Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bílar og Brúðkaup á morgun Í MÁLSTOFU á vegum Lagastofn- unar Háskóla Íslands og Land- verndar um umhverfisrétt og stjórnarskrána lýsti Ole Kristian Fauchald, dósent við Óslóarháskóla og sérfræðingur í umhverfisrétti, reynslu Norðmanna af umhverfis- ákvæði sem tekið var upp í norsku stjórnarskrána árið 1992. Í pall- borðsumræðum kom fram í máli Jóns Kristjánssonar, formanns stjórnarskrárnefndar, að brýnt væri að taka til umræðu ákvæði um um- hverfisrétt og sagði hann slíkt ákvæði þurfa að vera gagnsætt og skýrt. Sérhver einstaklingur á rétt á heilnæmu umhverfi Í umhverfisréttarákvæði norsku stjórnarskrárinnar segir m.a. að sérhver einstaklingur eigi rétt á heilnæmu umhverfi og náttúru þar sem líffræðileg fjölbreytni skuli vernduð. Nýta eigi náttúruna með langtímasjónarmið í huga til að tryggja rétt komandi kynslóða. Þá kemur fram í umræddri grein að al- menningur eigi rétt á upplýsingum um ástand umhverfisins og áhrif framkvæmda á það og er yfirvöld- um að öðru leyti falið að útfæra þetta. Fram kom í máli Ole Kristian Fauchald að það hefði tekið langan tíma að fá umrætt ákvæði inn í stjórnarskrána. Í kjölfarið hefðu nokkrir lagabálkar beinlínis vísað til þess í markmiðsgreinum sínum, meðal annars lög er varða Sval- barða og á Finnmörku. Hann lagði áherslu á að lögin um aðgang að upplýsingum um umhverfismál ættu rætur sínar að rekja beint til stjórn- arskrárákvæðisins. Einnig nefndi hann að vísað hefði verið til ákvæð- isins í þremur hæstaréttardómum en almennt hefði ákvæðið ekki enn haft mikil áhrif. Í pallborðsumræðunum á mál- þinginu tóku þátt auk Jóns Krist- jánssonar þau Aðalheiður Jóhanns- dóttir, lektor við lagadeild HÍ, Hjörleifur Guttormsson náttúru- fræðingur og Sigurður Líndal pró- fessor. Jón Kristjánsson sagði stjórnar- skrárnefnd þurfa að taka mörg at- riði fyrir í endurskoðun sinni í tengslum við umhverfisrétt. Nefndi hann m.a. atriði eins og tengsl á eignarhaldi á auðlindum. Jón rifjaði upp að við fyrri vinnu við endur- skoðun stjórnarskrár hefði verið fjallað um ákvæði þar sem sagði að vernda bæri náttúruna svo að ekki spilltist líf eða land að nauðsynja- lausu. Þetta væri gott ákvæði en hvernig ætti að skilgreina hvað væri nauðsynlegt og hvað ekki. Lagatæknilega erfitt Aðalheiður Jóhannsdóttir sagði það á margan hátt lagatæknilega erfitt að koma umhverfisréttar- ákvæði í stjórnarskrá. Hún sagði það spennandi verkefni sem krefðist ítarlegs undirbúnings. Spurning væri hvernig slíkt ákvæði nýttist og hvaða áhrifum mætti búast við með tilurð þess. Hún minnti á að ákvæði um mannréttindi hefðu þýðingu og hægt væri að vísa til þeirra, slíkt væri einnig nauðsynlegt varðandi umhverfismálin. Kvaðst hún ekki sjá neina sérstaka galla samhliða því að ákvæði yrði sett í stjórn- arskrána. Hjörleifur Guttormsson sagði það skoðun sína að ótvírætt ætti að taka upp umhverfisréttarákvæði í stjórn- arskrána. Minnti hann á að mann- réttindaákvæði hefðu komist í stjórnarskrá í kjölfar mikillar um- ræðu og svipað væri uppi á ten- ingnum nú varðandi umhverfismál. Sagði hann það hreinlega spurningu um tilvist mannsins að taka slíkt ákvæði í stjórnarskrá. Hjörleifur sagði að taka yrði pólitíska ákvörð- un um að taka ákvæðið upp og í framhaldinu yrði málið auðleysan- legt tæknilega. Kvaðst hann vonast til að stjórnarskráin yrði betri eftir að nefnd Jóns hefði lokið starfi sínu. Sigurður Líndal sagði stjórnar- skrá vera grunnsáttmála og sagði erfitt að taka þannig á þessum mál- um að þau hefðu einhverja merk- ingu. Álitamálin hljóti að vera mörg og það hefði sýnt sig að þar sem lög- gjafinn tæki ekki nógu skýrt á mál- um hefði ákvörðunarvaldið í raun flust frá löggjafarvaldinu til dóm- stóla. Minnti hann á öryrkjamálið svonefnda í þessu sambandi. Hann sagði það skyldu að vernda náttúru landsins og auðlindir en kvaðst hafa meiri áhyggjur af umgengni fólks en einni hljóðlátri virkjun. Ákvæði um umhverfisrétt voru sett í stjórnarskrá Norðmanna fyrir rúmum áratug Ákvæði um um- hverfisrétt þurfa að vera skýr Morgunblaðið/Jim Smart Rætt var um umhverfisrétt og stjórnarskrána á málþingi Lagastofnunar HÍ og Landverndar í gær. AFAR skiptar skoðanir eru á því hvort nýtt frumvarp um Rík- isútvarpið sé til bóta eða ekki. Stíga hefði átt skrefið til fulls í frumvarp- inu og gera RÚV hreinlega að hlutafélagi. Gott er að betri stjórn- sýsla innan stofnunarinnar sé tryggð. Ganga hefði átt mun lengra í því að taka fyrir auglýsingatekjur stofnunarinnar þar sem þær skekktu samkeppnisstöðu einka- aðila. Þetta var meðal þess sem fram kom á opnum fundi um fram- tíð Ríkisútvarpsins sem Vörður – fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, stóð fyrir í Valhöll í gær. Á fundinum fór Steingrímur Sig- urgeirsson, aðstoðarmaður mennta- málaráðherra, yfir helstu þætti nýs frumvarps til laga um Ríkisútvarpið sf. Meðal þess sem fram kom er að í greinargerð með frumvarpinu er nefndur sá möguleiki að mennta- málaráðherra geri árangursstjórn- unarsamning við Ríkisútvarpið sf. til nokkurra ára í senn þar sem mælt verði fyrir um nánari útfærslu á skyldum félagsins. Sagði hann þar m.a. vísað til samsetningar útsendr- ar dagskrár m.t.t. innlends dag- skrárefnis, efnis sem ætlað er börn- um eða sérstökum aldurshópum, fræðslu-, heimildar- og íþróttaefnis, svo eitthvað sé nefnt. Einnig kom fram að af tækni- legum ástæðum verða öll störf hjá RÚV lögð niður við yfirtöku Rík- isútvarpsins sf. á rekstrinum en Steingrímur tók fram að tryggilega væri búið um réttindi núverandi starfsmanna. Þannig eiga allir þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem við gildistöku laganna eru ráðnir ótíma- bundinni ráðningu eða eru skipaðir rétt á störfum hjá Ríkisútvarpinu sf. við yfirtöku þess á starfsemi RÚV. Sér ekki að flokkspólitískum áhrifum sé bægt frá „Ég tel þetta frumvarp vera ein versta árás á frjálsa fjölmiðla sem um getur á Íslandi,“ sagði Óli Björn Kárason útgáfustjóri sem sat í pall- borði ásamt Margréti Sverrisdóttur framkvæmdastjóra, Ólafi Hauks- syni blaðamanni og Steingrími. Benti Óli Björn annars vegar á að með frumvarpinu væri verið að auka ráðstöfunartekjur Rík- isútvarpsins um 2–400 milljónir króna árlega sem myndi, að hans mati, ganga nærri þeim einkaaðilum sem eru í harðri samkeppni við Rík- isútvarpið. Einnig benti hann á að afar sérkennilegt væri að finna ákvæði þess efnis í frumvarpinu að RÚV væri heimilt að standa að stofnun og rekstri félaga á öllum sviðum fjölmiðlunar, auk þess sem því verði heimilt „að taka saman, gefa út og dreifa hvers konar efni, án endurgjalds eða gegn endur- gjaldi, sem stuðlar að því að tilgangi félagsins verði náð, svo sem ritað máli, hljómplötur, hljóðsnældur, geisladiskar, myndbönd og marg- miðlunarefni,“ eins og segir orðrétt í frumvarpinu. Steingrímur svaraði því til að ef til þess kæmi að Ríkisútvarpið sf. tæki þátt í stofnun fyrirtækis væri algjörlega ljóst að það yrði rekstr- arlega aðskilið frá grunnstarfsemi Ríkisútvarpsins sf. Minnti hann á að mikilvægt væri að í lögum um Rík- isútvarpið væri stofnuninni tryggð- ur ákveðinn sveigjanleiki, ekki síst í ljósi þess að tæknilega séð væri starfsumhverfi fjölmiðla sífellt að breytast.og því nauðsynlegt að tak- marka ekki svigrúm stofnunarinnar. Margrét Sverrisdóttir lýsti ánægju sinni með það að í frum- varpinu væri ótvírætt viðurkennt hlutverk Ríkisútvarpsins sem mik- ilvægrar menningarstofnunar. Hvað neikvæða þætti frumvarpsins varð- aði sagðist Margrét óttast aukna ráðherravæðingu sem hún teldi að merkja mætti í frumvarpinu. Benti hún á að ríkisstjórnarmeirihlutinn mundi áfram hafa mjög sterk ítök í Ríkisútvarpinu. „Það er mikið talað um aukið sjálfstæði stofnunarinnar og að flokkspólitískum áhrifum sé bægt frá, en miðað við frumvarpið sé ég ekki að það sé svo í reynd.“ Ólafur Hauksson sagði eðlilegt að ríkið hætti afskiptum sínum af Rík- isútvarpinu sem fyrst og að til kæmi hlutafélagavæðing. Hvað auglýs- ingatekjur Ríkisútvarpsins varðar sagðist Ólafur frekar hafa kosið að nefskatturinn væri ögn hærri gegn ákvæði um að Ríkisútvarpinu sf. væri óheimilt að afla auglýs- ingatekna. Samkeppnisstaða einkaaðila skekkt Morgunblaðið/Ómar Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoðarmaður menntamálaráðherra, fór yfir helstu þætti nýs frumvarps til laga um Ríkisútvarpið á fundinum í Valhöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.