kl. 17 á veg- um Listvinafélags Hallgríms- kirkju, en þar verður lesið úr verkum Hallgríms Péturssonar. Skáldin Þorsteinn frá Hamri og Guðmundur Andri Thorsson munu lesa sín uppáhaldskvæði ásamt bókmenntafræðingunum Kristjáni Eiríkssyni, Svanhildi Ósk- arsdóttur, Þórunni Sigurðardóttur og Margréti Eggertsdóttur, sem öll vinna að fræðilegri útgáfu af verkum skáldsins. Öll tóku þau að sér að velja eitt kvæði, veraldlegt eða andlegt eftir Hallgrím, gera stuttlega grein fyrir því og lesa fyrir áhorfendur. Boðið verður upp á kaffiveitingar og á milli upplestra leika þau Tómas Egg- ertsson píanóleikari og Sif Thul- inius fiðluleikari tónlist eftir J.S. Bach. „Við erum að reyna að svara þeirri spurningu hvað það er sem gerir Hallgrím svona sérstakan,“ segir Margrét Eggertsdóttir. „Við þekkjum hann öll út frá Pass- íusálmunum og þeirri stöðu sem þeir hafa í okkar menningu og sögu, en þá gleymist ýmislegt ann- að sem hann hefur gert. Meðal kveðskapar Hallgríms má nefna ádeilukvæði, rímur, lausavísur, nýárssálm og kvöldvers. Ég held að þessi upplestur geti dýpkað skilning okkar á skáldinu Hall- grími Péturssyni og bætt við fleiri dráttum í myndina af honum. Sumir hafa sagt að þótt hann hefði ekki ort Passíusálmana hefði hann engu að síður verið okkar helsta skáld frá 17. öld.“ Margrét segir bæði gæði og fjöl- breytni einkenna skáldskap Hall- gríms. „Hann getur verið mjög beinskeyttur og skýr en um leið er þarna ákveðin lífsspeki sem manni finnst alltaf eiga erindi, sígild heil- ræði. Ég ætla sjálf að lesa kvæði um lífsgæði og hamingju, sem mér finnst enn vera í fullu gildi, en fyrsta erindi þess hljómar svona: Hvað verður fegra fundið, en friður og rósamt geð? Angur úr huga hrundið, hjarta glaðvært þar með. Innbyrðis elskan hreina, með æru í hverjum stað. Heims eftirlætið eina, eflaust dæmi ég það.“ Uppáhaldskvæðin eftir Hallgrím Dagskráin hefst sem áður segir kl. 17 og kostar 500 kr. inn. ÝMSUM spurningum um þjóðarsál Íslendinga er velt upp á sýningu Þjóðminjasafnsins, Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun, sem opnuð verður almenningi í Bogasalnum í dag. Sýningin er ein sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, en þar verða sýnd verk 42 hönnuða sem sýningarhöf- undarnir Páll Hjaltason arkitekt og Steinunn Sigurðardóttir fatahönnuður hafa valið eftir sex flokkum: snjórinn, sauðkindin, sjórinn, þjóðbún- ingurinn, hraunið og þjóðlegt. Verkin á sýning- unni spanna allt frá arkitektúr til skartgripa og er leitast við að sýna hvernig íslensk hönnun byggist á grunni arfleifðar og lands en er út- færð, endurnýjuð og aðlöguð nýjum aðstæðum og þörfum samtímans. Í sýningarskrá segir Ásdís Ólafsdóttir m.a. um sýninguna: „Getur þjóðarsálin búið í klakaboxi, á snaga eða í gallabuxum? Spurningin virðist ófyr- irleitin, en ef við stöldrum aðeins við stinga aðr- ar spurningar upp kollinum. Hvað er þjóðarsál? Hver eru sameiningartákn þjóðar? Hvernig birt- ist arfleifðin?“ Þá veltir Ásdís því fyrir sér hvernig ör þróun frá landbúnaðarsamfélagi yfir í iðnvæðingu, úr sveit og sjávarplássum í borg hafi haft áhrif á það hvernig fólk sem nú elst upp í alþjóðlegu tölvusamfélagi muni eftir skautbún- ingnum, fiskihjöllum og fjármörkum. Þá segir Ásdís íslenska hönnuði í dag virka íbúa heims- þorpsins, en um leið sé ómurinn af arfleifðinni til staðar í verkum margra þeirra. Hann laumist inn í hátæknileg efni, birtist í staðbundnum við- fangsefnum og formum eða í hefðbundnum efni- viði. Meira að segja þjóðartákn eins og fáninn eða krónan hasli sér nýjan völl á ólíklegustu stöðum. „Þessi þróun virðist hafa færst í vöxt undanfarin ár. Kannski er þörfin fyrir skilning á eigin fortíð, sérkennum og sögu einmitt brýnni á tímum vaxandi hnattvæðingar. Þar að auki á iðnhönnun hér á landi sér hvorki hefð né skráða sögu, það fellur því í hlut listamannanna að skapa þessa hefð. Hlutirnir sem hér eru sýndir byggjast á grunni arfleifðar og lands. Þetta er grunnurinn eða ómurinn sem er síðan endurnýjaður, útfærð- ur og aðlagaður nýjum þörfum og aðstæðum. Þannig verður nýtni að leikfangi, nauðsyn að munaðarvöru og hið heilaga öðlast líf,“ segir Ás- dís ennfremur í sýningarskránni. Íslensk hönnun og þjóðarsál ómar í Þjóðminjasafni Sýningin verður opnuð almenningi í dag og stendur til 1. maí. ÍSRAELSKA myndlistar- konan Efrat Zehavi opnar í dag kl. 17 sýningu sína „Fireland,“ í Gallerí Dverg, í kjallara bakhúss við Grund- arstíg 21. Efrat Zehavi fæddist í Ísr- ael árið 1974, en býr og starfar í Hollandi. Hún hefur sýnt skúlptúra, gjörninga- og ljósmyndaverk sín í Hol- landi, Þýskalandi, Austurríki og Ísrael. Framundan hjá henni er birting á fjölda ljós- myndaverka í tveimur veg- legum listabókverkum í Amsterdam, Hollandi og sýn- ingarhald í Amsterdam og Jerúsalem. Efrat býr og starfar í Hollandi. Verkið „Fireland,“ er inn- setning, sem er innblásin af frásögnum af afdrifum borg- arinnar Pompei, í tengslum við nútímann. „Eins og við vitum, þá ollu hamfarirnar þar miklum mannskaða, en hins- vegar skapaðist í kjölfar þeirra mikill hafsjór upplýsinga um hinn forna tíma. Það er þessi mótsögn eyðileggingar og á sama tíma varð- veislu, sem heillar mig,“ segir Efr- at, en í verkum sínum mótar hún mannslíkamann í frystar stellingar og leitast þannig við að steingera hugarástand ákveðins tímapunkts, að eigin sögn líkt og öskulagið í Pompei, sem frysti svip sársauka og þjáningar fórnarlamba eldgoss- ins. „Þegar hugsað er um náttúr- una og tilraunir okkar til þess að skilja vald hennar, eru spurning- arnar sem varpað er fram oft sið- ferðislegs eðlis: Ríða nátt- úruhamfarir yfir landsvæði sem refsing Guðs, líkt og Nóaflóðið? Hver eru okkar samskipti við og ábyrgð gagnvart náttúrunni? Í verkum mínum velti ég upp stór- brotnum atburðum og spurningum sem þessum, í innsetningum sem ég nefni „kyrrar leikhússenur“. Eldland eyðileggingar og varðveislu í Galleríi Dvergi Sýningin er opin fimmtudaga til sunnudaga klukkan 17–19 og eftir samkomulagi (s. 8658719), og stendur til 13. febrúar. Morgunblaðið/Jim Smart TVÆR nýjar sýningar opna í Safni í dag kl. 16, en þar er ann- ars vegar um að ræða nýja ljós- myndaseríu Stephan Stephensen, „AirCondition“ og hins vegar inn- setningu Jóhanns Jóhannssonar, sem tengist tónverki hans „Virðu- legu forsetar“. Báðir eru þessir listamenn þekktir úr tónlistarlífinu. Stephan þekkja margir sem President Bongó í GusGus, en Jóhann er sjálfstætt starfandi tónskáld og meðlimur Apparat orgelkvartetts- ins. Tónlistarmenn sýna myndverk í Safni Stephan Stephensen Jóhann Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.