Morgunblaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
Bónus
Gildir 17. mars–20. mars verð nú verð áður mælie. verð
Grillsagaður lambaframpartur ............... 399 499 399 kr. kg
Frosið snyrt lambalæri .......................... 799 899 799 kr. kg
Ferskir kjúklingabitar ............................ 259 329 259 kr. kg
Gæðagrís Bayonneskinka ..................... 779 1169 779 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 17. mars–19. mars verð nú verð áður mælie. verð
Svínalæri kjötborð................................ 368 525 368 kg
Svínakótilettur ..................................... 698 898 698 kg
Svínahnakki úrb. sneiddur, kjötborð....... 858 1178 858 kg
Svínahryggur með puru......................... 598 898 598 kg
FK Bayonneskinka................................ 779 1298 779 kg
FK grill svínakótilettur ........................... 972 1389 972 kg
Hótelrækja 2,5 kg ................................ 1898 2245 759 kg
FK hamborgarhryggur, kjötborð ............. 798 1198 798 kg
Fjalla lambalæri ................................... 998 1298 998 kg
Móa ferskur heill kjúklingur ................... 398 598 398 kg
Hagkaup
Gildir 17. mars–20. mars verð nú verð áður mælie. verð
Nautalundir frá Nýja Sjálandi ................ 2387 3979 2387 kr. kg
Bayonneskinka .................................... 779 1298 779 kr. kg
Óðals svína hamborgarhryggur .............. 839 1398 839 kr. kg
Reykir frosinn heill kalkúnn ................... 599 799 599 kr. kg
Kjötborð svínalundir ............................. 1756 2195 1756 kr. kg
Holta úrb. kjúklingalæri í magnpk. ......... 899 1499 899 kr. kg
Ísl. matv. reyktur lax, bitar ..................... 2160 2700 2160 kr. kg
Nettó
Gildir meðan birgðir endast verð nú verð áður mælie. verð
Móa lausf. kjúkl.bitar, 9 stk................... 220 439 220 kr. kg
Best helgarsteik m/sólþ. tómötum ........ 779 1298 779 kr. kg
Ferskar kjötv. hamborgarhr. m/b ........... 799 1398 799 kr. kg
Ferskar kjötv. baconpakki ..................... 649 1298 649 kr. kg
Borg. franskar grillpylsur ....................... 389 777 389 kr. kg
Kjörís heimaís, vanillu, 2 l..................... 299 499 150 kr. ltr
Ql ferskur appelsínusafi 1 l ................... 99 159 99 kr. ltr
Kristjáns hjónabandssæla .................... 298 498 726 kr. kg
Nóatún
Gildir 17. mars–23. mars verð nú verð áður mælie. verð
Svínalundir, fylltar ................................ 1398 2298 1398 kr. kg
Jarðarber í boxi 250 g .......................... 199 268 796 kr. kg
Nóatúns hamborgarhryggur .................. 1299 1398 1299 kr. kg
Nóatúns þurrkryddað lambalæri ............ 1039 1599 1039 kr. kg
Nóatúns þurrkryddaðar grísakótilettur .... 998 1489 998 kr. kg
Nóatúns Bayonneskinka ....................... 895 1398 895 kr. kg
Lambainnralæri ................................... 1949 2998 1949 kr. kg
Rainbow ananassneiðar ....................... 99 115 174,6 kr. kg
Samkaup/Úrval
Gildir 17. mars–27. mars verð nú verð áður mælie. verð
Kalkúnn 1. flokkur................................ 599 798 599 kr. kg
Borgarneskjötv. hamborgarhr. m/beini ... 779 1298 779 kr. kg
OLD WEST grísarif ................................ 1146 1637 1146 kr. kg
Ísfugl ferskur kjúklingur......................... 399 689 399 kr. kg
Bautabúr gráðostafylltur grísahnakki...... 974 1299 974 kr. kg
Bautabúr rauðvínskr. grísahnakki .......... 972 1495 972 kr. kg
SS koníaks grísabógsneiðar .................. 674 899 674 kr. kg
Emmess skafís 1,5 l............................. 349 698 233 kr. ltr
Jarðarber box 250 g............................. 198 299 792 kr. kg
Góa Marsbúaegg nr. 4, 325 g ............... 679 899 2089 kr. kg
Spar, Bæjarlind
Gildir 17. mars–22. mars verð nú verð áður mælie. verð
Ungnautalundir úr kjötborði .................. 2338 3898 2338 kr. kg
Lambalæri F+ úr kjötborði..................... 798 1129 798 kr. kg
Lambalæri Úrvals úr kjötborði ............... 866 1197 866 kr. kg
Londonlamb, frampartur....................... 998 1230 998 kr. kg
Hátíðarlambalæri, villikryddað .............. 1099 1299 1099 kr. kg
Kindavöðvar, kjötborð........................... 1098 1298 1098 kr. kg
Kindagúllas, kjötborð ........................... 998 1298 998 kr. kg
Kindahakk, kjötborð............................. 529 689 529 kr. kg
Koldin sinnep, sætt, 450 g ................... 98 153 218 kr. kg
McCain franskar kart. rifflaðar 1kg......... 278 359 278 kr. kg
Þín verslun
Gildir 17. mars–23. mars verð nú verð áður mælie. verð
Ísfugls kjúklingabringur......................... 1499 1998 1499 kr. kg
4 hamborgarar, 4 brauð og ostur........... 478 598 478 kr. pk.
Koníakslegin svínasteik ........................ 958 1198 958 kr. kg
McCain rifflaðar franskar 1 kg ............... 269 299 269 kr. kg
Tilda Rizazz 250 g 5 teg........................ 229 289 916 kr. kg
BKI kaffi 500 g .................................... 359 299 598 kr. kg
McCain súkkulaðikaka 510 g................ 349 478 663 kr. kg
Vanillu skafís 1 ltr................................. 398 477 398 kr. ltr
Hamborgarhryggur og lambalæri
Morgunblaðið/Árni Torfason
HELGARTILBOÐIN | neytendur@mbl.is
Aðalheiður Rúnarsdóttir kennari íVogaskóla er einhleyp og barnlausung kona sem hefur nýlega festkaup á sinni fyrstu íbúð. Eins og
margt ungt fólk sem er að koma sér fyrir í líf-
inu eftir nám þá hefur Aðalheiður ekki mikið
fé á milli handana og er því hagsýn í inn-
kaupum.
„Mér finnst dýrt að versla fyrir mig eina
því það er allt í svo stórum pakkningum, það
er allt miðað við fjölskyldustærðina. Oft kem-
ur það fyrir að ég er ekki nógu fljót að borða
það sem ég þarf að kaupa í fjölskyldupakkn-
ingum svo það skemmist bara.“
Ítölsk matarást
Aðalheiður bjó á Ítalíu í langan tíma, fyrst fór
hún þangað sem au-pair en síðan í há-
skólanám. Þar kynntist hún ítalskri mat-
argerð og hreifst af.
„Ég smitaðist af mataræðinu á Ítalíu í heild
sinni, mér finnst svo skemmtileg samsetn-
ingin hjá þeim. Þótt svo þeir borði mikið af
pasta og hvítu brauði þá er samsetningin svo
skynsöm, það er alltaf grænmeti með og
ávextir í eftirrétt þannig að það verður ekki
eins þungt í maga og margir halda. Ástríðan
sem Ítalir leggja í matargerðina finnst mér
líka æðisleg.“
Ekki þarf að undra að Aðalheiður byði upp
á ítalskan rétt ef hún ætti von á vinum í mat.
„Ég myndi bjóða upp á eitthvað ódýrt en
gott eins og risotto, vegna þess að það er ein-
falt og fljótlegt og ekki eins algengt og pasta
en þó í svipuðum verðflokki.“
Morgunkorn í öll mál
Það er freistandi fyrir Aðalheiði að borða
morgunkorn í öll mál: „Ef mér fyndist það
boðlegt fyrir vítamínbúskapinn í líkamanum
þá myndi ég borða Cheerios í öll mál en ég
reyni að borða úr öllum fæðutegundum.“
Hún er á þeirri skoðun að það sé mjög per-
sónubundið hvað einhleypt ungt fólk er dug-
legt að hugsa út í matargerð en telur sjálfa sig
vera einstaklega lata við það.
„Ég er alin upp við mjög fastar mat-
arvenjur, foreldrar mínir voru útivinnandi svo
það var snarl í hádeginu en á kvöldin var allt-
af heitur matur. Svona klassískur heim-
ilismatur eins og fiskur, hakk og grjónagraut-
ur. Ef að það var pítsa þá var það
fjölskyldustund á laugardagskvöldum að gera
hana saman.“
Smærri pakkningar
„Neyslumynstrið hjá unga fólkinu í dag er
svakalegt en ég vona að flest ungt fólk sé
skynsamt í matarinnkaupum og það hugsi um
hvað fer í innkaupakörfuna.“
Aðalheiður tínir ofan í körfuna ýmislegt
fjölbreytt. Fyrir valinu verður mikið af græn-
meti, skyrdós og hrökkbrauð, hún vandar val-
ið, skoðar innihaldslýsingar og athugar verðið.
„Krónan á Bíldshöfða er uppáhalds búðin
mín, hún er stór og snyrtileg en þó með lágt
vöruverð.“
Verslanir mættu þó að hennar mati koma
meira til móts við þá sem búa einir. „Aðallega
finnst mér að það mætti bjóða upp á græn-
meti og kjöt í smærri pakkningum. En ef ein-
ingarnar verða smækkaðar þá verður verðið
að vera í takt við það, það má ekki verða
„minnamagn-álagning“.“
Þrátt fyrir að Aðalheiður sé fædd og uppal-
in á Selfossi þá á hún marga ættingja og vini á
höfuðborgarsvæðinu. „Ég er rosalega dugleg
að bjóða mér í mat til frændfólks, það gerist
að minnsta kosti tvisvar í viku. Það er mjög
sniðugt að detta inn í kaffi um klukkan sex því
þá er alltaf sagt: „Þú borðar bara með okkur,
elskan.“ Það er gott að eiga svona góða að,“
segir Aðalheiður en bætir þó við að hún sé nú
oft heima hjá sér enda loksins komin í eigin
íbúð.
„Þegar ég flutti inn í nýju íbúðina mína fyr-
ir um mánuði þá byrjaði ég á því að kaupa
mér ísskáp og hann er svo æðislegur að ég
þarf alltaf að eiga eitthvað skemmtilegt í hon-
um. Ég fer aðallega í Ikea í leit að dóti í íbúð-
ina því það er hagstæðast. Það er margt þar
sem ég sé og langar í en ég hugsa alltaf: „Nei,
ekki núna.“
Maður þarf nefnilega að sníða sér stakk eft-
ir vexti.“
HVAÐ ER Í MATINN? | Aðalheiður Rúnarsdóttir þarf að halda fast um budduna
Býður sjálfri
sér í mat
tvisvar í viku
Morgunblaðið/Árni Torfason
Krónan á Bíldshöfða er í uppáhaldi hjá Aðalheiði því hún segir að búðin sé stór og snyrtileg.
og blandað saman við laukinn og svepp-
ina. Ef þið eigið skvettu af hvítvíni er
mjög gott að setja hana útá grjónin áður
en vatninu er bætt útí. Þegar vatnið sýð-
ur er því bætt í pottinn með grjónunum
smá og smá í einu og hrært í á milli þar
til grjónin eru soðin. Þá er smjörklíp-
unni bætt útí, en ekki látið sjóða eftir
það.
Gott að bera fram ferskt salat ann-
aðhvort fyrir eða eftir risottoið. Skerið
niður það salat sem ykkur þykir best,
jöklasalat, kínakál, rucola, bleytið í því
með smá ólífuolíu og stráið salti og pip-
ar yfir. Verði ykkur að góðu.
1l vatn
1 teningur grænmetiskraftur
½ laukur
200 g sveppir (ferskir eða í dós)
3–4 msk. ólífuolía
2 dl hrísgrjón
smjörklípa
Látið suðuna koma upp í vatninu og
setjið þá grænmetiskraftinn útí.
Skerið laukinn og sveppina niður. Ol-
ían er hituð í potti og laukurinn og
sveppirnir steiktir í henni í smá stund.
Næst er ósoðnum hrísgrjónum bætt útí
„Mér finnst gaman að elda og
ég er góður kokkur en það er
ekkert gaman að elda fyrir
einn svo ég geri lítið af því.
Þegar ég elda fyrir mig eina þá
er það eitthvað einfalt og fljót-
legt,“ segir Aðalheiður Rún-
arsdóttir.
Risotto með sveppum (fyrir tvo)