Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 1

Morgunblaðið - 26.02.2005, Side 1
STOFNAÐ 1913 55. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Snyrtirinn snýr aftur Heiðar Jónsson og Margrét Sigfúsdóttir sjá um hreingerningarþátt | Menning Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Úlfhildur Dagsdóttir skrifar um Sjón Hunter Thompson allur Börn | Lærdómur fyrir litla njósnara Barnakrossgáta Íþróttir | Fylkir samdi við Gustafsson  Enski boltinn á laugardegi ALLAR versl- anir Krónunn- ar munu lækka vöruverð sitt í dag og hefur fyrirtækið sett sér þá stefnu að tryggja að verð á öllum helstu neyslu- vörum heimilisins verði sam- keppnishæft við það lægsta sem gerist á markaðinum. Með þessu vill fyrirtækið stuðla að virkari samkeppni á matvörumarkaðin- um. Samkvæmt upplýsingum frá Krónunni munu t.d. mjólkurvörur lækka um 3–10%, barnavörur um 8–10%, morgunkorn um allt að 20%, og epli, appelsínur og ban- anar lækka um 15–25%. „Það sem við erum að gera með þessu er að stíga afgerandi skref til þess að auka virka samkeppni á matvörumarkaðinum, sem hefur verið mjög lítil. Það hefur verið einn aðili með yfirburðastöðu á þessum markaði og við teljum að það sé ekki staða sem neytendur eða aðrir á markaðinum geta búið við. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til þess að efla sam- keppnina, til hagsbóta fyrir neyt- endur,“ segir Sigurður Arnar Sig- urðsson, forstjóri Kaupáss, sem rekur m.a. Krónuverslanirnar. Lækka verð á matvöru til að auka samkeppni Krónan lækkar verð á helstu neysluvörum um allt að 25%  Vilja koma/6 Sigurður Arnar AÐ minnsta kosti fjórir biðu bana þegar maður sprengdi sjálfan sig í loft upp fyrir framan næturklúbb í Tel Aviv í Ísrael seint í gærkvöldi. Hátt í fjörutíu manns til viðbótar særðust í tilræðinu, þar af nokkrir lífshættu- lega að sögn dag- blaðsins Haaretz. Þessi atburður gæti dregið dilk á eftir sér en vonast hafði verið til þess að grundvöllur væri að skapast fyrir formlegum friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínu- manna. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Pal- estínumanna, fordæmdi tilræðið harðlega í gærkvöldi og þá hafði Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, boðað neyðarfund með helstu ráðgjöfum sínum. Ekki er vitað nákvæmlega hver ber ábyrgð á tilræðinu, AFP sagði að Al-Aqsa- sveitirnar hefðu lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér en skv. Haaretz voru samtökin Íslamskt Jíhad hér á ferð. Þessi samtök, eins og önnur vopnuð samtök Palestínu- manna, hafa undanfarnar vikur virt óform- legt vopnahlé sem ríkt hefur í deilum Ísr- aela og Palestínumanna. Tilræði í Tel Aviv ógnar vopnahléi Tel Aviv, Jerúsalem. AP, AFP. Hugað að særðum manni í Tel Aviv í gærkvöldi. ÍTALSKUR vísindamaður, sem tekur þátt í rannsóknum á lofthjúpi Mars, segir að fundist hafi þar lofttegundir sem geti bent til þess að líf sé á Rauðu plánetunni, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC í gær. Vísindamaðurinn Vittorio Formisano sagði á geimvís- indaráðstefnu í Hollandi að rannsóknir með hjálp róf- greinis í geimfarinu Mars Express hefðu leitt í ljós að met- an og formaldehýð, sem er litlaust gas, væri að finna í lofthjúpi Mars. Vísindamaðurinn bætti við að ekki væri hægt að sanna að þetta væri merki um líf á Mars nema með rannsóknum á jarðvegi úr plánetunni. „Menn ættu ekki að líta á orð mín sem yfirlýsingu um að líf sé á Mars núna, vegna þess að við þurfum að fara þangað, bora í jarðveginn, taka sýni og rannsaka þau áð- ur en við getum dregið ályktanir um hvort líf sé að finna þar,“ sagði Formisano. Rófgreinir Mars Express var hannaður til að rannsaka efnasambönd í lofthjúpi Mars og rannsóknirnar benda til þess að þar sé metan í tiltölulega litlum mæli. Þessi nið- urstaða þykir mjög athyglisverð vegna þess að metan, eða mýragas, er skammæ lofttegund sem eyðist í sólar- ljósi og ætti ekki að greinast nema hún endurnýist í loft- hjúpnum með einhverjum hætti. Kemur e.t.v. frá örverum Á fréttavef BBC kemur fram að metanið myndast hugsanlega í tengslum við einhvers konar gosvirkni á Mars þótt ekkert hafi komið fram sem staðfesti þá til- gátu. Ennfremur sé hugsanlegt að undir yfirborði Mars sé mikið af frosnu metani sem þiðni smám saman og ber- ist í lofthjúpinn. Þá hefur verið sett fram tilgáta um að metanið komi frá örverum. Nokkrar örverur á jörðinni búa til metan og vísindamenn hafa fært rök fyrir því að svipaðar ör- verur geti líka verið á Mars. Er mýragasið merki um líf á Mars? Reuters LAG Einars Bárðarsonar, „Birta“, sem var framlag Íslands í Evróvisjón árið 2001, er í öðru sæti sænska vin- sældalistans. Drengjasveitin Nizeguys hefur tekið lagið upp á sína arma og heitir lagið „Ängel“ hjá frændum vor- um. Einar Bárðarson segist hafa hald- ið að búið væri að „vinda það úr þessu lagi sem hægt var. Það var gefið út, á ensku, í Suður-Afríku, og gerði góða hluti þar. Svo hringdi í mig einhver náungi frá Svíþjóð og bað um að fá að þýða textann yfir á sænsku og gefa það út enn eina ferðina. Ég fór nátt- úrlega bara að hlæja, en samþykkti það auðvitað“. Birta gerir það gott í Svíþjóð FLUGLEIÐIR hafa gert samning við Boeing- verksmiðjurnar um kaup á nýjum breiðþotum af gerðinni Boeing 787 fyrir áætlunarflug Icelandair, eitt dótturfélaga Flugleiða. Afhenda á vélarnar eft- ir fimm ár og eru þær mun lang- og hraðfleygari en aðrar Boeing-vélar, auk þess að vera mjög tækni- væddar. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir í samtali við Morgunblaðið að þessar vélar opni mörg tækifæri fyrir Icelandair á gríðarstórum mörkuðum. Vélarnar geti flogið án viðkomu til allr- ar heimsbyggðarinnar, utan Ástralíu og Nýja- Sjálands, og nái þar með inn á markað sem telur sex milljarða manna, í stað um 750 milljóna með flugi félagsins í dag til Evrópu og Bandaríkjanna. Hannes segir félagið ekki hafa ákveðið til hvaða áfangastaða verði flogið en freistandi sé að nefna svæði eins og Kína, Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna og borgir í Rússlandi eins og St. Pétursborg og Moskvu. Hannes segir gærdaginn hafa verið stóran í sögu Flugleiða og nýr kafli hafi verið skrif- aður í samgöngumálum Íslendinga. Fyrst áætlunarfélaga í Evrópu Heildarverðmæti tveggja Boeing 787-véla er um 15 milljarðar króna en jafnframt var samið um kauprétt á fimm vélum til viðbótar. Verði sá kaup- réttur nýttur til fulls er heildarverðmæti samnings- ins 840 milljónir dollara eða rúmir 50 milljarðar króna. Flugleiðir eru fyrsta áætlunarflugfélagið í Evr- ópu til að semja við Boeing um þessa flugvélateg- und en sextánda félagið á heimsvísu. Með því að vera í hópi fyrstu kaupenda njóta Flugleiðir sér- stakra kjara og byrjar félagið að greiða inn á samn- inginn eftir þrjú ár./4 Kínaflug freistar Icelandair Morgunblaðið/Jim Smart                         AUK þess að fljúga hraðar og lengra en aðrar Boeing-vélar verður 787-gerðin með tæknivædd- ustu farþegaþotum heims. Marlin Daily, aðstoð- arforstjóri hjá Boeing, lýsti auknum þægindum um borð eins og þráðlausu netsambandi, rýmri sætum og göngum og stærri farangurshólfum og gluggum. Aukin þægindi um borð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.