Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 17.03.2005, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 17. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FRÉTTASKÝRENDUR á Ítalíu voru á einu máli um það í gær að þá ákvörðun Silivos Berlusconis að hefja brottflutning ítalskra hermanna frá Írak síð- ar á þessu ári bæri að skýra með tilliti til pólitískra hagsmuna forsætisráðherrans. Ýmsir urðu til þess að líkja stöðu Berlusconis við þann veruleika sem Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, stendur nú frammi fyrir. Almennt er talið að Blair boði til þingkosninga í maímánuði en staða hans þykir nokkuð erfið sökum þess að al- þýða manna er almennt andvíg þátttöku Breta í innrásinni í Írak. Að Blair frátöldum hefur Silvio Berlusconi verið dyggasti stuðningsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta í þessu efni í Evrópu. Um 3.000 ítalskir hermenn eru nú í Írak. Loðin yfirlýsing Berlusconi greindi óvænt frá því á þriðjudags- kvöld að Ítalir myndu hefja heimkvaðningu liðsafla síns í Írak í september í ár. Tilkynningin þótti að vísu fremur loðin því tekið var fram að fækkunin myndi „ráðast af því hversu vel íröskum stjórnvöld- um gengur að byggja upp viðunandi öryggis- gæslu“. Hafa ýmsir túlkað orð þessi á þann veg að ekki liggi fyrir hvort liðsaflinn verði yfir höfuð kall- aður heim eða hvernig staðið verði að þeirri aðgerð. Fréttaskýrendur á Ítalíu bentu á að kosningar til héraðsstjórna á Ítalíu færu fram í byrjun næsta mánaðar. Þá verða kjörnar stjórnir í 14 af 20 hér- uðum Ítalíu og verða heilar 42 milljónir manna á kjörskránni. Kannanir hafa leitt í ljós að um 70% Ítala eru andvíg stuðningi ítölsku ríkisstjórnarinnar við inn- rásina í Írak. „Kannanirnar og áhrifin af stöðu Blairs mótuðu ákvörðun forsætisráðherrans,“ sagði í forystugrein Corriere della Sera, sem er stærsta dagblað Ítalíu. „Forsætisráðherrann og Blair óttast kjörkassann,“ sagði La Repubblica. Þrýstingur aukinn á Bandaríkjamenn? Andstaða við afstöðu stjórnvalda í Íraksmálinu hefur ekki minnkað eftir að bandarískir hermenn drápu ítalskan leyniþjónustumann, Nicola Calipari, í Írak. Maðurinn fylgdi blaðakonunni Giuliana Sgrena eftir að henni hafði verið sleppt úr gíslingu þar. Leyniþjónustumaðurinn er nú þjóðhetja og Berlusconi hefur krafið Bandaríkjamenn um ítar- lega rannsókn á tildrögum þess að maðurinn var drepinn. Bandaríkjamenn hafa harmað mistökin og heitið rannsókn. Hermt er að Berlusconi sé ekki ánægður með undirtektir stjórnar Bush forseta og hann og undirsátar hans hafa opinberlega dregið í efa skýringar þær sem borist hafa frá Bandaríkja- mönnum. Þykir ýmsum líklegt að tilkynning Berl- usconis frá því á þriðjudagskvöldið sé fallin til að ítreka kröfur Ítala í málinu. Talsmaður Bandaríkjaforseta gerði lítið úr ágreiningi hvað rannsókn á drápi Caliparis varðaði. Hann lagði einnig áherslu á að tilkynning Berlusc- onis væri skilyrt og lofaði framgöngu ítalskra stjórnvalda í málefnum Íraks. Fögnuður á Spáni Stjórnvöld á Spáni, sem kölluðu heim herafla sinn í Írak eftir sigur sósíalista í þingkosningum fyrir réttu ári, fögnuði í gær yfirlýsingu Berluscon- is. John Howard, forsætisráðherra Ástralíu og dyggasti stuðningsmaður George Bush utan Evr- ópu, gaf hins vegar í skyn að Ástralar kynnu að fjölga enn í herliði sínu í Írak til að bæta upp missi ítalska liðsaflans. Howard ákvað nýlega að fjölga í herliðinu í Írak til að bæta upp missi hollenskra hermanna sem nú hafa verið kallaðir heim. Þá hafa Úkraínumenn einnig hafið brottflutning hermanna frá Írak. Segja Silvio Berlusconi hræðast dóm kjósenda Ítalskir fréttaskýrendur segja tilkynningu um brottflutning hermanna frá Írak tengjast kosningunum til héraðsstjórna í næsta mánuði Róm, Canberra, Madríd. AFP, AP. AP Berlusconi er hann útskýrði ákvörðun sína. MEIRA en 500 manns í 12 löndum hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn á sölu á barnaklámi um Netið. Lögreglan á Spáni hafði forustu um aðgerðina en mennirnir voru handteknir á Spáni, Ítalíu, í Frakk- landi, Svíþjóð, Hollandi, Argentínu, Chile, Costa Rica, Mexíkó, Dómin- íska lýðveldinu, Panama og Uru- guay. Þúsundir ljósmynda og mynd- banda voru gerðar upptækar í þessum löndum. Talsmaður spænsku lögreglunnar sagði rannsóknina hafa staðið yfir í tvo mánuði. Fylgst hefði verið með mönnunum og samskiptum þeirra á spjallrás einni á Netinu. Spænska lögreglan miðlaði síðan upplýsingum um mennina til yfirvalda í viðkom- andi ríkjum. Sagt var að fleiri hand- tökur væru hugsanlegar. Upprættu barnaklám- hring í 12 löndum Madríd. AFP. LETTNESKIR lögreglumenn leiða burt konu, sem er klædd eins og fangi í útrýmingarbúðum nasista. Hafði komið til nokkurra ryskinga milli fólks af rússneskum uppruna og lettneskra þjóðernissinna, sem voru að minnast þeirra þúsunda Letta, sem börðust með Waffen SS- sveitum Þjóðverja í síðustu heims- styrjöld. Hrópuðu þeir síðarnefndu „Lettland fyrir Letta“ en hinir svör- uðu á rússnesku: „Nasisminn mun ekki sigra.“ AP Mótmæli á minningardegi SÝNT þykir að verjendur Michaels Jacksons hafi náð að veikja verulega málflutning þeirra sem saka popp- stjörnuna um að hafa misnotað ung- an dreng kynferðislega. Verjendur í máli Jacksons þykja hafa náð að draga fram alvarlegar mótsagnir í framburði drengsins en á þriðjudag viðurkenndi hann að hann hefði tví- vegis sagt einum yfirmanna í skóla sínum að poppgoðið hefði aldrei komið ósiðlega fram við hann. Þessum framburði drengsins var líkt við að sprengja hefði fallið. Drengurinn heldur því fram að hann hafi sætt margs konar kynferð- islegri misnotkun er hann dvaldist á heimili Jacksons, Neverland, árið 2003. Drengurinn er nú 15 ára og er ákæran á hendur Jackson í tíu liðum. Verjendur Jacksons héldu áfram að yfirheyra drenginn á þriðjudag en daginn áður hafði hann staðfest að hann hefði tvívegis sagt umsjónar- kennara sínum að Jackson hefði ekki misnotað sig kynferðislega. Á þriðjudag leitaðist drengurinn við að skýra framburð sinn. Sagðist hann hafa sagt kennaranum þetta af ótta við að ella myndi hann sæta ein- elti. Bekkjarfélagarnir hefðu vitað að hann hefði gist hjá Jackson og strítt honum mjög sökum þessa. Hefðu þeir m.a. haldið því fram að ofurstirnið hefði „nauðgað“ honum. Hann hefði óttast að stríðnin myndi aðeins færast í aukana greindi hann kennaranum frá því sem gerst hefði. Framburður drengsins áfall fyrir sækjendur Sérfræðingar vestra segja að framburður drengsins hafi verið áfall fyrir sækjendur í málinu. „Allt sem fram kom hjá drengnum var fallið til að rýra trúverðugleika hans,“ sagði einn þeirra. Þeir hinir sömu leggja hins vegar áherslu á að málinu sé hvergi nærri lokið og ætla verði að sækjendur hafi smíðað áætl- un um framgang málsins. Þeir kunni því að luma á ýmsum vopnum í bar- áttunni við lögfræðingateymi Jack- sons. Systir drengsins og bróðir hafa viðurkennt að hafa logið um það sem gerðist á heimili Jacksons árið 2003. Verjendur fullyrða að móðir drengs- ins standi fyrir þessum málatilbún- aði í þeim tilgangi að kúga fé út úr Jackson. Hún hefur áður verið staðin að viðlíka framferði. Sækjendur full- yrða hins vegar að Jackson hafi nýtt sér félagslegar aðstæður drengsins og veikindi í þeim tilgangi að svala afbrigðilegum fýsnum sínum. Vörnin í sókn í Jackson-máli Santa Maria í Kaliforníu. AFP, AP. FÖGNUÐUR ríkti í Beirút, höfuð- borg Líbanons, í gær þegar ljóst varð að sýrlenskir leyniþjónustu- menn hefðu verið kallaðir frá borg- inni. Nokkrir tugir manna yfirgáfu höfuðstöðvar leyniþjónustunnar í Beirút, stigu upp í bifreiðar og héldu áleiðis í Bekaa-dalinn í landinu aust- anverðu líkt og myndin sýnir. Al- menningi í Líbanon hefur staðið stuggur af sýrlensku leyniþjónust- unni og hefur krafa stjórnarandstöð- unnar verði sú að liðsmenn hennar verði fluttir heim til Sýrlands líkt og sýlenska herliðið í landinu. Vestræn- ir sérfræðingar hafa áætlað að 3.000 til 4.000 sýrlenskir leyniþjónustu- menn haldi til í Líbanon. Herlið Sýr- lendinga þar telur um 14.000 menn en brottflutningur þess liðsafla í áföngum er þegar hafinn. Reuters Leyniþjónustan farin frá Beirút EFTIR réttarhöld sem staðið hafa í tvö ár sýknaði dómari í Vancouv- er í Kanada í gær tvo menn sem ákærðir voru fyrir tvö sprengjutil- ræði er urðu 329 manns að bana um borð í flugvél Air India yfir Atl- antshafi og tveim mönnum á flug- vellinum í Tókýó í Japan fyrir 20 árum. Sagði dómari að lykilvitni hefði ekki verið trúverðugt. Margir tóku andköf í réttarsaln- um er dómurinn var lesinn upp. Sprengjutilræðin voru mannskæð- ustu hryðjuverk sem framin höfðu verið fyrir 11. september 2001 og eru mesta fjölda- morð í sögu Kanada. Flestir þeirra 329 sem fórust með Air India-vélinni voru Kanada- menn. Vélin var á leið frá Vancouv- er til London með millilendingu í Montréal 23. júní 1985. Sprengja sprakk um borð í henni við strönd Írlands og um sama leyti sprakk sprengja í tösku sem átti að fara í Air India-vél í Japan. Saksóknarar héldu því fram að tilræðin hefðu verið hefnd síkha á Indlandi fyrir mannskæða árás hersins á Gullna hofið í Amritsar, helgasta stað síkha. Báðir hinir ákærðu, Ripudaman Singh Malik og Ajaib Singh Bagri, eru síkhar. Sýknaðir af ákæru um tilræði Vancouver. AFP. Ripudaman Singh Malik

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.