Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 49
MENNING
Þátttökugjald er kr. 1.500.-. Innifalið er: kynningarhefti um gerð
viðskiptaáætlana ásamt geisladiski sem hefur að geyma ýmis
hagnýt hjálpargögn, t.d. vandað reiknilíkan, hagnýt eyðublöð og
hljóðfyrirlestra. Frestur til að skila inn viðskiptaáætlun er
1. september 2005.
Hægt er að skrá þátttöku á www.nyskopun.is
eða með tölvupósti á nyskopun@nyskopun.is.
• Er hugmyndin áhugavert viðskiptatækifæri?
• Hversu mikil áhætta felst í framkvæmdinni og hver gæti
ávinningurinn orðið?
Þetta eru spurningar sem frumkvöðlar jafnt sem starfandi fyrirtæki
þurfa að leita svara við. Með því að taka þátt í Nýsköpun 2005 er
stigið fyrsta skrefið.
Kynningarfyrirlestur fimmtudaginn 17. mars kl. 17:10-19:10:
• Hvað prýðir góða viðskiptaáætlun?
G. Ágúst Pétursson, verkefnisstjóri í Nýsköpun 2005
• Fjármál og fjármögnun: fulltrúi frá Íslandsbanka með stutt erindi
• Þróunarfélag Austurlands:
Halldór Eiríksson fjallar um þjónustu félagsins.
Safnaðarheimilinu á Reyðarfirði
fimmtudaginn 17. mars kl. 17:10 - 19:10
ÓLAFUR Rúnarsson tenórsöngv-
ari hefur haslað sér völl í sönglífinu
á Bretlandseyjum, nýútskrifaður úr
Konunglegu skosku músíkakademí-
unni í Glasgow. Um þessar mundir
er Ólafur þó hér heima og syngur í
uppfærslu Leikfélags Akureyrar á
Óliver.
„Síðustu fimm mánuði hef ég
verið á Akureyri að æfa og syngja í
Óliver, en nú líður að því að ég fari
út aftur. Í maí og júní fer ég að
undirbúa söng í nýrri óperu í Skot-
landi. Hún er eftir Lindsay Dav-
idson, sem er tónskáld og kennari
við sekkjapípuskólann School of
Piping í Glasgow. Hann heyrði ein-
hvers staðar í mér og hafði sam-
band við mig; – bauð mér að leika
nýtt hlutverk í þessari óperu, sem
heitir Tulsa, the Opera.“
Óperan fjallar um kynþáttastríð
sem var í borginni Tulsa í Okla-
homa árið 1921, sem hófst þegar
hvít kona sakaði svartan mann um
nauðgun. „Í kjölfar þess voru tugir
þeldökkra manna drepnir og ég
verð í hlutverki Richards Lloyds
Jones blaðamanns sem kynti undir
drápin á þeldökkum. Óperan verð-
ur frumsýnd 10. júní. Með hljóm-
sveitinni leika um fimm sekkjapípu-
leikarar og ekki til þess vitað að
sekkjapípurnar hafi ratað inn í óp-
eru áður.“
Óperan verður hljóðrituð, og á
næsta ári er gert ráð fyrir því að
farið verði með sýninguna í ferð til
Bandaríkjanna – og að sjálfsögðu
komið við í Tulsa. En hvers vegna
eru sekkjapípur í óperu um amer-
íska sögu?
„Ég held að í Tulsa hafi verið
margir innflytjendur af skoskum
uppruna og að tengslin komi þar.
Óperan verður líka sungin á
skosku; ekki ensku, heldur aldamó-
taskosku, og það er talsverð ögrun.
Ég bý að því að hafa búið í Skot-
landi í fjögur ár og skoskan er mér
því töm.“
Úr kynþáttauppreisnum villta
vestursins snýr Ólafur á vit mið-
evrópskra broddborgara í sýningu
á Leðurblökunni eftir Jóhann
Strauss. „Þessar sýningar verða í
Salisbury, suðvestur af London, og
það er óperufélag, sem styður við
bakið á ungum söngvurum, sem
setur verkið upp. Í fyrra söng ég
með þeim hlutverk Don José í Car-
men. Aðalhlutverkin eru í höndum
ungra söngvara sem eru nýútskrif-
aðir úr skóla en áhugamannakór og
-hljómsveit sem syngja og spila
með.“
Þá syngur Ólafur ljóðaflokk
Schuberts, Dichterliebe, á tvennum
tónleikum á Englandi í sumar; í
Salisbury, og í Boston á norður
Englandi, og næsta vetur kemur
Ólafur heim og syngur verkið á Tí-
brártónleikum í Salnum, með pí-
anóleikara sínum Peter Ford sem
hann hefur unnið talsvert með að
undanförnu.
Ólafur er kominn með umboðs-
mann ytra sem vinnur nú að því að
skipuleggja fyrir hann áheyrn-
arpróf við óperuhús á meginlandi
Evrópu. „Ætli maður verði ekki á
þeytingi um alla Evrópu næstu
mánuði á milli verkefna. Með
haustinu opnast gluggi að húsunum
þar og þá verður maður alls staðar
og hvergi. Annars er ég tregur að
yfirgefa Bretland; hér hef ég búið í
fimm ár og hér líður mér vel og
umfram allt hef ég hér talsverð
sambönd. En maður getur líkt
þessu við sígaunalíf, aldrei á sama
staðnum, býr í ferðatösku, hendist
á milli staða og landa. Síðasta ár
steig ég upp í flugvél um 50 sinn-
um! Og þá er eftir allur tíminn sem
ég hef setið í lestarvögnum. En svo
er líka búið að ráða mig til að
syngja Ferrando í Cosi fan tutti í
Salisbury eftir ár. Það er því ým-
islegt spennandi að gerast hjá
mér.“
Tónlist | Ólafur Rúnarsson tenór á leiðinni til Bretlands
Syngur í sekkjapípuóperu
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur Rúnarsson tenórsöngvari.
STARFSMENN La Scala í Mílanó,
um þúsund manns, samþykktu í at-
kvæðagreiðslu í gær að skora á list-
rænan stjórnanda hússins, Ricc-
ardo Muti, að segja starfi sínu
lausu. Þetta er nýjasta versið í deilu
þeirri sem skekur nú þetta fræga
óperuhús. Fjölmiðlaskrifstofa húss-
ins bar hins vegar til baka fregnir í
ítölskum blöðum þess efnis að Muti
hefði þegar látið af störfum. Hann
hefur verið listrænn stjórnandi La
Scala í nærfellt tvo áratugi.
Ástæðan fyrir óánægju starfs-
mannanna er ákvörðun stjórnar La
Scala að segja framkvæmdastjóra
óperunnar, Carlo Fontana, upp en
þá Muti hafði greint á. Við starfi
hans tók Mauro Meli, sem áður var
framkvæmdastjóri leiklistarsviðs
La Scala, og hefur stéttarfélag
starfsmannanna líka krafist afsagn-
ar hans. Nokkur fjöldi sýninga hef-
ur þegar fallið niður vegna deil-
unnar og starfsmenn hafa heitið því
að fara í verkfall í tengslum við all-
ar fyrirhugaðar frumsýningar í
húsinu.
Hermt er að sumir starfsmanna
telji Muti hafa grafið undan fram-
kvæmdastjóranum og saka hann
um að haga sér eins og „príma-
donna“.
Neitaði að stjórna tónleikum
Muti svaraði fyrir sig með því að
neita að stjórna fílharmóníuhljóm-
sveit hússins á tónleikum sem vera
áttu um helgina og var þeim í kjöl-
farið aflýst.
Hann bar á dögunum til baka á
síðum dagblaðsins Corriere della
Sera ásakanir þess efnis að hann
hefði beitt sér gegn því að aðrir
hljómsveitarstjórar í fremstu röð
kæmu fram á La Scala. Muti fullyrti
jafnframt að hann hefði alla tíð bor-
ið hagsmuni hússins fyrir brjósti.
Deilan er í slíkum hnút að nefnd á
vegum ítalska þingsins skoðar nú
hvernig ráða megi niðurlögum
hennar. La Scala var opnað að nýju
fyrir þremur mánuðum eftir um-
fangsmiklar endurbætur.
Skorað á Riccardo
Muti að segja af sér
Umdeildur maður: Riccardo Muti, listrænn stjórnandi La Scala í Mílanó.
Ópera | Starfsfólk La Scala ósátt við stjórnanda hússins
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Ís-
lands berst óvæntur liðsauki á
tónleikum í kvöld og annað kvöld í
forföllum Rumon Gamba, aðal-
hljómsveitarstjóra sveitarinnar. Í
stað Gamba kemur samlandi
hans, breski stjórnandinn Owain
Arwel Hughes. Efnisskrá tón-
leikanna breytist þó ekki frá aug-
lýstri dagskrá. Að sama skapi
verður Hughes á stjórnandapall-
inum á kynningartónleikum á
föstudagsmorgni og á tónleikum í
Vestmannaeyjum sem fyrirhug-
aðir eru á laugardaginn. Einleik-
ari á tónleikunum verður Liene
Circene.
Hughes var nýlega ráðinn að-
stoðarhljómsveitarstjóri hjá Kon-
unglegu Fílharmóníusveitinni í
Bretlandi. Hann hefur hlotið mik-
ið lof fyrir stjórn á kórverkum en
hann var m.a. kórstjóri Hudd-
ersfield Choral Society á árunum
1980 til 1986. Þá er honum að
miklu leyti þakkað fyrir sterka
uppbyggingu Álaborgars-
infóníunnar, þar sem hann gegndi
stöðu aðalhljómsveitarstjóra um
nokkurt skeið. Orðstír hans sem
hljómsveitarstjóri hefur vaxið
jafnt og þétt enda stýrir hann
reglulega öllum stærstu hljóm-
sveitum Bretlandseyja og er ein
aðaldriffjöður á bak við hina
velsku Proms-hátíð. Hughes hef-
ur margsinnis komið fram í sjón-
varpi í þáttum um klassíska tón-
list svo sem „Music for the
Masses“ og
„The Much
Loved Music
Show.“ Hljóm-
sveitarstjórinn
fékk mikið lof
frá Sir William
Walton þegar
hann stýrði
flutningi á
verki hans
Belshazzar’s
Feast. Hughes er ekki alls
ókunnugur Sinfóníuhljómsveit-
inni, en hann á að baki tvenna tón-
leika með henni, síðast fyrir tíu
árum en þá stjórnaði hann flutn-
ingi á óperutónlist eftir Mozart og
Puccini.
Sváfnir Sigurðarson, upplýs-
ingafulltrúi SÍ, segir vissulega
bratt fyrir Hughes að stökkva upp
í þotu og stýra sinfóníuhljómsveit
daginn eftir. „En ef menn þekkja
verkin, þá er það auðveldara að
koma þeim til skila,“ segir Sváfn-
ir. „Það gæti þó valdið einleik-
urum einhverjum óþægindum að
fá svo skamman tíma með hljóm-
sveitarstjóra, en þetta er fram-
úrskarandi fagfólk sem hér er á
ferðinni, bæði hljómsveitarstjóri
og einleikarar og ekki síst hljóm-
sveitin. Sinfóníuhljómsveitin hef-
ur afar mikla aðlögunarhæfni og
getur spilað allt, ólíkt mörgum
sveitum úti í heimi, sem geta sér-
hæft sig meira í einstökum
stefnum eða tímabilum.“
Tónlist | Owain Arwel Hughes leysir
Rumon Gamba af hjá Sinfóníunni
Aðlögunarhæfni fag-
fólks skiptir sköpum
Owain Arwel
Hughes