Morgunblaðið - 17.03.2005, Side 20

Morgunblaðið - 17.03.2005, Side 20
Hellisheiði | Lið Yotoo úr Segli náði bestum árangri í DS- Göngunni, póstakeppni á vegum skátanna sem haldin var á Hellisheiði nýlega. Alls mættu 6 lið til keppni en þetta er í fjórða samstarf, skátaanda, ferða- mennsku og fleira. Keppnin er ágætis æfing í fjallamennsku og því að rata, en keppendur þóttu sýna mikinn metnað og áræði og var mikið á sig lagt til að vinna. sinn sem til hennar er efnt. Gangan er í raun risastór rat- leikur með krefjandi verk- efnum, en liðin keppast við að safna stigum sem þau hljóta m.a. fyrir úrslausn verkefna, Risastór ratleikur Skátaandi Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Lækka hámarkshraða | Sveitarstjórn Skútustaðahrepps fjallaði á fundi sínum um bréf frá Vegagerðinni þar sem skýrt er frá því að ósk hafi borist um nýja veg- tengingu að ferðamannamóttöku í Vogum. Fram kemur að Vegagerðin geti fallist á þessa tengingu og verði leyfður hámarks- hraði lækkaður í 50 km á klukkustund, en sveitarstjórn hefur borist áskorun frá all- flestum íbúum í Vogum þar sem mælst er til að hraðatakmörk um þéttbýlið í Vogum verði sett við 50 km. Sveitarstjórn sam- þykkti síðan fyrir sitt leyti að leyfður há- markshraði um þéttbýlið í Vogum verði 50 km á klst. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Róleg í blíðunni | Myndarleg ugla gerði sig heimakomna framan Hrafnagils í Eyja- fjarðarsveit einn morguninn í vikunni og var bara hin ró- legasta í blíð- unni. Áhuga- menn um fugla tóku líka eftir haferni innst í Eyjafirði, en það mun sjaldséð sjón þar um slóð- ir. Thelma Wil- helmsdóttir náði mynd af uglunni, en haförninn var erfiðari viðureignar þegar að myndatöku kom. Breytingar á Dalvík | Bæjarstjórn Dal- víkurbyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum í vikunni að veita Gunnhildi Gylfa- dóttur lausn frá störfum sem aðalmaður í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar og sem for- maður landbúnaðarráðs og að veita Þor- steini Hólm Stefánssyni lausn frá störfum sem varamaður í bæjarstjórn Dalvík- urbyggðar og sem nefndarmaður í félags- málaráði. Þá óskaði Dagur Óskarsson lausnar frá störfum í bæjarstjórn af persónulegum ástæðum og var veitt hún, en hann mun áfram starfa í umhverfisráði. Helga B. Hreinsdóttir mun taka sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn Dalvík- urbyggðar í stað Gunnhildar. Þorsteinn Björnsson tekur sæti hennar sem formað- ur landbúnaðarráðs og Jóhannes Haf- steinsson tekur sæti Þorsteins í félags- málaráði. Músík í Mývatns-sveit“ er heiti átónlistardagskrá sem haldin verður í 8. sinn nú um páskana. Tónleikar verða á skírdagskvöld kl. 20 þar sem fram kemur kvartettinn „Út í vorið“ og flytur fjölbreytta efnis- skrá, m.a. strengjakvar- tett eftir Dvorák og nýjar útsetningar Atla Heimis Sveinssonar á vinsælum alþýðulögum. Seinni tón- leikarnir verða föstudag- inn langa kl. 21 en þá verð- ur boðið upp á tónlist eftir Bach, Mozart, Bruckner og fleiri auk sálmalaga. Tónlistarhátíðin „Músík í Mývatnssveit“ er fastur liður í dagskrá páskanna þar og hið sama má segja um píslargönguna um- hverfis Mývatn sem geng- in er föstudaginn langa. Lagt verður af stað í hana frá Hótel Reynihlíð kl. 9 að morgni og höfð við- koma á Skútustöðum þar sem m.a. verður bæna- stund í Skútustaðakirkju. Tónlistarhátíð Hörður Torfason, söngvaskáld og leikari, hefurverið á hringferð um Ísland með gítarinn sinnstanslaust síðan 1970. Árlega fer hann að minnsta kosti einn hring – sum árin hafa hringirnir orðið tveir. Hörður beit það í sig að sleppa Grímsey ekki alveg úr og reyna að hafa hana með í hringnum. Grímseyingar sýndu sannarlega í verki að þeir kunnu að meta komu listamannsins, því að í félagsheimilið Múla mættu allir fullorðnir sem ekki þurftu nauðsyn- lega að vera heima og gæta bús og barna. Stemmn- ingin gífurlega góð, Hörður hefur einstakt lag á að fjalla um lífið og tilveruna á skoplegum nótum. Hann var svo elskulegur að gefa sér tíma til að heimsækja grunnskólann og syngja og spila fyrir skólabörnin. „Það er mikil gleði að koma til Grímseyjar og móttökur frábærar,“ sagði Hörður Torfason þegar hann kvaddi. Sleppir ekki Grímsey Fullorðinn maðurvar handtekinneftir að hafa brotist inn og stolið kvenmannsnærfötum í búð á Laugavegi á þriðjudag. Einar Kol- beinsson yrkir: Rökvís þessi ráðin tók, – rúðubrot við trega, krækti sér í kvenmannsbrók, og kættist ógurlega. Hallgrímur Helgason rithöfundur hlýddi á út- varpsstjóra í Kastljósi og orti í tilefni af því: Malar kvörnin Markús Örn um málið fréttastjóra. Á Kastljósbörnin beitir vörn í boði VÍS og Dóra. Bragarhátturinn er með innrími í fyrstu og þriðju hendingu og kall- ast frumstikluð fer- skeytla, en Sveinbjörn Benteinsson allsherj- argoði yrkir undir sama hætti: Gróskan ör að engu spör, ýtum hygg ég fái dágóð kjör, sem dýrlegt smjör drypi af hverju strái. Stolin nærföt pebl@mbl.is TVÆR íslenskar músategundir eru myndefni á frímerkjum sem Íslandspóst- ur hefur gefið út. Einnig eru komin út svokölluð tækifærisfrí- merki. Á músafrí- merkjunum eru myndir af hagamús og húsamús. Anna Þóra Árnadóttir hjá EnnEmm auglýs- ingastofu hannaði frí- merkin en teikningarn- ar eru eftir Jón Baldur Hlíðberg. Tækifærisfrímerki eru frímerki sem hægt er að nota við ýmis há- tíðleg tækifæri, meðal annars á boðskort, vegna afmæla og brúð- kaup. Þetta eru fyrstu frímerki þessarar teg- undar sem Íslands- póstur gefur út. Blóm- in sem sýnd eru á frímerkjunum eru geislafífill, túlípani, rós og kalla – allt vin- sæl gjafablóm. Örn Smári Gíslason hann- aði frímerkin. Mýs og gjafablóm á frímerkjum Akureyri | Rekstur Norðlenska batnaði verulega milli áranna 2003-4 eða um 100 milljónir króna. Rekstrarbati nemur um 300 milljónum frá árinu 2001. Heildarvelta Norðlenska á síðasta ári var 2.380 millj- ónir króna. Fjármunamyndun í rekstri á síðasta ári nam hundrað milljónum króna, sem dugar fyrir afborgunum lána og vöxt- um. EBITDA-hagnaður hjá félaginu var nálægt 140 milljónum króna, sem er mjög í takt við áætlanir. „Við höfum unnið markvisst að því að bæta rekstur fyrirtækisins, meðal annars með ýmiskonar hagræðingu. Við höfum aukið eigin slátrun verulega og þá höfum við náð að auka umtalsvert framleiðslu fullunninnar vöru,“ segir Sigmundur E. Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norð- lenska, á vef félagsins. Heildarslátrun Norðlenska á síðast- liðnu ári var 1.750 tonn í lambakjöti, 1.200 tonn í svínakjöti, 800 tonn í nautakjöti og 19 tonn í hrossakjöti. Rekstrarbati ♦♦♦       Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Góð ca 53 fm 2ja herbergja íbúð á 2. hæð. Svalir í norðvestur með útsýni út á Flóann allt til Snæfellsjökuls. Parket á gólfum. Björt og góð íbúð. Laus ca 1. júní. V. 13,3 m. 6624 BOÐAGRANDI - ÚTSÝNI SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG ÍSLANDSMÁLNING • Sími 517 1500 • Vöruhús / verslun Sætúni 4 ÍSLANDS MÁLNING STÆRSTA MÁLNINGARVERSLUN LANDSINS BIORA INNIMÁLNING FRÁ TEKNOS Ný tegund almattrar veggjamáln- ingar sem hefur mikla þvottheldni Þolir yfir 10000 burstastrokur skv. SFS 3755 staðlinum Gæðastöðluð vara á góðu verði Ábyrgð tekin á öllum vörum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.