Morgunblaðið - 17.03.2005, Síða 1
Viðskipti, Úr verinu og Íþróttir
STOFNAÐ 1913 74. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Á allt öðrum
nótum
Næsta mynd Dags Kára
verður á dönsku | Menning
Viðskipti | Orðheldinn en kann ekki að segja nei Þolinmæði nauðsynleg
Úr verinu | Stjórnmálin hafa lagt veiðar í rúst Mikill afli í febrúar
Íþróttir | HK Íslandsmeistari í blaki karla Nýliðar Fjölnis í undanúrslit
Nýtt kortatímabil
Opið til 21 í kvöld
LÍKLEGT er að Paul Wolfowitz, næstráð-
andi í bandaríska varnarmálaráðuneytinu,
verði næsti yfirmaður Alþjóðabankans.
George W. Bush Banda-
ríkjaforseti skýrði frá
því í gær að hann mælti
með Wolfowitz sem er
einn af þekktustu hauk-
unum í stjórn Bush og
studdi ákaft að ráðist
væri inn í Írak.
Bush sagði í gær að
Wolfowitz, sem er 61 árs,
væri heiðarlegur maður
með gott hjartalag og myndi standa sig vel í
nýja starfinu. „Hann er maður með mikla
reynslu,“ sagði Bush. James Wolfensohn,
núverandi yfirmaður, lætur af embætti í
júní. Hefð er fyrir því að Bandaríkin tilnefni
yfirmann bankans en Evrópuríkin yfir-
mann Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Jeffrey Sachs, aðalráðgjafi Kofi Annans,
framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna,
um baráttu gegn fátækt í heiminum, gagn-
rýndi tilnefninguna og sagði Wolfowitz ekki
hafa neina reynslu af þróunaraðstoð.
Tilnefnir
Wolfowitz
Washington, SÞ. AP, AFP.
Paul Wolfowitz
KRÓNAN var oftast með lægsta verðið í verð-
könnun á matvöru sem verðlagseftirlit ASÍ
gerði í matvöruverslunum á þriðjudag og birti á
vef sambandsins í gærkvöldi. Verslanir Bónuss
eru ekki hafðar með í verðsamanburðinum. Í til-
kynningu frá ASÍ í gærkvöldi segir að ekki hafi
verið unnt að birta niðurstöður úr verslun Bón-
uss „þar sem starfsmenn Bónuss höfðu óeðlileg
áhrif á niðurstöður könnunarinnar“.
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri
Bónuss, gagnrýnir harðlega vinnubrögð ASÍ við
gerð könnunarinnar og segir þau fyrir neðan
allar hellur. Á hverjum degi sé verið að breyta
fleiri hundruð verðum í verslunum Bónuss og
það sé alveg ljóst að verðbreytingar eigi sér stað
á sama tíma og einn maður sé í tvær klukku-
stundir inni í verslun að gera verðkönnun.
„Starfsmaður í búðinni hjá mér benti verð-
könnunaraðila á að það væru komin ný verð á
einhverjar vörur sem verið var að taka. Verð-
könnunarmaðurinn gat að sjálfsögðu sagt að
hann væri búinn að taka niður verðið á vörunni,
það var í hans valdi að ákveða það. Minn starfs-
maður getur ekki haft nein áhrif á verðkönn-
unina,“ segir Guðmundur. Að sögn hans átti hið
sama sér stað í Krónunni. Þar hefði verið stadd-
ur maður á vegum Bónuss að kynna sér verð á
sama tíma og verðkönnunin stóð yfir. Starfs-
maður í versluninni hefði skipt um verðmiða á
vörum meðan á verðkönnuninni stóð og sá sem
annaðist könnunina hefði leyft það.
„Við hringdum í ASÍ og kvörtuðum yfir þess-
um forkastanlegu vinnubrögðum. Að senda fólk
með litla vöruþekkingu og síðan er verið að
breyta verðum til hægri og vinstri á meðan
[verðkönnunin] stóð yfir.“
Guðmundur segir að til að gera raunhæfar
verðkannanir þurfi að versla nokkrum sinnum,
safna strimlum og bera niðurstöðurnar svo sam-
an t.d. eftir fjórar slíkar kannanir.
Henný Hinz, sem hefur umsjón með verðlags-
eftirliti ASÍ, var spurð um ástæður þess að nið-
urstöður verðkönnunarinnar í Bónus eru ekki
birtar: „Við sendum fólk í allar verslanirnar á
sama tíma. Það var aðili frá Bónus staddur í
Krónunni og hann fylgdi eftir þeim aðila sem
var að taka niður verðið fyrir okkur. Hann var
með síma og gaf upp þær vörur, sem verið var
að kanna, jafnóðum. Þetta skekkir niðurstöðuna
óneitanlega mikið þar sem þarna er einn aðili
með upplýsingar á annan hátt en aðrir um þær
vörur sem verið er að kanna,“ segir hún.
Krónan lægst í verðkönnun ASÍ en engar niðurstöður eru birtar um Bónus
Segja Bónus hafa haft
áhrif á niðurstöðurnar
Bónus segir vinnu-
brögðin við könnunina
fyrir neðan allar hellur
Krónan langoftast/18–19
MEÐALLAUN og hlunnindi í við-
skiptabönkunum þremur voru rúm-
lega 620 þúsund á mánuði á árinu
2004 en stöðugildi hjá bönkunum
voru alls um 3.800 talsins, á Íslandi
og erlendis.
Flest stöðugildi voru hjá KB
banka, eða 1.500, og þar voru jafn-
framt greidd hæstu launin. Að með-
altali greiddi KB banki um 700 þús-
und krónur á mánuði fyrir hvert
stöðugildi. Þegar tillit hefur verið
tekið til launa helstu stjórnenda
bankans voru meðallaunin um 670
þúsund krónur.
Hæst meðallaun af fyrirtækjum í
Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands
greiddu Atorka Group, 2,2 milljónir
króna á mánuði, og Straumur Fjár-
festingarbanki, 1,4 milljónir á mán-
uði, en stöðugildin þar voru fá.
Lægst meðallaun greiddi Actavis
Group og þar voru jafnframt lang-
flest störfin, rúmlega 6.800. Meðal-
laun hjá samstæðunni eru rúmar 100
þúsund krónur en þorri starfsmanna
Actavis er í Búlgaríu, Serbíu, Tyrk-
landi og Möltu.
Meðallaun í bönkunum voru
620 þúsund krónur í fyrra
Launagreiðslur/B1
LÝÐRÆÐISLEGT þing var sett í Írak í
gær, hið fyrsta sem þar starfar í nær hálfa
öld og sóru fulltrúarnir 275 embættiseið við
hátíðlega athöfn. George W. Bush Banda-
ríkjaforseti fagnaði þessari sögulegu stund
og Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, sendi frá sér yfirlýsingu um
tímamótin. „Um er að ræða mikilvægt skref
í pólitískum umskiptum í Írak,“ sagði Ann-
an. Bráðabirgðastjórn Iyads Allawis er enn
við völd vegna þess að enn hefur ekki tekist
að mynda nýja stjórn. Er meðal annars
deilt um stöðu borgarinnar Kirkuk sem
Kúrdar vilja ráða yfir.
Gagnrýna spillingu
Samtök sem kanna spillingu í heiminum,
Transparency International, vara í nýrri
skýrslu við spillingu í Írak og gagnrýna
stjórn Bush fyrir að sporna ekki við henni.
„Verði ekki gripið strax inn í mun Írak ekki
verða sá skínandi viti lýðræðis sem rík-
isstjórn Bush sér fyrir sér heldur mun þar
verða mesta spillingarhneyksli í sögunni.“
Minnt er á stór verkefni í Írak sem vest-
rænum einkafyrirtækjum var úthlutað án
útboðs. Þau létu oft íraska undirverktaka
vinna starfið fyrir miklu lægri greiðslu en
þau fengu sjálf í upphafi.
Íraksþing hefur störf
Reuters
Fulltrúar á íraska þinginu ræðast við eftir fundinn í gær. Sjítar og Kúrdar, sem hafa samanlagt
yfir tvo þriðju þingsæta, deila enn um nokkur mál og hefur því ekki tekist að mynda nýja stjórn.
Bagdad, SÞ. AFP, AP.
Skeggrætt í Bagdad
VÍSINDAMENN hafa nú rannsakað í
hálft ár beinaleifar af konu sem fund-
ust á eynni Flores í Indónesíu, að sögn
Aftenposten. Konan var aðeins um
metri á hæð en ekki dvergur, hlutföllin
voru rétt. Hún var úr röðum frum-
manna sem nú eru nefndir homo flor-
esiensis. Tegundin var mun smávaxn-
ari en forfeður okkar, homo sapiens,
og dó að líkindum út fyrir um 12.000
árum vegna eldgosa. Sögusagnir um
fólkið hafa hins vegar þekkst á svæð-
inu fram á okkar tíma.
Talið er að orðið hafi svonefnt nátt-
úruval á Flores vegna skorts á fæðu og
hafi þá orðið til smávaxnir frummenn
og þurftalitlir. Einnig lifðu á eynni
dvergvaxnir fílar, smáfólkið veiddi
kálfa þeirra.
Vel getur verið að homo sapiens og
smáfólkið hafi átt samskipti. Þótt heil-
inn væri mun minni en í okkur var
smáfólkið vel gefið, bjó til áhöld og
notaði eld. Þykir þetta staðfesta að
heilastærð skipti ekki mestu heldur
hvernig hinar ýmsu stöðvar hans virka
saman. Stöðvar sem annast skipulagn-
ingu og frumkvæði virðast hafa verið
háþróaðar í smáfólkinu.
Smáfólkið
var vel gefið