Morgunblaðið - 29.01.2005, Síða 54
54 LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
ÍSLANDSBANKI
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. Sýnd kl. 2. Ísl tal kl. 3.45 og 8. B.i. 10 ára
VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I
Í
I I
ÍSLANDSBANKI
VIÐSKIPTAVINIR
ÍSLANDSBANKA FÁ 20%
AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI
I I I I
Í
I I
SIDEWAYS
kl. 2, 5, 8 og 10.40.
Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.40. B.i. 14 ára
„skylduáhorf fyrir
bíófólk, ekki spurning!“
WWW.BORGARBIO.IS
ATH. miðaverð kr. 400.
„Sideways er eins og
eðalvín með góðri
fyllingu. Hún er
bragðgóð, þægileg og
skilur eftir sig fínt
eftirbragð“ Þ.Þ. FBL
Tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. besta mynd,
leikstjóri og handrit
il f i r til
. . . t ,
l i tj ri rit
Óskarsverðlauna
„Fullkomlega
ómissandi mynd“
S.V. MBL.
5
T.V. Kvikmyndir.is
Ó.Ö.H. DV
“Þetta er stórkostleg
kvikmynd sem virkar
fyrir alla…”
tilnefningar til
óskarsverðlauna
þ.á.m. Besta mynd, besti
leikstjóri, besti
leikari-Leonardo
Dicaprio, bestu
aukaleikarar-Cate
Blanchett og
Alan Alda.
11
tilnefningar til
Óskarsverðlauna
þ.á.m. besta mynd, leikari
og handrit7
Sýnd kl. 4, 8 og 11.10.
Sýnd kl. 8, 10 og powersýning
12 á miðnætti B.i. 14 ára
Áður en hún finnur frið
verður hún að heyja stríð
Frá þeim sem færðu
okkur X-Men kemur
fyrsta stórmynd ársins
Svakalega flott
ævintýraspennumynd
með hinni sjóðheitu
og sexý Jennifer
Garner
l l
i
i i j i
i
Fædd til að berjast þjálfuð
til að drepa
Sýnd kl. 4 og 6.
Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð
Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa
Frá þeim
sem færðu
okkur X-
Men
kemur
fyrsta
stórmynd
ársins
i
f
-
f
i
Svakalega
flott
ævintýraspen
numynd með
hinni
sjóðheitu og
sexý Jennifer
Garner
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 14 ára
POWERSÝNING
KL. 12 á
MIÐNÆTTI
Sýnd kl. 5.50 og 10.15.
MMJ kvikmyndir.com
Ó.Ö.H. DV
Ó.H.T. Rás 2
„Ein snjallasta mynd ársins...
Ógleymanleg...ljúf kvikmyndaperla“
SV Mbl.
Ó.H.T. Rás 2
KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Gauta-
borg var sett í gær og er hafin kvik-
myndaveisla með 450 mynda hlað-
borði sem stendur til 7. febrúar.
Þessi stærsta kvikmyndahátíð á
Norðurlöndum laðar marga gesti til
Gautaborgar þá tíu daga sem hún
stendur og er hátíðin tilhlökkunar-
efni fyrir allt kvikmyndaáhugafólk.
„Lýsir upp þennan leiðinlegasta tíma
ársins,“ eins og einn sem tekur sér
frí frá vinnunni á lögfræðistofunni á
meðan hátíðin stendur yfir orðaði
það.
Það er a.m.k. af nógu að taka á há-
tíðinni sem setur nú svip sinn á þessa
hálfrar milljónar manna borg á vest-
urströnd Svíþjóðar. Kvikmyndahá-
tíðin leggur undir sig bíósali um alla
borg, veitingahús, hótel og sam-
komustaði af öllu tagi. Í tengslum við
hátíðina verða haldin ýmiss konar
námskeið, tónleikar, fundir og fyr-
irlestrar og ljóst er að íbúum Gauta-
borgar á eftir að fjölga umtalsvert í
tíu daga en gestir hátíðarinnar eru
jafnan yfir hundrað þúsund.
Bjólfskviða sýnd meðal
kvikmynda í smíðum
Meðal þeirra sem halda námskeið í
tengslum við kvikmyndahátíðina er
Valdís Óskarsdóttir klippari sem
hvað þekktust er fyrir klippingu á
myndunum Eternal Sunshine of the
Spotless Mind og Festen, og mun
hún fræða námskeiðsgesti um kvik-
myndaklippingu og sýna úr verkum
sínum.
Einnig koma til Gautaborgar
Laufey Guðjónsdóttir, for-
stöðumaður Kvikmyndastofnunar,
Sturla Gunnarsson leikstjóri og
Anna María Karlsdóttir framleið-
andi, sem tekur einnig sæti í dóm-
nefnd á hátíðinni. Sturla og Anna
María verða með kvikmynd í smíðum
í farteskinu, Beowolf and Grendel
eða Bjólfskviðu, og munu kynna
hana á „Work in Progress“-
dögunum innan Nordic Event-
hátíðarinnar sem haldin er innan að-
alhátíðarinnar dagana 3.–6. febrúar.
Markmið Nordic Event er að styrkja
stöðu norrænna kvikmynda og vera
fundarstaður fyrir kvikmyndagerð-
armenn og m.a. forsvarsmenn kvik-
myndahátíða og dreifingarfyr-
irtækja.
Heimildarmyndir og tónlist
A.m.k. tveir íslenskir leikstjórar
fylgja sínum myndum, þ.e. Ari Alex-
ander og Ólafur Sveinsson, en fjórar
íslenskar myndir í fullri lengd verða
sýndar á hátíðinni. Þar af eru þrjár
sem flokkast sem heimildarmyndir
og ber þar hæst Gargandi snilld eftir
Ara Alexander sem tekur þátt í að-
alkeppni hátíðarinnar og Nordic
Event. Screaming Masterpieces er
alþjóðlegur titill þessarar nýju heim-
ildarmyndar um íslenska tónlist þar
sem Sigur Rós, Björk, Mugison og
Steindór Andersen koma m.a. fyrir.
Hinar heimildarmyndirnar eru
Múrinn (On the Edge eða Schräge
Zeit) eftir Ólaf Sveinsson þar sem
fjallað er um Austur-Þýskaland fyrir
og eftir fall múrsins og Mjóddin eða
Small Mall eftir Robert Douglas sem
í handbók hátíðarinnar er líkt við
raunveruleikaþátt með handriti. Auk
þess verður Stuðmannamyndin Í
takt við tímann eftir Ágúst Guð-
mundsson sýnd á hátíðinni. Kvik-
myndahátíðargestir geta þá séð
þrjár íslenskar stuttmyndir, Síðasta
bæinn eftir Rúnar Rúnarsson, Síð-
ustu orð Hreggviðs eftir Grím Há-
konarson og Með mann á bakinu eft-
ir Jón Gnarr.
Sideways-tvíeykið á staðnum
Meðal áhugaverðra og þekktra
gesta á kvikmyndahátíðinni verða
þýski kvikmyndaleikstjórinn Wim
Wenders sem kynnir nýjustu mynd
sína Land of Plenty. Eitt aðalþema
hátíðarinnar í ár er einmitt þýsk
kvikmyndagerð en þar ríkir nú vor
samkvæmt sérfræðingunum. Fleiri
þýskar myndir sem þykja áhuga-
verðar eru m.a. hin umdeilda Der
Untergang, mynd Olivers Hirsch-
biegel um ævi Hitlers, og frum-
raunin About a Girl (Die Boxerin)
um unglingsstúlku sem ungur leik-
stjóri, Catharina Deus, fylgir úr
hlaði á hátíðinni.
Leikstjóri hinnar rómuðu Side-
ways, Alexander Payne, mætir með
myndina á hátíðina ásamt handrits-
höfundinum Jim Taylor. Sá síð-
arnefndi heldur námskeið í handrits-
gerð og lýsir því hvernig hægt er að
skrifa karaktera eins og t.d. í Side-
ways eða About Schmidt. Sideways
er eina myndin á hátíðinni úr hópi
þeirra sem tilnefndar hafa verið til
Óskarsverðlauna fyrir bestu mynd
og sænska myndin Såsom i himmel-
en er sú eina úr hópi þeirra sem til-
nefndar hafa verið til Óskars-
verðlauna sem besta erlenda
myndin.
Sem brot af hinum fjölmörgu
áhugaverðu myndum á hátíðinni má
nefna rússnesku myndina Koktebel
sem sögð er fallegasta vegamynd
ársins og hefur hlotið verðlaun á
fleiri kvikmyndahátíðum. Og fram-
lag Tékklands til Óskarsverð-
launanna, sem hlaut þó ekki náð, Up
and Down, samtímamynd sem segir
þrjár sögur í einu. Judi Dench og
Maggie Smith sýna víst stjörnuleik í
myndinni Ladies in Lavender í leik-
stjórn Charles Dance sem hingað til
hefur verið þekktari sem leikari og
svo má nefna umdeilda heimild-
armynd Antoniu Bird, Hamburg
Cell, sem fjallar um tvo þeirra sem
tóku þátt í hryðjuverkunum í Banda-
ríkjunum 11. september.
Hávetur er líklega rétti tíminn fyr-
ir kvikmyndahátíðir. Á meðan úti
ríkir myrkur og kuldi eiga þeir sem
sækja Gautaborg heim nú gott að
geta hreiðrað um sig í dimmum bíó-
sal og notið sem flestra kvikmynda
hvaðanæva úr heiminum. Þær rata
því miður fæstar á almennar sýn-
ingar, hvort heldur sem er á Íslandi
eða í Svíþjóð, þar sem hlutfall þeirra
sem tryggð hefur verið dreifing á er
20%.
Kvikmyndir | Gautaborgarhátíðin hófst í gær
450 mynda hátíðarhlaðborð
Gautaborg. Morgunblaðið.
Mjóddin – slá í gegn eftir Róbert Douglas er ein íslensku myndanna á
Gautaborgarhátíð.
Atriði úr Land of Plenty, nýjustu mynd Wim Wenders, sem sýnd verður á
Gautaborgarhátíðinni.
steingerdur@mbl.is