Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhann Lárussonfæddist í Gröf í Grundarfirði 26. ágúst 1920. Hann lést á heimili sínu í Hafnarfirði laugar- daginn 5. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Lárus Jónsson, út- vegsbóndi í Gröf, f. 1.10. 1889 að Ósi í Skógarstrandar- hreppi, d. 9.3. 1971, og Halldóra Jó- hannsdóttir ljósmóð- ir, f. 27.4. 1888 á Pumpu í Eyrarsveit, d. 16.2. 1974. Systkini Jóhanns eru Björn Jón, f. 13.9. 1917, d. 7.9. 1996, Helga Gróa, f. 22.4. 1924, d. 11.5. 2003, Sigurður, f. 13.1. 1927, Inga Hrefna, f. 22.6. 1929, Sverrir, f. 14.1. 1931, og fóstursystir Erla Jónasdóttir, f. 31.10. 1940. Jóhann kvæntist 17.10. 1942 Steinþóru Guðlaugsdóttur, f. 24.7. 1924 í Hafnarfirði. Foreldrar hennar voru Guðlaugur Hinrik Gunnlaugsson, skipstjóri í Hafnar- firði, f. í Sviðholti í Bessastaða- hreppi 14.11. 1892, d. 8.4. 1975, og Jóhanna Sigurbjörg Sigurðardótt- ir, f. í Skuld í Reykjavík 9.10. 1886, d. 31.10. 1963. Börn Jóhanns og Steinþóru eru: 1) Sigurður, bryti, f. 18.1. 1943, maki Hulda Dóra Jó- hannsdóttir bókavörður, f. 25.11. 1943, börn þeirra eru: a) Stein- þóra, ferðafræðingur, f. 26.10. 1961, maki Ásmundur Ingvarsson, verkfræðingur, f. 12.12. 1960, þau 1975, maki Inga Dögg Ólafsdóttir forritari, f. 8.10. 1976, þau eiga tvö börn; b) Birgir Már, flugvirki, f. 27.3. 1978, hann á eitt barn; c) Ró- bert Freyr, sölumaður, f. 29.9. 1981; d) Alexandra Fanney, nemi, f. 24.10. 1990. Jóhann fór níu ára gamall til Reykjavíkur og bjó þar hjá frænku sinni Helgu Halldórsdóttur og manni hennar Sigurgeiri Sigur- geirssyni. Í Reykjavík gekk hann í barnaskóla og síðar í Flensborg- arskóla í Hafnarfirði. Á sumrin fór hann ýmist heim í Gröf eða vestur í Dali til frændfólks síns þar. Jó- hann vann í Ölgerð Egils Skalla- grímssonar og í Reykjavíkurapó- teki. Hann lærði múrverk hjá frænda sínum Halldóri Degi Hall- dórssyni og lauk sveinsprófi frá Iðnskóla Hafnarfjarðar 1950. Hann var félagi í Múrarafélagi Reykjavíkur og félagi í meistara- félagi iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Meistarabréf í múrsmíði hlaut hann 1954 í Hafnarfirði. Jóhann var virkur félagi í Hestamanna- félaginu Sörla í mörg ár og var þar heiðursfélagi. Hann var einnig heiðursfélagi í Meistarafélagi Hafnarfjarðar. Jóhann var ávallt með marga lærlinga. Margar eru byggingarnar sem hann vann við og hafði eftirlit með. Þar má m.a. telja Háskólabíó, Sjálfsbjargar- húsið, íþróttahúsið við Strandgötu og leikskólann Smáralund. Jóhann og félagar hans ráku um árabil byggingafyrirtækið Valhús, sem stóð að byggingu fjölbýlishúsa í Hafnarfirði. Jóhann var alla tíð eftirsóttur fagmaður við flísalagnir og arin- gerð í heimahúsum. Útför Jóhanns verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. eiga þrjú börn; b) Bryndís, móttöku- stjóri, f. 18.12. 1962, hún á fjögur börn og eitt barnabarn; c) Jó- hann Páll, matreiðslu- maður, f. 14.12. 1972, maki Áslaug Helga- dóttir, f. 16.3. 1970, þau eiga fjögur börn. 2) Halldóra, handa- vinnuleiðbeinandi, f. 16.12. 1944, d. 27.1. 2005, maki Einar Gíslason, kennari, f. 29.4. 1946, börn þeirra eru: a) Kristín, iðjuþjálfi, f. 22.5. 1967, maki Úlfur Grönvold myndlistarmaður, f. 3.1. 1966, þau eiga þrjú börn; b) Brynja, sjúkraliði, f. 20.7. 1970, maki Örn Almarsson lyfjaefna- fræðingur, f. 5.2. 1967; c) Þóra, bókari, f. 22.4. 1973, maki Árni H. Björgvinsson kennari, f. 21.9. 1972, þau eiga þrjú börn. 3) Elín- borg, sjúkraliði, f. 20.3. 1951, maki Oddur Helgi Oddsson, húsasmíða- meistari, f. 10.2. 1950, börn þeirra eru: a) Davíð Freyr, guðfræðing- ur, f. 26.11. 1974, maki Hanna María Pálmadóttir viðskiptafræð- ingur, f. 25.9. 1975, þau eiga eitt barn; b) Friðbjörn, flugmaður, f. 2.11. 1978, maki Guðrún Jónsdótt- ir, matvælafræðingur, f. 22.8. 1977; c) Oddrún Helga, nemi, f. 19.7. 1981. 4) Jóhann Þórir, kaup- maður, f. 30.7. 1954, maki Ragn- heiður Þ. Kristjánsdóttir verslun- arstjóri, f. 18.7. 1958, börn þeirra eru: a) Yngvi Þór, forritari, f. 1.5. Elsku pabbi. Á þessum tímamótum rifjast upp atburðir ljúfra minninga sem þú skilur eftir hér í hjörtum okk- ar. Efst stendur þó uppi samnefnari allra minninganna hvað þú varst alltaf óeigingjarn, laus við yfirborðs- mennsku og hjálpsamur. Þér var allt- af efst í huga velferð þeirra er þér var annt um, sögur kunnir þú að endur- segja á svo skemmtilegan og gaman- saman hátt að allir höfðu nautn af. Oft var skynjunin svo mikil í samskiptum við þig að töluð orð voru nánast óþörf eða að þau ein og sér hefðu ekki náð sama marki. Við erum þér þakklát fyrir alla þá hjálp, þekkingu, reynslu og þroska sem þú skilur eftir hjá okkur og börn- unum. Morguninn þegar þú kvaddir þennan heim og við mamma sátum heima hjá þér við rúmið þitt, var eitt- hvað sem þú augsýnilega sást er gladdi þig mjög mikið og þú vildir að við fengjum að njóta með þér en við gátum ekki séð, við erum nú þess full- viss að þar voru mætt Dóra systir, af- mælisbarnið Hannes með Gógó, Ragnar, Bjössi og Elsa, Hinni og Guðrún, Valli og Dísa, amma og afi og allir kunningjarnir að taka á móti þér. Ég vissi að þú vildir ekki kveðja fyrr en þú værir þess fullviss að um mömmu yrði vel séð og einnig að allir væru sáttir og búnir að kveðja. Svo varð, er og mun verða. Sérstökum þökkum vil ég koma á framfæri við Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins sem hefur á að skipa alveg einstaklega góðu og kunn- áttumiklu starfsfólki sem gerði okkur kleift að fá að kveðjast heima og Þor- steini Gíslasyni lækni á Landspítalan- um við Hringbraut fyrir alla þá lækn- ingu sem unnt var að veita, einnig alla þá aðstoð, fræðslu og stuðning er þau veittu okkur á erfiðum og viðkvæm- um tímum. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Bless að sinni, elsku pabbi minn. Þinn sonur Þórir. Genginn er á vit feðra sinna góður drengur, tengdafaðir minn, Jóhann Lárusson múrarameistari í Hafnar- firði, sem hér er minnst. Fyrstu kynni mín af Jóhanni og eft- irlifandi eiginkonu hans Steinþóru Guðlaugsdóttur áttu sér stað í Hafn- arfirði síðsumars 1965, er dóttir þess- ara sómahjóna, eiginkona mín, Hall- dóra, sem er nýlátin, kynnti mig fyrir foreldrum sínum. Frá fyrstu stundu, fyrsta handtaki, fann ég mig velkom- inn í fjölskyldu þeirra hjóna, þar sem gagnkvæm virðing, samheldni og kærleikur hefur ávallt ráðið ríkjum. Jóhann kom á barnsaldri til Reykjavíkur frá æskuslóðum sínum í Grundarfirði og fór á unglingsárum til náms í Flensborgarskóla í Hafn- arfirði. Í Hafnarfirði réðust örlög Jó- hanns. Þar kynntist hann konu sinni, þar festi hann sitt ráð, og þar byggði hann sér bú til framtíðar. Æviskeið Jóhanns spannar einhver mestu umbrota- og framfaraár Ís- landssögunnar. Tíma liðinnar aldar, er færði fólk frá sveit til borgar, frá handafli til tækni, frá kreppu- og styrjaldarárum til nútíma. Tengda- faðir minn minntist iðulega þessara tíma og hversu smátt eða stórt, sem söguefnið var, vöktu frásagnir tengdapabba athygli. Jóhann var stál- minnugur. Frásagnir hans frá æsku- árum sínum á Snæfellsnesi, frá upp- byggingu heimilis og fjölskyldu í Hafnarfirði, frá þeim árum er hann vann í Reykjavíkurapóteki og við út- keyrslu í Ölgerðinni, frá sveinsárun- um í múrverki, frá hestamennskunni hans helsta áhugamáli að ógleymdum þeim tíma sem þau hjón bjuggu í byggðum Vestur-Íslendinga í Kan- ada. Ávallt náðu frásagnir hans að fanga áheyrendur, sem að vanda var létt yfir og glettnin þar í fyrirrúmi. Alla tíð fylgdist Jóhann af athygli með framgangi fjölskyldumeðlima sinna, ekki síst barnabarnanna. Boð- inn og búinn til þátttöku í hverju því verkefni sem stuðlað gat að velferð, bættri aðstöðu og uppbyggingu hvers og eins einstaklings fjölskyldunnar. Hávaðalaust og af yfirvegun gekk tengdafaðir minn sitt æviskeið. Hann var traustur vinur, sem gaf okkur öll- um ótalmargt og mikið. Megi algóður Guð styrkja tengdamóður mína í þeirri raun, að sjá nú á skömmum tíma, á bak elskulegrar dóttur og eig- inmanns. Einar Gíslason. Í dag er borinn til grafar tengda- faðir minn Jóhann Lárusson múrara- meistari. Hann lést á heimili sínu 5. mars sl. eftir harða baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Leiðir okkar Jóhanns lágu saman er ég kynntist Elínborgu dóttur hans fyrir 35 árum. Síðan hefur Selvogs- gata 16a í Hafnarfirði verið kjarninn í lífi fjölskyldu minnar. Jóhann átti far- sælan ævidag. Kom þar margt til, meðfæddir mannkostir og gott vega- nesti úr foreldrahúsum. Bernskuár Jóhanns voru í hinum fagra Grund- arfirði sem engan lætur ósnortinn. En sextán ára gamall lagði hann af stað út í hinn stóra heim með því að kaupa reiðhest, stólpagrip, sem kost- aði 160 krónur og var mikið fé á þeim tíma. Jóhann hafði ráðið sig til að hafa eftirlit með mæðiveikisgirðingum í Dalasýslu. Svo var það mikið gæfuspor er Jó- hann kvæntist sinni elskulegu Stein- þóru. Þau eignuðust fjögur börn sem þau ólu upp í miklum kærleik og reglu- semi í ört vaxandi bæjarfélagi þar sem allir þekktust og höfðu mikla samkennd með samferðafólki. Jóhann var mikið ljúmenni, tók hann öllum vel sem hann kynntist á lífsleiðinni, hvort sem var í leik eða starfi. Síðustu starfsárin starfaði hann með mér hjá Álftárósi ehf og naut ég þar hans leiðsagnar og reynslu. Hann átti auðvelt með að umgang- ast fólk og skipti það engu máli hvort um væri að ræða sextán ára verka- menn eða fimmtugan verkfræðing. Múrsleifin var hans verkfæri. Í verkum hans mátti greina skilning hans á þessu merkilega verkfæri og mikilvægi þess að vinna hornrétt starf. Hestamennska var aðal áhugamál Jóhanns. Hann átti marga gæðinga um ævina sem hann hugsaði um af mikilli natni og elsku. Oft bauð Jóhann í útreiðartúr en síðustu árin var það árvisst að ríða í Hrunarétt með vinum okkar í Ásatúni en hugarástandi í þessum ferðum er best lýst með ljóði Einars Ben., Fák- ar: Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Og eftir góða ferð var svo lífsgátan leyst í heita pottinum í sumarbú- staðnum. Jóhanni var margur sómi sýndur á lífsleiðinni en vænst þótti honum þeg- ar hann var gerður að heiðursfélaga í hestamannafélaginu Sörla og síðar var honum veitt gullmerki Meistara- félags iðnaðarmanna í Hafnarfirði. Síðustu mánuðir voru Jóhanni erf- iðir en í janúar síðast liðinn lést elsku- leg dóttir hans, Halldóra, fyrir aldur fram. Kom vel fram hans innri styrk- ur og hugarró. Við kveðjum góðan dreng með söknuði og virðingu og geymum fagr- ar minningar í huga okkar um alla framtíð. Blessuð sé minning Jóhanns Lár- ussonar. Oddur H. Oddsson. Í dag kveð ég elskulegan tengda- pabba og vin. Það voru algjör forétt- indi að vera tengdadóttir þín og fá að eiga þig að. Þú varst einstakt ljúf- menni sem vildir allt fyrir alla gera. Þú uppskarst svo sannarlega eins og þú sáðir. Hjálpsemin og hugulsemin voru alltaf í fyrirrúmi hjá þér. Það er erfitt að hugsa til þess að þú eigir ekki eftir að koma í heimsókn oftar og fá þér kaffibolla og spjalla eða eins og stundum, sitja bara og leyfa þögninni að tala, orð voru stundum óþörf. Þú varst ótrúlega mikill barnakall. Alltaf varstu í essinu þínu þegar börn- in voru nálægt, þér þótti svo vænt um þau og þau dýrkuðu þig. Þú varst stoð þeirra og stytta, þú varst afi Jói þeirra. Takk fyrir það sem þú varst börnunum mínum, þau munu búa að því alla sína ævi að hafa kynnst þér og notið manngæsku þinnar. Þú hafðir svo gaman af lífinu, þú naust þess að lifa lífinu lifandi og það gerðuð þið Steina svo sannarlega, ferðuðust mikið, nutuð lífsins og áttuð góða ævi saman. Jæja, elsku tengdapabbi og vinur, núna þegar komið er að leiðarlokum og eftir standa góðar minningar um lífsglaðan og góðan mann sem gaf svo mikið af sér að allir urðu betri mann- eskjur eftir að hafa notið samneytis við þig, kveð ég þig, elsku tengda- pabbi minn, með eilífu þakklæti fyrir mig og mína. Elsku Steina og aðrir ástvinir, Guð veri með ykkur. Sérstökum þökkum vil ég koma á framfæri við allt hið yndislega starfs- fólk Heimahlynningar Krabbameins- félagsins, Guð blessi ykkur og veiti ykkur stuðning í starfi ykkar. Þín tengdadóttir, Ragnheiður Þórunn. Afi Jói er dáinn. Í annað skiptið á þessu ári er stórt skarð höggvið í fjöl- skylduna. Fyrst mamma, svo afi Jói. Einhvern veginn fannst mér afi Jói vera eilífur, en svo einfalt er lífið nú ekki. Við þessi tímamót vakna upp marg- ar góðar minningar. Alla mína ævi hafa amma og afi átt heimili á Sel- vogsgötunni og þar hefur heimili þeirra ávallt verið gestkvæmt. Á ár- unum mínum í Flensborgarskólanum var gott að eiga ömmu og afa í næstu götu, enda nýtti ég mér óspart að hlaupa yfir í frímínútunum, í snarl og spjall. Afi var glaðlyndur og einkar skemmtilegur maður. Aðaláhugamál afa var hestamennska. Um þriggja ára skeið reið ég reglulega út með afa og félögum hans, Hannesi og Birni, en þeir voru saman með hesthús. Oft var kátt á hjalla í „Svítunni“ eins og þeir kölluðu kaffistofuna sína. Ógleyman- legar eru minningar mínar er þeir skiptust á sögum, sem oftar en ekki voru smáskreyttar að hætti afa. Þeir voru margir reiðtúrarnir með afa á þessum árum, oft á tíðum í Krísuvík og í Sléttuhlíð ofan Hafnarfjarðar. Afi vildi helst hafa hestana sína hálf- tamda og á stundum varð ég hrædd, þegar hestarnir tóku á rás og þustu með afa út í móa. Mér lærðist þó fljótt að halda áfram mínu striki, því afi birtist ávallt að bragði. Afi gætti þess alltaf að eiga góðan hest handa okkur krökkunum, því fátt þótti honum skemmtilegra en að taka okkur með á bak og deila áhugamáli sínu með okk- ur. Afi tók mig líka stundum í bíltúr og þar var spjallað um heima og geima. Stundum leyfði hann mér að keyra bílinn er við vorum komin út fyrir bæinn og kenndi mér undirstöðu þess að aka bíl. Það er ekki annað hægt að segja um afa að hann sýndi barnabörnum og síðar barnabarna- börnum mikinn áhuga og fylgdist með hvers kyns framförum í þeirra lífi. Ef á hjálp þurfti að halda varðandi flísalagnir eða val á flísum var hann boðinn og búinn að hjálpa og stutt er síðan afi flísalagði gólf forstofunnar á mínu heimili. Amma og afi voru ein- staklega samhent hjón, ferðuðust mikið saman og þau voru svo miklir félagar. Elsku afi. Síðustu orð þín til mín voru falleg og ég mun ávallt geyma þau með mér. Ég er þess sannfærð að mamma hefur tekið vel á móti þér og það er mér sálarró að hugsa til þess. Þið voruð svo einstakir vinir. Kæra amma, framundan er tími sorgar og saknaðar. Það er huggun harmi gegn að minningin um hjart- kæran eiginmann og dóttur er og verður með okkur öllum um ókomna tíð. Þóra Einarsdóttir. Með aðeins rúmlega mánaðar milli- bili hefur almættið kallað til sín elsku- lega móður mína og nú, hann afa Jóa. Tvær fallegar sálir sem í þessu jarðlífi gáfu svo óendanlega mikið af sjálfum sér, lituðu líf okkar samferðamanna sinna og gerðu okkur ríkari með til- vist sinni. Afi Jói var alveg sérstakur maður. Mig kallaði hann aldrei annað en Stínu systur. Kannski var það vegna þess að hann leit á alla menn sem jafningja, systur sína og bræður. Þannig maður var hann. Afi var ekki margmáll, með honum var gott að þegja. Afi talaði aðallega bara til að segja eitthvað gáfulegt eða til að segja sögur, því hann var sögumaður. Ég elskaði sögurnar hans afa sem oft- ar en ekki voru ævintýralegar og á mörkum hins ómögulega og óraun- verulega. En allar eru þær dagsann- ar, eða svo trúðum við afi. Sögurnar voru heldur ekki á neinn hátt skaðandi, aðeins mannbætandi og til þess fallnar að kippa okkur út úr fyrirfram niðurnjörvuðum hvers- dagsleikanum, sem annars litar líf okkar og þá list kunni afi. Afi var mikill hestamaður og fimm ára var ég farin að fara með honum á bak, sem eflaust hefur ekki verið auð- velt fyrir hann því ég var skíthrædd við hesta langt fram eftir aldri en afi lagði aldrei meira á mann en maður réð við og alltaf nennti hann að hafa mann með. Ég mun í framtíðinni ylja mér við dásamlegar minningar um alla útreiðartúrana okkar, sleppit- úrana og stundirnar sem við áttum saman. Fyrir ári síðan, er ég eignaðist Högna litla, sat ég einu sinni grátandi yfir því hve illa gekk að leggja dreng- inn á brjóst. Þá sat afi hjá mér, kenndi mér hvernig best væri að bera sig að við þetta, róaði mig og sagði mér sög- ur af því hvernig þetta hefði gengið hjá þeim ömmu. Var hann með hverja einustu brjóstagjöf barna sinna á hreinu og hafði augljóslega tekið virk- an þátt, þegar þau amma voru með krakkana litla, sem eflaust hefur ekki verið algengt meðal kynslóðar afa. Samband þeirra var líka einstakt. Þau voru bestu vinir, á því lék enginn vafi. Þau voru samanlagðar sálir, ástfangin til hinstu stundar. Á þeirra löngu ævi hafa þau saman yfirstigið hindranir, öðlast sigra og í leiðinni náð að hlúa hvort að öðru sem og börnum og barnabörnum. Sem barn var yndis- legt að fá að koma til þeirra og gista. Þau pökkuðu manni inn í tandur- hreinar svanadúnsængurnar sínar og leyfðu manni að upplifa sig einstakan. Krakkarnir mínir upplifðu það sama. Ýmir kom oft við á leið sinni úr skóla, bara til að fá eina kleinu hjá ömmu og eiga gott spjall við langafa Jóa, því þeir voru miklir félagar. Eftir að afi hætti sjálfur sem at- vinnurekandi og varð lausari við, lögðust þau amma í ferðalög. Amer- íka og Kanada urðu oftar en ekki fyrir valinu og dvöldu þau í marga mánuði á hverjum stað, kynntust þannig sam- félaginu, eignuðust góða vini. Fræg er myndin sem send var heim af afa berum að ofan á Harley Davidson mótorhjóli á Daytona Beach. Þar þótti mér áttræðum afa mínum rétt JÓHANN LÁRUSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.