Morgunblaðið - 17.03.2005, Side 46

Morgunblaðið - 17.03.2005, Side 46
46 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert með tiltekna hugmynd á heil- anum sem varðar stjórnmál eða trú- mál í dag. Trú þín á henni veitir þér hugrekki til þess að mæta því sem koma skal. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú nýtur þess hreint ekki að þurfa að deila einhverju með einhverjum í dag. Þú samsamar þig hlutum sem eru í þinni persónulegu eigu. Ekki gera eitthvað sem þér er ekki að skapi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Slitnað gæti upp úr mikilvægu sam- bandi í dag. Umræður einkennast af ákefð og úrslitakostum, það er ann- aðhvort svart eða hvítt. En málamiðl- anir eiga ávallt rétt á sér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Krabbinn finnur sig knúinn til þess að styðjast við óvenjulegar hug- myndir eða venjur sem tíðkast í framandi löndum í sínu daglega lífi eða í vinnunni. Þú telur þær til batn- aðar, kannski er það rétt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ástríðurnar heltaka þig í dag. Róm- antísk sambönd einkennast af ákafa og eru jafnvel dálítið yfirdrifin. Ljón- ið er ástríðufullt gagnvart lífinu um þessar mundir. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Í dag er vendipunktur í mikilvægu sambandi. Þig langar sumpart til þess að sjá fram á náðuga daga, á hinn bóginn ertu líka til í að skilja að skiptum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú færð frábærar hugmyndir að um- bótum og breytingum til batnaðar í vinnunni. Sumar hugmyndanna munu meira að segja bæta heilsufar þitt. Snillingur. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir laðast sterklega að ein- hverjum í dag, ástríður gera vart við sig í samböndum. Gættu þess að ríg- halda ekki í einhvern af óöryggi. Ekki kæfa fólk. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú tekur þig til og skýrir eitthvað sem varðar mikilvægt samband við fjölskyldumeðlim. Þú vilt að aðrir viti hverjar þínar raunverulegu þarfir eru. Það er gott og blessað. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Samræður við ættingja og systkini verða eftirminnilegar í dag. Þú vilt koma þér strax að efninu og tjá líðan þína með óyggjandi hætti. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú finnur þig knúinn til þess að kaupa tiltekinn hlut í dag. Þér finnst sem þú hreinlega verðir að eiga hann. Ef þú átt fyrir því, skaltu láta slag standa. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Ástargyðjan Venus er í fiskamerkinu í dag og í tengingu við hinn kraft- mikla Plútó. Samræður við yfirmenn og valdaaðila eru þýðingarmiklar, ekki flana að neinu. Stjörnuspá Frances Drake Fiskar Afmælisbarn dagsins: Þú ert persóna sem hefur áhrif á umhverfi sitt og er gædd nátt- úrulegum þokka, sem sést best í hreyf- ingum þínum og talsmáta. Þú ert spennt fyrir lífinu og fólk laðast yf- irleitt að þér. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 samningar, 8 fataefni, 9 hugrekki, 10 litla tunnu, 11 tign- arbragur, 13 fugl, 15 niðja, 18 örlagagyðja, 21 kvendýr, 22 manns- nafns, 23 tortímdi, 24 ill- mennið. Lóðrétt | 2 aukagjöf, 3 tákn, 4 sammála, 5 borðar allt, 6 bjartur, 7 varma, 12 fyrirburður, 14 auðug, 15 flói, 16 sól, 17 vinna, 18 strítt hár, 19 furðu, 20 rök. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 fýlda, 4 frísk, 7 rjóls, 8 notar, 9 agg, 11 ilin, 13 hani, 14 æðina, 15 sver, 17 mjór, 20 kal, 22 ásinn, 23 eirum, 24 molar, 25 tuska. Lóðrétt | 1 ferli, 2 ljómi, 3 ansa, 4 fang, 5 ístra, 6 kerfi, 10 geiga, 12 nær, 13 ham, 15 skálm, 16 erill, 18 jarls, 19 romsa, 20 knýr, 21 lekt.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Café Rosenberg | Andrea Gylfadóttir, Gummi P. og Eddi Lár leika djass og blús úr öllum áttum kl. 22. Með þeim verða Þórður Högnason bassaleikari og Birgir Baldursson trommari. Logaland í Reykholtsdal | Kaffihúsakvöld með Freyjukórnum í Borgarfirði. Bandarísk kvikmyndatónlist á 15 ára afmælistón- leikum Freyjukórsins, þ. 18. mars nk. auk hins óviðjafnanlega Dralon-hóps. Gaukur á Stöng | Ferskt rokk ræður ríkj- um í kvöld kl. 22, en þar munu Future Fut- ure, Days of our lives, Ask the Slave og Reykjavík! leiða saman hesta sína. Grand Rokk | Fermingarveisla Nýhils kl. 21. Upplesarar verða sem hér segir, auk gesta: Örvar der Alte, Þórdís Björnsdóttir, Óttar Martin Norðfjörð, Hólmfríður Helga. Þá munu flutt tónlistaratriði, þar sem Hils- ner=Gummi flötti, Borko, Auxpan, Útburðir og Böðvar Brutalis leika ásamt Plöntu- snúðinum Kira Kira. Pravda | Tríó Elding leikur þjóðlög frá Grikklandi, Tyrklandi, Makedoníu og Búlg- aríu, en einnig frumsamið efni með áhrif- um frá tónlist frá Balkanskaga. Ömmukaffi | Ingvar þeytir vínylplötum og ofursveitin UHU treður upp. 500 kr. inn, kaffi fylgir, reyklaust og áfengislaust. Myndlist Café Kulture | Mila Pelaez sýnir olíu- myndir. FUGL | Eygló Harðardóttir – Innlit – Útlit. Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd- geirsdóttir – Mæramerking II. Gallerí Sævars Karls | Magnea Ásmunds- dóttir – Augnablikið mitt! Innsetning unnin með blandaðri tækni. Gallerí Tukt | Ljós- og stuttmyndir nem- enda við fornámsdeild Myndlistarskólans í Reykjavík. Gerðuberg | Ljósberahópurinn – Hratt og hömlulaust. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minn- ismyndir frá Vestmannaeyjum. Hallsteinn Sigurðsson er myndhöggvari marsmán- aðar. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri list- muni í Menningarsal á fyrstu hæð. Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir – form, ljós og skuggar. Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer – Hörund Jarðar. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930– 1945. Rúrí – Archive – endangered waters. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Blaða- ljósmyndarafélag Íslands – Mynd Ársins 2004 á efri hæð. Ragnar Axelsson – Framandi heimur á neðri hæð. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI. Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Maya Petersen Overgärd – Hinsti staðurinn. Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar. Samsýning listamanna frá Pierogi Gallerí í New York. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hug- arheimur Ástu. Listasýning Handverk og Hönnun | Pétur B. Lúth- ersson húsgagnaarkitekt og Geir Odd- geirsson húsgagnasmiður sýna sérhann- aða stóla og borð sem smíðuð eru úr sérvalinni eik. Á sýningunni er einnig borð- búnaður eftir Kristínu Sigfríði Garð- arsdóttur keramiker sem hún hannar og framleiðir. Studio os | Kertasýning í Studio os, Rang- árseli 8. Handunnin kerti fyrir öll tækifæri. Sýningin er opin kl. 14–17. Dans Breiðfirðingafélagið | Breiðfirðingafélagið heldur góugleði í Breiðfirðingabúð laug- ardaginn 19. mars frá kl. 22–3. Svenni og félagar leika fyrir dansi, söngkona Arna Þorsteins. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins, er opið frá kl. 10–17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skálds- ins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrateinn@gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Handritin, Þjóð- minjasafnið – Svona var það, Heimastjórn- in 1904. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1.200 ár. Ómur – Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljós- myndasýningarnar Í vesturheimi 1955, ljósmyndir Guðna Þórðarsonar og Íslend- ingar í Riccione, ljósmyndir úr fórum Man- froni-bræðra. Opið kl. 11–17. Skemmtanir SÁÁ, félagsstarf | Félagsvist og dans verður laugardaginn 19. mars í sal IOGT í Stangarhyl 4. Spilamennskan hefst kl. 20. Síðan verður dansað fram eftir nóttu. Tök- um með okkur gesti. Fréttir Al-Anon | Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon er opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13– 16. Kvennakór Kópavogs | Kvennakór Kópa- vogs heldur kökubasar í Garðheimum laugardaginn 19. mars kl. 11, til styrktar kórnum sem er að fara í tónleikaferð til Færeyja. Fundir Gigtarfélag Íslands | Áhugahópur GÍ um slitgigt verður með fræðslu- og umræðu- fund kl. 19.30 í húsnæði Gigtarfélags Ís- lands, Ármúla 5, annarri hæð. Katla Krist- vinsdóttir iðjuþjálfi á Gigtlækningastöð GÍ mun ræða um iðjuþjálfun og hjálpartæki sem geta auðveldað fólki með slitgigt dag- lega iðju. GSA á Íslandi | Fundur í kvöld kl. 20.30 í Tjarnargötu 20. GSA-samtökin eru sam- tök fólks sem hefur leyst vandamál sín tengd mat. Þeir sem telja sig eiga í slíkum vanda eru velkomnir. www.gsa.is. Kristniboðsfélag kvenna | Kristniboðs- félaga kvenna heldur aðalfund í dag kl. 16, á Háaleitisbraut 58–60. Hugleiðing Kjell- run Langdal. Fundurinn hefst með kaffi. Stómasamtök Íslands | Stómasamtök Ís- lands og Crohn’s og Colitis Ulcersa- samtökin á Íslandi (CCU), halda sameig- inlegan félagsfund í dag, kl. 20, í húsnæði Krabbameinsfélagsins, 4. hæð. Erindi halda Tryggvi Stefánsson skurðlæknir og Kjartan Örvar lyflæknir. Fjalla þeir um sáraristilbólgur og lækningar við þeim. Kaffiveitingar. Fyrirlestrar Lögberg, stofa 101 | Leena-Maija Rossi heldur fyrirlesturinn „Sugarfolks in Syrup- hill“ á vegum RIKK í stofu 101 í Lögbergi, 17. mars kl. 12.15. Hún fjallar um gagnkyn- hneigðar birtingarmyndir í auglýsingum en einnig samkynhneigðar ímyndir sem sjást á þessum vettvangi. Fyrirlesturinn verður á ensku. Miðstöð Sameinuðu þjóðanna | Jónína Einarsdóttir, lektor við mannfræðiskor Há- skóla Íslands, heldur fyrirlestur á vegum Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, í dag kl. 17–18. Titill fyrirlestrarins er: „Barnadauði: hverjum er ekki sama?“ Jónína mun m.a. segja frá helstu kenn- ingum um viðbrögð mæðra við barna- dauða. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. SÍM-salurinn | Roewan Crowe heldur fyr- irlestur um listaverk sín kl. 20. M.a. sýnir hún myndbandið Queer Grit: A Feminist Exploration of the Western Genre. Einnig kynnir hún MAWA: Mentoring Artists for Women’s Art, Allir velkomnir. Útivist Ferðafélagið Útivist | Farið kl. 18 frá bíla- stæði við austurenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út í Skerjafjörð. Allir velkomnir ekkert þátttökugjald. Fyrirlestur um ofkælingu verður haldinn í dag kl. 20, á skrifstofu Útivistar, Lauga- vegi 178. Fyrirlesari er Anna Sigríður Vern- harðsdóttir félagi í Hjálparsveit skáta í Kópavogi og alvön til fjalla. Verð 500 kr. Deildarfundur jeppadeildar er í dag kl. 20 hjá Arctic Trucks, Nýbýlavegi 2, Kópavogi. Kynning á næstu ferðum Útivistar. Freyr Jónsson hjá Arctic Trucks gefur ráð um hvernig útbúa skuli bílinn til vetrarferða, hvað skuli taka með af búnaði o.fl. Ferð til Ólafsfjarðar 24.–28. mars. Farið verður á Reykjaheiði, Burstarbrekkudal, upp á Lágheiði og Skeggjabrekkudal. Brottför ákveðin síðar, farið á einkabílum. Verð 16.200/18.500 kr. Fararstjóri Reynir Þór Sigurðsson. Farið verður á Esjufjöll í Vatnajökli 24.–28. mars. Brottför á eigin bílum frá skrifstofu Útivistar kl. 18. Verð 13.500/15.800 kr. Fararstjóri Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir. Laugardalurinn | Stafgöngunámskeið í Laugardal kl. 17.30. Skráning og nánari upplýsingar er að finna á www.stafganga- .is og gsm: 6168595 og 6943471. 1. d4 d5 2. c4 e6 3. Rc3 Be7 4. Rf3 Rf6 5. Bg5 h6 6. Bh4 0-0 7. e3 Re4 8. Bxe7 Dxe7 9. Bd3 Rxc3 10. bxc3 c6 11. 0-0 Rd7 12. cxd5 exd5 13. Dc2 Rf6 14. c4 dxc4 15. Bxc4 Be6 16. Bxe6 Dxe6 17. Hab1 Hab8 18. Hfc1 Hfd8 19. Da4 a6 20. Re5 Re4 21. Dc2 Rd6 22. Hb3 Hdc8 23. Rd3 Re4 24. f3 Rd6 25. Rc5 De7 26. Hcb1 a5 27. Dc3 b5 28. Dxa5 Ha8 29. Dd2 Rc4 30. Df2 He8 31. Hc3 Ha3 32. Hxa3 Rxa3 33. He1 Rc4 34. e4 Ha8 35. e5 Rb6 36. f4 Ra4 37. Re4 Db4 38. f5 Rb2 39. Rc5 Hxa2 40. e6 Rd1 41. exf7+ Kh7 Staðan kom upp í Flugfélagsdeild- inni í Íslandsmóti skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Bragi Halldórsson (2.208) hafði hvítt gegn Jóhanni Helga Sig- urðssyni (2.061). 42. f8=R+! Kh8 42. ... Kg8 hefði einnig verið svarað með 43. Rg6! 43. Rg6+ Kh7 44. He8! og svartur gafst upp enda óverjandi mát á h8. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is JAZZKVINTETTINN Steinarnir koma fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í kvöld kl. 21 í Gyllta sal Hótels Borgar. Steinarnir, sem er jazzkvintett saxó- fónleikaranna Ólafs Jónssonar og Óskars Guðjónssonar, leitast við að sameina og um leið að brúa kynslóðabilið sem mynd- ast hjá þessari nýstofnuðu sveit. Kvin- tettinn leikur fjölbreytta efnisskrá tón- listar frá miðri síðustu öld, tónlist Monk, Miles Davis, Bud Powell og Benny Golson. Meðlimir kvintettsins eru, auk Ólafs og Óskars, gítarleikarinn Jón Páll Bjarnason, Tómas R. Einarsson bassaleikari og trommuleikarinn Alfreð Alfreðsson. Steinarnir á Borginni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.