Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 11
FRÉTTIR
Glæsilegur
sparifatnaður
Pelsar - stuttir og síðir
Leðurjakkar
Leðurkápur
Leðurpils
Mokkakápur
Mokkajakkar
Pelsfóðurkápur
Pelsfóðurjakkar
Loðskinnshúfur
Loðskinnstreflar
Loðskinnshárbönd
Ný sending
af útitrjám
Glæsilegt úrval
Laugavegi 63
(Vitastígsmegin)
sími 551 2040
Silkitré og silkiblóm
Laugavegi 68 • Sími 551 7015
Ný sending
af glæsilegum
fatnaði frá
FYRSTU umræðu um frumvarp
menntamálaráðherra um Ríkisút-
varpið sf., sem fara átti fram á Al-
þingi í dag, hefur verið frestað fram í
byrjun apríl. Var henni frestað að
beiðni þingmanna
Vinstri grænna
og Frjálslynda
flokksins, sem
sæti eiga í fjöl-
miðlanefnd
menntamálaráð-
herra. Segja þeir
eðlilegt að bíða
með umræðu um
Ríkisútvarpið þar
til nefndin – sem
hefur það hlutverk að fjalla um mál-
efni fjölmiðla – hefur skilað niður-
stöðu sinni.
Karl Axelsson, hrl. og formaður
nefndarinnar, segir að samkvæmt
björtustu spá ætti nefndin að geta
skilað skýrslu í lok þessa mánaðar.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að hún vildi
ekki gera neitt sem hugsanlega yrði
til að raska störfum fjölmiðlanefnd-
arinnar. Því hefði verið ákveðið að
fresta fyrstu umræðu um Ríkisút-
varpið. „Við viljum ekki gera neitt
sem hugsanlega ógnar sátt eða verð-
ur til þess að raska störfum nefnd-
arinnar,“ segir hún.
Skarist ekki
Aðspurður neitar ráðherra því að
vinna fjölmiðlanefndarinnar skarist
að einhverju leyti við frumvarpið um
Ríkisútvarpið. „Nei það gerir það
ekki. Það var alveg ljóst strax í er-
indisbréfi nefndarinnar að hún átti
ekki að fjalla um Ríkisútvarpið.
Menn vissu það og hafa vitað lengi að
það er búið að vera að vinna í þessu
frumvarpi í langan tíma.“
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, sem
sæti á í fjölmiðlanefndinni, segir að
honum hafi þótt ótækt að ræða mál-
efni Ríkisútvarpsins á Alþingi með
þá vitneskju sem hann hafi um störf
fjölmiðlanefndarinnar. Þar [í um-
fjöllun nefndarinnar] eru á ferðinni
hlutir sem klárlega varða framtíð
Ríkisútvarpsins og framtíð allra fjöl-
miðla á Íslandi,“ segir hann.
Kolbrún Halldórsdóttir, þingmað-
ur Vinstri grænna, sem einnig á sæti
í fjölmiðlanefndinni, segir að vinna
nefndarinnar sé á síðustu metrun-
um. Því hafi henni þótt rétt að bíða
með umræðuna um Ríkisútvarpið.
Með því að ræða Ríkisútvarpið og
niðurstöðu nefndarinnar á sama
tíma verði umræðan öll betri og yf-
irgripsmeiri.
Umræðu um Rík-
isútvarpið frest-
að fram í apríl
Búist við niðurstöðu fjölmiðla-
nefndar í lok þessa mánaðar
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
ÞINGMENN stjórnarandstöðunnar,
sem Morgunblaðið ræddi við í gær,
óttast m.a. að ekki dragi úr flokks-
pólitískum áhrifum á Ríkisútvarpið,
nái frumvarp menntamálaráðherra
um Ríkisútvarpið sf. fram að ganga í
óbreyttri mynd.
Mörður Árna-
son, þingmaður
Samfylking-
arinnar, segir
frumvarpið hafa
bæði kosti og
galla. Það sé t.d.
jákvætt að verið
sé að gera tilraun
til að taka á skipu-
lagsvanda Rík-
isútvarpsins sem m.a. felist í því að
hlutverk og ábyrgð útvarpsráðs ann-
ars vegar og útvarpsstjóra hins vegar
rekist á og séu óljós.
„En svo spyr maður sig að því:
gæti fréttastjóramálið gerst eftir að
þessi lög hafa verið samþykkt, því
fréttastjóramálið er dæmigert fyrir
vanda útvarpsins? Og svarið er því
miður já, fréttastjóramálið gæti
gerst, vegna þess að þannig er búið
um hnútana að Alþingi kýs stjórnina,
hún ræður útvarpsstjóra, og útvarps-
stjóri hefur síðan alræðisvald.“
Samkvæmt frumvarpinu er stjórn
Ríkisútvarpsins kosin skv. hlutbund-
inni kosningu á Alþingi á hverju ári.
Mörður bendir á að þar með sé hún í
samræmi við stjórnarmeirihlutann á
Alþingi á hverjum tíma. Útvarps-
stjórinn njóti því einskis sjálfstæðis
frá stjórninni enda eigi hún að ráða
hann og leysa frá störfum. „Ef ekki
er betur um búið en þetta gæti hin
pólitíska stjórn á útvarpinu aukist
frekar en minnkað.“
Skýrir ekki hlutverk RÚV
Í öðru lagi segir Mörður að frum-
varpið skýri ekki, þegar á heildina er
litið, það sem það átti að skýra, þ.e.
hlutverk almannaútvarps. Vísar hann
í því sambandi í þriðju grein frum-
varpsins, en þar er farið yfir hlutverk
Ríkisútvarpsins sf. „Þessir átján liðir
í þriðju greininni eru það víðir og los-
aralegir að þeir segja í raun og veru
ekkert um það hvert er hlutverk al-
mannaútvarps umfram venjulega út-
varpsstöð. Þeir lýsa bara venjulegri
útvarps- og sjónvarpsstöð.“
Mörður bendir auk þess á að Rík-
isútvarpið eigi skv. frumvarpinu
áfram að fá verulegan hluta tekna
sinna af auglýsingum og kostun.
„Samkvæmt því virðist flutnings-
maður frumvarpsins, mennta-
málaráðherra, ekki gera ráð fyrir
öðru en að Ríkisútvarpið sé bara ein
af útvarpsstöðvunum, svipuð og hin-
ar, að vísu með heldur meiri metnað
við innlenda dagskrárgerð.“
Í þriðja lagi fjallar Mörður um
fjármögnun Ríkisútvarpsins. Hann
segir að þingmenn Samfylking-
arinnar hafi efast um afnotagjaldið
en það sem leysi það gjald af hólmi
verði að vera betra. „Nefskatturinn
uppfyllir ekki öll skilyrði sem þurfa
að vera,“ segir hann. „Það sem er þó
hæpnast við skattinn, eins og hann er
settur núna fram, er að það er ákveð-
in krónuupphæð á ári sem Alþingi
þarf að endursamþykkja á hverju
hausti.
Þannig er komin upp sú staða sem
áhugamenn um almannaútvarp hafa
varað mjög við þegar talað er um
fjármögnunina, þ.e. að stjórnarmeiri-
hlutinn hafi líf Ríkisútvarpsins eða al-
mannaútvarpsins í höndum sér á
hverju ári. Það kann að vera hægt að
bæta úr þessu en skv. frumvarpinu er
þetta svona.“
Mörgum spurningum ósvarað
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, segir frumvarpið vekja
margar spurningar. Hann nefnir m.a.
í því sambandi breytingu Rík-
isútvarpsins í sameignarfélag. „Skv.
frumvarpinu á að
stofna sameign-
arfélag, sem einn
aðili á aðkomu að,
þ.e. íslenska þjóð-
in – þannig að
eignarhaldið er
óbreytt.“
Jafnframt, seg-
ir hann, eigi að
viðhalda hinum
pólitísku valda-
tengslum í Ríkisútvarpinu. Vísar
hann í því sambandi til þess ákvæðis í
frumvarpinu sem kveður á um að
stjórn RÚV skuli kosin hlutbundinni
kosningu á Alþingi.
Hann bendir auk þess á að skv.
frumvarpinu eigi aðalfundur að stað-
festa kjör stjórnarinnar en óskil-
greint sé hverjir eigi að sitja þann
fund.
Ögmundur segir einnig að rétt-
indum starfsfólks sé skv. frumvarp-
inu stefnt í uppnám, því stjórnandi fái
aukið vald yfir starfsfólkinu. Þá seg-
ist hann setja spurningarmerki við
hugmyndina um nefskatt í stað af-
notagjalda. Segist hann velta því fyr-
ir sér hversu heppilegt og réttlátt það
fyrirkomulag sé. „Ég hef mjög mikl-
ar efasemdir um þetta frumvarp. Það
er ljóst að það þarf að fara í gegnum
mjög rækilega skoðun áður en það
kemur fyrir þingið til afgreiðslu.“
Ögmundur segir að vandi Rík-
isútvarpsins sé tvíþættur; annars
vegar sé hann fjárhagslegs eðlis og
hins vegar stjórnsýslulegs eðlis.
Hann segir að hægt sé að bæta fjár-
hagsvandann án þeirra kerfisbreyt-
inga sem kynntar eru í frumvarpinu.
Hann segir einnig hægt að fara aðra
leið til að bæta stjórnsýsluvandann.
Til dæmis sé fráleitt að stjórn-
armeirihlutinn á Alþingi skili sér yfir
í stjórnarmeirihluta Ríkisútvarpsins.
„Það þarf að tryggja aðkomu mis-
munandi viðhorfa að Ríkisútvarpinu
en ekki aðkomu valda,“ segir hann.
Óvissuþættir í frumvarpinu
Magnús Þór Hafsteinsson, þing-
maður Frjálslynda flokksins, segir
ýmsa óvissuþætti í frumvarpinu.
Hann óttast m.a. að það sé verið að
fela menntamálaráðherra alltof mikið
vald yfir Rík-
isútvarpinu. Vísar
hann til þess að
stjórnin eigi skv.
frumvarpinu, að
vera kosin hlut-
bundinni kosn-
ingu á Alþingi.
Með því fyr-
irkomulagi verði
stjórnin pólitísk
og nánast í vasa
ráðherrans á
hverjum tíma.
Magnús segir einnig óljóst hvað
það þýði í raun og veru að Rík-
isútvarpinu verði breytt í sameign-
arfélag. „Við lesum í athugasemdum
sem fylgja frumvarpinu að það sé
verið að semja nýtt frumvarp um
sameignarfélög af öðrum ráðherra,
þ.e. af Valgerði Sverrisdóttur við-
skiptaráðherra. En getum við í
þinginu rætt Ríkisútvarpið sem sam-
eignarfélag, á sama tíma og við vitum
að það er verið að semja nýja löggjöf
um sameignarfélög? Verður ekki sú
löggjöf að koma fram sem allra fyrst,
svo við getum rætt nýtt rekstrarform
Ríkisútvarpsins af einhverju viti?“
Magnús veltir auk þessa fyrir sér
þýðingu sjöttu greinar frumvarpsins,
en þar segir m.a. að Ríkisútvarpinu
sf. sé heimilt að standa að annarri
starfsemi sem tengist starfsemi fé-
lagsins á sviði dagskrárgerðar eða til
nýtingar á m.a. tæknibúnaði þess.
„Þarna er væntanlega verið að fara
inn á hluti varðandi eignarhald í fjöl-
miðlafyrirtækjum.“ Þetta sé atriði
sem þurfi að ræða nánar eftir að fjöl-
miðlanefnd menntamálaráðherra
hafi kynnt niðurstöðu sína.
Óttast að ekki dragi
úr pólitískum áhrif-
um á Ríkisútvarpið
Mörður
Árnason
Ögmundur
Jónasson
Magnús Þór
Hafsteinsson