Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ólafur Sverris-son fæddist í Hvammi í Norðurár- dal 13. maí 1923. Hann lést á Land- spítalanum Fossvogi 8. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurlaug Guð- mundsdóttir, f. 24. júlí 1890, d. 18. mars 1971, og Sverrir Gíslason, f. 4. ágúst 1885, d. 24. mars 1967, bóndi í Hvammi í Norðurár- dal í Borgarfirði. Systkini Ólafs voru Guðmundur, f. 30. sept. 1917, d. 27. sept. 2003, Andrés, f. 27. des. 1918, d. 6. apríl 2004, Vigdís, f. 27. mars 1920, og tvíburabræðurnir Ásgeir og Ein- ar, f. 9. júní 1928. Hinn 4. júní 1949 kvæntist Ólaf- ur Önnu Ingadóttur, f. 29. apríl 1929, d. 1. okt. 2002. Foreldrar hennar voru Guðlaug Erlends- dóttir, f. 16. apríl 1901, d. 25. maí 1948, og Ingi Halldórsson, f. 15. ágúst 1895, d. 28. nóv. 1981. Anna og Ólafur eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Sverrir, yfirmaður hjá British Telecom, f. 28. okt. 1950, maki Shameem Ólafsson, f. 6. feb. þeirra eru: a) Anna Rakel, f. 27. sept. 1985, b) Birta, f. 11. mars 1992 og c) Ólafur Orri, f. 15. okt. 1995. 5) Anna Elísabet, forstjóri Lýðheilsustöðvar, f. 2. júlí 1961, maki Viðar Viðarsson, f. 21. mars 1956, börn þeirra eru: a) Ívar Örn Lárusson, f. 18. feb. 1985 (faðir, Lárus Elíasson, f. 20. maí 1959), b) Sævar Logi, f. 7. febr. 1988 og c) Bjarki, f. 15. júní 1995. Ólafur var kaupfélagsstjóri á Blönduósi frá árinu 1958 og síðan í Borgarnesi frá 1968 til ársins 1988. Hann gegndi fjölda trúnað- arstarfa fyrir samvinnuhreyf- inguna og sveitarfélög, var m.a. í stjórn Osta- og smjörsölunnar og Samvinnutrygginga og formaður Vinnumálasambands samvinnu- félaganna. Þá sat hann í stjórn Sambands íslenskra samvinnu- félaga í 15 ár, þar af sem stjórn- arformaður í fjögur ár. Ólafur var einnig í stjórn Vírnets og í skólanefnd Samvinnuskólans, þar af formaður í mörg ár. Ólafur starfaði mikið að öðrum félagsmálum. Hann var m.a. for- maður í framsóknarfélögum í Kópavogi, Austur-Húnavatns- sýslu og Mýrasýslu. Hann var einn af stofnendum Lionsklúbbs Blönduóss. Hann varð umdæmis- stjóri og seinna fjölumdæmis- stjóri Lionshreyfingarinnar á Ís- landi. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. 1955, dætur þeirra eru: a) Natalia, f. 4. nóv. 1987, og b) Yasmeen Anna, f. 20. nóv. 1991. 2) Hulda, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar, f. 5. júní 1953, maki Stefán Stefánsson, f. 8. jan. 1953, synir þeirra eru a) Sverrir Tryggvason, f. 30. des. 1970 (faðir, Tryggvi Jóhannsson, f. 17. okt. 1952), Sverrir, er í sambúð með Rósu Mjöll Ragn- arsdóttur, f. 20. ágúst 1970, og eiga þau Mána, f. 27. ág. 2003, áð- ur átti Sverrir Svanlaugu Birnu, f. 28. okt. 1993, b) Stefán Ingi, f. 7. ágúst 1976, og c) Ólafur, f. 29. sept. 1984. 3) Ingi Ólafsson, að- stoðarskólastjóri Verzlunarskóla Íslands, f. 26. des. 1954, maki Ragnhildur Ásgeirsdóttir, f. 9. maí 1956, synir þeirra eru: a) Ás- geir, f. 29. maí 1979, dóttir Ás- geirs er Elena Dís, f. 2. nóv. 2001, b) Arnar, f. 28. júní 1984, og c) Viðar, f. 8. apríl 1986. 4) Ólafur, stjórnarformaður Samskipa, f. 23. jan. 1957, maki Ingibjörg Krist- jánsdóttir, f. 29. jan. 1962, börn Ég kom inn í fjölskyldu Ólafs Sverrissonar og Önnu Ingadóttur árið 1972. Hafði verið að skottast á eftir dóttur þeirra norður í landi og gerði mér ferð til hennar í Borg- arnes. Ég var tekinn þar óvænt í landhelgi af verðandi tengdaföður mínum við óheppilegar aðstæður. Málið var afgreitt af yfirvegun, með sanngirni og húmor. Þetta voru eig- inleikar sem einkenndu Ólaf Sverr- isson og þeim var ég svo lánsamur að fá að kynnast vel. Ég er Ólafi og Önnu ævarandi þakklátur fyrir meira en 30 ára samfylgd sem mót- aðist af hjálpsemi og trygglyndi þeirra í minn garð. Þau byggðu upp sterka samstöðu í sinni fjölskyldu sem stendur óhögguð að þeim gengnum. Ólafur var gegnheill framsókn- armaður en ekki vorum við alltaf sammála í pólitík. Hann var rök- fastur en umburðarlyndur, vildi halda sig við staðreyndir og talaði aldrei illa um fólk. Margar góðar samverustundir átti ég með Ólafi við leik og störf í Borgarnesi, í sumarbústað fjölskyldunnar, Kima, og á ferðalögum. Sérstaklega eru eftirminnilegar fjölmargar skot- veiðiferðir með honum í Borgarfirði og á Mýrum. Hann naut þess að vera sem oftast með börnum sínum og barnabörnum. Ólafur var ekki margorður mað- ur en hafði mjög sterka nærveru. Hann var fjallið í fjölskyldunni. Ég kveð tengdaföður minn með þess- um fáu línum og vil að lokum minn- ast hans með saknaðarljóði Hann- esar Péturssonar skálds: Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert skref hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið. Á beru svæði leita augu mín athvarfs. Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér eftir til fjærstu vega, gnæfði traust mér að baki. Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi skuggar. Nú hélar kuldinn hár mitt þegar ég sef og hvarmar mínir brenna þegar ég vaki. Stefán Stefánsson. Látinn er í Reykjavík Ólafur Sverrisson, fyrrverandi kaupfélags- stjóri. Hann var borinn og barn- fæddur Borgfirðingur, fæddur og alinn upp í Hvammi í Norðurárdal. Ólafur ólst upp við öll venjuleg sveitastörf og hefur sjálfsagt líka fengið góðan skerf af hugsjónum bóndans og samvinnumannsins með móðurmjólkinni. Heimilið í Hvammi var annálað menningar- og rausn- arheimili þar sem framfara- og hagsmunamál bænda og almenn- ings hafa án efa verið á dagskrá í eldhúsinu. Þangað komu margir, sveitungar, fyrirmenn og frammá- menn, ekki síst úr röðum bænda og samvinnumanna. Úr þessum jarð- vegi spratt samvinnu- og fram- kvæmdamaðurinn Ólafur Sverris- son. Hann helgaði samvinnuhreyfingunni starfskrafta sína, sem kaupfélagsstjóri á Blönduósi í tíu ár og síðan á sínum heimslóðum í tuttugu ár. Auk starfa sinna sem kaupfélags- stjóri var honum trúað fyrir fjöl- mörgum öðrum verkefnum á veg- um samvinnuhreyfingarinnar sem stjórnarmaður í fyrirtækjum eins og Osta og smjörsölunni, Sam- vinnutryggingum auk þess að vera lengi stjórnarmaður og síðar stjórnarformaður Sambands ísl. samvinnufélaga. Á starfstíma Ólafs sem kaup- félagsstjóra Kaupfélags Borgfirð- inga var mikil uppbygging á vegum KB og félagið þungamiðja í at- vinnulífi Borgarness og Borgar- fjarðar. Sláturhús félagsins var eitt það stærsta á landinu og annað af tveim sláturhúsum sem voru það vel búin að heimilt var að selja framleiðslu þeirra til Bandríkjanna. Byggð var stór og glæsileg mjólk- urstöð og fleira mætti telja. Félagið var stórtækt á flestum sviðum at- vinnulífs og hagur þess skipti miklu máli fyrir hag íbúa héraðsins. Ólaf- ur stjórnaði kaupfélaginu af festu og öryggi. Að Ólafi gengnum sjá samvinnu- menn á bak traustum samstarfs- manni. Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga sendir börnum og öðrum aðstand- endum Ólafs hugheilar samúðar- kveðjur. Sveinn Hallgrímssson, stjórnarformaður KB, Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri. Nú eru þau Anna og Ólafur bæði fallin frá og langar mig við fráfall Ólafs að minnast þeirra hjóna með örfáum orðum. Það var mikil spenna á holtinu í Borgarnesi þegar það fréttist að í kaupfélagsstjórasbústaðinn á Skúlagötunni væri að flytja fjöl- skylda með fullt af börnum og ung- lingum. Sérstaklega fannst mér spennandi að heyra að í hópnum væri strákur sem væri jafnaldri minn. Enda kom það á daginn að strákurinn sá, hann Ingi, varð fljótt vinur minn. Ég hef það á tilfinningunni að ungir drengir meti mæður vinna sinna eftir hversu greiður aðgangur er að ísskáp heimilisins. Anna Inga- dóttir lenti í fyrsta sæti. Þær urðu ófáar stundirnar sem við Ingi dvöldumst „inní“ ísskápnum á Skúlagötunni, enda sísvangir. – Anna var heimavinnandi húsmóðir þegar við Ingi vorum í gagnfræða- skóla í Borgarnesi. Hún var svo góð og umhyggjusöm mamma og eig- inkona. Hún tók á móti krakkaskar- anum sem fylgdi börnunum hennar með opnum huga og gamanyrðum á vör, stundum svolítið beittum. Þau Ólafur og Anna voru mjög ólík nema að stutt var í brosið hjá báð- um. Ólafur hafði stórar hlýjar hendur og tók mildilega á móti okk- ur krökkunum sem æddum um öll gólf á Skúlagötunni. Hann lét okk- ur aldrei finna að við trufluðum hann og var ætíð tilbúinn að spjalla við okkur. Ósjaldan endaði það með spaugi á vörum þessa hægláta manns. Þau hjónin voru afskaplega gamansöm og öll tækifæri notuð til þess að létta samferðamönnum lífs- leiðina með gamni. Á heimili Ólafs og Önnu var faðir Önnu, Ingi bakari af Baldursgöt- unni, skemmtilegur karl sem hafði kímnina í lagi. Ærið oft var skemmt sér yfir því að ekta íhalds- karl úr Reykjavík héldi til á fyr- irmyndar framsóknarheimili í Borgarnesi, þar sem Tíminn var tekinn framyfir Morgunblaðið og Hermann Jónasson var á hærri stalli en Ólafur Thors. – Ef afi spurði hvort BLAÐIÐ væri komið fékk hann iðulega Tímann í hend- urnar og fylgdi því mikið fuss og svei hjá gamla og háðulegar at- hugasemdir að þessi snepill væri ekki BLAÐIÐ. Þeim tengdafeðg- unum, Ólafi og Inga, kom vel sam- an og var sérstaklega gaman hjá þeim á Oddfellow-kvöldum þegar Anna brá sér á á fund á Akranesi. Við andlát Önnu og svo núna Ólafs rifjast upp margar góðar stundir á Skúlagötunni. Til dæmis þegar maðkatínslan mikla stóð yfir og Ólafur horfði af svölunum á okk- ur hefja tínsluna. Önnu fannst maðkarnir svolítið ógeðslegir við snertingu en hún var spennufíkill af fyrstu gráðu og hreifst með í ákafa okkar drengjanna og tíndi oft og iðulega með okkur, en lét þó eiga sig að fara í sjóræningjaferðir um aðra garða í Borgarnesi. Við Ingi segjum oft okkar á milli að þegar við fórum að versla með maðka kom fyrst í ljós að Óli Óla hafði miklu meira viðskiptavit en við Ingi og stefndi í viðskiptin eins og pabbi hans, en það er mál sem rakið verð- ur á öðrum vettvangi. Sama sagan var með sumarbú- stað Önnu og Ólafs í hrauninu við Hreðavatn, svo lengi sem pláss var í bílnum var maður velkominn með í bústaðinn. – Börnin og ungling- arnir voru miðdepill fjölskyldulífs- ins. – Oft hávaði mikill og heitar umræður, hlustað eftir skoðunum allra á dægur- og þjóðmálum. Allir fengu að segja sína skoðun hjá hjónunum á Skúlagötunni, ungir sem aldnir en Anna var fundar- stjórinn. Við fráfall Ólafs og Önnu eru minningarnar einar eftir hlýjar og góðar, ég sendi öllum afkomendum Ólafs og Önnu bestu samúðarkveðj- ur. Gísli Þór Sigurþórsson. Með Ólafi Sverrissyni er horfinn af sjónarsviði einn þeirra manna er settu sterkan svip á samvinnustarf á Íslandi á síðari hluta liðinnar ald- ar. Allur starfsferill hans var helg- aður kaupfélögunum og Samband- inu. Ólafur lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík vorið 1945 og starfaði eftir það um eins árs skeið hjá Kaupfélagi Þing- eyinga á Húsavík. Frá 1946 til 1958 sinnti hann ýmsum störfum hjá Sambandinu í Reykjavík – fyrstu fjögur árin í útflutningsdeild, næstu fjögur ár hjá kaupfélagaeftirliti Sambandsins og síðan aftur í út- flutningsdeild við útflutning sjáv- arafurða, en undir lok þessa tíma- bils var deildinni skipt upp í sjávaraffurðadeild og búvörudeild. Árið 1958 var Ólafur ráðinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Hún- vetninga og jafnframt fram- kvæmdastjóri Sláturfélags Austur- Húnvetninga, en bæði þessi félög hafa aðsetur á Blönduósi. Þessum störfum gegndi hann í rétt tíu ár, en árið 1968 gerðist hann kaup- félagsstjóri Kaupfélags Borgfirð- inga í Borgarnesi. Því starfi gegndi hann til ársins 1988, er hann dró sig í hlé fyrir aldurs sakir. Á þeim þrjátíu árum sem Ólafur starfaði á Blönduósi og í Borgarnesi voru fé- lög þau er hann stýrði með þeim öflugustu í landinu á sínu sviði og efldust enn frekar undir stjórn hans. Einkum eru mér minnisstæð- ar miklar framkvæmdir Kf. Borg- firðinga á starfstíma Ólafs. Ólafur sat í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga frá 1975 til 1990, síðustu árin sem formaður stjórnar, og það var einmitt á þeim vettvangi sem ég kynntist honum best. Skoðanir sínar setti hann jafnan fram í stuttu en hnitmiðuðu máli. Hann var málafylgjumaður, en að- ferð hans byggðist fremur á lagni en hörku. Þó gat hann verið mjög fastur fyrir þegar því var að skipta. Ólafur var manna ljúfastur í um- gengni og öll hans framganga var með þeim hætti að manni hlaut að líða vel í návist hans. Hann hafði ríka kímnigáfu og honum lét vel að segja frá. Félagslyndur var hann og kunni vel að gleðjast með glöð- um. Nú er ævisól Ólafs Sverrissonar hnigin til viðar og þá reikar hug- urinn til hans góðu konu, Önnu Ingadóttur, sem lést árið 2002. Ólafur var þá þegar farinn að heilsu og á margra ára erfiðum sjúkdómsferli hafði Anna stutt hann og styrkt með aðdáunarverð- um hætti. Við Inga sendum innilegar sam- úðarkveðjur til barna Ólafs og Önnu og fjölskyldna þeirra. Sjálfan hann kveðjum við með þakklæti og virðingu og biðjum honum bless- unar Guðs. Sigurður Markússon. Árið 1958 flutti til Blönduóss Ólafur Sverrisson með fjölskyldu sína. Austur-Húnvetningar höfðu valið hann til að taka við einu mik- ilvægasta starfi í héraðinu, kaup- félagsstjórastarfi og framkvæmda- stjórn Sölufélags Austur-Hún- vetninga. Þessi tvö félög voru burðarásar í atvinnulífi héraðsins. Austur-Hún- vetningar skipulögðu samvinnu- félög sín með öðrum hætti en aðrir landsmenn. Kaupfélagið var í eigu allra héraðsbúa og annaðist mikinn hluta vörusölunnar, en stundaði einnig umfangsmikil og ódýr bankaviðskipti, lánaði fyrir úttekt tímabundið og rak öfluga innláns- deild sem ávaxtaði sparifé fólks og lánaði til framkvæmda. Sölufélagið var eingöngu í eigu bændanna, rak mjólkurstöð, sláturhús og annaðist sölu á mestallri búvöruframleiðslu héraðsins. Mjög góð og almenn samstaða var um þetta skipulag, enda var vöruverð yfirleitt hag- stætt í Kaupfélaginu og afurðasala gekk svo vel að jafnvel hörðustu sjálfstæðisbændum datt ekki í hug að kljúfa sig út úr svo sem gerðist í nágrannahéruðum. Ólafur var ókunnur í sýslunni, er hann kom þangað, en hafði getið sér gott orð í fyrri störfum. Einnig kann hann að hafa notið þess að vera sonur bændahöfðingjans Sverris Gíslasonar í Hvammi í Norðurárdal. Sverrir var um langt árabil farsæll formaður Stéttarsam- bands bænda. Ólafur öðlaðist fljótlega hylli manna, enda gekk hann að hverju úrlausnarefni með hyggindum og lipurð. Hann var góðviljaður og framsýnn, glaðsinna og viðmótsgóð- ur en viljasterkur og einbeittur með hægðinni. Ólafur skipaðist fljótlega í for- ystusveit framsóknarmanna í hér- aði og var formaður Framsóknar- félags Austur-Húnvetninga allt þar til að hann flutti burt. Á þeim árum var ég formaður Félags ungra framsóknarmanna og höfðum við mikið og gott samstarf sem ég er mjög þakklátur fyrir. Reyndist hann þar sem endranær ráðagóður og ráðhollur. Á kaupfélagsstjóraárum Ólafs í Húnaþingi varð þar mikill upp- gangur, húsakynni tóku stakka- skiptum, eignalausir frumbýlingar komu sér upp einbýlishúsum og til sveita var framleiðsla í örum vexti sem og önnur uppbygging. Þáttur Ólafs í þessum framförum var drjúgur þar sem Kaupfélagið var aðal viðskiptastofnun héraðsbúa. Dvöl Ólafs og fjölskyldu á Blönduósi varð þó alltof stutt. Að tíu árum liðnum hvarf þessi ágæta fjölskylda til Borgarness er Ólafur tók við kaupfélagsstjórastarfi í ætt- byggð sinni. Það var mikil eftirsjá að svo far- sælum forystumanni, enda var hann ótrúlega vinsæll af manni í svo áhrifamikilli stöðu, sem víða var umdeild. Nú þegar Ólafur er allur vil eg fyrir hönd Austur-Húnvetninga þakka fyrir okkur. Við kveðjum hann með virðingu og þökk. Páll Pétursson. Með þessum fátæku línum kveð eg vin minn Ólaf Sverrisson, en við áttum saman góða daga einkum þann tíma, sem hann starfaði sem kaupfélagsstjóri hér á Blönduósi. Við ferðuðumst saman ásamt okkar eiginkonum, sem nú eru báðar horfnar yfir móðuna miklu. Sérstaklega man eg ferðirnar okkar niður Rín og Dóná á sínum tíma. Ólafur var samvinnumaður í húð og hár. Hafði lokið námi við Sam- vinnuskólann og starfaði í um 30 ára skeið sem kaupfélagsstjóri, þar af í um tíu ár hér á Blönduósi. Hann var góður Lionsfélagi í Lionsklúbbi Blönduóss meðan hann dvaldi hér og þökkum við Lions- félagar honum gott samstarf þau ár. Ólafur hlaut þau örlög að fá heimsókn „óboðinn gest, sjálfan Parkinson,“ eins og hann orðar það sjálfur í grein, sem hann sendi mér og birtist síðar í riti Parkinson- samtakanna. Greinin er skrifuð í október 1991. Í þessari grein segir Ólafur svo frá: „Ég veit núna, að Parkinson hefur leikið lausum hala hjá mér fyrstu árin, þó ég gerði mér ekki grein fyrir því.“ Árið 1987 átti eg leið um Borg- arnes og hitti þá vin minn, Ólaf. Tók eg þá eftir því, að ekki var allt með felldu. Í kjölfar þess var þessi alvarlegi sjúkdómur greindur. Síðustu árin dvaldi Ólafur á hjúkrunarheimilinu Eir en hann lést á Landspítalanum í Fossvogi hinn 8. mars sl. ÓLAFUR SVERRISSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.