Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 26.02.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 55. TBL. 93. ÁRG. LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Snyrtirinn snýr aftur Heiðar Jónsson og Margrét Sigfúsdóttir sjá um hreingerningarþátt | Menning Lesbók, Börn og Íþróttir Lesbók | Úlfhildur Dagsdóttir skrifar um Sjón Hunter Thompson allur Börn | Lærdómur fyrir litla njósnara Barnakrossgáta Íþróttir | Fylkir samdi við Gustafsson  Enski boltinn á laugardegi ALLAR versl- anir Krónunn- ar munu lækka vöruverð sitt í dag og hefur fyrirtækið sett sér þá stefnu að tryggja að verð á öllum helstu neyslu- vörum heimilisins verði sam- keppnishæft við það lægsta sem gerist á markaðinum. Með þessu vill fyrirtækið stuðla að virkari samkeppni á matvörumarkaðin- um. Samkvæmt upplýsingum frá Krónunni munu t.d. mjólkurvörur lækka um 3–10%, barnavörur um 8–10%, morgunkorn um allt að 20%, og epli, appelsínur og ban- anar lækka um 15–25%. „Það sem við erum að gera með þessu er að stíga afgerandi skref til þess að auka virka samkeppni á matvörumarkaðinum, sem hefur verið mjög lítil. Það hefur verið einn aðili með yfirburðastöðu á þessum markaði og við teljum að það sé ekki staða sem neytendur eða aðrir á markaðinum geta búið við. Við ætlum að leggja okkar af mörkum til þess að efla sam- keppnina, til hagsbóta fyrir neyt- endur,“ segir Sigurður Arnar Sig- urðsson, forstjóri Kaupáss, sem rekur m.a. Krónuverslanirnar. Lækka verð á matvöru til að auka samkeppni Krónan lækkar verð á helstu neysluvörum um allt að 25%  Vilja koma/6 Sigurður Arnar AÐ minnsta kosti fjórir biðu bana þegar maður sprengdi sjálfan sig í loft upp fyrir framan næturklúbb í Tel Aviv í Ísrael seint í gærkvöldi. Hátt í fjörutíu manns til viðbótar særðust í tilræðinu, þar af nokkrir lífshættu- lega að sögn dag- blaðsins Haaretz. Þessi atburður gæti dregið dilk á eftir sér en vonast hafði verið til þess að grundvöllur væri að skapast fyrir formlegum friðarviðræðum milli Ísraela og Palestínu- manna. Saeb Erekat, aðalsamningamaður Pal- estínumanna, fordæmdi tilræðið harðlega í gærkvöldi og þá hafði Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, boðað neyðarfund með helstu ráðgjöfum sínum. Ekki er vitað nákvæmlega hver ber ábyrgð á tilræðinu, AFP sagði að Al-Aqsa- sveitirnar hefðu lýst ábyrgð á ódæðinu á hendur sér en skv. Haaretz voru samtökin Íslamskt Jíhad hér á ferð. Þessi samtök, eins og önnur vopnuð samtök Palestínu- manna, hafa undanfarnar vikur virt óform- legt vopnahlé sem ríkt hefur í deilum Ísr- aela og Palestínumanna. Tilræði í Tel Aviv ógnar vopnahléi Tel Aviv, Jerúsalem. AP, AFP. Hugað að særðum manni í Tel Aviv í gærkvöldi. ÍTALSKUR vísindamaður, sem tekur þátt í rannsóknum á lofthjúpi Mars, segir að fundist hafi þar lofttegundir sem geti bent til þess að líf sé á Rauðu plánetunni, að því er fram kom á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC í gær. Vísindamaðurinn Vittorio Formisano sagði á geimvís- indaráðstefnu í Hollandi að rannsóknir með hjálp róf- greinis í geimfarinu Mars Express hefðu leitt í ljós að met- an og formaldehýð, sem er litlaust gas, væri að finna í lofthjúpi Mars. Vísindamaðurinn bætti við að ekki væri hægt að sanna að þetta væri merki um líf á Mars nema með rannsóknum á jarðvegi úr plánetunni. „Menn ættu ekki að líta á orð mín sem yfirlýsingu um að líf sé á Mars núna, vegna þess að við þurfum að fara þangað, bora í jarðveginn, taka sýni og rannsaka þau áð- ur en við getum dregið ályktanir um hvort líf sé að finna þar,“ sagði Formisano. Rófgreinir Mars Express var hannaður til að rannsaka efnasambönd í lofthjúpi Mars og rannsóknirnar benda til þess að þar sé metan í tiltölulega litlum mæli. Þessi nið- urstaða þykir mjög athyglisverð vegna þess að metan, eða mýragas, er skammæ lofttegund sem eyðist í sólar- ljósi og ætti ekki að greinast nema hún endurnýist í loft- hjúpnum með einhverjum hætti. Kemur e.t.v. frá örverum Á fréttavef BBC kemur fram að metanið myndast hugsanlega í tengslum við einhvers konar gosvirkni á Mars þótt ekkert hafi komið fram sem staðfesti þá til- gátu. Ennfremur sé hugsanlegt að undir yfirborði Mars sé mikið af frosnu metani sem þiðni smám saman og ber- ist í lofthjúpinn. Þá hefur verið sett fram tilgáta um að metanið komi frá örverum. Nokkrar örverur á jörðinni búa til metan og vísindamenn hafa fært rök fyrir því að svipaðar ör- verur geti líka verið á Mars. Er mýragasið merki um líf á Mars? Reuters LAG Einars Bárðarsonar, „Birta“, sem var framlag Íslands í Evróvisjón árið 2001, er í öðru sæti sænska vin- sældalistans. Drengjasveitin Nizeguys hefur tekið lagið upp á sína arma og heitir lagið „Ängel“ hjá frændum vor- um. Einar Bárðarson segist hafa hald- ið að búið væri að „vinda það úr þessu lagi sem hægt var. Það var gefið út, á ensku, í Suður-Afríku, og gerði góða hluti þar. Svo hringdi í mig einhver náungi frá Svíþjóð og bað um að fá að þýða textann yfir á sænsku og gefa það út enn eina ferðina. Ég fór nátt- úrlega bara að hlæja, en samþykkti það auðvitað“. Birta gerir það gott í Svíþjóð FLUGLEIÐIR hafa gert samning við Boeing- verksmiðjurnar um kaup á nýjum breiðþotum af gerðinni Boeing 787 fyrir áætlunarflug Icelandair, eitt dótturfélaga Flugleiða. Afhenda á vélarnar eft- ir fimm ár og eru þær mun lang- og hraðfleygari en aðrar Boeing-vélar, auk þess að vera mjög tækni- væddar. Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, segir í samtali við Morgunblaðið að þessar vélar opni mörg tækifæri fyrir Icelandair á gríðarstórum mörkuðum. Vélarnar geti flogið án viðkomu til allr- ar heimsbyggðarinnar, utan Ástralíu og Nýja- Sjálands, og nái þar með inn á markað sem telur sex milljarða manna, í stað um 750 milljóna með flugi félagsins í dag til Evrópu og Bandaríkjanna. Hannes segir félagið ekki hafa ákveðið til hvaða áfangastaða verði flogið en freistandi sé að nefna svæði eins og Kína, Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna og borgir í Rússlandi eins og St. Pétursborg og Moskvu. Hannes segir gærdaginn hafa verið stóran í sögu Flugleiða og nýr kafli hafi verið skrif- aður í samgöngumálum Íslendinga. Fyrst áætlunarfélaga í Evrópu Heildarverðmæti tveggja Boeing 787-véla er um 15 milljarðar króna en jafnframt var samið um kauprétt á fimm vélum til viðbótar. Verði sá kaup- réttur nýttur til fulls er heildarverðmæti samnings- ins 840 milljónir dollara eða rúmir 50 milljarðar króna. Flugleiðir eru fyrsta áætlunarflugfélagið í Evr- ópu til að semja við Boeing um þessa flugvélateg- und en sextánda félagið á heimsvísu. Með því að vera í hópi fyrstu kaupenda njóta Flugleiðir sér- stakra kjara og byrjar félagið að greiða inn á samn- inginn eftir þrjú ár./4 Kínaflug freistar Icelandair Morgunblaðið/Jim Smart                         AUK þess að fljúga hraðar og lengra en aðrar Boeing-vélar verður 787-gerðin með tæknivædd- ustu farþegaþotum heims. Marlin Daily, aðstoð- arforstjóri hjá Boeing, lýsti auknum þægindum um borð eins og þráðlausu netsambandi, rýmri sætum og göngum og stærri farangurshólfum og gluggum. Aukin þægindi um borð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.