Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 25
Morgunblaðið/Golli
Bylgja Mjöll Halldórsdóttir við vinningsborðið „Suðrænt og seiðandi“.
Bakaraneminn Bylgja MjöllHalldórsdóttir bar sigurúr býtum í nemakeppniKornax í brauðbakstri í ár.
Nemarnir þurftu að framreiða og
stilla upp á borði tveimur brauðateg-
undum, tveimur smábrauðateg-
undum, fjórum vínarbrauðsteg-
undum og borðskreytingu úr ætilegu
efni. Þema vinningshafans var suð-
rænt og seiðandi og bjó hún að mestu
til uppskriftirnar sjálf. „Ég reyndi að
vera með samræmi í hlutunum og
var t.d. kókos bæði í brauðunum og
vínarbrauðunum auk þess sem borð-
skreytingin vísaði í pálmatré,“ segir
Bylgja Mjöll.
Hún stefnir að því að ljúka sveins-
prófi vorið 2006 og segist nú þegar
farin að huga að framhaldsnámi. „Ég
hef nefnilega mikinn áhuga á því að
fara út í konditorínám til Danmerk-
ur. Mér finnst það spennandi. Sjálf
hef ég fengið ágætis smjörþef af því
hjá konditorímeistaranum Hafliða
Ragnarssyni í Mosfellsbakaríi þar
sem ég hef verið á samningi þannig
að ég veit svona nokkurn veginn um
hvað þetta snýst.“
Mjög fáar stúlkur hafa lagt fyrir
sig bakaraiðnina hér á landi og í skól-
anum nú eru aðeins fjórar stúlkur af
samtals 25 bakaranemum. Bylgja
Mjöll segist á hinn bóginn ekki sjá
fyrir sér ástæður þess af hverju kon-
ur sækja ekki meira í þetta nám en
raun ber vitni. „Þetta virðist vera
karlafag, en það þarf alls ekki að vera
svo. Maður þarf náttúrulega að byrja
að baka klukkan fjögur á næturnar.
Það var svolítið erfitt að venjast því,
en það hentar mér nú orðið mjög vel.
Það má í raun segja að ég hafi dottið
inn í bakaraiðnina fyrir slysni,“ segir
Bylgja Mjöll, sem er 21 árs að aldri.
„Ég þekkti engan í faginu og hafði
aldrei komið nálægt bakaríum nema
sem kúnni. Ég var búin að prófa ým-
islegt þegar ég slysaðist inn í grein-
ina og sé svo sannarlega ekki eftir
því enda hefur verið frábært að vinna
í Mosfellsbakaríi. Ég held að ég sé á
réttri hillu í þessu fagi.“
Úrslitin voru tilkynnt formlega sl.
föstudag og er þetta í áttunda sinn
sem keppnin er haldin. Nemakeppn-
in fór fram í Hótel- og matvælaskól-
anum í Kópavogi.
Að keppninni standa Hótel- og
matvælaskólinn, Landssamband
bakarameistara, Klúbbur bak-
arameistara og Kornax, sem er að-
alstuðningsaðili keppninnar. Fjórir
bakaranemar kepptu til úrslita að
þessu sinni. Auk Bylgju Mjallar, sem
er á námssamningi hjá Mosfellsbak-
aríi, þeir Haraldur Theódórsson frá
Korninu, Rúnar Helgason í Árbæj-
arbakaríi og Hilmir Hjálmarsson í
Sveinsbakaríi.
Sigurvegarinn í keppninni fékk í
verðlaun eignabikar og ferðastyrk,
sem ætlaður er til þess að sækja
námskeið í bakaraiðn til Danmerkur
auk farandbikars, verðlaunapeninga
og blóma.
Að lokum var Bylgja Mjöll beðin
um uppskrift úr eigin smiðju og varð
uppáhaldssúkkulaðikakan hennar
fyrir valinu sem hún segir að sé ein-
staklega bragðgóð, einföld og þægi-
leg.
Uppáhalds
súkkulaðikakan
Botn:
300 g suðusúkkulaði
130 g ósaltað smjör
6 egg, 2 heil og 4 sem búið er að
skilja
175 g sykur
Fylling:
500 ml rjómi
1 tsk vanilluessens
1 msk Cointreau líkjör (má sleppa)
kakóduft til skreytingar
Súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði
og smjörið látið bráðna í súkku-
laðinu. Hrærið saman tvö egg, fjórar
eggjarauður og 75 gr af sykri og
blandið hrærunni saman við súkku-
laðiblönduna.
Þeytið fjórar eggjahvítur uns þær
eru orðnar að froðu, setjið þá afgang-
inn af sykrinum (100 g) útí og haldið
áfram að þeyta þar til hræran er orð-
in miðlungs stíf.
Blandið eggjahhvítunum með
sleikju í litlum skömmtum saman við
súkkulaðiblönduna.
Hitið ofninn í 180°C. Klæðið botn-
inn á hringformi , sem er 23 cm í
þvermál, með bökunarpappír og hell-
ið deiginu í formið. Bakið í 50 mín-
útur eða þar til kakan hefur lyft sér
og sprungur myndast í henni. Kælið
kökuna í forminu, en í kjölfarið fellur
hún í miðjunni, en það er fullkomlega
eðlilegt. Hálfþeytið rjómann, bætið
vanilluessens og líkjörnum útí hann
og fullþeytið. Fyllið miðjuna á kök-
unni með þeytta rjómanum og sáldr-
ið kakóduftinu yfir. Mjög gott er að
bera hana fram með fersku ávaxta-
salati.
KEPPNI | Vinningshafinn í nemakeppni í brauðbakstri
Fór í bakaraiðnina
fyrir slysni
join@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 25
DAGLEGT LÍF