Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Landsst. 6005031718 VIII Sth.
kl. 18:00
Töfrar Egyptalands
Í haust verður farin ferð á veg-
um Ljósheima til Egyptalands.
Ferðin er farin til að tengja sig
við töfra horfinnar menningar
sem lifir þó enn í hofum lands-
ins. Í kvöld mun Sólbjört Guð-
mundsdóttir, sem leiðir ferðina,
kynna hana í máli og myndum í
Ljósheimum, Brautarholti 8. Fyr-
irlesturinn hefst kl.20:30. Allir
velkomnir
www.ljosheimar.is.
Fimmtudagur 17. mars.
Allmenn samkoma í Þríbúðum,
Hverfisgötu 42, kl. 20:00.
Mikill söngur og vitnisburðir.
Predikun sr. Karl V. Matthías-
son.
Allir eru velkomnir.
Mánudagur 21. mars.
Fræðslukvöld í Þríbúðum, Hverf-
isgötu 42, kl. 19:30. Gestur
kvöldsins er Halldór Lárusson.
Allir eru velkomnir.
www.samhjalp.is
Vélstjórar
Vantar vélstjóra á Hoffell SU 80. Þarf að hafa
VF réttindi og geta leyst yfirvélstjóra af.
Hoffell stundar uppsjávarveiðar og er gert út
frá Fáskrúðsfirði. Búseta á staðnum er æskileg.
Allar nánari uppl. gefur Eiríkur Ólafsson útgerð-
arstjóri í síma 470 5000 eða gsm 893 3009.
Loðnuvinnslan hf.
Barcelóna - Mahon
Íbúð til leigu í miðbæ Barcelóna og
hús við höfnina í Mahon, Menorca.
Laust um páskana og áfram.
Uppl. gefur Helen í síma 899 5863.
I.O.O.F. 11 1853178
Í kvöld kl. 20.00
Bæn og lofgjörð í umsjón
Elsabetar og Miriam.
Allir velkomnir.
Frístandandi milligólf
og lagerhillur til sölu!
Til sölu mjög vandað frístandandi millgólf með
veggeiningakerfi frá Rými. Hentar fyrir allar
gerðir fyrirtækja. Hægt er að bæta við
það. Erum að taka það niður núna.
Nánari uppl. í símum 825 9111 og 825 9199.
Atvinnuauglýsingar Félagslíf
Húsnæði erlendis
Raðauglýsingar 569 1111
Til sölu
NÝTT vefsetur í fötlunarfræðum
við Háskóla Íslands var opnað í síð-
ustu viku. Árni Magnússon félags-
málaráðherra og Ólöf Inga Hall-
dórsdóttir, ung hreyfihömluð kona
og nýútskrifaður grunnskólakenn-
ari, opnuðu vefsetrið formlega við
athöfn sem fram fór í Norræna hús-
inu.
Vefsetur í fötlunarfræðum
http://www.fotlunarfraedi.hi.is er
hið fyrsta sinnar tegundar hér á
landi. Vefsetrið er miðstöð þekk-
ingar og upplýsinga í fötl-
unarfræðum og fróðleiksbrunnur
um málefni fatlaðra. Það mun þjóna
fötluðu fólki og þeim sem tengjast
málefnum þess í leik og starfi, en
mikið er kallað eftir aðgengilegu
efni á þessu sviði hér á landi.
Vefsetrið er starfrækt í tengslum
við framhaldsnám í fötlunarfræði
við félagsvísindadeild Háskóla Ís-
lands. Fötlunarfræði er nýtt fræða-
svið sem vaxið hefur hratt á und-
anförnum árum. Fræðileg þróun á
þessu sviði endurspeglar aukinn
áhuga á fötlun sem samfélagslegu
fyrirbæri og mikilvægum þætti í lífi
okkar allra, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Vefsetur í fötlunarfræðum er
mikilvægur vettvangur til að kynna
þessi nýju fræði og er ætlað að
bæta úr brýnni þörf fyrir aðgengi-
legt efni um málefni fatlaðs fólks.
Vefsetrið er liður í að gera þetta
nýja fræðasvið sýnilegt og stuðla að
uppbyggingu þess hér á landi, segir
ennfremur.
Kennslumálasjóður Háskóla Ís-
lands hefur styrkt verkefnið.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nýtt vefsetur í fötl-
unarfræðum við HÍ
MIÐSTJÓRN Samiðnar lýsir yfir
miklum vonbrigðum með ákvörðun
Ríkiskaupa um að hafna tilboði
Slippstöðvarinnar í viðgerðir á Ægi
og Tý og taka pólsku tilboði, þar
sem munurinn á tilboðunum var
óverulegur. Ákvörðunin lýsir fyrst
og fremst metnaðarleysi íslenskra
stjórnvalda fyrir hönd íslensks iðn-
aðar og skorti á vilja til að halda
verkefnum í skipaiðnaði í landinu.
„Miðstjórnin bendir á að ekki
liggi fyrir að þurft hafi að bjóða
verkefnið út á EES. Einnig vill
miðstjórn benda á að aðrar þjóðir
beita ýmsum leiðum til þess að
halda mikilvægum verkefnum í
landi þrátt fyrir tilvist samnings-
ins.
Miðstjórnin lýsir yfir ánægju
sinni með að íslenskur skipaiðn-
aður skuli standast erlend tilboð
frá löndum sem hafa aðgang að
ódýru vinnuafli eins og tilboð
Slippstöðvarinnar sýnir. Einnig
bendir fundurinn á að í saman-
burðinum hefur ekki verið tekið til-
lit til þess óbeina hagnaðar sem
kemur til ef verkið er framkvæmt
hér á landi.
Miðstjórn Samiðnar skorar á
fjármálaráðherra, dómsmálaráð-
herra og iðnaðarráðherra að beita
sér fyrir því að ákvörðun Ríkis-
kaupa um að taka hinu pólska til-
boði verði endurskoðuð og tryggja
að viðgerðir á Ægi og Tý fari fram
í íslenskum skipasmíðastöðvum.
Miðstjórn hvetur alla aðila sem
málið snertir að taka höndum sam-
an til að tryggja farsæla niðurstöðu
í þessu máli.“
Ályktanir Samiðnar og járniðnaðarmanna
Lýsir metnaðarleysi
íslenskra stjórnvalda
FÉLAG járniðnaðarmanna mótmæl-
ir harðlega þeirri ákvörðun Ríkis-
kaupa að ganga til samninga við
pólska skipasmíðastöð um viðgerðir
á varðskipunum Ægi og Tý. Segir
m.a. svo í ályktun félagsins um þetta
efni: „Þetta er í annað skiptið á fjór-
um árum sem Ríkiskaup ákveða að
senda varðskipin úr landi með þeim
rökstuðningi að verðið sé lægra í Pól-
landi.
Fyrir fjórum árum munaði 6,8
milljónum á tilboði Vélsmiðjunnar
Orms og Víglundar og þessarar
sömu pólsku skipasmíðastöðvar í við-
gerðir á tveimur varðskipum.
Í skýrslu sem Félag járniðnaðar-
manna fékk þá hjá VSÓ ráðgjöf um
kostnað við siglingu varðskipa til
Póllands kom hins vegar fram að það
yrði nokkur hundruð þúsund krón-
um ódýrara að gera við skipin hér
heima.
Nú er þessi fjögurra ára saga að
endurtaka sig þrátt fyrir yfirlýsingar
ráðamanna á Alþingi fyrir fjórum ár-
um. Félag járniðnaðarmanna bendir
á að aðrar þjóðir setja ýmis skilyrði í
sínum útboðum til að auðvelda þar-
lendum fyrirtækjum að bjóða í verk.“
Vilja að verkið verði
unnið hérlendis
AUGLÝST hefur verið eftir tilnefn-
ingum íslenskra nýmiðlunarlausna
í landskeppni World Summit
Award – nýmiðlunarverðlauna
Sameinuðu þjóðanna.
Þær tilnefningar sem berast fara
fyrir dómnefnd sem velur bestu
lausnina í hverjum flokki. Skráning
í landskeppnina fer fram á vefsíð-
unni http://www.hi.is/page/
wsa2005.
Nýmiðlunarverðlaun Sameinuðu
þjóðanna, World Summit Award
(WSA), er samkeppni sem haldin er
samtímis um heim allan. Tilgang-
urinn er að velja og kynna besta
rafræna efnið og nýmiðlun í veröld-
inni um þessar mundir. Að skipu-
lagningu samkeppninnar standa
fulltrúar 168 landa í fimm heims-
álfum. Nánari upplýsingar er að
finna á vefsíðunni: www.wsis-
award.org.
Verðlaun í flokkunum átta verða
veitt á verðlaunahátíð sem haldin
verður í Háskóla Íslands laug-
ardaginn 21. maí og þær nýmiðl-
unarlausnir verða síðan sendar í
aðalkeppnina sem haldin verður í
Túnis í haust. Þáttökugjald er
10.000 kr og er skilafrestur til 31.
mars.
Keppnin hér á landi er skipulögð
í samvinnu Háskóla Íslands,
menntamálaráðuneytisins og Sam-
taka iðnaðarins.
Ný miðlunar-
verðlaun Sam-
einuðu þjóðanna
EFTIRFARANDI ályktun hefur
borist frá Heimdalli:
„Í ljósi þeirra deilna sem staðið
hafa um rekstrarfyrirkomulag
Ríkisútvarpsins áréttar Heimdall-
ur, félag ungra sjálfstæðismanna í
Reykjavík, að nauðsynlegt er að
selja Ríkisútvarpið hið snarasta.
Jafnframt er Heimdallur andvígur
þeim áformum að stofna sameign-
arfélag um rekstur Ríkisútvarps-
ins. Ástæða þess er sú að ábyrgð
ríkisins á rekstrinum mun eftir
sem áður verða ótakmörkuð.
Heimdallur telur að það sé ekki
hlutverk ríkisins að reka fjölmiðil,
allar markaðsforsendur eru fyrir
hendi til að leysa Ríkisútvarpið úr
krumlum ríkisvaldsins og koma
fyrirtækinu á almennan markað.
Núverandi fyrirkomulag er með
öllu óásættanlegt þar sem brotið
er á þeirri grundvallarreglu að
ríkið eigi ekki að vera í sam-
keppni við einkarekin fyrirtæki á
markaði.“
Nauðsynlegt
að selja Ríkis-
útvarpið
Á AÐALFUNDI Lögmannafélags
Íslands, sem haldinn var á Radison
SAS Hótel Sögu, 11. mars sl., var
Helgi Jóhannesson hrl., kjörinn for-
maður félagsins til eins árs. Aðrir
nýir stjórnarmenn eru Stefán Geir
Þórisson hrl., og Helga Jónsdóttir
hdl. en auk þeirra sitja í stjórn fé-
lagsins þau Jóhannes Albert Sæv-
arsson hrl. og Helga Melkorka Ótt-
arsdóttir hdl.
Ný stjórn Lög-
mannafélagsins
ELDUR kom upp í einbýlishúsi við
Fjarðarstræti á Ísafirði á þriðja tím-
anum í gær. Kviknaði hann í her-
bergi sem notað er sem nuddstofa.
Slökkvistarf gekk fljótt og vel,
samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Ísafirði, en smávægilegar
skemmdir urðu á húsnæðinu af völd-
um reyks. Slökkviliðsmenn voru
fljótir á vettvang þar sem umrætt
hús stendur beint á móti slökkvistöð-
inni.
Eldur í nuddstofu
STARFSMANNAFÉLAG Reykja-
víkurborgar hefur gert kjarasamn-
ing við ríkisvaldið vegna fé-
lagsmanna sinna á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi.
Samningnum svipar til samninga
sem Starfsmannafélag ríkisstofn-
ana hefur áður gert við ríkisvaldið
vegna félagsmanna sinna og sem
Bandalag háskólamanna hefur gert
vegna háskólamenntaðra starfs-
manna. Samningurinn verður
kynntur og borinn upp á næstu
dögum.
Samið við ríkið
vegna LSH
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
dæmdi í gær karlmann á þrítugs-
aldri í 3 mánaða fangelsi fyrir
innbrot og þjófnað í Lágafells-
skóla í Mosfellsbæ í marsmánuði
2004 þar sem stolið var verkfær-
um að verðmæti 832 þúsund
krónur. Ennfremur var ákærði
sakfelldur af ákæru fyrir vopna-
laga- og fíkniefnabrot. Gerði
dómurinn upptækar tvær axir,
þrjá hnífa og eitt skrúfjárn auk
lítilræðis af hassi.
Ákærði á að baki nokkurn
sakaferil og var því ekki hægt að
skilorðsbinda refsingu hans að
þessu sinni.
Arnfríður Einarsdóttir héraðs-
dómari dæmdi málið. Verjandi
var Hlöðver Kjartansson hrl. og
sækjandi Dagmar Arnardóttir frá
lögreglustjóranum í Reykjavík.
Fangelsi fyrir
innbrot í skóla