Morgunblaðið - 29.01.2005, Side 57

Morgunblaðið - 29.01.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JANÚAR 2005 57 TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.30. Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. STÆRSTA ÞJÓÐSÖGN ALLRA TÍMA VAR SÖNN Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE Epísk stórmynd sem fólk verður að sjá. Frá leikstjóranum Oliver Stone. STÆRSTA ÞJÓÐSÖGN ALLRA TÍMA VAR SÖNN Kvikmyndir.is Ian Nathan/EMPIRE ÁLFABAKKI Frumsýnd kl. 8. AKUREYRI Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 3 og 5.30. Ísl.tal. YFIR 35.000 ÁHORFENDURI .  H.L. Mbl.  DV  Rás 2  Kvikmyndir.com ÁLFABAKKI kl. 2.15, 3.30 og 5.45. Ísl.tal. / kl. 1.30, 3.45, 6 og 8.15. Enskt tal. Kvikmyndir.is FRÁ HÖFUNDUM SOUTH PARK Algjör snilld. Ein af fyndustu myndum ársins. l j r ill . i f f t r i . AKUREYRI Sýnd kl. 8. KEFLAVÍK Sýnd kl. 10. KEFLAVÍK kl. 3, 5.45, 8 og 10.10. KEFLAVÍK Frumsýnd kl. 8. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1.30, 3.45, 6, 8.15 og 10.30. AKUREYRI Sýnd kl. 8. KRINGLAN Sýnd kl. 12, 2.15, 4.30 og 6.45. KRINGLAN Sýnd kl. 12 og 2.15. FRUMSÝND Í LÚXUS VIP KL. 8. Tilnefningar til óskarsverðlauna4 Kvikmyndir.is SONY-veldið og framleiðandinn Steve Bing hafa tekið saman höndum um að framleiða nýja tölvuteiknimynd sem byggist á Bjólfs- kviðu. Robert Zemeckis, sem á að baki myndir á borð við Óskarsverðlaunamyndina Forrest Gump, Back To The Future-þríleikinn og nú síðast Polar Express, hefur verið fenginn til að gera myndina en það kemur fram í frétt frá Variety að þessi nýja tölvuteiknaða kvik- myndagerð á Bjólfskviðu eigi einmitt að vera með svipuðu sniði og Polar Express. Sony og Bing reiddu fram yfir 2 milljónir dala fyrir handritið að myndinni sem skrifað var af Roger Avary og myndasöguhöfund- inum fræga Neil Gaiman. Avary skrifaði á sínum tíma Pulp Fiction en Gaiman er m.a. kunnur fyrir myndasögurnar Sandman og hefur komið nálægt handritaskrifum fyrir kvikmyndir, skrifaði m.a. ensku útgáfuna af japönsku teiknimyndinni Mononoke prins- essu. Þeir Avary og Gaiman unnu handritið upp úr þessari engilsaxnesku 10. aldar sögu fyrir áratug og þá ætlaði Avary að gera myndina. Árið 1997 var hann næstum því bú- inn að fá DreamWorks til að framleiða myndina í gegnum fyrirtæki Zemeckis, Ima- geMoves, en verkið dróst það mikið á lang- inn að Avary ákvað á endanum að leita á önnur mið. Það er fyrirtæki Steve Bings, Shangri-La, sem mun framleiða myndina, rétt eins og Polar Express, sem Bing lagði mikla fjár- muni í sjálfur. Bing þessi hefur reyndar ver- ið meira í fréttum vegna einkalífs en hann á barn með Elizabeth Hurley og á nú í ást- arsambandi við Nicole Kidman. Áætlaður framleiðslukostnaður mynd- arinnar er 70 milljónir dala og er búist við að þekktar Hollywood-stjörnur verði fengnar til að ljá Bjólfi, Grendel og öðrum sögu- persónum raddir sínar. Eins og kunnugt er vinnur Sturla Gunn- arsson nú að gerð leikinnar kvikmyndagerð- ar eftir sögunni um Bjólf og Grendel en hún var tekin upp á Íslandi í fyrrasumar. Friðrik Þór Friðriksson er framleiðandi myndarinnar en með aðalhlutverk fara Gerard Butler, sem hefur nú þegar getið sér gott orð fyrir frammistöðu sína í kvikmynd Joels Schumachers um Óperudraug Andrews Lloyds Webbers. Íslendingar eru í mörgum burðarhlutverkum í myndinni, þ. á m. Ingvar E. Sigurðsson sem leikur ófreskjuna Grend- el. Gert er ráð fyrir að myndin verði frum- sýnd síðar á þessu ári og er því lítil hætta á samkeppni milli myndanna tveggja því gerð hinnar tölvuteiknuðu Hollywood-útgáfu er á frumstigi og því nokkur ár í að hún verði tilbúin. Tölvuteiknuð Bjólfskviða undirbúin í Hollywood Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Sturla Gunnarsson og Ingvar E. Sigurðsson á tökustað hinnar leiknu íslensk-kanadísku Bjólfskviðu austan við Vík í Mýrdal. Reuters Robert Zemeckis gerir tölvuteiknimynd eftir Bjólfskviðu. Skyldi vinur hans og náinn sam- starfsmaður, Tom Hanks, tala fyrir Bjólf?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.