Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 31 UMRÆÐAN HÁSKÓLI Íslands er sú stofnun sem löngum hefur notið hvað mestrar virðingar, trausts og vel- vildar hjá þorra landsmanna. Mik- ilvægt er að þar veljist til forystu einstaklingur sem nýtur óskoraðs og víð- tæks trausts jafnt innan háskólans sem utan. Einstaklingur með skýra framtíð- arsýn fyrir Háskóla Íslands, þar sem boð- ið verður upp á nám og starfsskilyrði á samkeppnisgrundvelli við það besta sem í boði er erlendis og vilja og þor til að fylgja hugmyndum sínum eftir. Þannig verður best tryggt að háskólinn laði til sín hæfustu kennara, vís- indamenn og nem- endur og verði ís- lensku þjóðfélagi til framfara og heilla um ókomna tíð. Nú er ljóst að geng- ið verður til annarrar umferðar í rekt- orskjöri við Háskóla Íslands í dag þar sem kosið verður á milli tveggja frambjóðenda. Þar er í framboði Kristín Ingólfsdóttir, prófessor í lyfjafræði. Kristín er fyrsta konan í nærri eitt hundrað ára sögu skólans sem gefur kost á sér í þetta veigamikla embætti. Það er að mínu mati skýr vitnisburður um kjark hennar, trú og vilja til að láta gott af sér leiða og gefur kjós- endum val á að auka hlut kvenna í æðstu stjórnun háskólans. Það hefur verið gaman að fylgj- ast með kosningabaráttunni og verða vitni að því hvernig Kristín náði þeim árangri að fá flest at- kvæði í fyrri umferð rektorskosn- inganna 10. mars þrátt fyrir að vera sá frambjóðandi sem fæstir þekktu. En af hverju skyldi það nú stafa? Í mínum huga er svarið einfalt. Krist- ín Ingólfsdóttir hefur alla þá kosti til að bera sem prýða þurfa góðan rektor. Hún hefur þá hæfileika og þann per- sónuleika sem þarf til að vera í senn sterkur leiðtogi og fyrirmynd starfsmanna og nem- enda í öllu starfi há- skólans. Einnig hefur hún til að bera þá festu og málafylgni sem þarf gagnvart yf- irvöldum til að tryggja sem best vöxt og við- gang skólans í sam- keppnisumhverfi. Ég hvet nemendur og starfsmenn Há- skóla Íslands sem ekki hafa kynnt sér stefnumál Kristínar og framtíðarsýn að skoða heimasíðu henn- ar, www.kristining- olfsdottir.is. Ég vil að lokum skora á alla þá sem deila skoðunum Kristínar Ing- ólfsdóttur og framtíðarsýn að fjöl- menna á kjörstað í dag og greiða henni atkvæði sitt í kjöri til rekt- ors. Það er að mínu mati atkvæði greitt bjartri framtíð Háskóla Ís- lands. Kristínu Ingólfs- dóttur til forystu Ólafur Adólfsson fjallar um kjör rektors við Háskóla Íslands Ólafur Adólfsson ’Kristín Ing-ólfsdóttir hefur alla þá kosti til að bera sem prýða þurfa góðan rektor.‘ Höfundur er lyfjafræðingur. Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöð- unni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mann- kynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdra- brennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóð- félaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Umhverf- isvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálf- stæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjó- mannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar VESTFIRÐINGAR hafa um all- nokkurt skeið barist fyrir stofnsetn- ingu háskóla á Ísafirði. Nú á að kæfa þessa ósk þeirra í fæðingu eins og svo margar aðrar sem sett- ar hafa verið fram til uppbyggingar á landsbyggðinni en búa í staðinn til nýjan hatt á Fræðslumiðstöð Vest- firðinga og nefna Háskólasetur. Framfarir á landsbyggðinni eru innihaldslaus orð í munni rík- isstjórnarinnar, hvort sem um er að ræða svokölluð kjarnasvæði, eins og Ísafjörður á þó að heita, eða ekki. Háskóli á heimaslóð Ég er eindreginn stuðningsmaður há- skóla á Vestfjörðum og skil mikilvægi þess fyrir Vestfirðinga að fá þá grósku og inn- spýtingu í mannlífið sem fylgir uppbygg- ingu háskóla. Ég hef upplifað þá breytingu á samfélagi sem uppbyggingu háskóla fylgir, fundið hvernig ný von vaknar í brjóstinu. Í dag stunda 160 manns há- skólanám í fjarnámi á Ísafirði. Það eru fleiri nemendur en nokkru sinni í framhaldsskólanámi á Ísafirði og þeir munu væntanlega halda áfram námi, einkum ef þeim er gert það auðvelt með háskóla í grenndinni. Háskóli á Vestfjörðum myndi að sjálfsögðu þjóna öllum þeim sem þangað vildu sækja og með spenn- andi og hagnýtu námsframboði þarf ekki að óttast að nemendur sæktu ekki vestur. Uppbygging háskóla á Vest- fjörðum mildaði einnig þá breytingu sem verður við styttingu námstíma til stúdentsprófs þar sem þá yrði hægt að stunda nám áfram í heima- byggð. Dýrt þegar upp er staðið? Það er dýrt að halda úti háskól- um en það er líka dýrt að smala fólki á örfáa staði á landinu ef það vill stunda nám. Og dýrast af öllu er að haga mál- um þannig að fáir mennti sig – að 40% vinnuaflsins sé aðeins með grunnskólapróf eða minna eins og mál- um er háttað í dag. Og hlutfallið er ekki að breytast til batnaðar og það bendir til þess að einhverju sé ábóta- vant í skólakerfi okkar. Háskóli á Vest- fjörðum yrði í sam- vinnu við aðra háskóla, innlenda sem erlenda, á svipaðan hátt og Há- skólinn á Hólum og á Bifröst. Ég hef engar áhyggjur af faglegum gæðum eða möguleikum til rann- sóknarvinnu. Það er hvergi meiri metnað að finna en einmitt í stofn- unum sem eru að berjast fyrir til- veru sinni og þurfa að sanna til- verurétt sinn. Fjarnemendur hafa staðið sig ákaflega vel enda hefur samfélagið stutt vel við bakið á þeim, t.d. með góðri vinnuaðstöðu. Spurning um skipulag Að mínum dómi er það misskiln- ingur að háskóli geti ekki risið und- ir nafni nema hann sé stór. Litlir háskólar kalla fram mikinn metnað, samheldni, frumkvæði í starfsfólki og nemendum. Á Íslandi skiptast háskólar á kennurum, námskeið við einn háskóla eru metin til eininga í námi við annan, meistara- og dokt- orsnemendur stunda rannsókn- arvinnu sína og undir faglegri leið- sögn starfsmanna við annan háskóla en þann sem þeir eru formlega skráðir í. Þarna höfum við frjóan jarðveg ekkert síður en við stóru skólana að þeim þó ólöstuðum. Og með mörgum smærri háskólum er- um við að auka líkur á því að sér- stakar aðstæður nýtist t.d. við rann- sóknir og kennslu og jafnframt á því að þessar sérstöku aðstæður gætu nýst í atvinnulífi nútíðar og framtíðar. Og reynslan sýnir að at- vinnulífið á viðkomandi stöðum kemur sterkt inn í samvinnu og stuðning við háskólana. Ríkisstjórnin er að skella hurð- inni á nefið á unga fólkinu sem á táknrænan hátt lét í ljós drauma sína um háskólanám á heimaslóð á Silfurtorgi sl. sumar. Frá þeim var ekki við öðru að búast. Það bíður nýrrar ríkisstjórnar að sýna skiln- ing á mikilvægi menntunar á heima- slóð og nýrra þátta í atvinnulífi utan höfðuborgarsvæðisins. Háskóli eða háskólasetur – skiptir það öllu máli? Anna Kristín Gunnarsdóttir fjallar um háskóla á Vestfjörðum ’Að mínum dómi er þaðmisskilningur að háskóli geti ekki risið undir nafni nema hann sé stór.‘ Anna Kristín Gunnarsdóttir Höfundur er alþingismaður Samfylk- ingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Fasteignir til sölu Upplýsingar hjá ERON í síma 515 7440, eron@eron.is, Vegmúla 2, Reykjavík Stefán Hrafn Stefánsson hdl., lögg. fasts. Falleg og björt u.þ.b. 80 fm íbúð á jarðhæð í vönduðu fjölbýlishúsi. Íbúðin er í góðu ástandi með parketi á gólfi, sérþvottahúsi og gengið beint út í afgirtan sérgarð með verönd í suður. Getur losnað fljótlega. Verð 17,5 millj. Grandavegur - 3ja herbergja Mjög rúmgóð og björt u.þ.b. 152 fm efri hæð í fjórbýlishúsi ásamt 36 fm bílskúr. Glæsi- legar stofur. 3-4 herbergi. Tvö baðherbergi. Arinn og suður- svalir. Húsið var allt standsett að utan fyrir ca 4 árum. Mjög vel staðsett og rúmgóð hæð. Verð 29,5 millj. Bugðulækur - stór hæð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.