Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 28
Horft í vestur af Rammaskipulag Mýrargötu-slippsvæðisins var kynnt áfjölsóttum opnum fundi íBÚR-húsinu í gær en ramma- skipulag er ekki lögformlegt skipulags- stig heldur eins konar millistig aðal- skipulags og deiliskipulags. Hafin er gerð deiliskipulags á svæðinu í samræmi við tillögu að rammaskipulagi. Ýmsar athugasemdir gerðar Á fundinum voru meðal annars gerðar athugasemdir við hæð bygginga á svæð- inu, bent var á að framsetning hefði verið nokkuð villandi, húsin væru að megin- hluta 5–7 hæða í tillögunum en ekki 3–5 hæða eins og kynnt hefði verið. Þá komu fram athugasemdir við að ekki væri gert ráð fyrir íbúðarhúsnæði í þeim bygging- um sem stæðu á hafnarbakka svæðisins, sem væri mest spennandi svæðið, heldur einungis atvinnu- og þjónustuhúsnæði, að bílastæði væru of fá og að hávaða- mengun yrði of mikil á ákveðnum stöð- um. Þá var spurt hvernig tryggð yrði fjölbreytni í byggingum á svæðinu, að einn aðili gæti ekki keypt fjölmargar lóð- ir og byggt margar eins byggingar. Fyrir svörum sátu fulltrúar ráðgjafa- hópsins, sem vann tillögurnar, auk Dags B. Eggertssonar, formanns skipulags- ráðs. Richard Briem, verkefnisstjóri, sagði athugasemdir við hæð bygginga á svæð- inu ekki fyllilega réttmætar. Í tillögun- Eggertsson ben hægt að hafa íbú möguleiki yrði Hann tók fram trilluútgerðinni, semi gæfi svæðin Um það hver breytni bygging ur því til að í s ákveðið uppbrot skilmála sem try sagðist þó telja um væri útgangspunkturinn einmitt að sýna þeirri byggð sem fyrir er tilhlýði- lega virðingu. Þannig væri gert ráð fyrir 2–3. hæða húsum á Nýlendugötunni og á svæðinu ofan Mýrargötu sem væri í takt við hæð húsa sem þegar væru þar. Bygg- ingar hækkuðu síðan þegar nær drægi sjónum þar sem landið lækkaði, þannig gætu verið sex hæða byggingar neðst án þess að þær stæðu upp úr. Þá benti Rich- ard og á að á Slippsvæðinu þyrfti að kaupa upp lóðir og rífa þar niður og hreinsa til og byggðin þar þyrfti að bera þessar að- gerðir. Ekki væri hægt að horfa fram hjá þessum raunveruleika og menn væru í tillögunum að reyna sætta á faglegan hátt kröfuna um lágreista byggð og svo kostnaðinn sem þyrfti bera. Það væri óábyrgt að koma fram með hugmyndir um lægri byggingar þarna sem ekki gætu staðið undir fjárfestingunni sem fylgdi. Vandamál við að vera með íbúðir á hafnarsvæðinu Um íbúðir á hafnarsvæðinu sagði Richard það valda ákveðnum vanda að vera með íbúðir við hafnargarð svæðisins því það væri atvinnusvæði og ýmiskonar ónæði væri frá höfninni, hávaði, lykt o.s.frv. Hann sagði þó ekki vera búið að njörva niður að ekkert íbúðarhúsnæði yrði í byggingum við sjóinn. Dagur B. Opinn fundur í BÚR-húsinu um lokatillög Áhyggjur af of háum byggingum 28 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÓVISSAN UM FRAMTÍÐ VATNSMÝRARINNAR Á fundi borgarstjórnar í fyrradagsagði Steinunn Valdís Óskars-dóttir borgarstjóri að borgin væri sammála samgönguyfirvöldum um það að bygging samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll yrði ekki til þess að festa flugvöllinn í sessi. „Ég legg mikla áherslu á það, og það er afar mikilvægt, að við getum í lok þessa árs sýnt skipulag sem er framtíðarsýn á svæðið,“ sagði hún ennfremur. Ef borgarstjóra er alvara með það að samgöngumiðstöð muni ekki festa flug- völlinn í sessi, hvernig stendur þá á því að í samkomulagi borgarstjóra og sam- gönguráðherra um samgöngumiðstöðina er gert ráð fyrir því að fram fari flug- tæknileg, rekstrarleg og skipulagsleg út- tekt á Reykjavíkurflugvelli þar sem bera á saman kosti tveggja brauta, einnar brautar og þess að flugstarfsemi hverfi úr Vatnsmýrinni? Er nauðsynlegt að skoða alla þessa kosti ef „spurningin er ekki hvort, heldur hvenær“ flugvöllurinn víkur, eins og haft var eftir borgarstjóra í Morgunblaðinu í gær? Einnig er kominn tími til að borgaryfirvöld skilgreini nánar hvað þau eiga við með „hvenær“; er verið að tala um flugvöllurinn geti verið í þeirri mynd sem hann er nú til ársins 2016 – sem var sú tímasetning sem nefnd var í tengslum við atkvæðagreiðsluna um flug- völlinn árið 2001 – eða er búið að teygja þann tíma til ársins 2024 sem nú virðist iðulega vera viðmiðunardagsetning í um- ræðu um framtíð Vatnsmýrarinnar? Málflutningur borgarstjóra og rök fyr- ir því að ræða um ýmsa reiti á Vatnsmýr- arsvæðinu eða eyrnamerkja þá tiltekinni starfsemi, svo sem starfsemi Háskólans í Reykjavík og starfsemi samgöngumið- stöðvar, virðist einnig skjóta skökku við á sama tíma og heildarskipulag er ekki fyr- ir hendi, og verður ekki fyrr en í lok árs ef tímasetningar borgarstjóra standast. Heildarskipulagið hlýtur að eiga að vera sá grunnur sem uppbygging á ýmsum reitum svæðisins byggist á, en ekki öfugt. Þarna virðist sem byrjað sé á öfugum enda í skipulagsferlinu, á sérlega við- kvæmum stað, þar sem ekki liggur einu sinni fyrir hvers konar uppbyggingu grunnstoð á borð við gatnakerfið á svæð- inu á að þjóna. Ræða Björns Bjarnasonar um þetta málefni sem flutt var á fundi borgar- stjórnar er einnig eftirtektarverð. Þar kemur fram ánægja minnihlutans í borg- arstjórn yfir undirritun samkomulags borgarstjóra og samgönguráðherra, á þeim forsendum að hún falli í raun „að þeim markmiðum, sem fólust í stefnu [...] sjálfstæðismanna í flugvallarmálinu fyrir kosningar“. Björn vísar í Reykjavíkur- bréf Morgunblaðsins sl. sunnudag og tekur undir orð blaðsins „þegar vikið er að trúverðugleika yfirlýsinga borgar- stjóra um gerð heildarskipulags fyrir Vatnsmýrarsvæðið,“ en tekur ekki af- stöðu til þeirrar skoðunar blaðsins að það sé „ófært að ekki skuli hafa orðið til hreinn og klár átakaöxull meðal borgar- fulltrúa úr öllum flokkum um afstöðu til þess mikilvæga máls,“ né heldur þeirrar skoðunar að borgarbúar „hljóti að eiga rétt á því að fá hrein og klár svör; fyrst um markmið og síðan um leiðir til að framfylgja þeim“. Staðreyndin er sú að borgarbúa – sem nú hljóta að vera farnir að hlera eftir afstöðu borgarfulltrúa sinna til ýmissa málefna með tilliti til næstu borgarstjórnarkosninga – hlýtur að vera farið að lengja eftir því að fá end- anlega úr því skorið hvort borgarstjórn- arminnihlutinn, ekki síður en meirihlut- inn, vill að flugvöllurinn víki alfarið eða hvort hann vill að hann verði áfram í Vatnsmýrinni í einhverri mynd. Hver er sú „varanlega niðurstaða“ sem Björn vís- ar til í ræðu sinni að minnihlutinn hafi viljað knýja fram og hvenær verður hún kunngerð? MERKILEG TILRAUN Í SJÁLANDSSKÓLA Samningurinn, sem bæjaryfirvöld íGarðabæ eru reiðubúin að bjóða kennurum við Sjálandsskóla, hlýtur að vekja vonir hjá grunnskólakennurum um að það geti tekizt að brjótast út úr þeirri kyrrstöðu, sem kjaramál þeirra eru í. Samningurinn er augljóslega í veiga- miklum atriðum frábrugðinn þeim mið- stýrða kjarasamningi, sem náðist milli kennara og sveitarfélaganna í vetur eftir langt verkfall. Mánaðarlaun eru miklu hærri en þau byrjunarlaun, sem kveðið er á um í hinum almennu kennarasamn- ingum. Gert er ráð fyrir að þau verði um 290 þúsund krónur á mánuði og geti hækkað með meiri menntun, samkvæmt því sem fram kom í frétt Morgunblaðsins í gær. Í hinum almenna kennarasamn- ingi eru byrjunarlaun kennara hins veg- ar talsvert undir 200 þúsund krónum. Á móti verður vinnutímaskilgreining kennara sambærileg og hjá öðrum há- skólamenntuðum starfsmönnum sveitar- félaga. Öll kennsluskylduákvæði eru felld út úr samningum og eingöngu horft á vikulegt og árlegt vinnuframlag kenn- ara. Slíka breytingu hljóta margir kenn- arar að vera tilbúnir að samþykkja á móti því að fá hærri laun. Þá verða ekki deild- arstjórar við skólann heldur verður kennarahópnum sem slíkum falin meiri ábyrgð á starfsemi skólans, sem ýmsir kennarar hljóta að telja eftirsóknarvert. Samningurinn varð ekki opinber fyrr en með frétt Morgunblaðsins, en frétzt hefur af því að hann sé í undirbúningi og viðbrögð hafa augljóslega ekki látið á sér standa. „... þó ég sé ekki búinn að aug- lýsa, þá hafa nú þegar 46 kennarar haft samband við mig og þar af hafa um 40 lýst áhuga á að starfa eftir þessu fyr- irkomulagi,“ segir Helgi Grímsson, skólastjóri Sjálandsskóla, í Morgun- blaðinu í gær. Enn er eftir að fjalla um samninginn í samráðsnefnd launanefndar sveitarfé- laganna og Kennarasambandsins. Af við- brögðum fulltrúa kennara verður þó ekki annað ráðið en þeir séu opnir fyrir að skoða málið. Kannski er frekar ástæða til að hafa áhyggjur af andstöðu hjá þeim sveitarfélögum, sem telja sig ekki hafa neitt svigrúm til að gera betur við kenn- ara. Að mati Morgunblaðsins sýnir þetta boð Garðabæjar til kennara þó fram á gagnsemi þess að brjóta upp miðstýr- inguna í kjaramálum þeirra. Ef Garða- bær gerir betur við sína kennara en aðr- ir, munu önnur sveitarfélög verða að bregðast við til að halda í góða kennara. Þá er orðin til samkeppni um starfs- krafta kennara, sem stuðlar að því að hækka laun þeirra. Þær tilraunir, sem bæjaryfirvöld í Garðabæ og forráðamenn Ísaksskóla leitast nú við að gera til að bæta kjör kennara og stokka upp niðurnjörvað vinnufyrirkomulag í kjarasamningum þeirra, gefa von um að hægt verði að greiða þessari afar mikilvægu stétt, grunnskólakennurum, mannsæmandi laun. Það er mikilvægt að gefa þessum merkilegu tilraunum tækifæri. Um fjórðungur grunnskólanem-enda í Finnlandi nýtur stuðn-ings- eða sérkennslu af ein-hverju tagi, að því er m.a. kom fram í umræðum um sérkennslu síð- asta dag ráðstefnu um niðurstöður PISA- rannsóknarinnar sem lauk í Helsinki í gær. Pirjo Koivula, forstöðumaður hjá finnska Fræðsluráðinu, gerði m.a. grein fyrir auknum fjölda þeirra nemenda sem njóta sérkennslu í Finnlandi. 6,2% grunn- skólanemenda fá sérkennslu í sérstökum bekkjum eða sérskólum, t.d. vegna fötl- unar, veikinda eða námsörðugleika og hefur þetta hlutfall aukist úr um 3% árið 1995 í 6,2% á síðasta ári. 20,1% finnskra grunnskólabarna nýtur hins vegar ein- hvers konar stuðningskennslu, en hún fer nær alltaf fram inni í almennum bekk. Koivula sagði að gera mætti ráð fyrir að heildarhlutfallið væri um 25% því að ein- hverju leyti skarist þessir tveir hópar. Eflir sjálfstraustið Langfjölmennasti hópurinn er 7 og 8 ára börn, en það þykir heldur ekki til- tökumál í Finnlandi að börn hefji skóla- göngu ári seinna ef talið er að þau hafi ekki náð nægum þroska eða að þau sitji annað ár í sama bekk. Koivula sagði að einstaklingsmiðuð sérkennsla væri afar mikilvæg og m.a. með samvinnu sérkenn- ara og almennra kennara, aðstoðarfólki og miklum sveigjanleika næðist góður ár- angur. Maria Klaavu, sérkennari og aðstoð- aryfirkennari við Ahvenisjärvi-skólann í Hervanta í Tampere, gerði grein fyrir góðum árangri skólans hvað varðar fyr- irkomulag sérkennslunnar. Í skólanum eru 355 nemendur og 30 kennarar og er þriðji hver nemandi innflytjandi. Áður fyrr fóru nemendur sem þurftu á sér- kennslu að halda í sérskóla utan Herv- anta-hverfisins en árið 1995 var ákveðið að færa sérkennsluna inn í skólann. Tveir kennarar sinna hverjum árgangi. Sá hluti bekkjarins sem þarf á sér- kennslu að halda fær annaðhvort stuðn- ing inni í bekknum eða sérkennslu utan skólastofunnar en börnin í þeim hópi eiga samt sem áður sinn stað í almenna bekknum. Klaavu lagði áherslu á að þetta fyrirkomulag væri gott félagslega og að sjálfstraust barnanna sem nytu sér- kennslu væri meira en ella. „Þótt barn standi illa í stærð burðanemandi í l lagsleg tengsl þe farið saman í ísho fimm sérkennslu m.a. Að foreldrar fy Á dagskrá ráðste heimsóknir í gru Helsinki og nágr munandi sem og það var mál ráðs finnskum skólum vinnugleði. Í öllu skólum fá börnin sér að kostnaðar gögn, s.s. stílabæ Elín Helga Þr sem grunnskólak í Helsinki í ellefu Markviss sérkenns Í finnska skólakerfinu er lögð áhersla á að grípa snemma inn í ef nem- endur eiga í erfiðleikum. Steingerður Ólafsdóttir sat ráðstefnu um nið- urstöður PISA-rann- sóknarinnar í Helsinki. Finnar leggja áherslu á að aðstoða börn snemma komi í ljós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.