Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 6
6 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Einn og hálfur
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
R
O
L
26
34
2
0
2/
20
05
„ÞETTA er mjög ánægjuleg aðgerð
og mun skipta marga verulegu máli,“
sagði Jakob Björnsson formaður
bæjarráðs Akureyrar um þá tillögu
skólanefndar bæjarins að gjaldskrá
leikskóla verði einfölduð frá því sem
nú er með því að hafa eitt gjald fyrir
alla. Það er gert með því m.a. að
lækka almenna gjaldskrá leikskóla
um 25%. Breytingin tekur gildi 1. maí
næstkomandi. Tillagan verður til um-
fjöllunar á fundi bæjarráðs í dag.
Markmiðið er að koma til móts við
stóran hóp barnafjölskyldna þannig
að allir sitji við sama borð varðandi
gjaldtöku óháð fjölskylduformi.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri
segir að í þeirri gjaldskrá sem nú er í
gildi sé innbyggð mismunun, hún sé
byggð upp á búsetuformi, þannig að
t.d. tekjuháir einstæðir foreldrar fái
afslátt á meðan tekjulág hjón njóti
ekki sömu kjara. Með nýju gjald-
skránni sé komið til móts við þann
hóp, nú greiði allir sama gjald óháð
því hvernig fjölskyldan er saman sett
og það sé réttlætismál.
Alls eru um 1.000 börn í leikskólum
á Akureyri og um 100 til viðbótar í
daggæslu í heimahúsum. Nánast öll
börn í hverjum árgangi sækja leik-
skóla, en sem dæmi má nefna að
99,6% allra barna sem fæddust árið
2001 eru í leikskóla.
Breytingin hefur í för með sér að
gjaldskrá vegna 656 barna lækkar
um tæplega 5.700 krónur á mánuði en
engin breyting verður hjá 117 börn-
um. Gjaldskrá 170 barna mun hækka
en þau verða tímabundið á lægra
gjaldi.
Hefur áhrif á ráðstöfunartekjur
Fram kom á fundi þar sem breyt-
ingin var kynnt að hún mun hafa áhrif
á ráðstöfunartekjur þeirra fjöl-
skyldna sem lægstar hafa tekjurnar
og verður gripið til sérstakra ráðstaf-
ana til að draga úr þeim áhrifum.
Þannig er gert ráð fyrir að fjölskyld-
ur með lágar ráðstöfunartekjur geti
sótt um afslátt af gjaldi.
Skólanefnd leggur einnig til að tek-
in verði upp föst greiðsla til allra for-
eldra vegna vistunar í daggæslu í
heimahúsum og er tilgangurinn að
einfalda og gera stuðning bæjarins
gagnsærri og jafna stöðu fjölskyldna
óháð fjölskylduformi. Hæst getur
greiðslan orðið 20 þúsund krónur á
mánuði. Þessi breyting tekur gildi 1.
júní næstkomandi.
Viðbótarútgjöld Akureyrarbæjar
vegna breytinganna er áætluð um 25
til 30 milljónir króna á ári.
Bæjarstjóri sagðist líta svo á að
þetta væri fyrsta skrefið í því að leik-
skóli yrði gjaldfrjáls, en auðvitað væri
ljóst að langur vegur væri enn að því
markmiði.
Gunnar Gíslason deildastjóri skóla-
deildar tekur í sama streng og segir
að áhugi hafi verið á að minnka álögur
á fjölskyldufólk, enda vildi bærinn
gefa sig út fyrir að vera fjölskyldu-
vænn bær. „Vonandi verður leikskól-
inn gjaldfrír á endanum, það er að
vísu býsna stór biti og þarf að vera
samvinnuverkefni ríkis og sveitarfé-
laga.“
Hann sagði að unnið hefði verið að
breytingum á gjaldskrá leikskóla
undanfarna mánuði, en í fyrstu hefðu
menn horft til þess að tekjutengja
hana. „Okkur þótti ekki sanngjarnt
hvernig fólk var flokkað niður eftir
sambúðarformi, það var ekkert tillit
tekið til aðstæðna þess,“ segir Gunn-
ar.
Sama gjald verður fyrir alla á leikskólum Akureyrar
Almenn gjaldskrá
lækkar um 25%
!"
!!#$%
LEIFUR Halldórsson, eigandi fisk-
þurrkunarfyrirtækisins Klumbu
ehf. í Ólafsvík, sem brann í sept-
ember í fyrra tók fyrstu skóflu-
stunguna að nýrri verksmiðju fyr-
irtækisins í gær. Verksmiðjan
verður áfram í Ólafsvík, en í hinum
enda bæjarins.
Að sögn Leifs er áformað að hún
taki til starfa í september á þessu
ári og að þar starfi um 12–15
manns til að byrja með, við fisk-
þurrkun. Frystihússhluti Klumbu
var fluttur til Þorlákshafnar eftir
brunann í fyrra, en áður störfuðu
rúmlega 20 manns hjá fyrirtækinu.
Húsið yfir nýja verksmiðju er
finnskt einingahús, tæpir 1.700 fer-
metrar að flatarmáli. Eldri verk-
smiðjan var svipuð að stærð, en
húsnæðið nýttist ekki eins vel og
það nýja, að sögn Leifs. Um upp-
setningu hússins sér Jónas Krist-
ófersson byggingarstjóri.
Leifur segir að ekki hafi komið
annað til greina en að byggja verk-
smiðjuna upp að nýju í Ólafsvík
eftir brunann í fyrra, þar sem hann
og fjölskylda hans búa.
„Ég er af gömlu sortinni, það
þýðir ekkert að gefast upp. Við
vorum ákveðnir, feðgarnir, að
byggja þetta upp.“ Þegar eru
nokkrir í vinnu á vegum Klumbu
við uppsetningu á tækjum sem
verða í verksmiðjunni, en áformað
er að vinnsla hefjist í september,
sem fyrr segir.
Morgunblaðið/Alfons
Leifur Halldórsson, eigandi Klumbu (t.h.), og Kristinn Jónasson, bæj-
arstjóri í Ólafsvík, á byggingarstað nýju verksmiðjunnar.
Var ákveðinn í að
byggja á sama stað
ALÞINGI samþykkti í gær frum-
varp um að afnumin verði lágmarks-
viðurlög við brotum á lögum um fisk-
veiðar og sjávarnytjar innan
fiskveiðilandhelginnar og utan lög-
sögu Íslands. Samkvæmt eldri lög-
um voru viðurlög við umræddum
brotum að lágmarki 400 þúsund
krónur.
Í athugasemdum frumvarpsins
segir m.a. að fyrrgreind lágmarks-
upphæð hafi ekki verið í neinu sam-
ræmi við brot í öðrum atvinnugrein-
um.
„Að óbreyttri löggjöf geta dóm-
stólar ekki hnikað frá lágmarkssekt
að fjárhæð 400.000 kr. og er það
óásættanlegt. Líta verður til þess að
þeir sem hafa atvinnu sína af sjó-
mennsku og fiskveiðum eru fæstir
það fjáðir að ekki muni um 400.000
kr. í rekstri. Einyrkjar sem róa smá-
bát án mikilla aflaheimilda finna
þungt fyrir lögbundnum viðurlögum
ef þeir teljast sekir um brot, hvort
heldur er af ásetningi eða gáleysi.
Ætíð verður það þó svo að dómari
sem dæmir í máli getur litið til alvar-
leika brots og hagsmuna sem það
varðar þegar hann ákveður viðurlög.
Er því tilgangur þessarar lagabreyt-
ingar að koma í veg fyrir að smá-
vægilegar yfirsjónir kosti viðkom-
andi 400.000 kr. heldur geti
dómstólar litið á hvert mál fyrir sig
og ákveðið viðurlög innan rýmri
refsiramma en nú er heimilt.“
Fyrsti flutningsmaður frumvarps-
ins var Örlygur Hnefill Jónsson,
varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Meðflutningsmenn voru þingmenn
úr öllum flokkum á Alþingi. Frum-
varpið var samþykkt með 37 sam-
hljóða atkvæðum.
Lágmarksvið-
urlög í sjávar-
útvegi afnumin SÍÐARI umferð rektorskjörs Há-skóla Íslands fer fram í dag, og
verður kosið á milli Ágústs Ein-
arssonar og Kristínar Ingólfsdóttur.
Kjörfundur stendur frá 9 til 18, og
verða fyrstu tölur væntanlega birtar
um kl. 20, og úrslit ljós um kl. 23 í
kvöld.
Enginn af fjórum frambjóðendum
fékk hreinan meirihluta í fyrri um-
ferð kosningana, og þarf því að
kjósa aftur á milli þeirra tveggja
sem flest atkvæði fengu. Atkvæð-
isrétt í kosningunum eiga sem fyrr
starfsmenn skólans, 1.086 talsins og
stúdentar við skólann, alls 8.821.
Vega atkvæði akademískra starfs-
manna 60%, annarra starfsmanna
10% og stúdenta 30%.
„Kjörið leggst vel í mig, þetta er
búin að vera skemmtileg barátta. Ég
er búinn að fara um allan skólann og
halda fundi, og finn mikinn meðbyr.
Ég hef átt mjög skemmtilegar sam-
ræður við bæði aðra kennara og
stúdenta, og það er bjart yfir mér og
mínum stuðningsmönnum,“ segir
Ágúst Einarsson. Hann segir að bar-
áttan hafi vissulega verið hörð, en
málefnaleg. „Ég held að öllum hafi
þótt þetta vera skemmtileg kosn-
ingabarátta, hún hefur
lífgað mjög upp á há-
skólann,“ sagði Ágúst.
Kristín Ingólfsdóttir
sagði að kosningin
legðist ágætlega í sig,
en það væri mjög erfitt
að spá í úrslitin. Þetta
hefði verið skemmti-
legur tími sem hefði
örvað umræður innan
háskólasamfé-
lagsins.„Ég vona að
þátttaka, sérstaklega
stúdenta, verði meiri.
Mér finnst sjálfri að
stúdentar eigi að láta
rektorskjör sig varða
vegna þess að það er
mikilvægt fyrir þau hvernig háskól-
anum vegnar í framtíðinni, þar sem
orðspor Háskóla Íslands á eftir að
fylgja þeim alla tíð. Ég vona svo
sannarlega að þau láti þetta sig
varða,“ sagði Kristín.
Fyrstu tölur í rektors-
kjöri um kl. 20 í kvöld
Ágúst
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Fjórir undir grun
vegna barnakláms
FJÖLDI grunaðra í barnaklámsmáli sem lögreglu-
mbættin í Reykjavík, Kópavogi og Akureyri eru að rann-
saka er kominn í fjóra eftir yfirheyrslur yfir manni á Ak-
ureyri fyrr í vikunni.
Hann er eigandi fartölvu sem notuð var á tveimur að-
skildum stöðum með þráðlausri tengingu að sögn lög-
reglunnar á Akureyri. Lagt var hald á tölvuna sem verð-
ur send til nánari rannsóknar í Reykjavík. Við
yfirheyrslur tjáði maðurinn sig ekki um sakarefnið.
Hann er á þrítugsaldri eins og þeir þrír sem handteknir
voru í Reykjavík á mánudag. Er hann með hreint saka-
vottorð að sögn lögreglunnar. Allir tengjast mennirnir
fjórir finnskum aðila sem lögreglan í Finnlandi hefur haft
til rannsóknar vegna barnakláms.
Samkvæmt almennum hegningarlögum varðar það allt
að 2 ára fangelsi að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljós-
myndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna
börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt.
Ekki hafa áður legið eins margir einstaklingar undir
grun í einu barnaklámsmáli og hér um ræðir, samkvæmt
upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík. Þar er verið að
skoða átta tölvur sem teknar voru af þremur hinna
grunuðu til að fá mynd af umfangi málsins.
Fasteignasjónvarpsþátt-
urinn Þak yfir höfuðið
hóf göngu sína á Skjá-
Einum á þriðjudag.
Hægt er að skoða allar
eignir, sem sýndar
verða í þættinum, á fast-
eignavef Morgunblaðs-
ins og verður bæði hægt
að sjá lifandi myndir og
ljósmyndir af eignum
sem eru til sölu.
Ofarlega í hægra horni fasteignavefjar mbl.is er
dálkur þar sem hægt er að skoða þær eignir sem birst
hafa í þættinum. Einnig verður hægt að leita með
venjubundnum hætti á fasteignavefnum og skoða þær
eignir sem hafa verið sýndar á SkjáEinum.
Í þættinum Þak yfir höfuðið, sem Hlynur Sigurðsson
hefur umsjón með, verður skoðað íbúðarhúsnæði, bæði
nýbyggingar og eldra húsnæði en einnig atvinnu-
húsnæði, sumarbústaðir og fleira og boðið upp á ráð-
leggingar varðandi fasteignaviðskipti, fjármálin og
fleira. Þátturinn er sýndur virka daga klukkan 19:15.
Lifandi myndir af
fasteignum á mbl.is