Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 43 HESTAR Með ADSL-væðingu ofangreindra bæjarfélaga hefur Síminn gefið íbúum þeirra kost á að horfa á SkjáEinn og fjölda erlendra sjónvarpsstöðva í stafrænum gæðum. Síminn sendir þeim hamingjuóskir! Við hjálpum þér að láta það gerast Bolungarvík – Patreksfjörður – Hvammstangi – Stykkishólmur – Ólafsvík – Grundarfjörður – Ólafsfjörður – Vopnafjörður – Fáskrúðsfjörður – Djúpivogur – Hellissandur – Rif – Kirkjubæjarklaustur – Suðureyri – Flateyri enska boltann og stjörnur SkjásEins Síminn færði þeim E N N E M M / S ÍA / N M 15 6 3 0 Hugmyndir um stigskiptnám í hestamennsku márekja til samstarfs-nefndar Landssambands hestamannafélaga, Félags tamn- ingamanna, Félags hrossabænda og Hólaskóla, svokallaðrar mennta- nefndar, sem sett var á laggirnar 1999. Menntanefnd þessari var falið að gera tillögur um heildarskipulag menntunar í hestamennsku og hrossarækt. ÍSÍ hafði þá hvatt sérsambönd sín til að koma með hugmyndir að menntun innan opinbera menntakerfisins. Nefndin gerði til- lögur um 5 stiga menntakerfi, knapamerkja- kerfi, sem er sambærilegt námi á Norðurlöndum, Þýskalandi og Eng- landi. Grunninn fyrir framhalds- námið á Hólum hefur vantað „Svona stigskipt nám, sem líkja má til dæmis við nám í tónlist, hef- ur vantað hér á landi. Margir hafa verið með reiðnámskeið en vantað hefur aðferð til að staðla fræðslu og menntun á grunnstigum hesta- mennskunnar. Á Hólum er boðið upp á framhaldsmenntun í hesta- mennsku, en grunninn sem leiðir að námi við Hólaskóla hefur vant- að.“ sagði Helga Thoroddsen. Helstu markmiðin með stigskiptu námi í hestamennsku eru að auka aðgengi að menntun í hesta- mennsku fyrir unga sem aldna, að stuðla að auknum áhuga og þekk- ingu almennings á íslenska hest- inum og hestaíþróttum, að bæta meðferð og meðhöndlun íslenska hestsins og að bæta reiðmennsku á íslenska hestinum. Hugmyndin var því að koma á skipulögðu grunnámi með námskrá sem allir sem ætla að kenna eftir íslenska knapamerkja- kerfinu gætu byggt á, hvar sem þeir væru í heiminum. Þegar verkefni landbúnaðarráð- herra, Átak í hestamennsku, hófst árið 2000 varð knapamerkjakerfið eitt af viðfangsefnum þess. Hóla- skóli tók að sér að setja upp ramma fyrir skipulag verkefnisins og var hann notaður til hliðsjónar við uppbyggingu þess. Í ramman- um voru drög að námsskrá, sund- urliðun námsþátta, námsskipulag og námsmat. Á vegum Átaksverk- efnisins voru skrifuð drög að náms- efni. Tilraunakennsla fór fram í Fjölbrautaskólunum á Sauðárkróki og Selfossi meðal annars. Gífurlega umfangs- mikið verkefni „Knapamerkjakerfið er gífurlega umfangsmikið verkefni,“ sagði Helga. „Miklar vonir eru bundnar við að þetta verði kerfi sem hægt verði að byggja á hvað varðar grunnmenntun fyrir hestamenn í framtíðinni. Ef svo á að vera verð- ur undurbúningurinn að vera góð- ur. Því miður má segja að verkefn- inu hafi verið hleypt of snemma af stað þrátt fyrir að það sé enn nokk- uð í land að það sé tilbúið að fullu. Gerð námsefnis er meira verk en ef til vill var gert ráð fyrir í upp- hafi og til þess að vel takist til þurfa ýmsir fagaðilar að koma þar að, bæði við að semja texta, lesa yf- ir og koma með athugasemdir ef til vill nokkrum sinnum á meðan á ferlinu stendur. Fyrir tæpu ári var Hólaskóli beðinn að klára náms- efnið og var mér falið að vinna að því með aðstoð fleiri aðila innann skólans. Nú er verið að uppfæra og endurskoða verkefnið og það tekur tíma. Sem stendur eru þau kennslugögn sem til staðar voru á síðasta ári í notkun og þónokkrir aðilar að kenna samkvæmt knapa- merkjakerfinu núna, jafnvel þó svo segja megi að námsefnið sé tæpast tilbúið til kennslu á þessu stigi málsins. Tilgangurinn er einmitt sá að kerfið sé staðlað svo að loknu einu- stigi væri hægt að halda áfram á næsta stigi nánast hvar sem boðið væri upp á þessa kennslu. Ef miðað er við venjulegt nám þurfa námsgögn og námið sjálft að vera í sífelldri endurskoðun. Ég geri ráð fyrir að svo verði einnig með knapamerkjakerfið.“ Hvergi eyrnamerktir peningar til verkefnisins Auk þess að endurskoða og semja ítarlegra námsefni er unnið að því að teikna og/eða mynda efni sérstaklega fyrir knapamerkjakerf- ið sem notað verður bæði í náms- efninu sjálfu svo og ýmsum verk- efnum sem munu tengjast því í framtíðinni. Nú er lögð áhersla á að klára endanlega yfirlestur og samningu á nýju námsefni, mynd- efni og uppsetningu svo hægt sé að halda áfram með aðra þætti sem byggja á að þessir séu tilbúnir. Jafnframt hefur nýju gangnaskrán- ingarkerfi verið komið í gagnið og síðan þarf að semja próf upp á nýtt. Þegar námsefnið er tilbúið þarf að halda námskeið fyrir leið- beinendur, samræmingarnámskeið fyrir prófdómara, gera kennsluleið- beiningar og fleira. Verkefnin eru sem sagt næg á næstunni.“ Helga segir að þrátt fyrir að knapamerkjakerfið sé alls staðar nefnt sem forgangsverkefni í hesta- mennskunni séu á þessari stundu hvergi eyrnamerktir peningar fyrir það til framtíðar. „Svo virðist sem ráðamenn séu þessu verkefni vin- veittir, en hafi kannski ekki áttað sig á hversu viðamikið það er,“ sagði hún. „Allir sem að þessu koma þurfa að átta sig á því hvað verkefnið er stórt og að vel þurfi að standa að framkvæmd þess og hugsa til fram- tíðar.“ Knapamerkjakerfið hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu, meðal annars eftir að lögð var áhersla á að styrkja undir- búning þess í skýrslu nefndar sem gerði úttekt á aðstöðu til hestamennsku á landsbyggðinni. Fyrir tæpu ári var verkefnið vistað hjá Hólaskóla til eins árs og Helgu Thoroddsen, hrossabónda á Þingeyrum og kennara á Hólum, falið að hafa umsjón með verkefninu ásamt fleirum. Hún skýrði Ásdísi Haraldsdóttur frá stöðu mála í námi hestamanna. Knapamerkjakerfið á að vera grunnmenntun hestamanna asdish@mbl.is Helga Thoroddsen KNAPAMERKJAKERFIÐ er stig- skipt nám. Nemendur læra ákveðna þætti á hinum mismun- andi stigum og fá viðurkenningu að loknum bóklegum og verkleg- um prófum í hverju stigi fyrir sig. Að loknu hverju stigi fá nem- endur prófskírteini og falleg barmmerki í mismunandi litum allt eftir því hvaða stigi þeir hafa lokið. Stigin eru aðgreind með mismunandi litum og tákni fyrir hvert stig. Námið þyngist smám saman stig af stigi. Það getur hentað öllum, hvort sem um er að ræða börn og unglinga sem hafa aðgang að kerfinu í námskeiðs- formi eða innan grunn- og fram- haldsskóla, eða fullorðna sem geta tekið stigin í námskeiðs- formi, t.d. á vegum sjálfstætt starfandi reiðkennara eða hesta- mannafélaga. Kennslan er bæði bókleg og verkleg og hafa þessir þættir mismunandi vægi, allt eftir því hvaða stig er um að ræða. Þeir sem hyggjast kenna samkvæmt knapamerkjakerfinu þurfa að sækja um það og fá þá send skráningareyðublöð frá skrifstofu Hólaskóla sem fylla þarf út á við- eigandi hátt og skila undirrit- uðum til baka að loknum prófum til þess að geta fengið afhent prófskírteini og merki fyrir nem- endur sína. Til þess að geta kennt sam- kvæmt knapamerkjakerfinu þurfa kennarar á fyrstu tveimur stig- unum að hafa a.m.k. leiðbein- endaréttindi frá Hólaskóla og prófdómararar a.m.k. C- reiðkennararéttindi en á 3.-5. stigi þurfa kennarar að hafa a.m.k. C-reiðkennararéttindi og prófdómarar B-reiðkennararétt- indi. Skipulag knapa- merkja- kerfisins

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.