Morgunblaðið - 17.03.2005, Side 36

Morgunblaðið - 17.03.2005, Side 36
36 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingiríður Jónas-dóttir Blöndal fæddist á Eiðsstöð- um í Blöndudal í Austur-Húnavatns- sýslu 9. október 1920. Hún lést á Landspítalanum 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jónas Guð- mundsson, bóndi á Eiðsstöðum, f. 19. janúar 1879, d. 25. september 1933, og kona hans Ólöf Bjarnadóttir, f. 3. ágúst 1884, d. 18. júlí 1957. Systk- ini Ingiríðar eru: 1) Bjarni, f. 16. ágúst 1905, d. 5. apríl 1906. 2) Ásta María, f. 18. janúar 1909, d. 18. júní 1967, 3) Bjarni, f. 1. febrúar 1911, d. 3. mars 1915. 4) Þ. Ragn- ar, f. 27. október 1913, d. 6. októ- ber 2003. 5) Guðmundur, f. 21. nóvember 1916, d. 6. desember 1916. 6) Guðmundur, f. 10. febrúar 1918. 7) Aðalheiður, f. 30. desem- ber 1922, d. 16. febrúar 1995. 8) dal, f. 13. september 1975, maki Hjálmar Diego Haðarson, barn Soffía Erla. 2) Arnþór, menningar- málastjóri í Skien í Noregi, f. 22. nóvember 1947, maki María Gunn- arsdóttir Blöndal. Börn þeirra eru: a) Gunnar, f. 6. september 1968, sambýliskona Elísabeth Bolhin, börn: Embla Amanda og Vilde Lovisa, b) Björn Auðunn, f. 25. maí 1977, sambýliskona Helle Gröstad, c) Guðrún Elísabet, f. 9. júní 1986. 3) Sigurður, kennari í Hveragerði, f. 28. janúar 1953. Fyrri maki Sigurðar var Sigrún Pálína Ingvarsdóttir. Börn þeirra eru: a) Elísabet Ósk, f. 19. júní 1976, börn Aron Pétur og Viktor, b) Bjarki, f. 11. janúar 1981, c) Sól- veig Hrönn, f. 1. mars 1985, sam- býlismaður Jan Larsen. Núver- andi maki Sigurðar er Berglind Bjarnadóttir. Börn þeirra eru: Bjarndís Helga, f. 22. apríl 1994. Indriði Hrannar, f. 22. apríl 1994. Dóttir Berglindar og uppeldisdótt- ir Sigurðar er Sandra, f. 6. febrúar 1983, sambýlismaður Davíð Heim- isson, barn Birta Marín. Ingiríður og Magnús bjuggu fyrst á Siglufirði en síðan í Reykja- vík. Útför Ingiríðar fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Skúli, f. 12. febrúar 1926. Ingiríður giftist 4. júlí 1942 Magnúsi Blöndal bygginga- meistara, f. 29. júní 1918. Foreldrar hans voru Magnús Bene- dikt Blöndal, sýslu- skrifari í Stykkis- hólmi, f. 19. nóvember 1856, d. 3. apríl 1920, og Guðný Björnsdótt- ir, f. 5. nóvember 1884, d. 31. júlí 1921. Ingiríður og Magnús eiga þrjá syni. Þeir eru: 1) Jónas, við- skiptafræðingur í Reykjavík, f. 1. september 1942, maki Sigríður Guðráðsdóttir Blöndal. Börn þeirra eru: a) Magnús, f. 6. apríl 1967, maki Anna María Hilmars- dóttir, börn: Sigríður Hugljúf og Lovísa Ragna. Dóttir Önnu Maríu og uppeldisdóttir Magnúsar er Lísa Kristín, b) Hjörtur, f. 25. októ- ber 1970, fyrrverandi maki Þórey Garðarsdóttir, börn Jóhann Garð- ar og Hulda Ósk. c) Ingiríður Blön- Elsku mamma. Logar lífsins leika á hörpustrengi. Ljós hljóma þeirra lýsa okkar veg. Hver vegur mynd- brot markar. Hvert myndbrot vek- ur hlýju og yl í hug og hjarta. Nú er ljósið í lífi þínu hætt að loga, en það lýsir okkur áfram. Þú horfin ert, en myndbrotin eru um- vafin minningum, hlýlegum, innileg- um og dásamlegum. Stúlkan í rauðu og hvítu blúss- unni, eins og pabbi lýsti þér, frá ykkar fyrstu kynnum á dansleik í Iðnó 30. nóvember 1940, er hætt að dansa á dansgólfi lífsins, en dansar nú í öðrum sölum og bíður dans- herra síns á öðru dansgólfi. Þú hefur verið heiðvirð kona í gegnum tíðina, gegnum lífshlaup þitt. Heilræðin af heilindum í há- vegum þú hafðir. Þú miðlaðir....þú gafst....þú örvaðir....þú hvattir. Það var unun, dásemd, lífsnautn og í raun forréttindi að alast upp undir styrkri hendi þinni, leiðbein- andi og gefandi. Hendi réttlætis. Hendi framtíðar sem fortíðin rétti. Faðmlag þitt var ástúðlegt, hlý- legt, þétt og styrkjandi. Veitti von og græddi sár. Af hjartahlýju, væntumþykju, umhyggjusemi og einlægni hlúðir þú vel að gróðri þeim sem í garði þínum óx. Líf þitt var græðandi. Blíðleg umönnum og lotning fyrir lífi var þér eðlislæg. Hvort þú talaðir okkur bræður til náms og þroska til verndar í væntanlegri framtíð, eða talaðir plöntur þínar til vaxtar til að veita skjól á gróðurbletti. Móður- legur tónninn var blíður með hvatn- ingu og örvun og heitstrengingu um heilladrjúga framtíð. Von þín og væntumþykja um fjöl- skyldumeðlimi bar vitni um vorið í hjarta þínu. Hvert spor sem þú markaðir í uppeldi okkar sona þinna risti djúpt. Hvert spor þitt skildi eftir far til framtíðar. Þú varst ávallt ákveðin, áræðin, viljaföst og settir kúrsinn í rétta stefnu, í rétta átt, til framtíðar. Þú vildir fjölskyldunni ætíð það besta, hélst utan um hana, leiðbeindir á réttar brautir og studdir hvern fjöl- skyldumeðlim til dáða. Þú varst gjöful í ást þinni og væntumþykju. Þú gafst mikið, kenndir mikið, leiðbeindir og leiddir og mæltir fyrir metnaði til fram- tíðar. Gifta þín til að gefa var fölskva- laus og einlæg. Þú miðlaðir, sagðir frá og uppfræddir. Víðsýni, viska, vandvirkni og virðing einkenndi þig, sem og gæfan til þess að láta manni líða vel í návist þinni. Þú veittir af hjartans lyst, hvort heldur það var súkkulaðimoli, fróðleiksmoli eða kærleiksmoli. Þú varst kjarnakona, einlægur einstaklingur og umfram allt móðir barna þinna, barnabarna og barna- barnabarna. Ég veit að við bræð- urnir vorum þér mikils virði, en barnabörnin og barnabarnabörnin voru þér allt. Hugljúfur ávöxtur í lífshlaupi þínu. Þú varst gegnheil, hugljúf og heill ættar þinnar. Þú varst mannkosta- kona sem gott var og vert að kynn- ast. Þú skilur eftir þig spor í minn- ingum okkar. Þú varst kona sem ég og hver einasti meðlimur fjölskyldu þinnar getur af heilindum, hrein- skilni og fullri einlægni sagt um: „Hún var ættmóðir mín!“ Æskuspor dalsins inn undir heið- unum við Blöndubakka voru þér minnisstæð. Margar sagnir og sög- ur hafðir þú að segja af þessum heimahögum þínum frá þínum æskuárum. Blöndudalurinn var þér hugljúfur og þar sáðir þú til róta þeirra sprota sem upp uxu og nú mynda lund til minningar um þig. Blöndudalurinn blasir án efa við í fegurð sinni á þeim gresjum sem þú gengur nú. Með sól í heiði. Sigurður. Við skulum hverfa örskotsstund í huganum þrjá aldarfjórðunga aftur í tímann, inn í norðlenskan afdal að litlu býli sem liggur undir heiðar- brúninni. Það er björt vornótt og friður ríkir yfir sveitinni, náttdögg- in glitrar á grænu grasinu. Þarna hittum við fyrir tíu ára stúlku sem trúað hefur verið fyrir að vakta heimatúnið að næturþeli fyrir ágangi búpenings. Þetta er áður en gaddavírsgirðingar komu til sög- unnar. Allt annað heimilsfólk er í svefni að hvílast eftir annir síðasta dags. Þessi litla stúlka var fædd á þessum bæ og skírð Ingiríður og var Jónasdóttir. Henni var falið þetta trúnaðarstarf þó að aldurinn væri ekki hár. Þarna lærði hún trú- mennsku sem hún ól með sér allt til dauðadags. Hún var ekki alein í þessu starfi sem hún gegndi í nokk- ur ár. Hún hafði tvo af bestu vinum sínum hjá sér en það voru tveir heimilishundar sem hún vitnaði oft til síðar á ævinni. Inga var mikill dýravinur og í þessum vaktstörfum hafði hún góðan tíma til að íhuga hugarheim dýranna. Hún hafði þann eiginleika sem fáum er gefinn, hún gat gengið að styggum hestum úti í haga sem aðrir höfðu ekki möguleika á að höndla. Það þótti mörgum óskiljanlegt. Æska hennar var lík annarra barna í sveitinni, allt snerist um vinnu; engar tómstundir gáfust til að sinna leggjum, kjálkum og völum, sem voru leikföng sveita- barna þessa tíma. Þegar kom að fermingarvori þessarar litlu stúlku voru viðhorfin gjörbreytt. Heimilis- faðirinn var fallinn frá og óhjá- kvæmilega voru viðhorfin önnur. Systkinahópurinn tvístraðist – flest fóru þau á heimili sem þörf hafði fyrir aukið vinnuafl. Leiðir Ingu lágu á ýmsa bæi bæði innan og utan heimasveitar. Hennar draumur var að komast í skóla en til þess yrði að afla fjár. Hún vann á lágum launum eins og títt var um vinnuhjú þessara ára. Loks sótti hún um skólavist á Húsmæðraskólanum á Blönduósi sem þótti sjálfsögð fræðsla fyrir ungar stúlkur í þá daga, en þegar kom fram á veturinn kom í ljós að fjármunir myndu ekki endast til vorsins. Þá var ekki hægt að hlaupa í banka og óska eftir láni og allra síst fyrir ungar stúlkur. Einn ágæt- ur sveitungi hennar komst að fjár- hagserfiðleikum hennar og bauð henni lán sem var henni mjög kær- komið og var hún ævarandi þakklát fyrir þann greiða en lánið var veitt með þeim skilyrðum að hans yrði ekki getið í þessu sambandi. Þessi skólavist var henni ákaflega mikils virði og sýndi hún það glögglega í sínum heimilisrekstri síðar á æv- inni. Í Reykjavík vann hún um tíma hjá ágætu fólki sem henni var mjög hlýtt til æ síðan. Hún leigði úti í bæ eins og það var kallað. Þá lenti hún í þeim mannraunum sem allir vilja komast hjá, þegar húsið sem hún bjó í brann. Það eina sem bjargaðist var hennar líf og náttfötin sem hún stóð í eftir að hafa komist út um glugga og stokkið niður á svalir næstu hæðar fyrir neðan. Á þessum árum kynntist hún eft- irlifandi manni sínum Magnúsi Blöndal. Þau hófu sinn búskap á Siglufirði en þá var síldarbærinn „nafli alheimsins“ eins og hann var stundum kallaður. Þá voru vinnandi hendur kærkomnar við uppbygg- ingu staðarins. Þar var fjölbreytt athafnalíf bæði til sjós og lands. Í byrjun sjöunda áratugarins flytjast þau til Reykjavíkur og þar hefur vagga heimilisins staðið síðan. Inga, eins og flestir kölluð hana, stjórnaði heimili sínu af miklum myndarskap. Alltaf var allt í röð og reglu og heimilið bar þess vott að þar var stjórn á hlutunum. Þar er að sjá margs konar listgripi unna af húsmóðurinni hvort sem litið er á gólfmottur, stólsetur eða innrömm- uð listaverk á veggjum. Hún byggði sitt heimili á þeirri undirstöðu sem hún aflaði sér í húsmæðraskólanum. Hún helgaði heimilinu alla sína starfskrafta, það var henni allt. Þau hjón eignuðust þrjá myndar syni er nutu alls sem þau gátu veitt þeim. Frá þeim er kominn stór hópur af- komenda. Inga fylgdist með öllum fjölskyldumeðlimum og fórnaði sér fyrir vini og venslafók þegar á þurfti að að halda. Hún gerði mikið í því að halda fjölskyldunum saman. Fyrir rúmum þrjátíu árum byrjaði hún að halda þorrablót fyrir skyld- fólk sitt sem hún náði til. Héldu þau Magnús það í fjölda ára á heimili sínu en hópurinn stækkaði hratt þannig að stærra húsrýmis var þörf. Þessum sið hefur síðan verið haldið við og er nú orðinn fastur og kærkominn þáttur hjá fjölskyldun- um. Fyrir um þrjátíu árum hóf Inga ræktunarstörf við sumarhús er fjöl- skyldurnar reistu í Blöndudal. Það var mikil vantrú ýmissa á að það gæfi nokkurn árangur. Iðnin, áhug- inn og dugnaður Ingu var ótrúleg- ur. Hún var vart komin á staðinn þegar hún hóf að yrkja jörðina. Gegnum tíðina hefur hún gróður- sett hundruð plantna sem nú eru orðin að háum trjám og gróðursæl- um reit sem fjölskyldurnar njóta í ríkum mæli sumarlangt. Án Ingu hefði þetta ekki getað gerst. Inga var heilsuhraust þar til fyrir rúmum tveimur árum er hún þurfti að ganga undir stóra aðgerð sem reyndist henni afar erfið. Harkan og lífsorkan var fyrir hendi þar til kom að enn einni aðgerð fyrir rúm- um mánuði. Hún kaus það sjálf að leggja líf sitt undir í því happdrætti þrátt fyrir að tvísýnt væri um að það bæri árangur. Kjarkurinn og reisnin var til staðar. Það þurfa margir að lúta í lægra haldi fyrir ill- vígum sjúkdómum og þar á meðal var það hennar hlutskipti. Burtu er kölluð kær systir. Eftir stendur eiginmaður og fjölmennur hópur afkomenda, skyldmenna og vina sem trega heilsteypta sköru- lega samferðarkonu sem vildi láta gott af sér leiða. Það er huggun gegn sárum söknuði að hún fór í vissu um að hún myndi hitta fyrir nokkur systkini sín og vini er á und- an eru gengin. Ég veit með vissu að hún hefði kosið að geta þakkað og kvatt allt það góða hjúkrunarlið sem annaðist hana á sjúkrahúsun- um og ekki hvað síst „konurnar hennar“ eins og hún kallaði heima- hjúkrunarkonurnar sem stunduðu hana um langa hríð af mikilli hjarta- hlýju. Þar bundust traust bönd vin- áttu og kærleika. Í hennar nafni leyfi ég mér að flytja þeim innilegar þakkir fyrir ómetanlega hjúkrun. Með vinarkveðjum sendum við öllum ástvinum Ingu samúðar- og saknaðarkveðjur. Við biðjum guð að varðveita Ingu og allar góðar minn- ingar sem henni eru tengdar. Guðrún og Skúli Jónasson. Komið er að kveðjustund. Kær föðursystir okkar, Inga frænka, hefur kvatt. Það var við hæfi að hún kveddi þessa jarðvist á baráttudegi kvenna, enda var hún baráttukona alla tíð sem ekkert fékk stöðvað. Inga frænka var glæsileg kona, greind, stolt og hafði stórt hjarta sem rúmaði okkur öll. Hún bar alla tíð mikla umhyggju fyrir okkur systkinunum, fylgdist vel með okkur og okkar fjölskyld- um. Þessari umhyggju kynntumst við systkinin fyrst á Siglufirði, en þau Magnús bjuggu í sama húsi og við. Eftir að þau fluttu suður stóð heimili þeirra ávallt opið fyrir okkur og þar var nú ekki komið að tómum kofanum hjá frænku, alltaf til pönnukökur og súkkulaðikaka í ís- skápnum. Inga frænka var einstak- lega frændrækin og mætti í afmæli hjá okkur og á aðrar fjölskylduhá- tíðir enda var hún okkur náin og kær. Það var líka lítið mál fyrir Ingu frænku að opna heimilið sitt fyrir allri stórfjölskyldunni og hélt hún þorrablót fyrir okkur í áraraðir. Þessi hefð sem Inga kom á er enn við lýði og er það okkar skylda að halda uppi merki hennar. Sá staður sem einna skemmtileg- ast var að vera með Ingu frænku var norður í Húnaþingi, nánar til- tekið í Blöndudalnum. Þar áttu þau systkinin sínar æskustöðvar og hafa reist sumarparadísina Eiðsholt í landi Eiðsstaða. Þar hefur Inga lagt sitt af mörkum og er skógurinn okkar þar að mestu frá henni kom- inn. Þar var ekkert verið að kaupa stórar plöntur heldur var ræktað upp frá fræjum og hlúð að sam- viskusamlega. Blöndudalurinn var henni mjög kær enda fannst henni ávallt sólin skærust og heitust þar. Inga fræna átti við heilsuleysi að stríða síðastliðin tvö ár og voru þessi veikindi oft erfið hjá þeim Magnúsi. Móttökurnar hjá þeim breyttust samt lítið, alltaf tekið á móti okkur af höfðingsskap, enda var gaman að heimsækja þau og spjalla um lífið og tilveruna. Skemmtilegast var þegar Formúlan var á skjánum því af henni missti Inga aldrei. Það er sárt að kveðja Ingu frænku, því hún var okkur öllum svo einstaklega kær, en við trúum því, eins og hún gerði sjálf, að nú dansi hún á himnum með þeim ætt- ingjum sem á undan eru gengnir og vitum að hún bíður okkar hinna. Við viljum þakka Ingu frænku samfylgdina og sérstakar þakkir fyrir að halda stórfjölskyldunni saman, hún hefur sannarlega auðg- að líf okkar. Við sendum innilegar samúðar- kveðjur til Magnúsar, Jónasar, Arn- þórs, Sigurðar og þeirra fjöl- skyldna. Guð blessi minningu Ingu frænku. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, INGIRÍÐUR JÓNAS- DÓTTIR BLÖNDAL Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og sonur, ÖRN J. JÓHANNSSON vélvirki, Höfðastíg 8, Bolungarvík, sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði laugardaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 19. mars kl. 16.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlegast láti Sjálfsbjörg í Bolungarvík njóta þess. Björg Kristjánsdóttir, Kristján Arnarson, Anna Guðrún Edvardsdóttir, Jóhann Arnarson, Auður Smith, Gestur Þór Arnarson, Inga Berglind Sigurðardóttir, Rúnar Arnarson, Auður Finnbogadóttir, Þorbjörn, Óskar, Oktavía, Karólína, Hlynur Örn, Finnbogi Örn, Bríet Björg, Jóhann Valdimarsson. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.