Morgunblaðið - 17.03.2005, Page 53

Morgunblaðið - 17.03.2005, Page 53
CONCERT með Einar Bárð- arson í fararbroddi býður til tónlistarveislu á Hard Rock Café í kvöld. Þar koma fram Hildur Vala, ný- krýnd Idol- stjarna, Nylon og Skítamórall auk þess sem hulunni verður svipt af nýrri hljóm- sveit, Ísa- fold. Í fréttatilkynningu kem- ur fram að meðlimir séu engir byrjendur heldur hafi spilað saman í ýmsum hljómsveitum. „Benedikt Brynleifsson er trommuleikari bandsins en hann spilaði áður með 200.000 naglbítum, The Flavors og Englum. Birgir Kárason er bassaleikari en hann spilaði áður með Englum, Guðrún Lísa Einarsdóttir er söngkona sveitarinnar og átti hún lagið „Litir“ sem fékk mikla spilun sumarið 2003. Hljómborðsleik- ari sveitarinnar er Vignir Stefánsson og Kristján Grét- arsson er gítarleikari og hefur áður spilað með Stjórninni, The Flavors og Englum,“ seg- ir í tilkynningunni. Fullkomið hljóðkerfi og ljósakerfi hefur verið sett upp á Hard Rock í tilefni kvöldsins. Tónlist | Concert býður til veislu Concert með tónleika á Hard Rock Café í kvöld kl. 22. Ókeypis inn. 18 ára aldurs- takmark og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Hildur Vala Ný hljóm- sveit kynnt MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 53 Þátttökugjald er kr. 1.500.-. Innifalið er: kynningarhefti um gerð viðskiptaáætlana ásamt geisladiski sem hefur að geyma ýmis hagnýt hjálpargögn, t.d. vandað reiknilíkan, hagnýt eyðublöð og hljóðfyrirlestra. Frestur til að skila inn viðskiptaáætlun er 1. september 2005. Hægt er að skrá þátttöku á www.nyskopun.is eða með tölvupósti á nyskopun@nyskopun.is. • Er hugmyndin áhugavert viðskiptatækifæri? • Hversu mikil áhætta felst í framkvæmdinni og hver gæti ávinningurinn orðið? Þetta eru spurningar sem frumkvöðlar jafnt sem starfandi fyrirtæki þurfa að leita svara við. Með því að taka þátt í Nýsköpun 2005 er stigið fyrsta skrefið. Kynningarfyrirlestur fimmtudaginn 17. mars kl. 17:10-19:10: • Hvað prýðir góða viðskiptaáætlun? G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri í Nýsköpun 2005 • Fjármál og fjármögnun: fulltrúi frá Íslandsbanka með stutt erindi • Þróunarfélag Austurlands: Halldór Eiríksson fjallar um þjónustu félagsins. Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði fimmtudaginn 17. mars kl. 17:10 - 19:10  Mbl.  DV HELVÍTI VILL HANN, HIMNARÍKI VILL HANN EKKI, JÖRÐIN ÞARFNAST HANS LIFE AQUATIC SÝND KL. 4-5.30-8-10.20. LIFE AQUATIC VIP SÝND KL. 5.30- 8-10.20. CONSTANTINE SÝND KL. 5.30-8-10.20. B.I. 16 ÁRA PHANTOM OF THE OPERA SÝND KL. 6- 8-10. B.I. 10 ÁRA WHITE NOISE SÝND KL. 5.30-8-10.20. B.I. 16 ÁRA BANGSÍMON OG FRÍLLINN ÍSL SÝND KL. 3.45-6.15. LEMONY SNICKETS SÝND KL. 3.45. COACH CARTER SÝND KL. 5.30-8-10.30. CONSTANTINE SÝND KL. 8 B.I. 16 ÁRA MILLION DOLLAR BABY. SÝND KL. 5.30-8-10.30 BANGSÍMON OG FRÍLLINN ÍSL SÝND KL. 6. Ísl tal HITCH SÝND KL. 8-10.20. CONSTANTINE SÝND KL. 8 B.I. 16 ÁRA RING TWO SÝND KL. 10.30 ÍSLANDSFORSÝNING CONSTANTINE SÝND KL. 8 -10.20. B.I. 16 ÁRA RAY SÝND KL. 8 ÁLFABAKKI KRINGLAN AKUREYRI KEFLAVÍK Sló í gegn í USA t mynd. Töff tónlist E með Twista, BALLA Da Hood & Mack 10). ð á sannri sögu. Með m eina sanna töffara, amuel L. Jackson y . ff t li t i t , ). ri . i t ff r , l . Magnaður spennutryllir sem þú mátt ekki missa af! með Keanu Reeves í aðalhlutverki hann en stefnt er á tökur „helst fyrir lok árs.“ Eins og titillinn sýnir verður myndin á ensku. Voksne mennekser er á dönsku og Nói albínói á íslensku. Þessi fjölhæfni í tungumálum vekur athygli og ekki líklegt að leikstjóri hafi áður gert þrjár fyrstu myndir sínar á þremur mismunandi tungu- málum. Hliðarheimur veruleikans „Eðli myndanna hefur kallað á þetta,“ segir Dagur Kári sem vill ekki vera fastur í ákveðnu tungumáli eða sögusviði. „Áhugamál mitt er að búa til sögusvið, sem er ekki tekið beint úr raunveruleikanum heldur er aðeins til hliðar við raunveruleikann. Einhver söguheimur sem tilheyrir bara þessari ákveðnu kvikmynd en kallast samt á við þann raunveru- leika sem við þekkjum. Ekki er hægt að segja að þetta sé beint harð- kjarnaraunsæi,“ segir hann og er það e.t.v. lykillinn að velgengni Nóa albínóa á alþjóðavísu. „Mér finnst líka gefandi að vinna á öðru tungumáli en mínu eigin. Mér finnst ég á margan hátt verða frjórri með tungumál sem er ekki mitt móð- urmál. Samanber, glöggt er gests augað. Maður kemur ekki auga á hið óvenjulega í götunni sem maður býr við en um leið og maður kemur í borg sem maður hefur aldrei komið í áður sér maður raunveruleika, sem reyn- ist svo alls ekki vera fyrir hendi,“ segir hann og bætir við að þetta sé svipað með tungumálið. Íslenskan er lélegt talmál „Íslenska er mjög erfitt tungumál þegar kemur að samtölum. Íslensk- an er frábært og gullfallegt ritmál, en frekar dautt talmál. Það er mjög lítil endurnýjun og sköpun í gangi. Í dönsku og ensku er miklu meiri gerj- un og maður getur leyft sér miklu fleiri hluti. Á Íslandi er varla hægt að leyfa sér að láta fólk tala eins og það talar í raunveruleikanum. Það er eitthvað í uppeldinu. Þessi skelfilegi þjóðararfur. Maður getur ekki feng- ið sjálfan sig til að skrifa niður ein- hverjar slettur. Viðvörunarljósin fara í gang,“ útskýrir leikstjórinn. „Danskan er aftur á móti hand- ónýtt ritmál en frábært talmál. Tungumálin eru ólík að þessu leyti. Ég á miklu auðveldara með að tjá mig á dönsku en íslensku. Það er miklu auðveldara að tala á dönsku en íslensku. Íslenskan gengur mikið út á að finna nákvæmlega réttu orðin til að lýsa hugsuninni en í Danmörku er það meira hvernig maður raðar sam- an aukaorðum, sem gefur tóninn í því sem maður er að segja. Aukaorðin og hljómfallið gefa til kynna hvað mað- ur er að meina frekar en orðavalið.“ Tekin upp í svarthvítu Athygli vekur að Voksne menn- esker er tekin upp í svarthvítu og er það enn eitt atriðið sem sker hana ekki bara frá Nóa albínóa heldur flest- um myndum, sem framleiddar eru. „Það er heilmikil kúnst sem eig- inlega enginn kann lengur, því mið- ur. Þetta var mikil óvissuferð með sínum kostum og göllum,“ segir Dag- ur Kári, sem er ekki hræddur við óvissuferðir. „Það er skylda manns að reyna að forðast að endurtaka sig.“ Erfitt var að fá fagfólk sem kunni réttu handtökin svart á hvítu. „Ég held að þetta verði síðasta myndin í Danmörku sem verði unnin á ná- kvæmlega þennan hátt. Þetta eru vinnubrögð sem búið er að leggja af. Það þufti að hringja í kall sem var kominn á eftirlaun til að blanda framköllunarvökvana því það kann þetta enginn lengur. Þetta er ákveðið handverk sem er því miður að glat- ast.“ Dagur Kári er hrifinn af svart- hvítum myndum og vildi líka nota þessa tækni til að búa til „veruleika við hliðina á raunveruleikanum“. Líka er þetta óður til kvikmynda- gerðar, nýbylgju sjöunda áratugar síðustu aldar. „Ég er mjög hrifinn af þeim léttleika og kæruleysi sem menn leyfðu sér þá. Það var svolítið dagskipunin, að vera kærulaus á góðan hátt, góðkynja kæruleysi.“ Sú spurning vaknar hvort fram- leiðendur eða aðrir hafi reynt að stöðva leikstjórann í því að gera svarthvíta mynd. „Það kom öllum að- standendum myndarinnar í opna skjöldu að til stæði að hafa hana í svarthvítu. Þetta var eitthvað sem ég hálfpartinn gleymdi að minnast á. Í stuttu máli fannst engum þetta góð hugmynd og hún fékk hvergi stuðn- ing, en enginn treysti sér heldur til að stoppa þetta, sem betur fer.“ Erfiður viðskilnaður Dagur Kári hefur hingað til gert myndir aðeins eftir eigin handritum en útilokar ekki að stýra efni eftir aðra. „Ég hef reynt að senda út þau skilaboð að ég vilji helst gera mitt eigið efni. En ef það er leitað til mín með handrit þá vil ég ekki útiloka neitt. Vandamálið er bara að ég treysti mér ekki til að blása lífi í per- sónur sem ég hef ekki búið til sjálfur. Ég treysti mér ekki til að gera það vel. Þetta er ekki af því að ég telji mig vera skárri handritshöfundur en hver annar.“ Hvernig tilfinning skyldi það vera að senda fullkláraða mynd út í heim- inn? „Það er mjög skrýtin tilfinning. Að búa til kvikmynd er ótrúlega mik- il vinna og maður er að mörgu leyti úr tengslum við raunveruleikann á meðan. Því fylgir ákveðið áhyggju- leysi en um leið og maður sleppir myndinni opnast allar flóðgáttir og gluggapóstur og ítrekanir flæða inn og það gefst upplagt tækifæri til að hugsa um allt það sem betur hefði mátt fara. Maður er auðvitað dauð- feginn að þessum áfanga sé náð, en því fylgir líka pínu þunglyndi, við- skilnaðinum fylgja blendnar tilfinn- ingar,“ segir hann en vonandi á Full- orðnu fólki eftir að vegna vel í heiminum. ingarun@mbl.is ÁSTALÍF Svens-Görans Erikssons er yrkisefni höf- unda leikrits sem sett verður á svið í Svíþjóð í næsta mánuði. Sýningin fjallar um ónefndan Svía sem stjórnar landsliði Englendinga og á sænsku-, ensku- og ítölskumælandi ástkonur, að því er segir á fréttavef BBC. Eriksson á nú í tygjum við hina ítölsku Nancy Dell’Olio, en hefur átt í ástarsam- bandi við Faria Alam, ritara enska knattspyrnu- sambandsins, og sænsku sjónvarpskonuna Ulrika Jonsson. Einn aðstandandi leikritsins, Cecilia Johansson, segir að það sé „lauslega byggt“ á per- sónu Erikssons. Verkið nefnist Leikrit á sænsku, ensku og ítölsku og er eftir Nick Grosso, breskan höfund. Leikrit eft- ir hann hafa verið sett upp í Royal Court og Nation- al-leikhúsunum í London. Reuters Ástalíf þessa manns er litríkt og mörgum endalaus upp- spretta hamingjunnar. Leikrit byggt á ástalífi Erikssons

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.